Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 1
Bossa-nova í þvottabala Tónleikar frumkvöðulsins Nam June Paik í Lindarbæ árið 1965 | 83 Tímarit og Atvinna í dag Tímaritið | Gróska í gamla bænum  Fernardo Meirelles í Borg engl- anna  Krossgáta  Flugan Atvinna | Skipulag á óreiðunni  Prófmál fyrir verkalýðshreyfinguna  Nær 200.000 ný störf 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 STOFNAÐ 1913 35. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NOKKUR hluti þeirra 88 manna, sem týndu lífi í miklum troðningi á leikvangi í Manila á Filippseyjum í gær. Þar var verið að taka upp vinsælan spurninga- og skemmtiþátt í sjón- varpi og höfðu fólki verið gefnar vonir um, að það gæti unnið til ýmissa verðlauna. Biðu margir í nokkra daga til að vera vissir um að komast inn. Ekki er ljóst hvað ofboðinu olli en sumir segja, að einhver hafi hrópað „sprengja“. Ruddist þá fólkið að eina hliðinu. Stór hluti þeirra, sem tróðust undir, voru kon- ur og aldrað fólk en meira en 300 slösuðust. Reuters Nærri 90 tróðust undir TALIÐ er, að um 400 manns hafi lifað af sjóslysið á Rauðahafi en aðrir um borð, um 1.000 manns, eru taldir af. Er þetta eitt mesta sjóslys lengi en haft er eftir fólk- inu, sem komst af, að eldur hafi komið upp í skipinu fljótlega eftir að það lagði úr höfn í Sádi-Arabíu. Fréttir af atburðinum eru enn misvísandi og fjöldi þeirra, sem björguðust, sagður vera frá 327 og upp í 435 af alls um 1.400 manns um borð. Ljóst er hins vegar, að lítil von er um, að fleiri finnist á lífi. Haft var eftir farþegum í fyrra- kvöld, að tveimur klukkustundum eftir brottför frá Duba í Sádi-Ara- bíu hefði komið upp eldur í skipinu en samt hefði ferðinni verið haldið áfram. Einn þeirra, Raafat al-Sayyed, sagði, að skipverjar hefðu sagt farþegum að koma sér upp í brú á meðan verið væri að slökkva eldinn en þá hefði verið kominn hættulegur halli á skipið. „Eldurinn geisaði eftir sem áður og mikill reykur kom frá vélar- rúminu. Samt var siglingin ekki stöðvuð eða skipinu snúið við,“ sagði annar farþegi og sá þriðji hrópaði, að skipið hefði verið „eins og Títanik í björtu báli“. Allt of fáir björgunarbátar Egypskir lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir, að fólkið, sem bjargaðist, gæti talað við frétta- menn og egypskur ráðherra sagði, að eldurinn hefði verið „lítill“ og ekki valdið sprengingu. Talsmað- ur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, sagði þó ljóst, að allt of fáir björgunarbátar og björgun- arvesti hefðu verið í ferjunni. Einn farþeganna, Ahmed Elew, sagði, að hann hefði stokkið í sjó- inn og haldið sér á floti í nokkrar klukkustundir. Sá hann björgun- arbát með allt of margt fólk hvolfa en komst loks um borð í annan. Mörg hundruð reiðra ættingja þeirra, sem voru með ferjunni, biðu í fyrrakvöld í höfninni í Sa- faga og vönduðu ekki stjórnvöld- um kveðjurnar. „Megi guð refsa ráðamönnun- um, megi hjörtu þeirra brenna eins og búið er að brenna mitt. Ég vil fá bróður minn. Ég á engan annan að,“ hrópaði ein konan. Áfram siglt þrátt fyrir eldsvoða „Eins og Títanik í björtu báli,“ sagði einn af farþegunum sem lifðu af eitt mesta sjóslys síðari tíma á Rauðahafi Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Aðeins um 15% forn- leifa skráð UM 25–30 þúsund fornleifar hafa verið skráðar hér á