Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 57
MINNINGAR
✝ Pétur Sigurðs-son fæddist á
Sólbakka í Höfnum
26. janúar 1946.
Hann lést af slysför-
um 13. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Unnur Pét-
ursdóttir, f. 15. apríl
1921, og Sigurður
Breiðfjörð Ólafsson,
f. 27. júlí 1923, d. 23.
febrúar 1985. Systk-
ini Péturs eru Dagný
Jóhannsdóttir (sam-
mæðra), f. 21. febr-
úar 1940, gift Óskari Hálfdánar-
syni, Elísabet Sigurðardóttir, f. 12.
júní 1948, gift Ómari Karlssyni,
Ólafur Sigurðsson, f. 22. júlí 1951,
kvæntur Gerði Sveinsdóttur, og
Gróa Elma Sigurðardóttir, f. 19.
desember 1953, gift Börje Karlson.
Fyrri eiginkona Péturs er Krist-
ín Jónsdóttir, þau skildu. Synir
þeirra eru Jón Óskar Pétursson, f.
27. apríl 1962, hann
á fjögur börn, og
Vignir Pétursson, f.
13. maí 1964, kvænt-
ur Öldu Þorsteins-
dóttur, þau eiga tvö
börn.
Hinn 16. desem-
ber 1987 kvæntist
Pétur seinni konu
sinni, Guðrúnu
Magnúsdóttur, son-
ur þeirra er Ólafur
Pétur Pétursson, f.
20. mars 1978, sonur
hans er Heiðar Máni.
Börn Guðrúnar af fyrra hjóna-
bandi eru Magnús Baldvinsson, f.
8. júní 1957, Sigríður Baldvinsdótt-
ir, f. 16. nóvember 1960, Björg
Baldvinsdóttir, f. 25. júlí 1962, gift
Valmundi Valmundssyni, og Erla
Baldvinsdóttir, f. 2. apríl 1965.
Pétur verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku pabbi, okkur er orða vant.
Þú fórst svo snöggt frá okkur, allt of
fljótt. Við sitjum eftir og vitum ekki í
hvorn fótinn við eigum að stíga, þetta
er svo sárt. Minningarnar streyma,
sorg og gleði rifjast upp, við reynum
að bera okkur vel en hjartað grætur.
Mér þykir svo vænt um þig, pabbi,
og vildi ég að ég hefði sagt þér það
oftar, en svona er lífið, það þýðir ekk-
ert að horfa um öxl með eftirsjá held-
ur reyna að horfa fram veginn og
halda áfram. Ég veit að þú gerir það
örugglega núna á nýjum stað og fylg-
ist með öllum sem þér þótti vænt um.
Þú varst listamaður af guðs náð og
allt sem þú tókst þér fyrir hendur var
listavel gert. Allar veislurnar sem þú
hélst eða útbjóst fyrir aðra, þær voru
flottar. Við sem ætluðum að gera
eina saman núna í vor. Það verður
víst ekkert af því, en veisla verður
haldin og í þínum anda og ætli að þú
verðir ekki að fylgjast með yfir öxlina
á mér þegar ég verð að undirbúa
hana. Öll listaverkin þín, þau eru ekki
fá málverkin, gipsmyndirnar og
garðurinn þinn þó að hann sé bara
smá frímerki þá er alveg ótrúlegt
hvað þú gast gert við hann með öllum
styttunum, bóndabænum og tjörn-
inni. Talandi um tjörnina, við sem
ætluðum að útbúa einar í garðinum
hjá mér í sameiningu í sumar með
gosbrunni og tilheyrandi, ekki tókst
okkur það heldur, en tjörnin verður
gerð, það máttu vita, pabbi. Við vor-
um kannski ekki mjög líkir en samt
hef ég erft eitthvað eftir þig, allavega
áhugann á matargerð, þú með þínar
uppskriftir, svo leyndardómsfullur
og sýndir engum. Snyrtimennskuna
þína erfði ég ekki því það er erfitt að
feta í þau spor. Manstu þegar við vor-
um að mála saman í Skógarásnum.
Þú málaðir öll loftin en ég veggina.
Að verki loknu sást ekki dropi á þér
en ég var allur útataður, þú hefðir
getað málað í sparifötunum án þess
að á þeim sæi en ég get ekki verið ná-
lægt málingu án þess að maka mig
allan út.
