Morgunblaðið - 20.01.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.01.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 15 FRÉTTIR RAGNHILDUR Helgadótt- ir, jafnréttisráðgjafi hjá ÍTR, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Kópavogi vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Ragnhildur hefur verið þátt- takandi í félagsstarfi um árabil, situr í stjórn Kvenna- hreyfingar Samfylkingar- innar, stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Andvara. Ragnhildur var fulltrúi R-listans í stjórn Sorpu og varafulltrúi R-listans í um- hverfis- og heilbrigðisnefnd. Ragnheiður leggur áherslu á að Kópavogur verði fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem eft- irsóknarvert sé að búa fyrir alla aldurshópa. Ragnheiður telur mikilvægt að Kópavogur og ÍTK móti sérstaka stefnu í útivistarmálum al- mennings innan bæjarmarka og í næsta ná- grenni. Bæta þarf aðstöðu til frístundaiðkunar og aðgengi að útivistarsvæðum og stígum fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Treysta þarf grundvöll hestamennsku í bænum og skipuleggja framtíðarstað fyrir hestamanna- félagið Gust, leggja áherslu á almenningsíþrótt- ir og stuðla að aukinni þátttöku barna, unglinga og aldraðra í heilbrigðum tómstundum. Leik- skólapláss verði niðurgreidd og tryggt að börn fái dagvistun eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Ragnheiður telur mikilvægt að bæta þá neikvæðu ímynd sem Kópavogsbær hefur feng- ið á sig undanfarið vegna launamála. Ragnhildur Helgadóttir Býður sig fram í 3. sæti SIGRÚN Elsa Smáradótt- ir markaðsstjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.–4. sæti, í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11.–12. febrúar. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans sl. tvö kjörtímabil. Hún á sæti í menntaráði Reykja- víkur, áður í fræðsluráði og leikskólaráði, og var m.a. formaður starfshóps sem mótaði stefnu um gjaldfrjálsa vistun fyrir fimm ára börn í leikskólum sem verið er að hrinda í framkvæmd um þessar mundir. Sigrún er enn fremur formaður samstarfsnefndar um lög- reglumálefni, varaformaður stjórnar Orku- veitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Hún hefur einnig átt sæti í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og íþrótta- og tómstunda- ráði. Fyrir síðustu alþingiskosningar starfaði hún sem pólitískur aðstoðarmaður Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur. Á næsta kjörtímabili leggur Sigrún Elsa áherslu á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar, laga grunnskólann frekar að breyttum tímum og skapa aðstæður sem hvetja til einstaklingsmiðaðs náms. Hún vill stuðla að uppbyggingu Orkuveitu Reykjavík- ur og auka þar vægi umhverfisvænna áherslna við ákvarðanatöku. Með þessum og öðrum vill Sigrún skapa hagstæð skilyrði bæði fyrir fyrirtæki og mannlíf í borginni. Sigrún Elsa Smáradóttir Býður sig fram í 2.–4. sæti FERÐUM um Hvalfjarðargöng fjölgaði á síðasta ári um 12% en þá voru farnar 1,6 milljón ferðir um göngin. Nettótekjur Spalar ehf. af hverri ferð um göngin eft- ir að veggjaldið í göngunum lækkaði 1. apríl eru rétt liðlega 500 kr. á ferð, að sögn Marinós Tryggvasonar, starfsmanns Spal- ar ehf. Lætur nærri að lækkunin milli mars- og aprílmánaðar sé 24% en þegar litið er á tímabilið til októbermánaðar er lækkunin um 17%. Lyklanotkun hefur hins vegar aukist stórlega eftir lækkunina og eru nú í umferð um 25 þúsund lyklar sem er áttfalt meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir um göngin. Áhrif lækkunar veggjaldsins á tekjustreymi Spalar ehf. er í samræmi við áætlanir en umferð- araukningin er hins vegar langt umfram spár og brúar tekjutapið vegna lækkunarinnar. Gísli Gíslason, stjórnarformað- ur Spalar ehf., gat þess á aðal- fundi félagsins í nóvember sl. að það væri flestum hulin ráðgáta eftir hvaða lögmálum þróun um- ferðar væri um Hvalfjarð- argöngin. Umferðaraukningin hafi komið Speli afskaplega vel á nýliðnu rekstrarári og fróðlegt verði að sjá þróunina á því rekstrarári sem nýhafið er. Upplýsingar um tekjur og af- komu Spalar staðfestu hins vegar að vegfarendur, viðskiptavinir fé- lagsins, njóta mikillar lækkunar veggalds. Hefur veggjaldið hefur lækkað um tugi prósenta frá því göngin voru opnuð sumarið 1998, hvort heldur horft er við nafnvirðis eða raunvirðis. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Um 25 þúsund lyklar í Hvalfjarðargöngunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.