Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóna JakobínaJónsdóttir fædd-
ist á Litluströnd í
Mývatnssveit 31.
desember 1923.
Hún lést á heimili
sínu á Langholts-
vegi 139 hinn 11.
janúar síðastliðinn.
Hún var einkabarn
Jóns Sigurðssonar
frá Geirastöðum, f.
9. júní 1893, d. 25.
febrúar 1982, og
Védísar Jónsdóttur
frá Litluströnd, f.
12. janúar 1885, d. 7. júní 1963.
Jóna giftist 12. janúar 1946
Stefáni Sigfússyni frá Vogum í
Mývatnssveit, f. 17. ágúst 1917, d.
10. mars 1999. Foreldrar hans
voru Sigfús Hallgrímsson bóndi
og organleikari í Vogum og kona
hans Sólveig Stefánsdóttir frá
Öndólfsstöðum í Reykjadal.
Jóna og Stefán eignuðust fimm
börn sem eru: 1) Jón organleikari,
f. 5. júlí 1946, kvæntur Ólöfu Kol-
brúnu Harðardóttur óperusöng-
konu, f. 20. febrúar 1949. 2) Stein-
gerður Védís stuðningsfulltrúi, f.
20. apríl 1949, gift Halldóri Torfa-
garðyrkjuverkfræðingur, f. 1. júní
1961. Dóttir Ólafs með Hildi Hall-
dórsdóttur, f. 1. jan. 1965 er
Tinna, f. 10. feb. 1986 og sonur
Ólafs með Lindu Björk Þormóðs-
dóttur, f. 21. júlí 1968, er Hugi, f.
17. nóv. 1995. 5) Sólveig Valgerð-
ur, f. 3. júní 1965. Sambýlismaður
Hákon Páll Gunnlaugsson húsa-
smíðameistari, f. 10. maí 1972.
Börn hennar eru: a) Jóna Björk, f.
21. júní 1983, faðir Indriði H.
Helgason, f. 24. apríl 1959, b/c)
tvíburasysturnar Sólveig Jóhanna
og Soffía Kristín, f. 21. ág. 1989 og
d) Kolbrún Védís, f. 11. september
2000, faðir þeirra er Jón Pétur
Líndal, f. 6. mars 1964.
Jóna stundaði nám við Kvenna-
skólann að Laugum. Um tíma bjó
hún í Reykjavík en flutti alkomin í
Voga í Mývatnssveit árið 1947.
Hún var húsmóðir alla tíð. Hún
var mjög félagslynd og starfaði í
kvenfélögunum í Mývatssveit og í
málfreyjufélaginu Flugan. Hún
tók þátt í starfi aldraðra af lífi og
sál bæði í Mývatnssveit og í Lang-
holtskirkju. Síðustu fimmtán árin
dvaldi hún að mestu á heimili Jóns
sonar síns og Ólafar Kolbrúnar á
Langholtsvegi 139 yfir vetrar-
mánuðina en í Vogum á sumrin.
Útför Jónu fer fram frá Reykja-
hlíðarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14. Minningarathöfn
var haldin í Langholtskirkju í
gær.
syni jarðfræðingi, f.
10. júní 1951. Börn
þeirra eru: a) Hrafn-
hildur, f. 26. sept.
1976, gift Magnúsi
Ragnarssyni, f. 29.
apríl 1975. Sonur
þeirra er Ísak, f. 28.
nóvember 2005. b)
Hjalti, f. 15. maí
1980, í sambúð með
Völu Þórólfsdóttur,
f. 1. mars 1980. Son-
ur þeirra er Jökull, f.
23. júní 2005. c) Daði,
f. 25. apríl 1986. 3)
Jakob starfsmaður við Kröflu-
virkjun, f. 29. des. 1954, kvæntur
Eddu Stefánsdóttur hárgreiðslu-
konu, f. 4. maí 1956. Börn þeirra
eru: a) Guðrún Elísabet, f. 3. júlí
1977. Sambýlismaður Sigurður
Áki Sigurðsson, f. 2. janúar 1979
Börn hennar eru: Harpa María, f.
