Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talsverð aukninghefur orðið á notk-un jarðefna á und- anförnum árum og áætlað er að magnið sé á milli 8 og 10 milljón rúmmetrar á ári, fyrir utan stórfram- kvæmdir vegna virkjana. Vegagerðin er stærsti not- andi jarðefna og notar á bilinu 4,5 til 6 milljón rúm- metra, en það er breyti- legt eftir umfangi fram- kvæmda á ári hverju. Enginn aðili heldur hins vegar utan um framleiðslu efna úr námum í landinu og því getur verið nokkuð óná- kvæmi í tölunum. Ekki eru heldur til skrár yfir námur einstaklinga, eða landeigenda, né sveitarfélaga á landinu. Vegagerðin heldur hins vegar gagnagrunn yfir sínar nám- ur. Í námugagnagrunni Vega- gerðarinnar er m.a. haldið utan um upplýsingar um staðsetningu, jarðmyndun, frágang og efnisgerð náma. Þar kemur fram að fjöldi náma er 3.051 en skv, upplýsing- um frá Vegagerðinni verður að hafa í huga að flestar þessara náma eru mjög litlar. Takmarkaðar reglur gilda um gamla efnistökustaði, en nýja staði þarf að tilgreina í aðalskipu- lagi og deiliskipulagi, og ef þeir fara yfir tiltekin stærðarmörk, 50 þúsund fermetra, þarf að meta umhverfisáhrif malarnáms. Umhverfisskaði Efnistaka getur haft í för með sér mikla eyðileggingu á verð- mætum og kann hún að vera margþætt. Mest áberandi er eyði- legging landslags og þá sér í lagi þegar gengið er á þekkt kennileiti. Eitt dæmi um það er malarnámið í Ingólfsfjalli í Ölfusi. Í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag er fjallað um niðurstöður úr frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku úr Ingólfsfjalli sem Línuhönnun verkfræðistofa hafði umsjón með fyrir hönd Fossvéla ehf. Þar kemur fram að tveggja milljón rúmmetra efnistaka sem ráðgerð er á næstu 10 til 15 árum muni hafa þau áhrif að núverandi fjallsbrún muni lækka um 80 metra og færa hana innar sem nemur stærð efnistökusvæðisins. Fjallsbrúnin muni breytast á kafla og breytingin verði sýnileg frá þéttbýlu svæði og fjölförnum þjóðvegi. Af framkvæmdunum yrðu því mikil, neikvæð sjónræn áhrif sem verði varanleg og óaft- urkræf. Einnig getur malarnám haft í för með sér slæm áhrif á vatnsbú- skap og jafnvel spillt vatnsbólum. Landvernd hefur um árabil haft eftirlit með námugreftri út frá umhverfissjónarmiðum og hefur til að mynda barist gegn malar- námi við Vífilsfell í Ölfusi þar sem gengið er á hlíðar fjallsins. Landið er í eigu Kópavogs, Seltjarnar- ness og Sveitarfélagsins Ölfuss og frestuðu tvö fyrrnefndu bæjar- félögin malarnámi í kjölfar ábend- inga Landverndar. Ölfus hefur hins vegar haldið framkvæmdum áfram á kostnað sjónrænna áhrifa. Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir það skipta miklu máli þegar valdir eru staðir fyrir efnistöku. Menn verða að sjá fyrir endann á fram- kvæmdunum, hversu mikið magn verði tekið og hvernig á að ganga frá námunni að framkvæmdum loknum – og hver borgar frágang- inn. „Menn eru oft að leita að ódýrum námum og þessar námur þegar menn ganga í fjallshlíðar eru oft ódýr lausn. Efnið er til annars staðar og í raun aðeins spurning um að finna það,“ segir Tryggvi og segir til að mynda oft auðveldara að ganga frá námum á flatlendi. Til lengri tíma litið verði ekki sami umhverfisskaði og þeg- ar ráðist er á fjallshlíðar. Átak Vegagerðarinnar Vegagerðin réðst í átak árið 2003 um frágang á gömlum