Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ frá unglingsárum,“ segir hann. „Það var kunningsskapur milli fjölskyldnanna,“ bætir hann við í sama bili og Sigríður kemur snögga ferð inn í stofuna til okkar, til að bæta í kaffibollana. „Móðir Sigríðar dó rétt eftir að hún fæddist. Þá bjó faðir hennar á Héðinshöfða á Tjörnesi og hafði misst eina konu áður frá þremur börnum. Meðal þeirra var Andrés sem lengi var ritstjóri Tímans. Af seinna hjónabandi átti hann Snæ- björn og Sigríði. Hún var alin upp af frábærum fósturforeldrum, þeim Aðalbjörgu frá Stóruvöllum og Agli Þorlákssyni, kennara á Húsavík og Akureyri. En Sigríður þekkti Kristján föður sinn aldrei að neinu ráði, og hann dó þegar hún var tólf ára. Þá var hann kvæntur þriðju konunni og bjó í Hriflu, sem er næsti bær við Fremstafell, æskuheimili mitt. Þangað komu nú synirnir til föður síns. Snæbjörn var leikfélagi minn í bernsku og hefur síðan verið tryggðavinur minn alla tíð. Ég þekkti hann á undan Sigríði og áður en hún kynntist honum. En þegar Sigríður komst til vits og ára fór hún að hafa samband við sitt frændfólk, bræðurna báða og fleiri og það var auðvitað til mestu blessunar og farsældar. Um nokkurra ára skeið var Andr- és kvæntur Helgu systur minni, og þegar Sigríður var átján ára var hún sumarlangt kaupakona hjá Friðriku systur minni og Jóni manni hennar sem bjuggu í Fremstafelli á móti foreldrum mínum. Þá mjólk- uðum við Sigríður kýr heimilanna kvölds og morgna fyrir ofan garð, og einhver hafði orð á því að Jónas væri býsna viljugur við mjaltirnar. Einu sinni fórum við á ball í sveit- inni og dönsuðum heila nótt. Þetta æskusumar leið fljótt eins og önnur slík, en eitthvað mun hafa lifað í gömlum glæðum þegar blásið var í þær tíu árum síðar.“ Björn Th. og Jónas réðu mestu um val lesefnis Skallagríms Aftur víkur talinu að Skallagrími og starfsemi hans. Skyldi Jónas ekki hafa ráðið nokkru um bókavalið hjá þeim merka félagsskap eftir að hann kom í klúbbinn. „Björn Th. réð löngum miklu um valið á því sem lesið var og ég, eftir að ég kom til skjalanna,“ svarar Jónas. „Það var ekki siður félaga minna í Skallagrími að ræða mikið það sem við lásum. Við notuðum tímann mest til að lesa og svo drekka kaffi. Það var skraf í kringum kaffidrykkjuna en aldrei var rætt um pólitík, þar voru menn ekki sammála og við héldum okkur frá eldfimum efnum. Allt annað milli himins og jarðar var rætt. Við lásum svona um 20 mín- útur hver og komumst því yfir mikið lesefni hvern vetur. Við lásum forn- ritin, Íslendingasögur, konungasög- ur og Sturlungu. Frá seinni öldum lásum við hitt og annað, ævisögur, svo sem Jóns Indíafara og Jóns Steingrímssonar, Dægradvöl Bene- dikts Gröndals. Frá tuttugustu öld- inni get ég nefnt Í verum eftir Theó- dór Friðriksson og tvær ævisögur gamalla kvenna: Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna eftir Ólínu Jónasdóttur og ævisögu Helgu Sör- ensdóttur, sem skráð er af Jóni Sig- urðssyni í Ystafelli. Allar þessar bækur eru mjög fróðlegar og ágæt- lega skrifaðar. Einnig lásum við eitthvað af skáldskap frá seinni tíma, svo sem eftir Jón Thoroddsen, Jón Trausta, Einar H. Kvaran og fleiri. Í leshringnum voru menn sumir mjög fróðir um Íslandssögu, þar get ég nefnt sérstaklega Pál Líndal og Björn Th. Björnsson. Skallagrímur gekk í endurnýjun lífdaga við blindu eins félaga Við lásum ekki mikið af nútíma- skáldskap, þó kom það fyrir, við lás- um t.d. dálítið af verkum Halldórs Kiljans Laxness, svo sem Gerplu. Lengi vel var Skallagrímur í góðu gengi en einhverra hluta vegna lá þó lesturinn niðri um nokkurt skeið, þar til Halldór Rafnar missti sjón- ina. Hann hafði alltaf