26. nóvember 1995, Andrea Ylfa,
f. 21. september 1999, faðir þeirra
er Jóhann Benedikt Eðvarðsson, f.
26. nóv. 1976 og Tinna Katrín Sig-
urðardóttir, f. 13. október 2005. b)
Stefán, f. 14. jan. 1980. Sambýlis-
kona Hilda Kristjánsdóttir, f. 17.
október 1977. 4) Ólafur Þröstur
Elsku mamma mín.
Takk fyrir að ala mig í þennan
heim.
Takk fyrir að leiða mig fyrstu
sporin.
Takk fyrir að kenna mér muninn
á réttu og röngu.
Takk fyrir að flengja mig þegar
ég átti það skilið.
Takk fyrir að baka bestu kleinur
í heimi og leyfa okkur krökkunum
að háma þær í okkur beint úr pott-
inum með helling af mjólk.
Takk fyrir að kenna mér með
þinni framkomu að sjá alltaf fyrst
það jákvæða í fari hvers manns, en
fyrirgefa brestina.
Takk fyrir að vera alltaf til stað-
ar hvort sem ég fékk fleiður, sár
eða fór svo illa á hausinn að ég
þurfti hjálp við að standa upp.
Takk fyrir að segja mér frá
barnæsku þinni, öllum uppátækj-
unum og prakkarastrikum.
Takk fyrir að vera börnunum
mínum svona góð og skemmtileg
amma.
Takk fyrir að kenna mér að gera
sperðla, slátur og aðrar dýrindis
krásir úr blessaðri sauðkindinni.
Takk fyrir að koma með mér í
keppni um það hvort okkar gæti
hrotið hæst og lengst yfir sjón-
varpinu, skála svo í rauðvínstári,
faðmast og bjóða góða nótt.
Nú ert þú sofnuð svefninum
langa.
Kvaddir með friðsælan og
áhyggjulausan svip, ...sofandi.
Ég er sáttur, …en samt er þetta
svo sárt.
En minningin um þig og pabba
er fögur og full af gleðistundum.
Hún mun lifa áfram og þegar
sársaukinn dvín verður gott að
dvelja við þær hvenær sem færi
gefst.
Takk! Megið þið hvíla í guðs friði
í faðmi hvort annars.
Ykkar sonur,
Ólafur Þröstur.
Það var að vorlagi fyrir rúmum
30 árum. Frískir vorvindar léku
um sveitina og það var ekki laust
við að örlítillar taugaspennu gætti
hjá undirrituðum sem nú stóð
frammi fyrir því að hitta tilvonandi
tengdaforeldra sína, Jónu og Stef-
án, í fyrsta sinn. Farið var upp í
eldhús í Vogum. Þar var hlýtt,
óendanlega hlýtt. Ekki vegna þess
að húsið væri kynt meira en önnur
hús, eða það betur einangrað.
Heldur vegna þess að þar bjó fólk
með stóran faðm og hlýtt hjarta.
Eiginlega fannst manni að maður
hefði alla tíð þekkt þetta fólk og að
maður ætti þarna heima.
Þannig var tekið á móti öllum
sem komu í Voga til Jónu og Stef-
áns. Það var ekki spurt um aldur,
ættgöfgi eða skoðanir. Umsvifa-
laust var öllum boðið inn og um-
vafðir sömu hlýjunni. Og öll heims-
ins vandamál voru leyst. Stundum
var það nýbakað kaffibrauðið sem
var lausnin, stundum faðmlagið eða
koss á kinn. En mest um vert var
að það var hlustað. Og ekkert
leyndarmál, stórt né smátt var
nokkru sinni látið uppi.
Jóna hafði yndi af mannfagnaði.
Þar naut hún sín vel og var hrókur
alls fagnaðar. Mikið var spaugað
og þá jafnan gert mest grín að
sjálfum sér. Aldrei hallað réttu
máli og aldrei lagt illt orð til nokk-
urs manns. Málstaður lítilmagnans
ávallt tekinn.
Það var komið kvöld. Að venju
hafði verið gestkvæmt og framund-
an var erilssamur dagur í starfi
aldraðra í Langholtskirkju. Það
var slegið á létta strengi eins og
jafnan áður og liðnir atburðir rifj-
aðir upp.
