Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 84
84 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞUNGBÚINN náungi sagði við mig
eftir Sinfóníutónleikana á fimmtu-
dagskvöldið að sér geðjaðist ekki að
innantómum virtúósasýningum. Með
þessu átti hann við að fiðlukonsert
nr. 2 í d-moll eftir Joseph Joachim,
sem var annað verkanna á efnis-
skránni, hefði verið tóm froða, reyk-
ur án elds, stormur í vatnsglasi.
Vel má vera að það sé rétt. Joa-
chim, sem var náinn vinur Brahms,
var vissulega mikill fiðlusnillingur,
en hann virðist ekki hafa verið mjög
innblásið tónskáld; ekki eitt einasta
stef var eftirminnilegt í verki hans.
Hann kunni þó á ýmsan hátt að setja
saman tónlist, það var auðheyrt á
tónleikunum; konsertinn er hag-
anlega smíðaður að því leyti að fram-
vindan er rökrétt og einleiksröddin
snyrtilega sett fram. Hins vegar er
hann illa skrifaður fyrir hljómsveit-
ina; það var eins og Joachim hefði að-
allega treyst sér til að semja fyrir
strengina en látið aðra raddhópa
mæta afgangi. Alltént var jafnvægið
á milli ólíkra hljóðfæra oft fremur
einkennilegt og útkoman undarlega
flöt.
Kannski hefði stjórnandinn, Carl-
os Kalmar, getað gert hljómsveit-
arröddina, og þar með verkið í heild,
áhugaverðara með því að dekkja
hljóminn, þ.e. auka styrk dýpri
strengjaradda á kostnað fiðlanna.
Það hefði skapað áhugaverðari and-
stæðu á milli einleiksfiðlunnar og
hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin lék samt ágætlega í
sjálfu sér, fyrir utan klúðurslegan
strengjaleik í upphafi. Stjórnandinn
fylgdi líka einleikaranum prýðilega.
Og einleikarinn var enginn auk-
visi. Það var fiðlusnillingurinn Rac-
hel Barton Pine, og leikur hennar var
svo framúrskarandi glæsilegur að
maður naut hvers tóns, burtséð frá
gæðum tónlistarinnar. Ég er sann-
færður um að sama hefði verið upp á
teningnum ef hún hefði spilað til-
brigði eftir einhvern kverúlant við
Allt í grænum sjó.
Konsertinn eftir Joachim gerir
gríðarlegar tæknikröfur til einleik-
arans, en Pine spilaði eins og hún
hefði ekkert fyrir honum. Hljóm-
urinn úr fiðlunni (sem sjálfur Joac-
him mun einu sinni hafa leikið á) var
fullkomlega áreynslulaus og háska-
legustu heljarstökk voru svo glæsi-
leg að maður tók andköf hvað eftir
annað.
Þetta er einhver magnaðasti fiðlu-
leikur sem ég hef orðið vitni að, enda
fögnuðu áheyrendur óvenjulengi á
eftir. Fyrir það uppskáru þeir tvö
aukalög, annað eftir einleikarann
sjálfan, hitt eftir Bach, og voru þau
bæði meistaralega vel flutt.
Ég verð því að vera ósammála
manninum sem ég nefndi í upphafi;
innantómar virtúósasýningar geta
verið hin besta skemmtun, rétt eins
og góður spennutryllir í bíói.
Sjötta sinfónían eftir Prokofiev var
hitt verkið á dagskránni, en alveg
eins og konsertinn eftir Joachim hef-
ur hún ekki verið leikin hér áður,
nema þá í útvarpinu.
Sinfónían, sem er fremur tyrfin,
féll ekki í kramið hjá stjórnarherr-
unum í Kreml og leiddi til þess að
Prokofiev féll úr náðinni hjá Stalín
(þeir tveir létust árið 1953, ekki 1951
eins og stóð í tónleikaskránni). Ætl-
ast hafði verið til þess af Prokofiev að
hann semdi tónlist af ákveðinni gerð
– tónlist getur svo sannarlega verið
áróður, – en þegar tónskáldið stóð
ekki í stykkinu var honum hafnað.
Ég ætla ekki að greina þessa sin-
fóníu Prokofievs hér, en víst er að
hún hljómaði stórfenglega á tónleik-
unum undir markvissri stjórn Kal-
mars. Það fór að vísu óskaplega í
taugarnar á sessunaut mínum að
tveir blásturshljóðfæraleikarar væru
að rabba saman á tímabili meðan á
flutningnum stóð, en þrátt fyrir
meintan athyglisbrest var hljóðfæra-
leikurinn í fremstu röð; tær, öruggur
og blæbrigðaríkur með mergjuðum
hápunktum sem nánast ærðu mann.
