Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég man fyrst eftir honum við að koma bát sem hann átti frá læknum upp Formannasund að Jómsborg. Ég vissi þá að þetta var loftskeytamaðurinn í Vestmannaeyj- aradíó og hann átti mikið af börnum. Konuna hans hafði ég séð með barnaskarann. Hann var kallaður Hjalli á Vegamótum. Seinna eða árið 1977 mætti hann á samkomu í Betel. Þá stóð hann á miklum vegamótum í lífinu. Fáum vikum síðar gekk hann í söfnuðinn eftir róttæka sannfæringu sem hann varð fyrir. Hugur hans laukst upp fyrir orðum Jesú Krists: „Ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið“. Ein- faldara gat það ekki verið. Með sannleikann að vopni mætti hann á AA-fund, lagði Biblíuna á borðið og sagði: „Hér er lausnina að finna, Jesús Kristur er svarið.“ Þá urðu líka vegamót í AA. Svo gekk hann eftir þessari sann- færingu og lét bæði börnin sín og vini heyra svarið sem umbreytti öllu lífi hans. Þessa sterku trúarreynslu tók hann alvarlega. Það sem Biblían segir, að líkaminn sé musteri heilags anda, varð mótandi fyrir hans kristna lífsmáta. Aldrei bragðaði hann vín né tóbak síðan. Hann gaf sig út í ferðamennskuna og gerðist leiðsögumaður á Bravó. Allir sem fóru með Hjalla upplifðu þrjú atriði sem gleymast ekki. Hann fór með hópinn á undurfagran stað. Stöðvaði vél bátsins og fékk alla með í sjóferðabæn, bæði á íslensku og ensku. Honum var einkar lagið að biðja án þess að lesa af blaði. Hann bað í hjartans einlægni! Eftir amen- ið tók hann trompetinn og lék nokkra hljóma er bergmáluðu um Klettshelli, nokkuð sem enginn átti von á. Svo lék hann lög og endaði gjarnan á „Amazing Grace“, laginu sem þrælaskipstjórinn samdi eftir að hafa lagt frá sér þá iðju að hneppa svertingja í þrældóm. Hann hafði sjálfur upplifað umbreytandi trú á Jesúm Krist, son hins lifanda Guðs. Síðan var farið í skoðunarferðina og menn sáu það sem augað verður aldrei satt af að sjá. Ástæðan fyrir sjóferðabæninni og tónleikunum var einmitt sú reynsla sem Hjalli bjó yfir, að Guð breytti lífi hans. Vegamótin lágu inn á veg Guðs. Hjalli var aldrei ríkur. En hann átti alltaf pening til að gleðja aðra. Börnin í Vestmannaeyjum sátu um Hjalla til að fá að fara í bátsferð eða bíltúr, því fylgdi nefnilega alltaf eitt- hvað gotterí eða ís. Hjalli gat hvesst sig verulega við fullorðna en börnin sáu aðeins hinn glaðværa og þolin- móða kennara. Það finnst varla sá lúðrablásari í Vestmannaeyjum sem ekki hefur notið tilsagnar Hjalla. Árangurinn af leiðsögn hans nær langt út yfir land- steinana og fylgir auðvitað hverjum þeim sem fékk til æviloka. Hjalli sá undur Guðs í allri nátt- úrunni. Eitt sinn vorum við á skaki norðan undan Suðurey. Þá sáum við háhyrningavöðu koma úr útsuðri og stefna framhjá okkur. Hjalli vildi að við drægjum upp færin sem og gert var. Hann setti í gang og gaf alveg í botn. Hraðamælir bátsins sýndi rúmlega 18 sjómílna ferð. Hvalavað- an var samhliða bátnum aðeins í örfáar mínútur uns hún var stungin af og við höfðum ekkert roð við sterklegum og taktföstum sundtök- um háhyrninganna. Eftir þetta var svo rætt um Guð, orð Guðs og allt sem staðfesti snilli hans í sköpun- inni. HJÁLMAR GUÐNASON ✝ Hjálmar Guðna-son fæddist á Vegamótum í Vest- mannaeyjum 9. des- ember 1940. Hann lést á heimili sínu 27. janúar síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hvítasunnu- kirkjunni í Vest- mannaeyjum 