Réttur


Réttur - 01.01.1979, Page 71

Réttur - 01.01.1979, Page 71
þrengja nijög svigrúm til nýrrar sóknar í uppbyggingu atvinnulífs- ins og til eflingar félagslegra fram- kvæmda. Stærðargráða skuldasöfn- unar ríkissjóðs á fyrsta ári íhalds- stjórnarinnar næmi í nútímanum um 30 milljörðum króna og erlend- ar lántökur jukust svo að nú ])arí að ráðstafa sjöttu Itverri krónu af útflutningstekjum til að greiða gamlar skuldir. Þessi höfuðeinkenni efnahagsþróunar- innar á undanförnum árum — verðbólga, atvinnuleysishætta, landflótti, kjaraskerð- ing, erlend skuldasöfnun og hallabúskap- ur ríkisins - eru aðeins nokkrir megin- þættir í þeirri dökku mynd veruleikans sem við blasti á síðastliðnu hausti. Margt fleira mætti nefna, svo sem gífurlega handahófskennda umframfjárfestingu, skipulagsleysi í þróun atvinnuveganna, dauðamerki margra iðngreina vegna á- hrifanna af EFTA-verunni og fleira og fleira. Þegar íslenskir sósíalistar meta víg- stöðu vinstri stjórnar á líðandi stundu, þá er nauðsynlegt að tvíeðli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins og arf- ur íhaldsstjórnarinnar séu greinilegar forsendur allrar umræðu um baráttuleið- ir og efnislegar ákvarðanir. Við ríkjandi aðstæður er Ijóst, að samtenging aðgerða annars vegar stéttvísasta hlutans í sam- tökum launafólks og hins vegar forsvars- manna Alþýðubandalagsins á vettvangi ákvarðanatöku landsstjórnarinnar er meginskilyrði fyrir því að það takist að ná einhverjum árangri. Vandinn í stjórn- list íslenskra sósíalista er því hú sem oft áður að tryggja í verki frá degi til dags og við erfið skilyrði þá samfylgd flokks og fjöldahreyfinga launafólks sem ein getur fært verkalýðsstéttinni umtalsverða sigra. 71

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.