Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FÁRÁNLEGT er að fylgjast með
því hvernig nokkrir einstaklingar
reyna að gera lítið úr opnu próf-
kjöri Framsóknarmanna í Reykja-
vík. Fyrst var að því fundið að
nokkrir „valinkunnir“ flokksmenn
skyldu lýsa stuðningi við tiltekinn
frambjóðanda. Þá var því fleygt að
forystan væri í raun að handraða á
listann. Og nú síðast er því slegið
fram að utankjörstaðaatkvæða-
greiðslan væri torkennileg. Maður
botnar hreint ekkert í þessu.
4.000 manns
völdu listann
Staðreyndir eru einfaldar: Kjör-
dæmisþing samþykkti að viðhafa
opið prófkjör. Undir það gengu all-
ir frambjóðendur – athugasemda-
laust. Formaður kjörnefndar lýsir
því að prófkjörið hafi farið sam-
kvæmt öllum reglum og hefur eng-
inn frambjóðenda andmælt því.
Niðurstaða var afdráttarlaus. Nið-
urstaða úr opnu prófkjöri. Próf-
kjör Framsóknarflokksins í
Reykjavík var sem sagt galopið.
Menn vildu hleypa lífi í flokks-
starfið og fá góða þátttöku. Með
slíkri aðferð á enginn á vísan að
róa. Tæplega 4.000 manns kusu.
Hver eftir sinni trú á frambjóð-
endum. Fyrirfram er útilokað að
spá um niðurstöður. Það er ein-
faldlega eðli opinna prófkjöra með
góðri þátttöku. Hefðu menn haft
þetta lokað og handraðað á listann
væri fullt tilefni til að ræða um
fyrirfram gefna niðurstöðu. Sú leið
var ekki farin heldur hin galopna
og óvissa leið prófkjörs. Þrátt fyrir
þá staðreynd heyrir maður af við-
leitni einstaklings utan Reykjavík-
ur til að halda öðru fram.
Tilgangurinn
helgar meðalið
Líkja má því framferði við póli-
tíska hermdarverkaaðgerð. Engu
skiptir hverjir verða fyrir tjóninu.
Tilgangurinn helgar meðalið – að
vekja athygli á sínum málstað.
Einn þingmaður Framsókn-
arflokksins, Kristinn H. Gunn-
arsson, hefur bein opinber afskipti
af prófkjörinu í Reykjavík og notar
til þess allar þær sprengjur sem
hann getur fundið. Í árásum sínum
notar hann allar þær aðferðir sem
í hugskoti hans þrífast. Skiptir þá
engu hvort röksemdir hans stang-
ist hver á aðra, hvort hann skaði
einstaklinga með dylgjum og rógi
eða hvort hann skaði eigin flokk.
Eins og öfgafólki er tamt talar
þingmaðurinn um sjálfan sig og
sinn málflutning eins og hinn eina
sannleika, heilagleikann sjálfan.
Áhrif sprengjunnar eru réttlætt
með þessum heilagleika. Ég er
góði gæinn og hinir eru vondir. Vel
má vera að hann telji sig ná til-
gangi sínum. A.m.k. virðist hann
elska umfjöllun fjölmiðla um verk
sín. Ómerkilegar rýtingsstungur
hans í bak félaga sinna og eigin
flokks setja þennan pólitíska
hryðjuverkamann á bekk með
óheiðarlegustu þingmönnum sög-
unnar.
Hann er Framsóknarflokknum
ekki til neins gagns og kjósendum
sínum gagnslaus enda hvarvetna
búinn að mála sig út í horn með
framkomu sinni við samstarfsmenn
í gegnum árin.
EGILL ARNAR
SIGURÞÓRSSON,
varaformaður Sambands ungra
framsóknarmanna,
Klettastíg 14, Akureyri.
Pólitísk hryðjuverk
Frá Agli Arnari Sigurþórssyni:
Á UNDANFÖRNUM misserum
hefur kúndalíní-hugleiðslu borið æ
oftar á góma. Væntanlega spyrja
margir sig: Hvað er kúndalíní?
Undirrituð vill leitast við að svara
því hér í stuttu máli og alls ekki á
tæmandi hátt.
Kúndalíní er frumkraftur
mannsins og er orðið úr sanskrít
og þýðir orka eða eldur sem rís
upp. Kúndalíní býr í öllum mönn-
um. Þessi kraftur á að vakna ein-
hvern tímann hjá öllum af sjálfu
sér. Sem þýðir aftur að manninum
er ekki ætlað að vekja hann upp.