Og það var sko ekki leiðinlegt.
Spennutryllir á
Sinfóníutónleikum
TÓNLIST
Háskólabíó
Verk eftir Joachim og Prokofiev. Einleik-
ari: Rachel Barton Pine; stjórnandi: Car-
los Kalmar. Fimmtudagur 2. febrúar.
Sinfóníutónleikar
Jónas Sen Rachel Barton Pine spilaði vel, að mati Jónasar.
STAÐFEST hefur verið að tvö mál-
verk sem lengstum prýddu franska
kirkju séu eftir ítalska endurreisn-
armálarann Caravaggio. Myndirnar
sýna „Ferð frelsarans til Emmaus“
og „Heilagan Tómas setja fingur á
sár Krists“ og hafa hangið uppi í
bænum Loches í nærri tvær aldir, án
þess að uppruni þeirra væri ljós.
Fréttavefur BBC greindi frá þessu.
Keyptar af Philippe
de Bethune
Fáir tóku eftir þessum 16. aldar
málverkum sem héngu á orgelloftinu
í St. Anton-kirkjunni í Loches. Talið
er að franskur sendiherra á Ítalíu á
tímum Caravaggio, Philippe de Bet-
hune, hafi keypt myndirnar. Honum
og listamanninum var vel til vina, og
er meðal annars sagt að Bethune hafi
hjálpað Caravaggio – sem var ann-
álaður slagsmálahundur – eitt sinn
við að sleppa úr fangelsi. Til eru skjöl
á franska þjóðarbókasafninu sem
sýna að Bethune, sem var mikill lista-
verkasafnari, hafi keypt fjögur mál-
verk Caravaggio, og hve mikið hann
greiddi fyrir þau. Þegar hann lést var
eignum hans skipt upp og málverkin
geymd í kapellu í eigu fjölskyldunnar.
Þau voru gerð upptæk í frönsku bylt-
ingunni, en árið 1813 voru þau gefin í
nýja kirkju í St. Anton.
Það var síðan árið 1999 að þau voru
tekin til rannsóknar, eftir að listfræð-
ingur grennslaðist fyrir um fanga-
markið á römmum myndanna
tveggja. Fangamarkið reyndist vera
Bethune-fjölskyldunnar, sem vakti
upp spurningar um uppruna mynd-
anna.
Uppruninn þekktur
Listfræðingar teljast þess nánast
fullvissir að um Caravaggio sé að
ræða í báðum tilfellum. „Þegar ég
gekk inn í herbergið þar sem mál-
verkin voru, brá mér allsvaka-
lega …Það var mjög tilfinningahlaðin
stund. Svona hlutir gerast bara einu
sinni á ævinni,“ sagði Jose Freches,
sem sérhæft hefur sig í list Caravag-
gio. „Ýmis tækniatriði, auk gæða
myndanna, voru nóg til að fullvissa
mig um að hér er um upprunalegan
Caravaggio að ræða. Vísindalegar
rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að
striginn er sams konar og Caravaggio
notaði, og hið sama gildir um máln-
inguna. Myndirnar voru í upp-
runalegu ástandi – hafa ekki verið
forvarðar eins og svo margar Cara-
vaggio-myndir. Auk þess þekkjum
við uppruna þeirra.“
Enn eitt atriðið sem talið er renna
stoðum undir þessa kenningu er að
myndefnið er það sama og í tveimur
öðrum Caravaggio-myndum; einni
sem hangir í National Gallery í Lond-
on og annarri sem hangir í Sanssouci-
höllinni nálægt Potsdam í Þýska-
landi. „En þetta eru ekki nákvæmar
eftirlíkingar. London-Kristur er
skegglaus og þybbnari en sá í Loches,
og á myndinni af heilögum Tómasi í
Loches er kragi eins postulanna blár,
ólíkt þeirri í Potsdam. Við vitum að
Caravaggio gerði margar útgáfur af
myndum sínum,“ segir Freches.
Sá eini sem hreyft hefur mótbárum
við þessari niðurstöðu er fyrrum for-
stöðumaður Louvre-safnsins í París,
Pierre Rosenberg. Hann hefur boðað
varúð og lýst myndunum sem „góð-
um eftirmyndum“.
Caravaggio hét fullu nafni Miche-
langelo Merisi da Caravaggio og var
uppi á árunum í kring um 1570–1610.
