Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Maður er nefndur Albrecht Dürer.Hann fæddist í Nürnberg í Þýska-landi, 21. maí 1471. Móðir hans varþýsk að ætterni, Barbara Holper, enfaðirinn ungverskur, gullsmiður að
mennt. Þau voru afar trúuð. Börn þeirra urðu 18 að
tölu, og var Albrecht þriðji í röðinni, en elstur son-
anna. Flest hinna dóu áður en fullorðinsárum var
náð.
Albrecht gerðist lærlingur föður síns og alnafna,
en hugurinn stefndi þó annað, nánar tiltekið út á
braut listarinnar. Var hann þá sendur 15 ára gamall
í nám til Michaels Wolgemut, sem var þekktur mál-
ari í borginni, og kynntist hann þar undirstöðuatrið-
um greinarinnar, sem og útskurði í tré og öðru.
Rúmum 500 árum síðar er hann elskaður og dáður
af verkum sínum öllum, af ýmsum toga.
En ef tiltaka ætti einhverja eina smíð hans um-
fram aðra eru „Biðjandi hendur“ án nokkurs vafa í
fyrsta sæti, a.m.k. hvað útbreiðslu og vinsældir
snertir á einkaheimilum. Þetta er pensilteikning,
grár og hvítur litur á bláleitum pappír, 29 x 20 cm,
og var upphaflega bara kölluð „Hendur“ og einhvern
tíma upp úr því „Hendur postulans“, áður en núver-
andi heiti tók yfir. Hún er frá árinu 1508, og átti –
sem ein af alls 18 tillögum – að vera hluti skissu að
altaristöflu, kostaðri af bæjarstjóranum í Frankfurt,
auðugum kaupmanni, Jacob Heller. En af því að Al-
brecht hugðist yfirfæra teikninguna eins og hún kom
fyrir beint á panelinn, þ.e.a.s. mála hana þar í olíu-
litum nákvæmlega eftir frummyndinni, var hún unn-
in eins vel og frekast var unnt, ofan í minnstu smá-
atriði. Hún er nú varðveitt í Graphische Sammlung
Albertina, í Vínarborg í Austurríki. Hin endanlega
kirkjumynd var 13 mánuði í vinnslu, enda kvaðst
listamaðurinn ætla að búa þannig um, að næstu
fimm aldir yrði hún jafn góð og lifandi og á tilurð-
ardögum sínum.
Um hundrað árum síðar var miðtafla þessa sam-
setta listaverks (en Albrecht hafði einungis komið að
gerð hennar, en ekki annarra parta) seld hertog-
anum af Bæjaralandi, Maximilian, og árið 1729 eyði-
lagðist hún svo þar í eldi. Varðveist hefur samt
kópía frá því um 1600, máluð af Jobst Harrich frá
Nürnberg.
En hver sat fyrir á teikningunni góðu? Um þær
vangaveltur hefur ákveðin saga orðið til, og er hana
víða að finna á Netinu. Enginn veit um höfundinn,
en innihaldið er þetta:
Tveir af sonum Albrechts Dürers hins eldri áttu
sér þann draum að verða listmálarar, en vissu jafn-
framt, að það gæti ekki orðið, sökum fátæktar á
heimilinu. Eftir að hafa rætt þetta sín á milli all-
lengi, datt þeim eitt í hug, sem kynni að leysa málið.
Annar þeirra myndi fara og starfa í námunum þar í
grennd og kosta veru hins í skólanum, og að fjórum
árum liðnum kæmi sá heim og borgaði í sömu mynt,
annaðhvort með sölu listaverka eða á annan máta.
Um þetta ætluðu þeir að varpa hlutkesti, og gerðu
það. Albrecht hinn yngri varð hlutskarpari.
Að námi loknu, þegar komið var að því að hinn
bróðirinn, Albert, færi sömu leið, var það orðið of
seint. Hendurnar voru nefnilega ónýtar, fingur höfðu
brotnað oftar en einu sinni og tvisvar, og gigt var
komin í liðamót og annað þar fram eftir götunum.
Er sagt, að þær liggi til grundvallar umræddu
snilldarverki, og að Albrecht hafi með því viljað gera
fórn bróðurins sér og öðrum ógleymanlega.
Í annarri útgáfu sögunnar er um að ræða Al-
brecht Dürer og annan fátækan mann í listnámi,
Franz Knigstein. En framhaldið er svipað.
Karin Wimmer sýndi þó fram á í doktorsritgerð
sinni, Albrecht Dürers „Betende Hände“ und ihre
trivialisierte Rezeption. Untersuchungen zu Darstell-
ungen von Dürers eigener Hand und die Popularität
des Motivs im 20. Jahrhundert (1999), að Albrecht
hefði sjónrænt tvöfaldað vinstri hönd sína, með því
að nota spegil, og að hún væri þar af leiðandi fyr-
irmyndin eina og sanna. Áður höfðu menn getið sér
þess til, að Albrecht Dürer eldri hefði átt þessar
meiddu og lúnu hendur, og er þá enn sterkari boðun
í teikningunni fólgin en ella.
