Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 16

Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                !  "# #                   !" #$ % &   % #  6& *7 18#$- 6  7 18#$- !  *97 18#$- : 0#$- %  7 18#$- %;7 18#$- )  #$- ' 184! #$- '91#$- ;  ) #$-   #$-   &% # #$- )%#$-   1"1<!1+ =%3=$- #$- >1#$- ' ( ") *+  %"  +1) #$- 7 #$- "8+3 #$- ?&  &7 18#$- @ +  #$- A/# 3#$- B%6   &   1" C "+ 9+#$- D1 9+#$-  (,+  + -  % 3 $3 + #$- = 1$E 1+1 *$- -.  /+ ?(F ,+  *+-* +           <  < <  <   < < <   !  $= $ *+-* + <   < < < < < < < < < < < < < < < < <  G H. G<H. GH. GH. G< H. GH. < GH. < G H. < G<H. GH. G<H. G H. < < < < < < G<H. < < < < GH..  *+8    C +,  I ' 18  - -  - -  - -  - - -  - -  - - - - <  < <  < -  < - < < -                                             D+8 ,40-- 6C -J6 #11   %39 *+8       <  < <  < <  < < SKULDABRÉFAÚTBOÐ Latabæj- ar gekk mjög vel, að sögn Jóns Guðna Ómarssonar, sérfræðings á alþjóða- sviði Íslandsbanka. Útboðinu lauk í gær en Íslandsbanki annast útgáfu skuldabréfanna. Lífeyrissjóðir og fagfjárfestar keyptu skuldabréf samtals að and- virði 14 milljónir bandaríkjadollara, sem í boði voru, en það svarar til um 860 milljóna íslenskra króna. „Við hjá Íslandsbanka erum mjög ánægð með þær móttökur sem Lati- bær fékk í útboðinu,“ segir Jón Guðni. Íslandsbanki fékk sérfræð- inga hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækinu LEK Consulting til að meta markaðsstöðu og möguleika Lata- bæjar í tengslum við skuldabréfaút- boðið. Jón Guðni segir að niðurstöður þeirrar úttektar hafi verið mjög já- kvæðar fyrir Latabæ. Frá því var greint fyrr í þessum mánuði að sjónvarpsstöðin Nickel- odeon Junior hefði fest kaup á nýrri þáttaröð af Latabæ, alls 18 þáttum. Stefnt er að því að hefja tökur 3. febr- úar næstkomandi. Skuldabréfaútboð fyrirtækisins er liður í fjármögnun þáttagerðarinnar. Magnús Scheving segir að það hafi verið mikil viðurkenning fyrir Lata- bæ að Nickelodeon Junior skyldi hafa óskað eftir að kaupa fleiri þætti. Hann segir að í lok þessa árs komi Latibær til með að vera sýndur í 70 löndum og gaman sé að segja frá því að nú sé verið að undirbúa talsetn- ingu þáttanna á hindí fyrir Indland. 860 milljóna skuldabréf Latabæjar gengu út Eftir Grétar Júníus Guðmundsson og Sigurhönnu Kristinsdóttur YFIRTÖKUNEFND hefur álykt- að að ekki sé tilefni til að endur- skoða álit nefndarinnar frá 14. des- ember síðastliðnum. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að með sölu Eignarhaldsfélagsins Odda- flugs ehf. og Baugs Group hf. á hlutum í FL Group til Landsbanka Íslands hf. væru ekki lengur skil- yrði fyrir yfirtökuskyldu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Kauphallar Íslands. Í fyrra álitinu var komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að telja þá hluti þegar kæmi að ákvörðun um það hvort umræddir aðilar hafi sameiginlega yfirráð yfir 40% eða meira af eign- arhlutum í félaginu. Í álitsgerðinni segir að óskað hafi verið eftir upp- lýsingum frá Landsbankanum um það hvort einhverjir aðrir samn- ingar, formlegir eða óformlegir, væru á milli þessara aðila sem tengdust þessum viðskiptum. Svar Landsbankans barst nefndinni þann 18. janúar þar sem fram kom að engir aðrir samningar sem þýð- ingu hefðu í þessu máli væru fyrir hendi milli Landsbankans annars vegar og Oddaflugs og Baugs Group hins vegar. Í því ljósi álykt- ar nefndin að