landi, en talið er að það sé aðeins um 15% af áætl- uðum fjölda fornleifa á landinu öllu. „Brýnt er að við Íslendingar leggj- um meiri áherslu á skráningu forn- leifa því erfitt er að vernda minja- staði sem við höfum enga vitneskju um,“ segir Sólborg Una Pálsdóttir, verkefnisstjóri skráningarmála hjá Fornleifavernd ríkisins. Fornleifar í land- upplýsingakerfi Hún telur nauðsynlegt að ríkis- valdið leggi fram fjármagn til að bæta skráningu. Verkefnið sé of viðamikið til að fámenn sveitarfélög ráði við það. Sólborg Una telur einn- ig mikilvægt að fornleifar verði skráðar í landupplýsingakerfi, en ná- grannaþjóðir okkar noti flestar slíkt kerfi. Við stöndum þeim hins vegar talsvert langt að baki. Danir, sem hafi skráð fornleifar í landupplýs- ingakerfi, séu t.d. búnir að skrá um 150 þúsund fornleifar, en áætlað hef- ur verið að um 150–200 þúsund forn- leifar séu á Íslandi. | 8 Komum ekki til með að byggja á framleiðslu ÁGÚST Guðmundsson, stjórnarformaður Bakka- varar, segir að Íslending- ar þurfi að átta sig á því að þjóðfélagið sé að breytast úr framleiðsluþjóðfélagi í þjónustuþjóðfélag. „Það sem við Íslendingar þurf- um að átta okkur á er að við komum ekki til með að byggja afkomu okkar á framleiðslu í framtíðinni,“ segir Ágúst. Hann telur að stjórnvöld þurfi að einbeita sér að uppbyggingu Íslands sem þjónustuþjóð- félags. Það gerist ekki á sama tíma og verið sé að byggja upp álver eða stóriðnað. „Þetta segir okkur auðvitað að krónan mun halda áfram styrk sínum þannig að önn- ur íslensk iðnfyrirtæki geta farið að pakka saman og flytja starfsemi sína. Þetta gefur auga leið. Hvaða útflutningsgreinar munu þola samfellt uppbyggingarskeið í stóriðju í nær áratug, frá 2003 til 2013? Afleiðingin gæti einfaldlega orðið sú að útflutningur aukist í raun og veru ekkert þegar upp er staðið,“ segir Ágúst.  Virkjun | 22 Ágúst Guðmundsson MIKLIR þunga- flutningar á vega- kerfi landsins eru áhyggjuefni, segir Sigurður Helga- son, verkefnisstjóri hjá Umferðarstofu. Á síðasta ári voru vörubílar aðilar að 17,15% af umferð- arslysum í dreifbýli á landinu. Sam- kvæmt bráða- birgðatölum frá 2005, sem Morgunblaðið fékk frá Umferðarstofu, áttu vörubílar aðild að 11,4% slysa þar sem meiðsl urðu á fólki. „Það er alveg klárt að hlutfall slysa þar sem þessi tæki koma við sögu hefur aukist. Hvort það er í samræmi við eða í tengslum við hversu mikið þeim hefur fjölgað eða um- ferðin aukist, er þó erfitt að segja,“ segir Sig- urður. Hér er ekki um prósentustig að ræða heldur hlutfallsaukningu. Þrátt fyrir aukna umferð hefur umferð- arslysum á Íslandi almennt fækkað og árið 2005 slösuðust færri en á árinu 2004. Sig- urður bendir á að þar sem svo sé þurfi slys- unum sem vörubílar eru aðilar að – það er í tilvikunum sjálfum – ekki að fjölga jafnmikið og hlutfallsaukningin sýni. „Á vörubílunum eru atvinnubílstjórar, fólk með aukin öku- réttindi, sem á að hafa meiri kunnáttu og hæfni en aðrir ökumenn. Eitt stærsta vanda- málið felst í að atvinnubílstjórar lenda í óhöppum þar sem fólk á einkabílum kemur við sögu. Ég sé það í mínu starfi að fullt af fólki er dauðhrætt við vörubílana. Þetta veld- ur ótta og óöryggi sem er einn af hættuvöld- unum í umferðinni.“ Flutninga- bílar í fleiri slysum  Eiga risarnir | 10–11 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.