Morguninn eftir voru minning-
arnar einar eftir. Þær eru hlýjar.
Þær munu orna þeim sem kynntust
Jónu um ókomin ár og veit yl og
gleði í hug og hjarta. Guð blessi
alla þá sem kynntust Jónu og
geyma minninguna um hana í
hjarta sér.
Halldór Torfason.
Nú ertu komin til afa, elsku
amma mín. Ég er sorgmædd og
sakna þín, meira en orð fá lýst. Ég
var ekki tilbúin. Lífið verður svo
tómlegt án þín, þú varst alltaf stór
partur af lífi mínu. Þú verður það
líka áfram.
Ég á ógrynni af góðum og fal-
legum minningum um þig amma
mín. Svo á ég líka fullt af fyndnum
minningum líka. Þú varst nefnilega
dálítill prakkari í þér, fannst upp á
alls konar sniðugu og sagðir líka
margt skondið og skemmtilegt. Við
frænkurnar höfum oft gantast með
að gefa út bók með uppátækjum og
orðsnilld ömmu Jónu, það yrði sko
flott bók.
Þú varst svo góð og skemmtileg,
engri lík. Þvílík forréttindi að hafa
haft þig svona lengi, svona hressa.
Ég er þakklát fyrir svo margt.
Þakklát fyrir að stóru stelpurnar
mínar fengu að kynnast þér og
njóta samvista við þig. Þakklát fyr-
ir að þú gast hitt Tinnu Katrínu og
verið í skírninni hennar. Þakklát
fyrir allar samverustundir okkar
og umfram allt þakklát fyrir allt
sem þú varst mér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Minningarnar mínar um þig mun
ég geyma í hjartanu mínu alla ævi.
Megi góður Guð varðveita þig,
amma mín.
Þín,
Guðrún Elísabet.
Sá dagur mun koma að ég á ekki aftur að
vakna,
aldrei framar að gleðjast, þrá eða sakna
og sorg mín og angist og allt það sem ég
hefi kviðið,
í óminnisdvalanum týnist, því nú er það
liðið.
Og ósigrar mínir og örvænting hverfa með
mér.
En áfram um jörðina skínanadi
dagsljóminn fer
af blessaðri sólinni. Aðrir til annríkis
vakna,
unnast og gleðjast, missa, þjást og sakna.
Og töp mín og glöp til gleymskunnar hverfa
fljótt.
Svo gjöfult er lífið og voldug hin eilífa nótt.
(Jakobína Sigurðardóttir.)
Kveðja
Linda og Hugi.
Elsku amma er farin, hvernig
gat það gerst, hún var ein af þeim
sem áttu aldrei að fara frá okkur.
Við minnumst ömmu okkar, bæði
sem bestu ömmu í heimi og góðs
vinar því það var hægt að tala um
allt við hana. Hún dæmdi engan,
talaði aldrei illa um neinn og tók
öllum vel. Það var svo gott að hafa
ömmu þegar eitthvað bjátaði á,
hún gat alltaf huggað mann og lát-
ið manni líða betur.
Hún var alltaf í því að hressa
mann við og tók regluleg út úr sér
tennurnar til að láta okkur fara að
hlæja og sagði að þetta gerði hún
bara fyrir okkur. Hún var líka mik-
ill grallari, hún amma okkar, og
það eru til endalausar sögur af
prakkarastrikum hennar og hún
átti það til að vera ansi orðheppin.
Það var nú ekki sjaldan sem við
hjálpuðum henni að baka kleinur
þegar við vorum yngri og maturinn
hennar ömmu var bestur og þar á
meðal grasystingurinn og hafra-
grauturinn.
Það á eftir að verða skrítið að
koma í sveitina þegar amma er far-
in, hún beið alltaf í eldhúsglugg-
anum eftir að við kæmum og fylgd-
ist vel með. Þegar við komum sáum
við hana í glugganum og hún kom
svo hlaupandi út að taka á móti
okkur með kossum og knúsum. Það
á eftir að vera erfitt að koma í
Voga og engin amma í glugganum.