Þegar kúndalíní vaknar gerir
krafturinn ekki boð á undan sér.
Allt í einu verður til ástand innra
með manninum sem vekur oft
mikla hræðslu, því alls konar ein-
kenna, líkamlegra og oft á tíðum
andlegra, verður þá vart í lík-
amanum svo enginn fær neitt við
ráðið. Mest ber á kúndalíní-
einkennum þegar við erum komin
í hvíld á kvöldin. Þá finnum við
gjarnan pirring í öðrum ökkl-
anum, við fáum jafnvel hjartslátt-
artruflanir, heyrum gjarnan há-
tíðnihljóð, fáum sjóntruflanir og
suð fyrir eyrun, einnig er þó nokk-
uð algengt að fólk heyri raddir.
Þegar við erum að sofna á kvöldin
kemur svo oft ljósblossi fyrir fram-
an ennið á okkur, margir finna fyr-
ir slæmum höfuðverk og svefnörð-
ugleikar og jafnvel þunglyndi fylgja
oft í kjölfarið. Einnig eru ótaldir
líkamlegu verkirnir þar sem orsök-
in sést ekki á myndum.
Kúndalíní á upptök sín í spjald-
hryggnum og geysist upp þegar
minnst varir með allskonar ein-
kennum og myndast þá gjarnan
mikill þrýstingur í öllum líkam-
anum og situr þá orkan oft eftir
upp í hálsi og herðum, fólki til mik-
illa vandræða. Einkennin eru mis-
jöfn eftir mönnum og ekki er hægt
að tína þau öll upp hér en svo mik-
ill getur krafturinn verið að dæmi
eru til þess að fólk hafi rotast.
Boðið er upp á kúndalíni-hug-
leiðslu hér á landi. Undirrituð fór á
kynningarfund fyrir allnokkru þar
sem var verið að kynna til sög-
unnar heimsins mesta kúndalíní-
jóga og fannst þekkingu þeirra sem
stóðu að kynningu hans verulega
ábótavant. Fólk átti einungis að
finna fyrir lítilsháttar verk í mjöðm
eða einhverju öðru sem virtist
skipta verulega litlu máli þegar
krafturinn vaknaði.
Af hverju sækist fólk eftir því að
vekja upp þennan kraft? Jú, það er
vegna þess að í kjölfarið á vakn-
ingu þessarar orku fá menn gjarn-
an einhverskonar dulrænu og jafn-
vel leitast fólk við að upphefja
kynlíf með þessum hætti. Flestir
eru nú samt væntanlega að sækj-
ast eftir innra jafnvægi og ró.
Ef kúndalíní vaknar af sjálfs-
dáðum þá eru etherhimnur sem
liggja í hryggsúlunni tilbúnar til
að taka á móti orkunni en vekjum
við hann upp með viljanum eru
þessar etherhimnur engan veginn
tilbúnar og þá getur þessi kraftur
brennt upp himnurnar með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum.
Undirrituð hefur persónulega
reynslu af svokallaðri kúndalíní-
vöknun og var í mörg ár að ná
tökum á kraftinum. Aðstoðar hún
nú fólk í dag sem hefur lent í
vandræðum vegna kúndalíní-
vöknunar.
Að lokum vill undirrituð hvetja
fólk sem er að hugsa sér að fara
út í kúndalíní-hugleiðslu að hugsa
sig vel um og leita sér upplýsinga
alls staðar þar sem það mögulega
getur og vill hún vísa í bók Alice
Baily þar um, sem nefnist Esoter-
ic healing.
ÞÓRUNN G.
ÞÓRARINSDÓTTIR,
áhugamaður um
óhefðbundnar lækningar,
Grænlandsleið 26, Reykjavík.
Kúndalíní, hvað er það?
Frá Þórunni G. Þórarinsdóttur:
EINS marks tap fyrir Króötum
staðreynd og líkurnar á að við
komumst upp úr milliriðlinum nán-
ast engar. Einar Hólmgeirsson
steinrotaður eftir svaðalegt and-
litshögg og ég er vægast sagt
brjálaður. Þessi leikur var einn
stór skandall, ekki það að lands-
liðið stæði sig ekki frábærlega
heldur var dómgæslan skandall
eins og hún er alltaf. Og menn að
komast upp með fáránlega glanna-
leg og stórhættuleg brot.
