Réttur


Réttur - 01.01.1979, Side 70

Réttur - 01.01.1979, Side 70
Kosníngafundur G-listans í Laugardalshöll 25. júní 1978 sýndi að alþýða Reykjavikur fyikti sér einhuga um Alþýðubandalagið og treysti því til að framfylgja kjörorði kosninganna: að hnekkja kaupráninu. * Atvinnuleysishætta og iandflótti voru meðal greinilegustu viðskiln- aðarmerkja íhaldsstjórnarinnar. Síðastliðið sumar höfðu stórvirk framleiðslutæki í sjávarútvegi og fiskiðnaði stöðvast og horfnr voru á að í septemberbyrjun yrði at- vinnuleysi hlutskipti um 10 000 verkafólks. Til viðbótar hafði í- haldsstjórn undanfarinna ára skap- að nýjan landflótta launafólks sem flykktist til útlanda í atvinnuleit líkt og gerðist á lokaárum viðreisn- artímans. Ameríkuferðirnar áður fyrr, viðreisnarárin og nýliðinn fer- ill íhaldsstjórnarinnar eru þrjú stærstu landflóttatímabil í nútíma- sögu íslensku þjóðarinnar. * Kjaraskerðing íhaldsstjórnarinnar dró svo úr kaupmætti launafólks á árunum 1975-77 að ávinningar fyrri ára voru að engu gerðir. ís- land varð á skömmum tíma lág- launaland í samanburði við ná- grannalöndin í Norður-Evrópu og átti sú þróun verulega hlutdeild í landflóttanum. Þegar verkalýðs- hreyfingunni hafði í hörðum samn- ingum tekist að færa launafólki nokkra leiðréttingu greip íhalds- stjórnin til hinna illræmdu kaup- ránslaga sem knúðu tugþúsundir launafólks til skyndiverkfalla 1. og 2. mars. Vinstri stjórn tekur því við í k jölfar langvarandi tímabils kjaraskerðingar og víðfækra átaka um samningsréttinn. * Erlend skuldasöfnun og hallabú- skapur ríkisins voru þau tæki sem íhaldsstjórnin notaði til að kaupa sér gálgafrest. Þau skapa margvís- legan og langvarandi vanda og 70

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.