Elsku pabbi, ég kveð þig með þess-
um fátæklegu orðum og að lokum
mér þykir vænt um þig. Hvíl í friði.
Þinn sonur
Vignir.
Pétur Sigurðsson er fallinn frá
langt um aldur fram. Ég kynntist
Pétri fyrst þegar ég kynntist konu
minni en þá höfðu Pétur og Guðrún
tengdamóðir mín hafið búskap og
þeim fæðst ljósgeislinn í lífi þeirra,
Óli Pétur. Þegar ég kynntist Pétri
betur sá ég að þar fór traustur mað-
ur, þó stundum hafi nú hvesst á milli
okkar en það var fljótt að gleymast
og alltaf tókum við upp þráðinn aftur.
Það má segja að nokkur undanfarin
ár höfum við verið nokkuð góðir vinir
og margar ráðleggingarnar hef ég
þegið af honum þegar ég hef setið í
kaffi í Geitlandinu.
Það sem Pétur tók að sér á annað
borð leysti hann með sóma og sinni
alkunnu vandvirkni sem margir hafa
rómað.
Fyrir nokkrum árum tóku þau
hjón upp á því að ferðast til útlanda
og sökum flughræðslu tengda-
mömmu fóru þau með skipi en Elsa
systir Péturs og Ómar maður hennar
sem er stýrimaður hjá Samskipum
buðu þeim Evrópurúnt. Skipið kom
við í Eyjum og hafði þar viðdvöl fram
eftir degi og fórum við hjónin um
borð og náðum í alla í kaffi.
Mikil var spennan að komast út og
þau urðu ekki fyrir vonbrigðum með
ferðina og alla ferðasöguna fékk ég
beint í æð með myndum þegar ég
kom næst í bæinn. Þar með var ísinn
brotinn og þau hjón fóru til Spánar í
fyrra og nú með flugi og tengda-
mamma var ekkert hrædd að eigin
sögn. Uppi voru áætlanir um frekari
ferðalög þeirra hjóna en örlögin tóku
í tauma.
Einu var Pétur búinn að lofa mér
en það var að gera með mér gos-
brunn í garðinn hjá mér næsta sum-
ar, svipaðan þeim sem hann byggði í
sínum garði. En nú verð ég að bægsl-
ast í þessu sjálfur, en mig grunar þó
að einhver komi með mér að verki og
leggi mér lið.
Elsku Gunna mín, Guð veri hjá þér
í sorg þinni.
Valmundur og Björg.
Í minningu um afa Pétur.
Alltaf var gaman að koma til afa og
ömmu í eldúsumræður. Afi hafði svo
skemmtilegar skoðanir á öllu sem
var að gerast í umhverfi okkar. Gát-
um við verið tímunum saman að rök-
ræða og finna lausnir á vandamálum
heimsins, ekki tókst okkur þá að gera
heiminn eins og við vildum hafa
hann. Þegar það kom að pólitík gát-
um við þrasað alveg út í eitt því við
höfðum ekki alltaf sömu skoðanir á
þeim málum, og oftast stóð ég upp og
sagði: Afi þú vinnur þetta, ræðum
saman seinna og sjáum hvað er búið
að gera í málunum þegar ég kem
næst í heimsókn. Afi málaði mynd
handa mér, og fékk ég að velja úr
nokkrum myndum. Þegar ég valdi þá
sagði afi ,, Ég vissi að þú myndir
velja þessa“. Hann var mikill lista-
maður og gleður mig mjög að hafa
fengið mynd eftir hann og fleiri lista-
verk. Ég minnist afa míns sem elsku-
legs manns sem vildi gera allt fyrir
alla, og var alltaf til í að hlusta þegar
maður þurfti að létta á hjarta sínu.
Takk fyrir tímann sem þú gafst
mér elsku afi.
Elsku amma Gunna, við höldum
áfram að ræða um daginn og veginn,
þó að það verði ekki eins án afa.
Guð gefi þér styrk, elsku amma.
Anna Brynja.
Elsku afi.
Ég sakna þín mjög mikið. Mér leið
illa þegar ég frétti að þú hefðir lent í
slysi og grét mikið. Mér fannst alltaf
gaman að heimsækja þig og ömmu.