4. febrúar. Hjálmar hafði augu sem sáu dýrð Guðs. Við störfuðum með Hjálmari í Hvíta- sunnusöfnuðinum Be- tel í Vestmannaeyjum. Hann stjórnaði kórn- um og var þvílík hjálp- arhella í tónlistinni að fáu er saman við að jafna. Þegar hann tók sig til við 70 ára af- mæli Hvítasunnu- hreyfingarinnar þá þýddi hann og æfði söngleikinn „Salta söngbók“, glaðværan leik með texta eftir Hjalla sem gladdi og vitnaði um vegamótin í lífi hans. Hann var nefnilega að gefa Jesú Kristi dýrð- ina. Enn eru lögin sungin og börnin sem nú tilheyra hópi fullorðinna gleðjast og syngja með þegar söngv- arnir óma á öldum ljósvakans eða í hljómtækjum heimilanna. Við sem fylgdumst með honum munum hann gjarnan á hlaupum. Hann var nefnilega að mæta of seint. Menn sáu þetta eins og taktinn í lífi hans. Hann var þekktur fyrir að mæta í þann mund sem eitthvað átti að hefjast. En samt eru þau augna- blik þegar hann mætti bara á réttum tíma. Flestir þeir sem fóru út í Surtsey höfðu samband við Hjalla. Hann vissi upp á hár hvort fært væri eða ekki. Það voru ekki fýluferðir lengst út í haf sem menn óskuðu sér. Hjalli skilaði þeim í land og náði í þá á rétt- um tíma, oft var teflt á tæpasta vað en undir öruggri stjórn. Hann var einnig eftirsóttur sem sóknarmaður í úteyjar, hann rak bátinn aldrei ut- an í en stoppaði í hvaða ölduróti sem var á rétta staðnum til að menn gætu hoppað í bátinn án þess að húrra niður í sjóinn. Nú bregður svo við aldrei þessu vant að hann mætti allt of fljótt. Hann mætti dauðastundinni mörg- um árum of snemma. Hann var bú- inn að kenna sér meins en naut ekki þeirrar aðstoðar sem til þurfti og því var föstudagsmorgunninn 27. janúar skapadægur í lífi hans. Þannig á hann einnig hlutdeild með Mozart í mannkynssögunni, báðir menn tón- listar og fegurðar; dánardagur Hjálmars er afmælisdagur Mozarts. Verk Hjálmars Guðnasonar og lífshlaup eru ein samfelld hljómkviða um dýrð og dásemd Drottins Jesú Krists. Hún mun óma lengi enn bæði á himni og jörð. Hjálmar á Vegamót- um tók afdrifaríka ákvörðun þegar hann beygði inn á veg Guðs. Það var honum og hans afkomendum ólýs- anlegt gæfuspor. Kæra fjölskylda, guð veiti ykkur huggun og von við fráhvarf Hjalla. Innan skamms fáum við að hitta hann á ný í „bundini“ Guðs barna. Hrefna Brynja og Snorri í Betel. Það var á vorönn 2001 að ég fékk símtal: „Sæl vertu, Hjalli hér,“ sagði hann með sinni alúðlegu og glettn- islegu röddu. Erindið var áform um að endurvekja skólalúðrasveitina en eldri sveit var óðum að slíta barns- skónum og útskrifast. Mér fannst hann bjartsýnn, t.d. var minn snáði rétt að finna sér blásturshljóðfæri til að æfa á og ég sá ekki alveg fyrir mér þessi kríli í lúðrasveit. En Hjalla tókst að vinna kraftaverk. Í dag erum við með skólalúðrasveit á landsmælikvarða og þó víðar væri leitað samanburðar. Við veltum því oft fyrir okkur hvernig hann hafði þessi tök á krökkunum. Þessi rólyndi maður að halda uppi aga. Uppskriftin var þó einföld þó hún væri ekki á allra færi. Honum þótti hreinlega svo undur- vænt um þau. Og það var endurgold- ið. Hann átti í þeim hvert bein. Hann var ekki bara kennarinn, hann var leiðtoginn. Og minningarnar eru óteljandi. Æfingar, tónleikar, ferðir, innan- sem utanlands. Bátsferðir og skutl um allt. Ein minning kemur í hugann úr Færeyjaferðinni. Hann var með æf- ingu í salnum þar sem við gistum. Við sátum þar nokkrar kellur yfir kaffibolla og kjöftuðum eins og okk- ar var von og vísa. Þá sneri Hjalli sér við, óvenjubrúnaþungur og þrumaði: „Annaðhvort þegið þið eða farið út!