Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐLIMIR Nilfisk hafa upplifað
á eigin skinni það sem þúsundir
ungra bílskúrsrokkara hafa aðeins
getað látið sig
dreyma um.
Einn góðan veð-
urdag löbbuðu
átrúnaðargoðin
óboðin inn á æf-
ingu, í þessu til-
felli Dave Grohl og félagar úr Foo
Fighters, og heilsuðu ekki bara
með virktum heldur tóku og í
hljóðfærin og djömmuðu með
strákunum. Í kjölfarið hitaði Nil-
fisk upp fyrir Foo Fighters í
Laugardalshöll en sveitin hafði að-
eins verið starfandi í nokkra mán-
uði og vart búin að púsla saman
heilu lagi.
Síðan eru liðin um tvö og hálft
ár og Nilfisk-liðar eðlilega þreyttir
á endalausu Foo Fighters-tali.
Heimsóknin var tvíeggjað sverð að
mati liðsmanna, athyglin vel þegin
að sjálfsögðu en leiðinlegt að vera
fremur þekktur fyrir að þekkja
Dave Grohl en að geta búið til al-
mennilega tónlist. Nilfisk hefur
því verið dugleg við spilamennsku
undanfarin misseri og þáttur í að
tosa sig upp úr „Foo“-feninu er
einnig þessi hljómdiskur sem út
kom skömmu fyrir jól.
Tónlistin hér er meira og minna
„beint af augum“ bílskúrsrokk og
ágæt fyrir sinn hatt. Platan ber
mörg einkenni byrjendaverks um
leið og nóg er af sprettum sem
réttlæta áframhaldandi hjakk og
vonandi fleiri plötur. Já, Nilfisk
lofar bara góðu og þótt platan sé
æði misjöfn er nægilega mikið af
ungæðislegum og sjarmerandi
krafti til að gera hana þess virði.
Aldur liðsmanna (um 17, 18 ár á
að giska) og ævilengd sveitarinnar
gerir það að verkum að sterkt
skín í áhrifavaldana; Strokes,
Zeppelin, Foo Fighters, Nirvana,
Green Day, Incubus, Franz Ferd-
inand og svo má telja; allar þær
sveitir sem ungir rokkþyrstir
menn leita hvað mest í og er hald-
ið sem fastast að þeim, hvort held-
ur af ljósvökum, meðbræðrum eða
eldri bræðrum.
„On display“ er þannig fínasta
grugg, melódískt og haganlega
uppbyggt. En eins og svo oft er
með sveitir sem eru að stíga
fyrstu skrefin í lagasmíðum er á
tímabili eins og lagið ætli aldrei að
enda – og það þó að það sé ekki
nema tæpar fjórar mínútur. Margt
hérna minnir á Hüsker Dü eða
Leatherface; einslags „emo“ með
þungarokk sem stoðgrind (eins og
heyra má í „Murtur“). Í því lagi
má finna ágætis gítarsóló sem
hefði engu að síður mátt sleppa að
ósekju. Melódískt innsæi hvað
lagasmíðar varðar er þá oftast
harla gott og gítarleikarar sveit-
arinnar sýna oft þónokkur tilþrif
og allt í allt er sveitin nokkuð
þétt. Söngur er þó nokkuð hikandi
á köflum og þegar á líður verður
platan fulleinsleit.
Platan er því dálítið upp og nið-
ur eins og lesa má, lag eins og hið
Green Day-lega „It’s fine“ nær
aldrei flugi á meðan „I’m In love
with my in-laws“ er hiklaust hið
besta á plötunni, dýpra og flókn-
ara en annað hér og vísar hugs-
anlega til næstu skrefa sveit-
arinnar.
Frumburður Nilfisk er brota-
kenndur en lofandi og ef rétt er
haldið á spöðum er sveitin vissu-
lega til alls vís.
Ryksugan
á fullu
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Nilfisk skipa þeir Jóhann V. Vilbergs-
son (Jói Vaff), söngvari og gítarleikari,
Víðir Björnsson (Viddi) gítarleikari,
Sveinn Á. Jónsson (Svenni) trommu-
leikari og Sigurjón Dan Vilhjálmsson
(Sjonni Dan) bassaleikari. Petzi gefur
út. Aðrar upplýsingar er ekki að finna í
umslaginu en vitað er að platan var
tekin upp í Stúdíó Sýrlandi af Axel
Árnasyni.
Nilfisk – Don’t run after your own apples
Arnar Eggert Thoroddsen