Ég hugsa oft um allt það skemmti-
lega sem við gerðum saman og við
hittumst oft. Ég man þegar við fórum
að veiða og bjuggum til litlu tjörnina
og þú keyptir tvo fiska til að setja í
hana. Einn fiskurinn dó eins og þú,
en hinn var á lífi eins og ég. Við fór-
um oft í sumarbústaðinn okkar og í
útilegur. Við gerðum margt fleira
skemmtilegt saman, bjuggum til
styttur og hjálpuðumst að í garðin-
um. Við amma fórum stundum með
þér í strætó þegar þú varst að vinna.
Þú varst alltaf góður við mig. Ég
mun aldrei gleyma þér.
Þinn
Heiðar Máni.
Elsku Pétur bróðir er dáinn.
Andlát hans bar svo fljótt að, ég er
ekki farin að gera mér grein fyrir því
enn að hann sé ekki hér og að ég geti
ekki hringt eða heimsótt hann. Við
töluðum mikið saman enda mjög
samrýnd systkini.
Föstudagurinn þrettándi rann upp
eins og allir aðrir dagar nema ég segi
við sjálfa mig Ætli eitthvað hræðilegt
gerist í dag, en hrindi þeirri hugsun
jafn hratt frá mér enda ekki vön að
hugsa svoleiðis.
Einhverju fann ég fyrir, tengingin
var svo sterk á milli okkar Péturs
bróður, við töluðum nú oft um það.
Tveimur tímum seinna fæ ég þær
voðafréttir að hann sé dáinn.
Ég var búin að heyra af strætis-
vagnaslysinu en hugsaði, nei Pétur
bróðir keyrir ekki þessa leið en hann
var búinn á vakt og á leiðinni að skila
vagninum. Ég þakka guði fyrir að
það voru engir farþegar með honum
og að ekki fleiri slösuðust því hann
mátti ekkert aumt sjá. Hugur minn
er á flugi, afhverju hann? Bróðir
minn var afskaplega ljúfur og góð sál
lífið var þó ekki alltaf dans á rósum
hjá honum, en margar góðar stundir
átti hann með henni Gunnu sinni og
mikið var oft gaman hjá okkur, allar
ferðirnar sem við fórum saman í. All-
ar sumarbústaðarferðirnar, ógleym-
anleg og frábær Evrópusigling með
Arnarfellinu sem Ómar bauð þeim
með okkur í sumarið 2003 og svo
vikuferð til Spánar síðasta sumar í
hús dætra minna.
Þar var mikið skoðað, keyrt frá
morgni til kvölds, Ómar við stýrið og
Pétur bróðir í framsætinu stjórnandi
öllum tökkum og fékk hann viður-
nefnið maðurinn á bak við tjöldin og
höfðum við öll mikið gaman af.
Honum bróðir mínum fannst nú
óþarfi að flatmaga á ströndinni,
fannst nú skemmtilegra að keyra og
skoða sig um og að fara niður á
„Bennadorm“ og sjá alla listamenn-
ina var nú toppurinn. Hann hafði líka
á orði að hann væri örugglega búinn
að sjá meira af Spáni þessa einu viku
en margur annar sem hefði komið
þangað tíu sinnum og eflaust er
margt til í því.
Elsku Pétur bróðir nú ert þú far-
inn í ferðalagið langa og komið er að
kveðjustund, síðastliðnir dagar hafa
verið erfiðir fyrir okkur öll. Elsku
mamma, Gunna, Óli Pétur og Heiðar
Máni (afastrákur), megi góður guð
gefa okkur styrk til að takast á við
þessa miklu sorg.
Elsku bróðir, ég mun aldrei
gleyma þér og þú átt stóran stað í
hjarta mínu. Ég veit að þú ert á góð-
um stað núna og munt vaka yfir okk-
ur þangað til að við hittumst á ný,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig, þín Elsa systir,
Elísabet.
Hinn 13. janúar er ég var við vinnu
mína í erlendri höfn barst mér um
hádegisbil sú fregn að Pétur mágur
minn hefði þá um morguninn látist af
slysförum.
Á slíkum stundum koma fram í
hugann allskonar minningar og hug-
urinn hvarflar til baka. Pétur var
einn sá fyrsti af fjölskyldu konu
minnar sem ég kynntist og strax í
upphafi varð okkur vel til vina hann
tók mér með mínum kostum og göll-
um enda varð ég aldrei í fari hans var
við að hann léti ekki alla njóta sann-
mælis.