Hann er talinn einn af ítölsku meist-
urunum, er frægur fyrir biblíumyndir
sínar, áherslu á smáatriði og var
brautryðjandi í efnistökum í lýsingu í
málverkum.
Myndlist | Tvö ný Caravaggio-málverk finnast í Frakklandi
„Svona hlutir gerast
bara einu sinni á ævinni“
Morgunblaðið/Einar Falur
Hvarvetna flykkist fólk að til að virða fyrir sér málverk Caravaggios –
þessi hópur er að virða fyrir sér „Höfnun Péturs“ á safni í New York.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
ÞÓTT tónleikar af sígildu gerð-
inni séu ákaflega margir í
Reykjavík er tónlistin sem boðið
er upp á ekkert sérlega fjöl-
skrúðug. Verk eftir sömu tón-
skáldin eru flutt aftur og aftur
og það er helst á Myrkum mús-
íkdögum að maður fær að heyra
eitthvað nýtt. Verstir eru söng-
tónleikar þar sem hefðbundin
músík eftir Sigvalda Kaldalóns
og Sigfús Einarsson ræður ríkj-
um, auk þessara venjulegu aría
eftir Puccini og félaga. Þar er
hugmyndaleysið oft pínlegt.
Tónleikar sem Gunnhildur
Halla Guðmundsdóttir sellóleik-
ari og Julian Riem píanóleikari
héldu í Hafnarborg voru kær-
komin tilbreyting. Á efnis-
skránni voru aðeins tónsmíðar
sem sennilega hafa ekki verið
fluttar hér áður opinberlega,
a.m.k. ekki í lifandi flutningi.
Þær voru eftir Leo Ornstein
(1893–2002), Joachim Stutsc-
hewsky (1891–1981) og Paul
Ben-Haim (1897–1984); tónskáld
sem eru lítið þekkt hér á landi
en hafa engu að síður samið
fagra tónlist.
Einnig var á dagskránni verk
eftir Mendelssohn, sem flestir
landsmenn auðvitað þekkja, en
það sem var leikið hér, sónata
nr. 1 í B-dúr op. 45, hefur þó
sjaldan heyrst, ef frá er talinn
hægi kaflinn. Hann er til í ein-
faldaðri mynd sem píanóverk
undir nafninu Rómansa, sem er
oft spiluð af píanónemendum á
grunnstigi. Öll tónskáldin voru
af gyðinglegum uppruna, og
kom það fram í verkum tveggja
þeirra, Ísraelskum lögum eftir
Stutschewsky og Þremur söngv-
um án orða eftir Ben-Haim, en
þar sveif þjóðleg stemning yfir
vötnunum. Hin fyrrnefndu voru
hressilega flutt af þeim Gunn-
hildi og Riem og eitt lagið, sem
hét einfaldlega Dans, var
skemmtilega tilþrifamikið og
grípandi. Söngvarnir eftir Ben-
Haim voru líka hugljúfir og
notalega nostalgískir.
Almennt talað léku þau Riem
og Gunnhildur af músíkölsku
innsæi; stórfengleg sónata (ópus
52) eftir Orstein einkenndist t.d.
af spennuþrungnum átökum
snarpra andstæðna og fyrrnefnd
sónata eftir Mendelssohn var
útbelgd af tilfinningum. Ein-
lægni virtist ríkja í hvívetna.
Tæknilega séð var sellóleik-
urinn þó ekki nægilega góður;
tónarnir voru ekki alltaf hreinir
og sum hlaup upp og niður
strengina voru ónákvæm. Selló-
ið sem Gunnhildur spilaði á virt-
ist heldur ekki vera upp á
marga fiska; það var fremur
matt og ekki sérlega hljóm-
mikið.
Píanóleikurinn var mun betri
þrátt fyrir að hafa verið heldur
sterkur á köflum; hann var tær
og öruggur, kraftmikill og lif-
andi; kannski örlítið hvass hér
og þar, en það gerði lítið til því
tónlistin varð bara öfgakenndari
fyrir vikið og þannig átti hún
ósjaldan að hljóma.
Í það heila voru þetta áhuga-
verðir tónleikar með heillandi
tónlist og þótt sellóleikurinn
hafi ekki verið fullkominn stóð
músíkin a.m.k. fyrir sínu.
Gyðingar í
Hafnarborg
TÓNLIST
Hafnarborg
Tónlist eftir Mendelssohn, Ornstein,
Ben-Haim og Stutschewsky í flutningi
Gunnhildar Höllu Guðmundsdóttur
sellóleikara og Julians Riems píanó-
leikara. Mánudagur 30. janúar.
Kammertónleikar
Jónas Sen