nám- um og hefur breytt verklags- reglum sínum í takt við umhverf- issjónarmið. „Vegagerðin hefur farið í átak í þessu. Það voru náttúruverndar- lög sett árið 1999, sem gerðu ráð fyrir því að menn færu í að ganga frá eldri efnisnámum. Árin þar á undan var Vegagerðin reyndar byrjuð að taka sig á en síðan þá hefur verið átak að ganga frá nokkrum tugum náma á ári,“ seg- ir Gunnar Bjarnason, verkefnis- stjóri hjá Vegagerðinni, en af þeim rúmlega þrjú þúsund nám- um sem eru á skrá Vegagerðar- innar eru 1.610 námur ófrágengn- ar og 572 hálffrágengnar. „Við höfum verið í samstarfi við um- hverfisstofnun um þetta og í kjöl- farið var gert samkomulag um að gefa út langtímaáætlun um að vera búnir að ganga frá öllum gömlum námum fyrir árið 2018,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé það orðið verklagsregla hjá Vega- gerðinni að ganga frá námum jafnóðum, eða um leið og verki lýkur. Eftirlitsmaður Umhverfisstofn- unar skoðar allar námur þegar gengið hefur verið frá þeim og ef frágangurinn er fullnægjandi að mati stofnunarinnar gefur hún út vottorð því til staðfestingar. Árið 2004 vann Vegagerðin við frágang á 51 námu og lauk honum við allar nema þrjár. Árið á undan var unnið við frágang á 77 námum. Fréttaskýring | Efnistaka úr malarnámum getur haft neikvæð áhrif á umhverfið Landslag tekur breytingum Vegagerðin gengur frá nokkrum tug- um af gömlum námum á hverju ári Malarnáman umdeilda í Ingólfsfjalli. Námur landeigenda og sveitarfélaga ekki skráðar  Engin skrá er yfir námur landeigenda eða sveitarfélaga á landinu né heldur er almennilega haldið utan um framleiðslu stein- efna. Vegagerðin er með sínar námur skráðar í gagnagrunn og eru um þrjú þúsund námur í hon- um. Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, seg- ir að rétt eins og hægt er að skrá gistinætur hótela ætti að vera hægt að skrá framleiðslu úr mal- arnámum landsins. Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÚÐVÍK Jónsson frá Ólafsfirði situr um þessar mundir nokkra klukkutíma á dag í gömlum pylsuvagni skammt frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri og selur hákarl sem hann verkar sjálfur ásamt syni sínum. „Ég geri þetta nú aðallega til þess að hafa gaman af því,“ sagði Lúðvík við blaðamann sem kíkti við hjá hon- um í gær. Hann starfar á næturvöktum annars staðar og er í vagninum frá því fljótlega eftir hádegi þar til klukkan sex. Feðgarnir veiddu svolítið sjálfir í hitteðfyrra en venjulega fá þeir hákarl af togurunum. Sonur Lúðvíks er togarasjómaður auk þess sem þeir verka hákarl heima í Ólafsfirði og selja víða um land. „Það er reytingur,“ segir Lúðvík þegar spurt er hvort mikið sé að gera í vagninum. Þeir sem komist á bragðið komi sumir aftur og aftur. „Ég kom fyrst með vagninn hingað fyrir þremur ár- um og hef verið hér frá því fyrir jól og fram að þorra. Hann segir viðskiptavinina á öllum aldri, meira að segja hafi lítil börn bankað uppá og viljað fá að smakka. Verslun Lúðvíks er gamall pylsuvagn sem lengi stóð í Lækjargötu í Reykjavík. „Sumir stríða mér auðvitað út af vagninum og biðja um einn með öllu!“ sagði Lúðvík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Úlfar Malmquist kom við í vagninum hjá Lúðvík í gær og keypti sér hákarlsbita. Selur hákarl í gömlum pylsuvagni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.