Pétur var mikill húmoristi og var
fljótur að finna spaugilegar hliðar á
mörgu sem sagt var og gert. Pétur
var listfengur mjög og prýddu heim-
ili hans margir fallegir gripir sem
hann hafði gert og eins hefur hann
gefið fjölskyldu sinni marga slíka
gripi.
Pétur lærði kjötiðn og var að ég
best veit eftirsóttur í því fagi og
starfaði hann við það meðan heilsa
hans leyfði þá var hann og listakokk-
ur og eru margar veislurnar sem
hann hefur um dagana útbúið og sum
veisluborðin hafa verið algjört lista-
verk.
Lífið lék þó ekki alltaf við Pétur og
hluta ævi sinnar átti hann í erfiðri
glímu sem þegar við kynntumst hann
hafði náð undirtökunum á og sigraði
að lokum.
Sérstakur þráður var milli konu
minnar og Péturs sem varð til þess
að hann umgengumst við mest af
systkinum hennar og vorum við au-
fúsugestir á heimili hans og Gunnu
hvenær sem við litum inn og á þetta
og við um alla hans fjölskyldu og vini.
Pétur var bóngóður mjög og nut-
um við hjónin hjálpsemi hans í hvert
skipti sem við báðum um eitthvað
handtak þá var það ekki nema sjálf-
sagt ef því varð viðkomið en hægt var
að leita til hans með nánast hvað sem
var svo handlaginn var hann og flink-
ur að ekkert stóð fyrir honum eftir
kaffibolla og vangaveltur.
Nánast á hverju ári fóru þau hjón í
sumarhús víðvegar um landið og
ávallt fylgdi þeim stór hópur fólks
sem nutu gestrisni þeirra hjóna í hví-
vetna. Furðaði ég mig á því við fyrstu
kynni hve þolinmóð þau væru að vera
í sumarfríi en þó alltaf með fullt af
gestum en þetta var Pétri eðlislægt
og þegar maður kynntist honum bet-
ur fór maður að skilja hversu vel hon-
um leið í návistum við sína nánustu.
Eftirminnilegast er fyrir mig nú er
að hafa getað ferðast með þeim hjón-
um og stendur sigling er þau hjónin
fóru með mér fyrir tveim árum þar
hæst var gaman að sjá hversu vel
Pétur naut sín við að fræðast um það
sem ég gat miðlað honum um þá staði
sem við sigldum til og hversu ötull
hann var við að spyrja.
Þá fórum við saman til Spánar á
síðasta ári og áttum saman yndislega
daga þar í sólinni og hitanum en
þetta var í fyrsta sinn sem þau Pétur
og Gunna komu til þessa lands og
keyrðum við mikið um á þessum dög-
um sem við áttum þar saman og
sáum meira en margir gera í mörg-
um ferðum. Þessar minningar standa
uppúr nú þegar ég sest niður til að
setja stafkrók á blað.
Síðast hitti ég Pétur 4. janúar er
við sátum fjölskylduboð hjá bróður
hans, þar kvöddumst við og hann
óskaði mér góðrar ferðar og sagði
eins og vanalega, við sjáumst og er ég
viss um að við eigum eftir að sjást, þó
síðar verði.
Síðustu ár ævi sinnar var Pétur
starfsmaður Strætó b.s. og var við
skyldustörf þegar kallið kom svo
óvænt og ótímabært.
Að lokum vil ég þakka Pétri sam-
fylgdina og votta Gunnu og öllum
hans ástvinum mína innilegustu sam-
úð og bið algóðan guð að styrkja þau
og styðja í þeirri miklu sorg sem
ótímabundið fráfall Péturs er þeim
öllum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Í huga mér mun ég ávallt geyma
minninguna um góðan dreng og góð-
an vin.
Ómar Karlsson.
Kveðja frá Strætó bs.
Það var okkur sem stöndum að
Strætó bs. mikil harmafregn þegar
ljóst varð að Pétur Sigurðsson vagn-
stjóri hafði látist í umferðarslysi.
Okkur setti hljóð við fregnina um
skyndilegt og hörmulegt fráfall góðs
félaga og samstarfsmanns. Sú stað-
reynd var okkur einnig mikið áfall að
í fyrsta sinn í hartnær 75 ára sögu
Strætó og forvera þess, Strætis-
vagna Reykjavíkur, hefði starfsmað-
ur fallið frá þar sem hann var að
sinna starfi sínu sem vagnstjóri.
