Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EITT AF meginhlutverkum
Krabbameinsfélags Íslands hefur
verið að fitja upp á fjölbreytilegum
nýjungum í baráttunni við krabba-
mein. Þannig hóf félagið fræðslu um
krabbamein og skipulega skráningu
þeirra fyrir meira en 50 árum, leit að
krabbameini upp á eigin spýtur fyrir
meira en 40 árum, rekstur rann-
sóknastofu í sameinda- og frumu-
líffræði fyrir tæpum 20 árum og svo
mætti lengi telja. Flest þessi verk-
efni hafa löngu sannað tilvist sína og
eru orðin ómissandi og viður-
kenndur þáttur heilbrigðisþjónustu
og vísindastarfsemi í landinu.
Frumkvöðlaverkefni
Eitt slíkra brautryðjendaverkefna
er Heimahlynning Krabbameins-
félags Íslands. Starfsemi hennar
hófst á vegum félagsins 15. mars
1987. Markmiðið var og er að stuðla
að því að sjúklingar með krabba-
mein og aðra alvarlega, ólæknandi
sjúkdóma geti verið heima hjá sér
eins lengi og þeir óska þess og að-
stæður leyfa. Þjónustan er í anda
Hospice hugmyndafræðinnar og fel-
ur í sér að líkna þeim sem ekki
læknast og gera þeim kleift að lifa og
deyja með reisn. Hjúkrunarfræð-
ingar og læknar veita heildrænan
stuðning, einkenna-
meðferð og umhyggju,
sem einnig nær til að-
standenda, líka eftir
að sjúklingur hefur
látist. Þverfaglegur
hópur sérfræðinga,
Ráðgjafarnefnd um
líkn, reyndist starfs-
fólkinu góður bakhjarl
á fyrstu árum starf-
seminnar. Jafnframt
hefur starfsfólk
Heimahlynningar og
sérfræðingar ætíð
veitt ráðgjöf til fag-
fólks í heilbrigðisþjón-
ustu, sem annast deyj-
andi sjúklinga.
Þjónustusvæðið hefur
frá upphafi verið
Reykjavík, Seltjarn-
arnes, Kópavogur,
Garðabær, Hafn-
arfjörður, Bessa-
staðahreppur og Mos-
fellsbær.
Starfsemin byrjaði
fyrst með tveimur
hjúkrunarfræðingum
og þjónustu að degi til
á venjulegum skrif-
stofutíma en bakvaktir, helgar- og
næturvinna var unnin í sjálfboða-
starfi. Starfsemin óx fljótt og starfs-
fólki fjölgaði, enda mikil eftirspurn.
Rauði kross Íslands, Reykjavík-
urdeild, veitti tímabundinn fjárhags-
legan stuðning 1989-1991 til fekari
þróunar þannig að hægt væri að
sinna þjónustunni allan sólarhring-
inn. Á sama tíma var þjónustan met-
in af fagaðila á vegum landlækn-
isembættisins og fékk góðan dóm. Á
árinu 1991 fóru hjúkrunarfræðingar
þjónustunnar að starfa skv. samn-
ingi við Tryggingastofnun ríkisins
og það gerðu læknar hennar einnig.
Þjónustan hefur þó alltaf verið sjúk-
lingum að kostnaðarlausu og
Krabbameinsfélag Ís-
lands hefur veitt henni
húsaskjól frá upphafi og
tryggt sólarhringsþjón-
ustu frá 1991 með
greiðslum fyrir bak-
vaktir.
Stöðug eftirspurn
eftir verðmætri
þjónustu
Starfsfólk Heima-
hlynningar hefur sótt
og haldið ótal námskeið
og ráðstefnur, flutt er-
indi og veitt fræðslu
með ýmsum hætti.
Þjónustan hefur einnig
fengið margar góðar
gjafir og stuðning frá
þakklátum skjólstæð-
ingum. Fylgd við að-
standendur sem eftir
lifa hefur þróast, og
hafa m.a. verið haldin
námskeið fyrir ekkjur,
ekkla og börn sem
misst hafa foreldra.