Augljósast var það þegar Guðjón
Valur stökk upp úr horninu og
Króatinn rykkti í lappirnar á hon-
um þannig að Guðjón lá flatur, víti
og 2 mínútur. Neeeeeii … í staðinn
fyrir að jafna leikinn komust Kró-
atar 2 mörk yfir í næstu sókn sem
gerði út um leikinn. Fyrr í leikn-
um var líka skuggalegt atriðið á
línunni þar sem einn Króatinn
virtist vera að reyna að negla Guð-
jón með olnboganum í andlitið og
fengu þeir báðir 2 mínútna brott-
vísun. Dómur sem ég skildi ekki
alveg. En þó skárra en að kjálka-
brotna eða vera rotaður af and-
stæðingi sínum. Ég hélt að fyrir
mót hefði verið tekin sú stefna að
gefa mönnum rautt spjald fyrir
fólskubrot sem og þetta var.
Það er engin tilviljun að þetta
séu bestu mennirnir okkar sem
eru að stórslasast því það er aug-
ljóst að andstæðingarnir fara í
leikinn með það að markmiði að
berja bara hættulegustu mennina
úr leiknum. Ólaf Stefánsson, Alex-
ander Petersson, Einar Hólm-
geirsson en sem betur fer ekki
Guðjón Val.
Þetta mót er búið að vera einn
stór dómaraskandall því leikmenn
liðana eru ekki að spila eftir svo-
kallaðri „Fair Play“-reglu nema
Danir og Íslendingar og þeir kom-
ast upp með nánast hvað sem er.
Ég er með í bígerð áskorun á
HSÍ og allt íslenska landsliðið, þar
sem skorað verður á þá að draga
sig úr keppni núna eða fyrir næsta
mót til að mótmæla aðgerðarleysi
gagnvart fólskubrotum og leik-
araskap. Því það er engin skemmt-
un að horfa á íþróttaleik þar sem
menn komast upp með að berja
andstæðinginn í spað og vinna á
fólskubrögðum.
GUÐMUNDUR MART-
INSSON,
Álfaskeiði 48, Hafnarfirði.
Fólskubrögð í fótbolta
Frá Guðmundi Martinssyni:
ÞAÐ ER erfitt fyrir hvern sem
er að koma út úr skápnum og ljóst
að það er ekki lífsval eða ákvörðun
neins að vera samkynhneigður.
Það myndi enginn taka þá ákvörð-
un að ganga í gegnum slíka lífs-
reynslu, jafnvel þó að viðkomandi
byggi að ótrúlegustu
fjölskyldu og vinum
sem láta sig það litlu
máli skipta. Mann-
eskja sem heldur ein-
hverju öðru fram án
þess að hafa gengið í
gegnum þetta ferli er
full hroka og ein-
hverri óskiljanlegri
heift.
Það er líka ótrúleg
tilfinning fyrir unga
og óörugga mann-
eskju, sem ber það í
huga sér að stór hluti
samfélagsins telji
óeðlilegar tilfinningar
hennar og hvatir, að
upplifa í fyrsta skipt-
ið þúsundir manna á
öllum aldri gleðjast á
Hinsegin dögum í
Reykjavík sem sumir
segja að sé hallær-
islegur sirkus. Fyrir
mig hinsvegar 17 ára
táninginn ekki alls
fyrir löngu skipti
þetta sköpum því ég
hafði lengi verið að
berjast við að sætta
mig við það að synda
á móti straumnum í
lífinu. Það voru því
miklar og yfirþyrmandi tilfinn-
ingar sem brutust út þegar ég
uppgötvaði í ágúst árið 2000 að
það voru og eru einhverjir aðrir
sem synda á móti straumnum og
það eina sem ég þyrfti að takast á
við væru nokkrar stíflur á leiðinni
niður að lygnum sjónum.
Fyrrverandi formaður Samtak-
anna ’78, Þorvaldur Kristinsson,
lét eitt sinn hafa eftir sér að hann
afþakkaði þetta blessaða umburð-
arlyndi gagnvart samkyn-
hneigðum. Þó að í því kynni að fel-
ast einhvers konar viðurkenning
fælist einnig alltaf dulinn fyrirvari.
„Það er allt í lagi með ykkur …
en … en …“ Ég er fullkomlega
sammála, umburðarlyndi gildir að-
eins meðan hommar og lesbíur
halda sig á mottunni og því getur
það aldrei leitt til frelsis en ég hef
hinsvegar lært sem hommi að ég
sjálfur verð að geta sýnt ákveðið
umburðarlyndi.
