Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 18
F
átækt er ekki örlög,“
stendur á borða sem
nokkrar konur dreifa til
fólks á opnunarhátíð
World Social Forum
(WSF) í Bamako, höfuðborg Malí, í
V-Afríku. Ég tek við einum og bind
hann um handlegginn. Aðrir setja
hann um höfuðið eða jafnvel hálsinn.
WSF hófst með því að mörg þús-
und manns gengu fylktu liði í gegn-
um borgina og að íþróttaleikvangin-
um. Vegna seinagangs lenti ég
aðeins á eftir göngunni og þurfti að
hlaupa til að ná henni. Vinalegir lög-
reglumenn vísuðu mér veginn og
mér fannst hálfskondið að lögreglan,
sem er víst gjörspillt í Malí, skyldi
leggja sig fram við að koma vestræn-
um mótmælanda á réttan stað. Allt í
einu var ég komin inn í miðja þvögu
fólks frá ótal löndum og með mis-
munandi baráttumál. Þar var lita-
gleðin í fyrirrúmi og bros á hverju
andliti.
World Social Forum er nú haldið í
sjötta sinn og í þetta skipti á þremur
mismunandi stöðum í heiminum. Að
lokinni samkomunni í Bamako
gengu tugþúsundir fylktu liði um
götur Caracas í Venesúela og í mars
verða málefni Asíu meðal annars til
umræðu á WSF í Karachi í Pakistan.
WSF er samkoma grasrótarhreyf-
inga og félagasamtaka alls staðar að
úr heiminum þar sem áhrif hnatt-
væðingarinnar eru rædd í víðu sam-
hengi. Á samkomunni er engin ein
rödd og mikið tekist á þótt ætla megi
að flestir þátttakendur eigi það sam-
eiginlegt að styðja ekki hnattvæð-
ingu í núverandi mynd og þá sér-
staklega ekki þann hluta hennar sem
kenna má við kapítalisma.
Sölumenn nota tækifærið
Malí er eitt af tíu fátækustu ríkj-
um heims og heimsókn erlendra
gesta því mikilvæg fyrir efnahags-
lífið. Fjöldi smásölumanna leggur
leið sína til Bamako til að selja varn-
ing sinn. Konur úr litlum þorpum
selja þurrkað mangó og ungir strák-
ar selja malísk símakort og inneign.
Veitingatjöldum er komið upp þar
sem fjölskyldur elda tvo til þrjá rétti
og bjóða til sölu á vægu verði.
Fundir WSF skipta hundruðum
og eru haldnir á mismunandi stöðum
um borgina en á hverjum stað er eitt
þema til umræðu. Á meðan einn hóp-
ur ræðir hernaðaruppbyggingu og
stríð fer annar yfir stöðu afrískra
innflytjenda í Evrópu og á þriðja
staðnum veltir ungt fólk fyrir sér
grundvallaratriðum sanngjarnra
viðskiptahátta (fair trade). Fyrir
meðal Íslending takmarkast valið
samt allnokkuð þar sem margir
fundir fara einungis fram á frönsku
og bambara sem er talað af helmingi
Malíbúa. Víða er þó boðið upp á
enska þýðingu en hún er misgóð og
eiginlega ónothæf þegar hitnar í kol-
um og ræðumenn hækka róminn.
Sumir fundanna eru illa skipulagðir
og jafnvel svo að enginn mætir frá
samtökunum sem auglýstu hann.
Aðrir eru vel undirbúnir og umræð-
urnar eftir því.
Á fundi um stríð og frið eru ræðu-
menn frá Senegal, Belgíu, Tyrklandi
og Kúbu. Ég skil lítið í erindum á
spænsku og frönsku en hressist öll
þegar enskumælandi, tyrknesk kona
að nafni Eisha segir frá hópi sem
kallar sig World Tribunal on Iraq.