verið sjón- dapur en um fimmtugt missti hann sjónina algerlega. Hann hafði tekið lögfræðipróf á sínum tíma og unnið við lögfræðistörf, það var eins og gefur að skilja erfitt fyrir hann að missa sjónina á miðjum aldri. En svo fór hann á námskeið í Englandi og „lærði að vera blindur“, eins og hann sjálfur orðaði það. Eftir það starfaði hann mikið fyrir Blindra- félagið og að margvíslegum fé- lagsstörfum, – nærri því eins og hann væri sjáandi maður. Þorbjörg kona hans studdi hann vel í öllum þessum erfiðleikum og ferðaðist með honum víða þar sem hann hélt erindi og sótti ráðstefnur. Blinda Halldórs varð til þess að Skallagrímur gekk í endurnýjun líf- daga. Ég tók eftir því að hann fylgd- ist betur með en við hinir, það heyrði ég ef eitthvað var rætt um það sem lesið var. Hann mundi gjörla allt sem lesið hafði verið hvert kvöld. Þarf góðar bækur til að standast lestur í Skallagrími Raunar finnst mér að við þennan lestur hafi ég komist býsna nærri því efni sem verið var að lesa hverju sinni. Ég fékk nýtt mat á ýmsum bókum. Oft var það í þá veru að ég var ekki eins hrifinn af bókunum og ég átti von á. Mér fannst það þurfa að vera góðar bækur til að standast það að vera lesnar hjá Skallagrími. Þetta gilti t.d. um fornsögurnar. Við lásum stundum bækurnar sem voru að koma út hjá Fornritafélaginu, Jó- hannes Nordal var kominn þar til forustu. Við lásum Knýtlingasögu, Bárðarsögu, Harðarsögu og Flóa- mannasögu. Allar þessar sögur féllu á prófinu hjá mér. Svo fórum við að lesa Grettissögu þegar þetta var búið og hún stóðst prófið með mestu prýði. Einnig var ég ákaflega hrifinn af Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson. Ég hafði haft álit á henni en það hækk- aði enn við það þegar hún var lesin hjá Skallagrími. Ég fullyrði að hún er best skrifaða sagnfræðirit sem ritað var á miðöldum í öllum heimi. Tók upp þykkjuna fyrir Ólaf helga í Gerplu Við lásum Gerplu og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Ég hafði lesið Gerplu þegar hún kom út og verið að sumu leyti óánægður með hana, einkum vegna Ólafs helga, ég tók upp þykkjuna fyrir hann eins og margir fleiri. Ég var þá að skrifa mína doktorsritgerð um Fóst- bræðrasögu og fannst Fóstbræðra- saga betri en Gerpla. En þegar við lásum Gerplu saman fannst mér hún standast prófið ágætlega, hún þoldi lesturinn vel, sem og Sjálfstætt fólk. Hins vegar lásum við Íslenskan aðal eftir Þorberg Þórðarson, hún stóðst prófið ekki nógu vel. Mér fannst gaman að heyra frásagnirnar frá Akureyri en fannst hann ekki standa sig nógu vel þegar söguhetj- an fer suður, framhjá bæ hinnar heittelskuðu. Við lásum einnig Svan- inn eftir Guðberg Bergsson, hann stóðst ekki prófið nógu vel. Biblíuna lásum við einnig og hún stóðst prófið nokkuð vel, en ekki var ég nú samt mjög vel sáttur við Jobs- bók. Við lásum að spámannabókun- um. Veturinn var liðinn þegar þang- að var komið. Þýðing Haraldar Níelssonar er nokkuð þung en vönd- uð, hann lagði áherslu á að hafa textann sem mest orðréttan eftir hebreskunni, en nú er um þessar mundir að koma út ný þýðing og léttari af Gamla testamentinu. Ef ég ætti að velja bestu bæk- urnar að mínu mati þá nefni ég Njálu, Egilssögu og Grettissögu. Ýmsir Íslendingaþættir eru mjög snjallir – og síðast en ekki síst Ólafs saga helga. Þetta mat mitt á bókunum sem við lásum er auðvitað byggt á til- finningu minni, þetta er sem sé mín einkaskoðun,“ segir Jónas. Koma ennþá saman til að lesa einu sinni í mánuði Við félagar vorum auðvitað mis- góðir upplesarar, sumir afbragðs- góðir, svo sem Björn Th., Hjálmar Ólafsson, kennari og fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, og Ólafur Stefánsson, ráðunautur hjá Búnað- arfélaginu. Eftir að aldur færðist yfir okkur bekkjarfélagana hefur lesturinn heldur strjálast. Við höfum lesið saman einu sinni í mánuði. Við hitt- umst þá heima hjá Halldóri Rafnar og konu hans á Eir, þar sem þau búa núna. Af þeim tíu sem löngum voru í Skallagrími eru nú fimm á lífi. Með okkur hefur einnig verið síðustu ár- in Páll Gíslason læknir, bekkjar- bróðir okkar. Nú erum við mest að lesa úr forn- ritunum, það hæfir vel gömlum mönnum.