Pétur kom til starfa hjá Strætó
fyrir fimm árum og bauð strax af sér
góðan þokka. Hann reyndist okkur
góður og traustur samstarfsmaður
og félagi og var því vel liðinn í okkar
hópi. Pétur hafði jafnframt til að bera
það sem prýðir bestu menn í því mik-
ilvæga þjónustustarfi sem hann
gegndi. Hann var lipur og kurteis við
samstarfsmenn og farþega, vand-
virkur í starfi sínu á alla lund og setti
öryggi sitt og farþega sinna ofar
öðru.
Við kveðjum Pétur Sigurðsson nú
hinsta sinni með virðingu og vináttu í
huga. Hans er sárt saknað úr okkar
röðum. Missir fjölskyldu hans, vina
og annarra aðstandenda er mikill.
Við færum þeim innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks
Strætó bs.,
Ásgeir Eiríksson,
framkvæmdastjóri.
Pétur bróðir mömmu er dáinn, ég
varð sem lömuð við þær fréttir.
Síðustu dagar hafa verið erfiðir og
á ég erfitt með að trúa að Pétur
frændi hafi dáið í bílslysi, hann var
varkárasti bílstjóri sem ég hef nokk-
urn tíma þekkt. Því miður fæ ég
þessu ekki breytt og innst inni vil ég
trúa því að skemmtilegt verkefni hafi
beðið hans hjá æðri máttavöldum.
Söknuðurinn er sár en ljúfar og
skemmtilegar minningar um Pétur á
ég í hjarta mínu. Elsku Gunna og Óli
Pétur, megi guð og góðir englar
styðja okkur í sorginni.
Anna Björg.
Það er meir af vilja en mætti að ég
skrifa þessi fátæklegu orð um hann
Pétur Sigurðsson sem fór svo snöggt.
Ég sit hér og hugsa um allar minn-
ingarnar um þig, það kemur bæði
hlátur og grátur upp í hugann. Ég
hef nú þekkt þig í mörg ár og hefði ég
ekki vlijað missa af því. Þú varst bæði
góður og skemmtilegur og stutt í
grínið. Þú fékkst mig oft til að brosa
en núna í gegn um tárin, sem renna
niður á þetta blað er ég skrifa.
En svona er nú lífið, maður lærir
að lifa með minningunni.
Elsku Pétur, ég á eftir að sakna
þín og get ég ekki lengur leitað ráða
hjá þér í sambandi við mat, veislur
eða bara allt. Þú varst þúsundþjala-
smiður, allt lék í höndunum á þér.
Mikið var ég glöð þegar þú komst
til mín og gafst mér mynd, sem þú
bjóst til úr gifsi og sagðir að ég yrði
að eiga mynd eftir listamann og fórst
að hlæja, og gerðir bara grín að
þessu.
Það kom fyrir að við hittumst, þú
og Gunna, í veislum hjá sameiginleg-
um frænkum okkar, það var svo gott
að sjá hvað þið Gunna voruð alltaf
ánægð og glöð saman, þá var nú mik-
ið spjallað, hlegið og talað um gamla
daga. Þér leið svo vel síðustu árin, því
það gekk allt upp hjá þér og þú varst
svo ákveðinn í að láta það gerast, og
líka gerðist.
Elsku Pétur, ég gæti skrifað meira
og lofað þig, en það var ekki í þínum
anda að hlusta á lofyrði um þig, svo
núna hætti ég, það er komið að leið-
arlokum.
Ég vona að þú hafir það gott í nýj-
um heimkynnum og þú kíkir svo á
okkur öll svona við og við og heldur
verndarhendi yfir okkur hér á jörðu.
Ég votta eiginkonu, móður, börn-
um og öðrum ættingjum mína dýpstu
samúð í þessari miklu sorg.
Drottinn Guð nú fylgi þér,
nú ertu í fallegum englaher,
minning er ætíð í hjarta mér
með þökk fyrir allt sem liðið er.
Guð blessi minningu Péturs Sig-
urðssonar og þakka ég honum sam-
fylgdina.
Soffía R. Ragnarsdóttir.
PÉTUR
SIGURÐSSON
Elsku Pétur afi.
Mér fannst gaman að vera
með þér í fríum og heim-
sóknum. Þú varst frábær
maður og mér þótti mikið
vænt um þig. Ég mun sakna
þín alltaf.
Þitt afabarn
Lea Mist.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um
Pétur Sigurðsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Kjartan Pálmarsson.