ekki sé tilefni til að endurskoða álit nefndarinnar frá 14. desember. Fyrra álit um FL Group stendur ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,42% í gær en hún lækkaði í fyrsta skipti á þessu ári í fyrradag. Lokagildi vísitöl- unnar var 6.116 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu 5.630 milljónum króna í gær og þar af námu viðskipti með hluta- bréf 3.890 milljónum króna. Mest voru viðskipti með bréf Ís- landsbanka fyrir um 913 milljónir króna. Mesta hækkun varð á bréfum FL Group, eða 1,8%. Þá lækkuðu bréf Atlantic Petroleum mest í gær og nam lækkunin 20,5% Úrvalsvísitalan hækkar aftur ● HLUTIR Avion Group hf. verða skráðir á Aðallista Kauphallar Ís- lands kl. 10 í dag, með sérstakri at- höfn. Skráning Avion Group er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina en markaðsvirði félagsins eru nú tæpir 69 milljarðar króna. Heildarfjöldi hluta í Avion Group eru 1.793.599.135 að nafnverði Stjórn Avion Group hefur samþykkt að gerðir verði kaupréttarsamningar við lykilstjórnendur Avion Group og dótturfélaga. Samningarnir veita lykilstjórn- endum rétt til kaupa á hlutum í Avion Group hf. á genginu 38,3 krónur á hlut, 15. janúar ár hvert, næstu þrjú árin. Heildarfjöldi hluta sem Avion Group veitir kauprétt að eru 49.500.000 og fá þeir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, og Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atl- anta Icelandic, rétt til kaupa á flest- um hlutum, eða 1.700.000 hvor. Avion á markað í dag ● GENGI bréfa í Atlantic Petroleum lækkaði um 20,5% í gær en gengi bréfanna hækkaði um rúmt 41% á þriðjudaginn og höfðu þá hækkað um nærri 65% á þremur dögum. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóri Kauphallar Íslands, var málið skoðað af hálfu Kauphallarinnar og kom þá á daginn að lagt hafði verið fram nýtt verðmat á markaðsvirði Atlantic Petroleum, sem var mun hærra en fyrri verðmöt og lét nærri að verðmæti félagsins miðað við gengi bréfa þess á þriðjudaginn hafi samsvarað því mati. Eðlilegt sé að ætla að þarna sé komin skýringin á hinum miklu hækkunum á gengi bréfa í félaginu. Nýtt verðmat á Atlantic Petroleum ● ATORKA hefur nú eignast 97% hlut í Jarðborunum eftir að framkvæmd yfirtökutilboðs er lokið. Að með- töldum eigin bréfum Jarðborana er eignarhlutur Atorku 98% af virku hlutafé. Þeir hluthafar sem hafa samþykkt tilboðið fá greitt með hlut- um í Atorku. Í Morgunkorni Íslands- banka er bent á að Jarðboranir upp- fylli ekki lengur skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hluta- fjár og muni stjórn félagsins innan skamms óska eftir afskráningu úr Kauphöll Íslands. Atorka eignast Jarðboranir DÓTTURFÉLAG Kaupþings banka í Noregi, Kaupthing Norge, hefur eignast tæplega 5% hlut í norska fjármálafyrirtækinu Store- brand og er nú fjórði stærsti ein- staki hluthafinn í félaginu. Þeirri spurningu er velt upp í norskum fjölmiðlum hvort hugsanlegt sé að Kaupþing banki hafi áhuga á að yf- irtaka Storebrand. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur orðrómur fer á kreik, því það gerðist síðast- liðið sumar eftir að eigendaskipti urðu þá á stórum hlut í hinu norska félagi. Frá því er greint á fréttavef norska blaðsins Dagens Næringsliv (DN), að Kaupthing Norge hafi keypt hlutabréf í Storebrand fyrir nærri 800 milljónir norskra króna. Það svarar til um sjö milljarða ís- lenskra króna. Segir í frétt blaðsins að Kaupþing banki sé einn helsti útrásarbanki heims og hafi á fáum árum vaxið mikið í Danmörku og Svíþjóð. Stefna bankans hafi einnig verið að auka starfsemina í Noregi. DN hefur eftir Jónasi Friðþjófs- syni, sérfræðingi hjá Íslandsbanka, að það myndi ekki koma honum á óvart þótt Kaupþing banki hefði áhuga á að yfirtaka Storebrand. Bankinn sé nægilega stór til þess og hafi nú þegar náð fótfestu bæði í Svíþjóð og Danmörku. Noregur og Finnland séu næst á dagskrá. Haft er eftir sérfræðingi hjá ABG Sundal Collier í frétt DN, að ólíklegt sé að Kaupþing banki hafi áhuga á líf- tryggingastarfsemi, sem er stór þáttur í starfsemi Storebrand. Jan Petter Sissener, forstjóri Kaupthing Norge, vildi ekki tjá sig um kaupin í Storebrand við DN. Verðmæti Storebrand á markað- inum í Noregi er um 17 milljarðar norskra króna, jafnvirði 155 millj- arða íslenskra króna. Kaupþing banki er töluvert stærri á íslenska hlutabréfamarkaðinum, en miðað við núverandi hlutabréfaverð er bankinn metinn á um 600 milljarða íslenskra króna. Kaupþing banki kaup- ir meira í Storebrand Fjármögnunarfyrirtækið Lýs- ing skilaði 689,2 milljón króna hagnaði á síðasti ári og er það aukning um 16,8% frá árinu 2004. Heildareignir félagsins nema um 38,4 milljörðum króna og jukust þær um 14% á milli ára en eiginfjárhlutfallið er 11,4% og dróst það saman um 0,3% milli ára. Arðsemi eigin fjár dróst einnig saman á milli ára, var 22,3% á síðasta ári en 23,9% árið þar áður. Í tilkynningu með uppgjöri fé- lagsins segir að rekstur félags- ins hafi gengið vel á árinu, við- skiptavinum hafi fjölgað en staða vanskila sé þó mjög góð. Hagnaður Lýsingar eykst VIÐSKIPTI KB banka með íbúðabréf degi fyrir útboð Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í nóvembermánuði voru ekki óeðlileg. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið athugun sinni á viðskiptunum og er niðurstaða eftirlitsins sú að ekki séu for- sendur til þess að aðhafast frekar í málinu. Við- skiptin voru tekin til athugunar í kjölfar þess að Gunnar S. Björnsson, stjórnarformaður ÍLS, sendi FME erindi þess efnis. Frá þessu er greint á vef FME. Þar segir að athugun eftirlitsins hafi falist í því að kanna hvort viðskiptin kynnu að fela í sér markaðsmisnotkun í ljósi 55. gr. laga nr. 33/ 2003 um verðbréfaviðskipti, þar sem mikil sala á skuldabréfum ÍLS á útboðsdegi getur haft áhrif á kjör í útboðinu til hækkunar. „Í athugun Fjármálaeftirlitsins var kallað eftir sjón- armiðum og skýringum Kaupþings banka hf. á þeim viðskiptum sem bankinn átti á fram- angreindum útboðsdegi. Í svari Kaupþings banka hf. komu fram skýringar á sölu skulda- bréfa Íbúðalánasjóðs þennan tiltekna dag sem Fjármálaeftirlitið telur fullnægjandi,“ segir ennfremur á vefnum. „Fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest að að- dróttanir Íbúðalánasjóðs um óeðlileg viðskipti Kaupþings banka voru með öllu tilhæfulausar. Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda voru þetta fullkomlega eðlileg viðskipti,“ segir Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi. Viðskipti KB banka með íbúðabréf ekki óeðlileg Morgunblaðið/Brynjar Gauti Allt með felldu Fjármálaeftirlitið hefur úr- skurðað að ekkert óeðlilegt hafi verið við við- skipti KB banka með íbúðabréf ÍLS. A  K L     H H %C :6M     H H (6( NM  H H NM'#9$ A    H H ?(M : O@    H H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.