Við eigum eftir að sakna þín
óendanlega mikið en við vitum að
nú ertu komin til afa og nú verðið
þið saman að passa okkur.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Jóna Björk, Sólveig,
Soffía og Kolbrún Védís.
Elsku amma mín. Með söknuði
og þakklæti í huga sest ég nú niður
til að rita til þín minningarorð. Af
mörgu er að taka en samt er svo
erfitt að koma því í orð sem mig
langar til að segja.
Ég man duglegu ömmu sem
vaknaði alltaf á undan öllum til að
elda graut og taka til slátur og lýsi
fyrir þá sem gistu í gömlu Vogum.
Ég man skrýtnu ömmu sem
hraut yfir sjónvarpinu þrátt fyrir
að hún væri vakandi.
Ég man forvitnu ömmu sem var í
eldhúsglugganum að fylgjast með
umferðinni fyrir utan.
Ég man laumupúkann ömmu
sem sendi einu sinni tvö barnabörn
fleiri ferðir um búðina til að sækja
hluti sem var ekki nauðsynlegt að
kaupa inn svo hún gæti keypt sold-
ið sem sumir máttu ekki sjá.
Ég man fyndnu ömmu sem
hermdi eftir körlunum í Vogum
þegar hún sagði sögur af þeim.
Ég man ömmu sem var stundum
svo mikið að flýta sér að segja
margar sögur í einu að orðin komu
ekki í réttri röð upp úr henni.
Ég man eftir uppátækjasömu
ömmu sem stundum tók útúr sér
tennurnar til að skemmta okkur
barnabörnunum.
Ég man eftir prakkaranum
ömmu sem ryksugaði skottið á
kettinum til að athuga viðbrögðin.
Ég man eftir smitandi hlátri
ömmu.
Ég man ömmu sem skildi og fyr-
irgaf uppátækjasemi í krökkum.
Ég man ljúfu ömmu sem kom
alltaf inn í herbergi þegar ég gisti í
Vogum og hélt í hendina mína á
meðan hún fór með bænir áður en
hún bauð góða nótt.
Ég man hlýju ömmu sem gat
huggað lítinn myrkfælinn strák.
En umfram allt, elsku amma
mín, man ég geislandi bros þitt
sem ávallt kemur til með að ylja
okkur sem vorum svo heppin að fá
að lifa með þér.
Vertu sæl amma mín og takk
fyrir allar stundirnar og allt sem
þú hefur gefið mér.
Kveðja,
Stefán Jak.
Elsku besta langamma.
Þú varst svo góð og við söknum
þín svo mikið. Við vitum að núna
ertu hjá langafa Stefáni hjá Guði
og að ykkur líður vel saman.
Þú bakaðir svo góðar lummur og
steiktir bestu kleinur í heimi.
Það verður skrítið að koma í
Voga og þú verður ekki þar til að
spjalla við okkur og spila við okk-
ur.
Við munum þig með gleði og
hlýju í hjörtum okkar þó að við
séum sorgmæddar núna.
Guð geymi þig, þínar langömm-
ustelpur
Harpa María og Andrea Ylfa.
Það er erfitt að vera stödd í út-
löndum þegar sorgarfregnir berast
að heiman. Við Jóna mágkona mín
vorum vissulega búnar að kveðjast
og biðja Guð að gæta hvor ann-
arrar en ekki fékk ég tilfinningu
fyrir að það væri í síðasta sinn.