Einnig var lengi Opið
hús í húsi Krabba-
meinsfélagsins í Skóg-
arhlíð 8 einu sinni í
mánuði fyrir aðstandendur en nú
tvisvar á ári. Fjöldi sjúklinga hefur
farið vaxandi, en á þriðja þúsund
sjúklingar hafa notið þjónustu
Heimahlynningar frá upphafi og á
sjötta hundrað þeirra hafa dáið
heima en hinir dóu á spítala eða nú
seinni árin á líknardeild. Starfsliðið
hefur að jafnaði verið um 4–6 hjúkr-
unarfræðingar og 2 læknar. Mikil
þörf er fyrir slíka þjónustu og hefur
hjúkrunarþjónustan Karitas einnig
starfað með svipuðum hætti á höf-
uðborgarsvæðinu undanfarin ár.
Starfsemi Heimahlynningar
Krabbameinsfélags Íslands hefur á
undanförnum árum opnað augu
landsmanna fyrir mikilvægi líknandi
meðferðar og vakið athygli á nauð-
syn þess að eiga vísa vistun á líkn-
ardeild þegar umönnun í heimahúsi
er orðin of erfið. Á árinu 1997 gaf
svo Oddfellowreglan með höfð-
inglegum hætti fé til stofnunar líkn-
arheimilis í tilefni af 100 ára afmæli
reglunnar en slíkt heimili var tak-
mark Heimahlynningar frá upphafi.
Hjúkrunarfræðingar þjónustunnar
tóku þátt í undirbúningi líknardeild-
arinnar sem var opnuð 16. apríl 1999
í húsnæði Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í Kópavogi.
Efling líknarstarfs
Það hefur lengi verið ósk starfs-
fólks Heimahlynningar Krabba-
meinsfélags Íslands að efla sam-
vinnu við líknardeildina og viðræður
hafa verið í gangi um nokkurra ára
skeið við stjórnendur Landspítala –
háskólasjúkrahús um nánara sam-
starf. Nú hafa samningar nýlega
tekist og mun starfsemi Heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins
flytja í húsnæði líknardeildar í
Kópavogi í febrúar. Þjónusta
Heimahlynningar hefur bæði verið
metin faglega sem góður valkostur
og hefur raunar einnig löngu sannað
gildi sitt eins og stöðug og vaxandi
eftirspurn gefur til kynna. Hún er
því ómetanleg viðbót við hina op-
inberu heilbrigðisþjónustu og styrk-
ir það líknarstarf sem þar er unnið.
Um leið og ég þakka öllu starfs-
fólki Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins fyrr og síðar fyrir
einstaklega gott og óeigingjarnt
starf og góð samskipti vil ég óska
þeim til hamingju með vistaskiptin
nú á 19 ára afmælinu og óska starf-
seminni allra heilla.
Megi farsæld og gæfa fylgja störf-
um Heimahlynningar eftirleiðis sem
hingað til.
Heimahlynning Krabbameinsfélags Íslands flytur
Guðrún Agnarsdóttir fjallar
um nýjungar í baráttunni
við krabbameinið
’Nú hafa samn-ingar nýlega tek-
ist og mun starf-
semi Heima-
hlynningar
Krabbameins-
félagsins flytja í
húsnæði líkn-
ardeildar í Kópa-
vogi í febrúar.‘
Guðrún Agnarsdóttir
Höfundur er forstjóri Krabbameins-
félags Íslands.
Lifun er tímarit um
heimili, lífsstíl og
fallega hönnun
Meðal efnis í næsta blaði:
• Ævintýri í austri
• Hreinar línur og fínlegur íburður
• Að einfalda flókna veröld
• Hönnun í hæstu hæðum
• Framandleg fæða
Lifun er dreift í 60.000 eintökum
og 2. tölublað 2006 kemur út
laugardaginn 11. febrúar næstkomandi.
Panta þarf auglýsingar
fyrir kl. 17 þriðjudaginn
7. febrúar
Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir,
sími 569 1254, sif@mbl.is
með
hækkandi sól
leikræn lýsing
í röð og reglu
frumkvöðull á sínu sviði
að hanna utan um fjölskylduna
syndsamleg hollusta
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl – 01 2006
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 2ja herb. 64 fm íbúð í kjallara (lítið niðurgrafin) í
þríbýli. Rúmgott svefnherbergi og stór og björt stofa. Eldhús með fallegum nýlega
uppgerðum innréttingum. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Eignin hefur fengið gott
viðhald og endurnýjun í gegnum árin. Glæsilegur gróinn garður. Verð 13,3 millj.
Árdís Jóna og Helgi Páll sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 15:00 - 17:00
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
OPIÐ HÚS
LANGHOLTSVEGUR 166 - KJALLARI