“ Við urðum eins og skömmustulegar skólastelpur og lúskuðumst flissandi út. Þetta var í eina skiptið sem ég heyrði hann hvessa sig þó að eflaust hafi stundum heyrst í honum á æf- ingum. En þarna vorum við að skemma fyrir börnunum og þar setti hann mörkin! Það má segja að lífs- hlaup manns megi skoða eftir því hvort hann hafi elskað og verið elsk- aður, hvort hann hafi fundið lífsfyll- ingu í starfi og hvort hann hafi miðl- að visku sinni til annarra. Þegar við þetta bætist hans einlæga guðstrú má segja að lífshlaup Hjalla hafi ver- ið fullkomnað, þó við af eigingirni okkar hefðum viljað njóta hans mun lengur. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við fjölskyldunni og þökkum okkar kæra vini fyrir börnin okkar og samstarfið. Fyrir hönd foreldrafélags „Mini Lú“, Guðrún Jónsdóttir. Mig langar að minnast Hjalla með örfáum orðum. Hjalli var ekki bara trompetkenn- arinn minn, hann var einnig vinur minn og vinur okkar allra sem hann kenndi og ól upp. Við vinirnir í lúðra- sveitinni hjá Hjalla vorum örugglega ekki auðveldustu viðfangsefni sem hann hafði lent í, en Hjalli mætti okkur alltaf með bros á vör. Núna síðustu ár hefur Hjalli stjórnað litlu lúðrasveitunum en mætt á tónleika LV og fylgdist stoltur með okkur eldri „börnunum“ sínum. Hjalli var tvímælalaust einn sá besti trompet- leikari sem Ísland hefur alið, ef ekki sá besti. Þú heyrðir ekki fallegri tón. Hjalli var mín fyrirmynd og ég reyndi allt til að ná tóninum hans. Hjalli minn, ég kveð þig með sorg í hjarta en eitt veit ég fyrir víst, að þar sem þú ert núna fá allir að njóta hins fullkomna trompettóns þíns um ókomna tíð. Ég votta fjölskyldu Hjalla samúð mína. Ósvaldur Freyr Guðjónsson (Obbi). Öðlingurinn, mannvinurinn og Guðsmaðurinn Hjálmar Guðnason er farinn heim. Farin heim til Drott- ins sem hann elskaði af öllu sínu hjarta. Það var mikil áfall, er Hjalli á Hól eins og hann var oftast kallaður kvaddi þennan heim. Það er stórt skarð höggið í sam- félagið í Eyjum við fráfall Hjalla. Skarð sem aldrei verður fyllt. Eig- inmaðurinn, faðirinn, tengdafað- irinn, afinn, Hvítasunnumaðurinn, tónlistarkennarinn, stjórnandi litlu lúðrasveitarinnar, trompetleikarinn og síðast en ekki síst eldheiti bæna- maðurinn. Hjalli ásamt fleiri góðum mönnum mætti eldsnemma á morgnana í Hvítasunnukirkjuna til fyrirbæna. Það var gott að vita af bænum Hjalla og félaga fyrir störf- um bæjarstjórnar og bæjarfélaginu, auk annarra bænarefna. Hjalli var mjög góður maður og vildi allt fyrir alla gera. Hann var gæfumaður í einkalífinu og átti góða konu sem studdi hann í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, barnaláni átti hann líka að fagna. Við fjölskyldan viljum þakka Hjalla fyrir allar fyrirbænir okkur til handa þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hvatningu um að halda áfram og treysta Guði. Vestmannaeyjar hafa misst góðan son. Heimurinn væri betri ef fleiri gæfu Guði líf sitt eins og Hjálmar Guðnason gerði. Guði sé þökk fyrir hans verk. Elsku Dadda og fjölskylda, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Guðrún Erlingsdóttir. Í dag kveðjum við okkar kæra vin, Hjalla á Hól. Það voru miklar harmafregnir að frétta lát hans hinn 27. janúar síðast- liðinn. Minningarnar streyma fram í hugann og margs er að minnast. Hjalli, þú varst einstakur mannvin- ur, barnavinur og kærleikur þinn var óendanlegur. Þú máttir ekkert aumt sjá, fórst aldrei í manngrein- arálit og talaðir ekki illa um nokkurn mann. Hjalli var mikill bænamaður, ef hann frétti af einhverjum í neyð, sorg eða sjúkleika var það skráð í bænabókina hans. Starfið og börnin í litlu lúðrasveitinni áttu stórt pláss í hjarta þínu. Hjalli, þú varst einstak- ur vinur og huggari en hrókur alls fagnaðar á góðri stund og þá var stutt í prakkaragenið i þér og þá mikið hlegið. Það var himneskur tónn í trompetinu þínu er þú spilaðir, það var svo listilega gert. Trúin á Jesúm Krist var þér svo dýrmæt kæri vinur, bjargið sem þú byggðir líf þitt á. Spjallið okkar yfir tíu drop- um eins og við kölluðum það um lífið og tilveruna er ógleymanlegt. Á dán- ardaginn þinn gyllti sólin Heima- klett og fallegu eyjuna þína sem þér þótti svo ofurvænt um. Þín verður sárt saknað. Elsku Dadda og fjölskylda, Guð styrki ykkur og huggi og blessi minningu um góðan dreng. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Hjalli, minning þín er sem ljós á vegi okkar. Ágúst, Hólmfríður (Lóa) og dætur. Allt frá því þegar mamma leiddi mig niður í Arnardrang fyrir meira en 25 árum síðan og fram til dagsins í dag hefur Hjalli verið ein af mínum aðalfyrirmyndum hvað trompetleik varðar. Er hann þar í hópi með ekki óþekktari mönnum en Louis Arm- strong, Maurice Andre, Dizzy Gille- spie, Wynton Marsalis, Maynard Ferguson o.s.frv. Hans einstaki tónn og tónlistargáfa heilluðu mig alltaf upp úr skónum. Hvort sem það var Amazing Grace, Cherry Pink, Herb Albert, Leroy Anderson, Arban, Clarke, Haydn, negrasálmur eða bara hvað sem er; alltaf hljómaði það töfrum líkast í meðförum hans. Það eru margar góðar minningar sem vakna þegar ég hugsa til áranna með Hjalla niðri í Tónlistarskóla. Kaffibollinn, vinnuskyrtan, inni- skórnir og ullarsokkarnir og svo ég og Þórður á hlaupum út í bakarí eftir vínarbrauðum og snúðum. Pönnu- kökurnar þegar við náðum að ljúka einhverri trompetbókinni og allar lúðrasveitaræfingarnar, Bravóferð- irnar, lúðrasveitarferðalögin, úti- spilamennskurnar og svo allir tón- leikarnir í félagsheimilinu. Eitt af mínum ógleymanlegu at- vikum var þegar Hjalli taldi mig loks reiðubúinn til að koma yfir í stóru lúðrasveitina. Þarna var ég kominn á þriðja trompet við hliðina á Obba, Erni, Óla, Jarli, Hrafnhildi, Tomma og Einari og svo voru Eddi bróðir, Maggi og Gunnar Júll á klarínett, Stebbi skó og Óli í Laufási á saxó- fóna, Jón og Hafdís á horn, Snorri og Siggi múr, bróðir Roger Moore, á básúnur, Palli Páls, Tryggvi og Maggi á Grundó, Einar og Siggi á Háeyri og fleiri. Vá, hvílíkt band! Og hver annar en Hjalli við stjórnvöl- inn. Þegar himnarnir munu opnast og lúðrar gjalla mun Hjalli án efa verða þar á 1. trompet og þótt hann verði nú ekki lengur meðal okkar hér á jörðu niðri mun hann lifa með okkur, sem vorum svo lánsöm að þekkja hann, í anda. Þeir tónar sem eiga eft- ir að koma frá mínum trompet í framtíðinni munu eiga rætur sínar og þakklæti að rekja til hans. Birkir Freyr Matthíasson. Morguninn 27. janúar fékk ég þær sorgarfréttir að Hjálmar Guðnason vinur minn væri látinn. Ég kynntist Hjalla árið 1970 og síðan höfum við verið perluvinir. Það æxlaðist þann- ig að við byggðum saman veiðihús í