Við Jóna vorum nánar vinkonur
til margra áratuga og bar aldrei
skugga þar á. Við vorum saman
með heimilishald í fjögur ár og síð-
an hlið við hlið í þrjú ár í viðbót í
Vogum. Við skiptum með okkur
verkum en strax kom í ljós að ég
kunni lítið en Jóna allt. Þá skiptum
við aftur og öðruvísi og þá gekk allt
upp. Þegar ég flutti í Stuðla urðu
mamma og pabbi að mestu í um-
sjón Jónu. Þau voru þá orðin öldr-
uð og lasburða. Það sögðu þau mér
að á hverjum morgni hefði hún
komið inn til þeirra, boðið glaðlega
góðan dag og sest á rúmstokkinn
og sagt nokkur hressileg morg-
unorð sem hefðu styrkt þau og
glatt og gefið þeim kraft til að tak-
ast á við nýjan dag. Jóna tók Gunn-
ar minn í fangið nýfæddan og
vaggaði honum í ró. Hún reyndist
honum alltaf sem önnur móðir og
minntist hann þess með nafngjöf á
elstu dóttur sinni. Þeir sem eru
góðir og umhyggjusamir við börn
og aldrað fólk eru góðar manneskj-
ur og það var Jóna svo sannarlega.
Jóna hafði að mörgu leyti mjög
sérstaka kímnigáfu og var mikið
fyrir sprell og smáhrekki en allt
var það græskulaust. Þegar hvers-
dagslífið var grátt og tilbreyting-
arlítið átti Jóna það til að taka til
sinna ráða. Hún setti af stað at-
burðarás, sviðsetti gestakomur og
fleira og gat alltaf fengið einhvern í
lið með sér til að gera hlutina trú-
verðuga, meira að segja mömmu.
Niðurstaðan var alltaf hlátur og
glaðværð.
Þegar við á seinni árum vorum
einar í húsunum okkar að vetrar-
lagi fylgdist Jóna vel með mér.
Hún aðgætti ljósin, hvort bíllinn
væri heima og hringdi ef henni
fannst eitthvað athugavert. Það
var gott að vita af þessu.
Elsku Jóna mín, ég heiti því að
koma í vornæturkyrrðinni og
krjúpa við beðinn þinn.
Ég sendi innilegar samúðaróskir
til allrar fjölskyldunnar frá
Kanaríeyjum.
Nína Sigfúsdóttir.
Í huga mínum á ég gullakistu og
í henni perluband sem á eru
þræddar perlur minninga minna,
hver og ein perla hefur sína eigin
lögun og lit en allar eiga það sam-
eiginlegt að þær minna mig á ein-
hvern sem mér hefur þótt vænt
um. Ein af þessum skínandi perl-
um tilheyrir Jónu sem kvödd verð-
ur í dag.
Ungamamma sem breiddi vængi
sína yfir mig þegar ég ung og
ófrísk af mínu fyrsta barni ílengd-
ist í Vogum hjá þeim Jónu og Stef-
áni. Þau heiðurshjón urðu mér sem
aðrir foreldrar sem þá og síðar var
gott að leita í faðminn á, fyrir það
gat ég aldrei fullþakkað, en sem
smá þakklætisvott nefndi ég þó
frumburðinn í höfuðið á móður-
bróður mínum.
Það er gott að geta brosað í
gegnum tárin en það get ég þegar
ég hugsa til þessarar vinkonu
minnar, hún var svo heppin að hafa
þær frænkur kímni og glaðværð
sem samferðakonur sínar á lífsleið-
inni. Nú sem eftirleiðis verður því
hægt að tölta í minningarsjóðinn
og rifja upp gullkornin og ambög-
urnar sem frá henni komu og
brosa.
Þagna sumars lögin ljúfu
litum skiptir jörðin fríð.
Það sem var á vori fegurst
visnar oft í fyrstu hríð.
Minning um þann mæta gróður
mun þó vara alla tíð.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blindna hryggðar-tár.
Muna skulum alla ævi,
ástargjafir bernsku frá.
Þakka guði gæfudaga
glaða, er móður dvöldum hjá.
Ein er huggun okkur gefin
aftur mætumst himnum á.
(Höf. óþ.)
Ég trúi að heimkoman hafi verið
góð og sé fyrir mér Stefán taka á
móti henni, snara henni á bakið til
að létta henni sporin og halda létt-
stígan af stað, og nú þarf hann ekk-
ert að setjast niður og hvíla sig við
mótorhúsið.
Samúðarkveðjur sendum við
fjölskyldan til allra ástvina Jónu.
Með virðingu og þökk
Sólveig Pétursdóttir.
JÓNA JAKOBÍNA
JÓNSDÓTTIR