“ Jónas hefur komist að nýjum niðurstöðum um Vínland Jónas er sem kunnugt er afkasta- mikill fræðimaður og er enn að. „Ég vinn mest hér heima, hef þó bás á Árnastofnun og fer þangað til að fletta upp í bókum og drekka kaffi með samstarfsfólki mínu,“ seg- ir Jónas. „Helsta starf mitt er þó hjá Fornritafélaginu og er að gera skýr- ingar við Eddukvæðin, Vésteinn Ólason á að skrifa formála að útgáf- unni. Ég er kominn á seinni hluta við þetta verkefni og gríp í það eftir föngum. Einnig er ég sjálfskipaður umsjónarmaður með ýmsum út- gáfum hjá Fornritafélaginu og ráð- gjafi manna sem vinna við þær. Ver- ið er að gefa út konungasögur, Þorleifur Hauksson er að vinna að Sverrissögu, Ármann Jakobsson að Morkinskinnu og Ólafur Halldórs- son er að koma með Færeyingasögu og Ólafssögu Odds munks. Ég hef líka unnið ofurlítið að „skönlitteratur“ í seinni tíð. Ég skrifaði tvær sögur sem báðar eru um fornöldina, önnur um danska víkinga en hin einskonar ævisaga Guðríðar Þorbjarnardóttur. Í sam- bandi við þær skriftir fór ég að skoða sögustaði og komst þá að nýrri niðurstöðu um hvar Vínland hefði verið. Um það hafa verið uppi margar getgátur, fjörutíu og þrjár slíkar hef ég heyrt um. Sjálfur hygg ég að það hafi verið á austurströndu Nýfundnalands. Ég sá að það þýddi ekki annað ef ég vildi sanna mál mitt en að finna einhverjar minjar um fjós Guðríðar. Ég fór að svo búnu að leita að því og hef farið í fjóra leiðangra vestur. Í þá þrjá fyrstu fékk ég með mér fornleifafræðing – Bjarna Einars- son, sem ég sagðist hafa valið af því hann er svo fundvís á hof eða blót- hús. Það var mikils virði að hafa svo lærðan mann með í för. Hann hefur mikinn áhuga á þessu og synir mínir einnig sem með mér hafa farið. Einu sinni kom með mér sænskur forn- leifafræðingur til að taka ljósmynd- ir. Vegna þessa hef ég leigt flug- vélar, bíla og báta, það hefur verið óskaplegur völlur á Jónasi þar vestra. Ég hef myndað net af áhugamönnum í kringum þetta verkefni, að leita að fornminjum á Vínlandsslóðum. Það er að vaxa mér yfir höfuð og ég þarf að koma því yf- ir á einhverja íslenska stofnun. Í því sambandi hef ég talað við Margréti Hallgrímsdóttur og Kristínu Huld. Mig dreymir þó um enn eina Vín- landsferð, því ég þykist hafa fengið nýjan grun um það hvar rústirnar af skála Þorfinns karlsefnis og Guð- ríðar sé að finna. Maður einn vestra heyrði hvað ég væri að gera og sagði við mig: „Þú getur nú alveg eins verið að leita að saumnál í heystakki. Þótt víkingar hafi verið hér fyrir 1000 árum þá finnur þú þetta aldrei.“ Og hann lýsti fyrir mér hvernig landið hefði breyst í aldanna rás. Ég hélt um þetta verkefni fyrirlestur í Uppsöl- um fyrr í vetur og sagði þar: „Ég er búinn að finna heystakkinn (þ.e. landið) og á bara eftir að finna saumnálina.“ Mig langar að halda fyrirlestur um þetta efni hér á landi eftir ára- mótin.“ Hjónin Sigríður Kristjánsdóttir og Jónas Kristjánsson. gudrung@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Stúdentar frá MR 1943 og makar þeirra hittast einu sinni á ári, hér er hópurinn mættur á Grand hótel Reykjavík til að snæða af jólahlaðborði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.