Þannig var ég bæði skírður og
fermdur í íslensku þjóðkirkjunni
og þó að kirkjan hafi enn ekki tek-
ið vel í það að gifta samkyn-
hneigða (og vill kannski aldrei) og
þó að einstaka prestar innan kirkj-
unnar hafi predikað mjög svo gegn
samkynhneigð hafði mér ekki dott-
ið það til hugar að segja mig úr
henni. Fyrir mér er það enda jafn
augljóst og sú staðreynd að 2+2
eru 4 að ef kirkja eigi að geta kall-
ast þjóðkirkja þá verði mismun-
andi skoðanir að rúmast innan
hennar. Það er jú ekki hægt að
ætlast til þess að jafn stór söfn-
uður slíkrar kirkju, sem á að heita
þjóðin, sé á sömu skoðun í öllum
málum eða hvað?
Ég hinsvegar gekk úr þjóðkirkj-
unni nú í janúar
ásamt kærasta mínum
til síðustu 6 ára sem
einmitt stóð við hlið
mér og upplifði með
mér gleðina og aðrar
ólýsanlegar tilfinn-
ingar á Hinsegin dög-
um árið 2000. Ástæð-
an voru orð biskups
þess efnis að hjóna-
bandið ætti það inni
hjá þjóðinni að verða
ekki varpað á sorp-
haugana og hefur yf-
irmaður kirkjunnar
minnar sem ég ólst
upp við eins og aðrir
Íslendingar og sem
mér þykir vænt um
ekki séð ástæðu til
þess að biðjast afsök-
unar né skýra orð sín
á annan veg.
Málflutningur ým-
issa aðila gegn breyt-
ingartillögu þess efnis
að heimila (ekki
þvinga) trúfélögum að
gefa saman samkyn-
hneigða er ótrúlegur
og rök þeirra eru öll
byggð á sandi. Hér er
ekki verið að fjalla um
hvaða þýðingu hjóna-
bandið hefur hjá einstaka söfn-
uðum heldur um heimild sem veit-
ir þeim sem það vilja rétt til að
fremja löggerning og gefa saman
karl og karl eða konu og konu.
Þeir sem andmæla þessu og bera
fyrir sig trú eða persónulegar
skoðanir eru þá einfaldlega ekki
sömu trúar og hafa ekki sömu
skoðanir og ég og aðrir samkyn-
hneigðir og þeir verða bara að lifa
með því. Ég get lofað þeim því að
samkynhneigðir munu ekki hætta
að vera til, stofna heimili saman
og fjölskyldu þó að þeir fái ekki að
gifta sig í sínu trúfélagi en ég
spyr: hvað með trúfrelsisákvæði
og jafnræðisreglu stjórnarskrár-
innar?
Það er ekki hægt að ætlast til
þess af samkynhneigðum að þeir
bíði endalaust eftir réttindum sín-
um og þó að það sé vel gerlegt að
gefa þjóðkirkjunni þann frest sem
hún hefur beðið um til þess að
komast að lýðræðislegri niður-
stöðu er ekki sjálfsagt að banna
öðrum trúfélögum þennan rétt á
meðan. Hvernig þætti konum það í
dag að þurfa að bíða eftir kosn-
ingaréttinum? Ég hef talað við
nokkra stjórnmálamenn um þetta
málefni á undanförnum vikum og
flestir eru sömu skoðunar og ég.
Hinsvegar eru sumir hissa á því að
við getum ekki beðið til ársins
2007 og hjá einstaka skín í gegn
að þeim finnist samkynhneigðir
vanþakklátir fyrir þau réttindi
sem eru að nást með frumvarpi
forsætisráðherra. Á þessu er ein-
föld skýring. Það er ekki hægt að
vera þakklátur fyrir að fá eitthvað
sem maður á fyllilega rétt á og
hefði í raun, réttindalega séð, allt-
af átt að vera til staðar. Ímyndar
einhver sér að Íslendingar hafi
verið þakklátir Dönum þegar við
loksins fengum sjálfstæðið aftur?
Homminn ég kveð
þjóðkirkjuna og
skora á þingheim
Heiðar Reyr Ágústsson
fjallar um samkynhneigð
’Það er ekkihægt að vera
þakklátur fyrir
að fá eitthvað
sem maður á
fyllilega rétt á og
hefði í raun, rétt-
indalega séð, allt-
af átt að vera til
staðar.‘
Heiðar Freyr Ágústsson
Höfundur er nemi á viðskiptabraut
við Háskólann í Reykjavík.
TENGLAR
..............................................
www.nemendur.ru.is/heidar04.
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg