Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 15 FRÉTTIR RAGNHILDUR Helgadótt- ir, jafnréttisráðgjafi hjá ÍTR, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Kópavogi vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Ragnhildur hefur verið þátt- takandi í félagsstarfi um árabil, situr í stjórn Kvenna- hreyfingar Samfylkingar- innar, stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Andvara. Ragnhildur var fulltrúi R-listans í stjórn Sorpu og varafulltrúi R-listans í um- hverfis- og heilbrigðisnefnd. Ragnheiður leggur áherslu á að Kópavogur verði fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem eft- irsóknarvert sé að búa fyrir alla aldurshópa. Ragnheiður telur mikilvægt að Kópavogur og ÍTK móti sérstaka stefnu í útivistarmálum al- mennings innan bæjarmarka og í næsta ná- grenni. Bæta þarf aðstöðu til frístundaiðkunar og aðgengi að útivistarsvæðum og stígum fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Treysta þarf grundvöll hestamennsku í bænum og skipuleggja framtíðarstað fyrir hestamanna- félagið Gust, leggja áherslu á almenningsíþrótt- ir og stuðla að aukinni þátttöku barna, unglinga og aldraðra í heilbrigðum tómstundum. Leik- skólapláss verði niðurgreidd og tryggt að börn fái dagvistun eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Ragnheiður telur mikilvægt að bæta þá neikvæðu ímynd sem Kópavogsbær hefur feng- ið á sig undanfarið vegna launamála. Ragnhildur Helgadóttir Býður sig fram í 3. sæti SIGRÚN Elsa Smáradótt- ir markaðsstjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.–4. sæti, í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11.–12. febrúar. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans sl. tvö kjörtímabil. Hún á sæti í menntaráði Reykja- víkur, áður í fræðsluráði og leikskólaráði, og var m.a. formaður starfshóps sem mótaði stefnu um gjaldfrjálsa vistun fyrir fimm ára börn í leikskólum sem verið er að hrinda í framkvæmd um þessar mundir. Sigrún er enn fremur formaður samstarfsnefndar um lög- reglumálefni, varaformaður stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Hún hefur einnig átt sæti í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og íþrótta- og tómstunda- ráði. Fyrir síðustu alþingiskosningar starfaði hún sem pólitískur aðstoðarmaður Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur. Á næsta kjörtímabili leggur Sigrún Elsa áherslu á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar, laga grunnskólann frekar að breyttum tímum og skapa aðstæður sem hvetja til einstaklingsmiðaðs náms. Hún vill stuðla að uppbyggingu Orkuveitu Reykjavík- ur og auka þar vægi umhverfisvænna áherslna við ákvarðanatöku. Með þessum og öðrum vill Sigrún skapa hagstæð skilyrði bæði fyrir fyrirtæki og mannlíf í borginni. Sigrún Elsa Smáradóttir Býður sig fram í 2.–4. sæti FERÐUM um Hvalfjarðargöng fjölgaði á síðasta ári um 12% en þá voru farnar 1,6 milljón ferðir um göngin. Nettótekjur Spalar ehf. af hverri ferð um göngin eft- ir að veggjaldið í göngunum lækkaði 1. apríl eru rétt liðlega 500 kr. á ferð, að sögn Marinós Tryggvasonar, starfsmanns Spal- ar ehf. Lætur nærri að lækkunin milli mars- og aprílmánaðar sé 24% en þegar litið er á tímabilið til októbermánaðar er lækkunin um 17%. Lyklanotkun hefur hins vegar aukist stórlega eftir lækkunina og eru nú í umferð um 25 þúsund lyklar sem er áttfalt meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir um göngin. Áhrif lækkunar veggjaldsins á tekjustreymi Spalar ehf. er í samræmi við áætlanir en umferð- araukningin er hins vegar langt umfram spár og brúar tekjutapið vegna lækkunarinnar. Gísli Gíslason, stjórnarformað- ur Spalar ehf., gat þess á aðal- fundi félagsins í nóvember sl. að það væri flestum hulin ráðgáta eftir hvaða lögmálum þróun um- ferðar væri um Hvalfjarð- argöngin. Umferðaraukningin hafi komið Speli afskaplega vel á nýliðnu rekstrarári og fróðlegt verði að sjá þróunina á því rekstrarári sem nýhafið er. Upplýsingar um tekjur og af- komu Spalar staðfestu hins vegar að vegfarendur, viðskiptavinir fé- lagsins, njóta mikillar lækkunar veggalds. Hefur veggjaldið hefur lækkað um tugi prósenta frá því göngin voru opnuð sumarið 1998, hvort heldur horft er við nafnvirðis eða raunvirðis. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Um 25 þúsund lyklar í Hvalfjarðargöngunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.