Þetta eru ekki eiginleg samtök held-
ur samskiptanet fólks sem starfar
hnattrænt og á það markmið helst að
kalla stríðsglæpamenn til ábyrgðar,
þar með talda George W. Bush og
Tony Blair fyrir innrásina í Írak.
Samskiptanetið lítur á sig sem ein-
hvers konar samviskukviðdóm með
áherslu á að leiða fram sögur fórn-
arlamba stríðs sem sjaldnast hafa
aðgang að samningaborðum þar sem
teknar eru ákvarðanir um stríð og
frið.
Að loknum fundinum skrölti ég
milli staða í einum grænu sendi-
ferðabílanna sem gegna hlutverki
strætisvagna í Bamako. Inni í honum
eru bekkir með fram veggjunum og
farið kostar 13 krónur. Klesst á milli
tveggja malískra kvenna með börn
velti ég fyrir mér hvort ég eigi að
taka áskorun Eishu um að hætta að
eiga viðskipti við fyrirtæki á borð við
Shell, KFC, Nestlé, Pepsi og
Kellogg’s sem eru sögð hafa hagnast
beint á stríðinu gegn Írak.
Femínískt gjafahagkerfi
Ég kem of seint á fund um gjafa-
hagkerfi – femínískan valkost við
kapítalisma. „Hnattvæðingin byggir
á gjöfum frá botni og upp á topp,“ er
það fyrsta sem ég heyri þegar ég
sest niður. Gjafahagkerfisfemínist-
arnir koma aðallega frá Vesturlönd-
um og ákváðu að kynna hugmyndir
sínar á World Social Forum. Þeir
gagnrýna markaðshagkerfið og
segja það leiða af sér stríð og yfirráð.
Hugmyndafræði þeirra er kerfi sem
byggir á gjöfum til að fullnægja
grunnþörfum, líkt og mæður veita
börnum sínum. Í dag sé það hins
vegar þannig að fátækasta fólkið
neyðist til að gefa fólkinu á toppnum
gjafir, t.d. með því að gefa vinnu
sína. Gjafirnar gangi sjaldnast frá
toppinum og niður. Að mati þeirra
sem tala á fundinum er kapítalismi
byggður á feðraveldi og afneitun á
mannlegum tengslum. Fundargestir
eru ekki mjög margir en fjölbreyttur
hópur, bæði konur og karlar, svört
og hvít.
Eftir fundinn forvitnast ég meira
um hugmyndir hópsins og konurnar
segja mér frá samfélagi án ríkis-
valds, byggðu á kvenlægum gildum.
„Ertu frá Íslandi?“ spyr austurrísk
kona. „Árið 1976 var ég í flugi til
New York. Við hliðina á mér í flug-
vélinni sat kona sem sagði mér að 24.
október 1975 hefðu íslenskar konur
lagt niður vinnu og farið í mótmæla-
göngu. Ég var svo heilluð að ég fór til
Íslands til að forvitnast um þetta.“
Ég brosi og segi henni frá endur-
tekningu viðburðarins 24. október
2005 og innan skamms eru fleiri kon-
ur farnar að veita þessu athygli.
„Ótrúlegt, 30 árum seinna fæ ég
fréttir af öðru kvennafríi Íslendinga
og það í Malí!“ segir austurríska vin-
kona mín hlæjandi. Finnsk kona
grípur inn í og segir að Ísland sé líka
„Fátækt er ekki örlög“
Tveimur af þremur heims-
samkomum félagshreyfinga,
World Social Forum er nú
lokið í Malí og Venesúela en
sú þriðja verður haldin í
Pakistan í mars. Halla Gunn-
arsdóttir fylgdist með gangi
mála í Bamako í Malí og
segir hér frá upplifun sinni.
Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir
Á opnunarhátíð World Social Forum var menningarleg dagskrá. Þessi maður klæddist sparifötum í tilefni dagsins.
Kona og karl takast í hendur fyrir utan aðalskrifstofu World Social Forum í Bamako. Konur frá gjörvallri Afríku lögðu leið sína til Bamako til að taka þátt í World Social Forum.
18 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