Hrauney og höfum átt þar margar yndislegar samverustundir í gegn- um tíðina. Í Hrauney stunduðum við eggjatínslu og lundaveiði en einnig í Geldungi, Geirfuglaskeri og Súlna- skeri. Hjalli var einstakt ljúfmenni í allri umgengni. Hann var magnaður skip- stjóri á bátnum sínum Bravó. Við steðja í slæmum veðrum vissi hann alltaf upp á hár hvernig átti að haga hlutunum. Það var eins og Hjalli og Bravó léku saman á margra metra fyllingar í fullkomnum samhljóm líkt og hann gerði svo oft á trompetið sítt í Klettshelli. Hjalli var mikill Eyjamaður sem bæði þekkti Vestmannaeyjar vel og elskaði nátturufegurð þeirra. Við Hjalli vorum félagar í 35 ár, hittumst nær daglega og aldrei féll skuggi á okkar vináttu. Það er ekki hægt að tala um Hjalla án þess að minnast á konu hans, Döddu. Hún er höfðingi heim að sækja og höfum við Anna mín oft fengið að njóta gestrisni þeirra hjóna í gegnum tíðina. Hjalli var alltaf tilbúinn að veita hjálparhönd. Það var alveg sama á hvaða tíma sólarhrings til hans var leitað, alltaf var Hjalli boðinn og bú- inn. Hann var sannkristinn maður og vitnaði oft í orð frelsarans „ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“. Ég vil að lokum þakka honum Hjalla vini mínum samfylgdina og vináttuna. Við Anna og fjölskyldan vottum Döddu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þess að Drottinn veiti þeim styrk í þeirra sorg. Minning um góðan dreng lifir. Guðjón Jónsson (Gaui á Látrum). Við þekktum Hjalla vel sem tón- listarkennara og stjórnanda „Mini- Lú“. Hann var einstakur og erum við afar þakklát fyrir hans þátt í uppeldi sonar okkar. Sá þáttur var ekki lítill og einkenndist af fórnfýsi, þolin- mæði, hvatningu, umhyggju, gæsku og vináttu. Hann var einstök fyrir- mynd á allan hátt. Með lífi sínu sem tónlistarmaður, trillukarl, úteyja- kappi og maður með ótakmarkaða þolinmæði gaf hann fordæmi sem lit- ið var upp til. Dætur okkar urðu vitni að því þegar Hjalli og Arnar sonur okkar hittust í Smáralindinni í sumar og urðu fagnaðarfundir. Þeir heilsuðust með handabandi og tóku tal saman sem entist í talsverðan tíma. Eitthvað fannst systrunum þeir tala lengi saman og sögðu okkur um kvöldið að þær hefðu getað hald- ið að þarna væru jafnaldrar að hitt- ast og spjalla. En svona var Hjalli. Hann bar virðingu fyrir nemendum sínum og sýndi það í verki. Kom fram við þá sem jafningja. Hann taldi það ekki eftir sér að nota júl- ímánuð, sumarleyfismánuðinn, til að leita að hljóðfæri fyrir Arnar. Hann lét senda sér margar gerðir tromp- eta, spilaði á þá og dæmdi. Hringdi í okkur og lýsti kostum og göllum. Hjalli sagði um einn trompetinn að sá væri orðinn mjög góður þegar bú- ið væri að spila á hann í klukkutíma! Þetta sagði okkur hvað hann eyddi af frítíma sínum til að velja það besta fyrir nemanda sinn. Hjalli ferðaðist víða með hópinn og var þá gjarnan fararstjóri, stjórn- andi, bílstjóri, félagi, jafningi, móðir og faðir. Hann bar hag krakkanna stöðugt fyrir brjósti. Metnaður hans fyrir hönd „Mini- Lú“ var mikill og eru ótaldar æf- ingabúðir hér í tónlistaskólanum og uppi í sveit dæmi um það. Í fjárafl- anir mætti hann fyrstur og fór síð- astur. Hvílíkur dugnaður og fórn- fýsi. Síðastliðin tvö ár hafði Hjalli Egg- ert Björgvinsson tónlistarkennara sem aðstoðarmann. Okkur grunar að hann hafi ætlað að fara að minnka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.