En í öllum tilvikum er afraksturinn hinn sami,
pensilverk með undraverðri dýpt og úthugsaðri og
einstakri samsetningu, og með óvenjulega sálrænum
og innblásnum tjáningarmætti; það á sér engan líka
í gjörvallri listasögunni. Eftirmyndir eru til í mis-
munandi efni og formum og lit, og í öllum hugs-
anlegum, mögulegum og ómögulegum afbrigðum, frá
húðflúri til risahöggmyndar við bandarískan háskóla,
frá klassískum lágmyndatöflum til frumlegra auglýs-
ingaherferða. Umfangsmesta safn þvílíkra hluta er í
eigu Stofnunarinnar Albrecht-Dürer-Haus í Nürn-
berg.
Albrecht Dürer lést í fæðingarbæ sínum tæplega
57 ára gamall, 6. apríl 1528. Ótalmargt fagurt lét
hann eftir sig – málverk, pennateikningar, vatns-
litamyndir, koparstungur og fleira, og má líta það í
salarkynnum frægustu listasafna heimsins. Þó eru
hundraðfalt meiri líkur á að sjá pensilteikninguna í
einhverri útgáfu en téð verk hans önnur. Og það
segir auðvitað allt um gildi hennar fyrir manns-
andann.
Biðjandi hendur
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Eitt þekktasta tákn í heimi kristindómsins nú um stundir mun vera „Biðjandi
hendur“, og er að finna í ýmsum gerðum, t.d. sem útsaumur, teikning, skúlptúr
eða málverk. Sigurður Ægisson kannaði bakgrunn þess, í tilefni af Bænadegi að
vetri, sem upp er runninn.
Fiskeldisstöð
Til sölu áhugaverð stór fiskeldisstöð í bleikjueldi.
Stöðin er í rekstri. Töluverð húsakostur, heitt og kalt
vatn. Stöðinni tilheyrir einnig land sem liggur að sjó
og er þar ágæt hafnaraðstaða. Undan landi stöðvar-
innar er bólfæri fyrir a.m.k. 30 kvíar. Stöðin gefur
mikla möguleika fyrir þorsk og kræklingaeldi.
Nánari upplýsingar gefur
Magnús Leopóldsson á skrifstofu
Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Glæsileg neðri sérhæð í tvíbýli
(klasahús). 112 fm mjög vel skipulögð
íbúð. 3 svefnherbergi, bjart og fallegt eld-
hús, þvottahús innaf eldhúsi, skemmtileg
stofa, gott flísalagt baðherbergi. Glæsileg
ca 50 fm afgirt verönd með garðhúsi og
útgengi bæði úr stofu og eldhúsi. Sjón er
sögu ríkari.
ÁLFHOLT
HB FASTEIGNIR
Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS
AUSTURSTRÖND - SELTJARNARNES
Til sölu mjög góð 2ja herbergja íbúð, 61,2 fm að
stærð, í lyftuhúsi auk 23,9 fm stæðis í bílageymslu.
Íbúðin er í góðu ásigkomulagi og á hæðinni er sam-
eiginlegt þvotta- og þurrkherbergi. Íbúðin er með
útsýni til vesturs og er sameign til mikillar fyrir-
myndar. Verð 16,7 millj.
Allar nánari upplýsingar gefur Kristinn
í símum 534 4405 og 820 0762.
kristinn@hbfasteignir.is
Kristján Ólafsson hrl. og löggildur
fasteignasali
www.klettur.is
Fasteignasalan Klettur kynnir fallegt og vel staðsett parhús á þremur hæðum við
Kögursel 26 í Reykjavík. Falleg Fasteign á góðum stað í Seljahverfinu. Barnvænn
staður þar sem stutt er í alla þjónustu. Góðir skólar og leikskólar í nágrenninu.
Sölumenn frá fasteignasölunni Kletti taka vel á móti ykkur
OPIÐ HÚS VIÐ KÖGURSEL 26
FRÁ KL. 14-16 Í DAG SUNNUDAG.
OPIÐ HÚS
GNOÐARVOGUR 24
Til sýnis og sölu mjög falleg 61,9 fm,
2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu
fjölbýli á þessum eftirsótta stað.
Skolplagnir og þak hússins hefur verið
endurnýjað verulega. Ofnar nýlega
endurnýjaðir.
Verð 14,9 m. Góð áhvílandi lán.
Sigurður Ottó sýnir eignina
í dag, sunnudag,
milli kl. 14.00 og 16.00
Mjög falleg 3ja herbergja íbúð