Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
F
átt er notalegra en
sitja á vetrarkvöld-
um við lestur góðra
bóka. Ekki spillir að
hafa í leiðinni sam-
félag við gott fólk.
Leshringir eru því
skemmtilegt form
samvista. Einn elsti leshringur
landsins, Skallagrímur, á 55 ára af-
mæli um þessar mundir.
„Það var í janúar 1951 sem Páll
Líndal, fyrrverandi borgarlögmaður
og ráðuneytisstjóri, stakk upp á því
við nokkra bekkjarfélaga okkar úr
menntaskóla að þeir stofnuðu les-
hring.
Skallagrímur var stofnaður á út-
farardegi Páls Sveinssonar latínu-
og frönskukennara sem kenndi okk-
ur frönsku í tvo vetur,“ segir Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi forstöðu-
maður Árnastofnunar, sem er félagi
í umræddum lestrarklúbbi.
„Ég var í Kaupmannahöfn þegar
þetta gerðist, að vinna þar við hand-
ritarannsóknir og útgáfur. Þegar ég
kom heim frá Kaupmannahöfn
nokkru síðar hitti ég á förnum vegi
þá Björn Th. Björnsson og Svein
Kjartan Sveinsson, bekkjarbræður
mína, og þeir stungu upp á að ég
kæmi í leshringinn til þeirra. Þeir
vissu að ég hafði gaman af upplestri,
ég hafði lesið í útvarp og víðar. Ég
tók þessu ágæta tilboði og við hitt-
umst svo einu sinni í viku að kvöld-
lagi allan veturinn hver heima hjá
öðrum. Svo gekk þetta hringinn og
ekki vikið út frá röðinni nema sér-
staklega stæði á. Svona höfðum við
þetta um áratugaskeið.
Við hittumst lengst af eftir kvöld-
mat og lásum svona um tvo klukku-
tíma. Kaffi var drukkið í miðju kafi.
Það sáu húsmæðurnar um, en þær
voru ekki með í leshringnum. Það
þótti eðlilegt þá að karlarnir læsu
en konurnar sæju um kaffi og með-
læti. Svo kom að því eitt árið að við
karlarnir fórum að hugsa um lín-
urnar og þótti óþarfi að hafa svona
mikla kvöldmáltíð alltaf þegar les-
hringurinn hittist. Þá var ákveðið að
hafa bara eina jólaköku með kaffinu
– þetta var í gildi stuttan tíma – en
þá seig í sama horfið, konurnar réðu
ekki við rausnarskapinn,“ segir Jón-
as.
Blaðamaður situr í stofunni með
honum á heimili hans við Oddagötu
og þiggur veitingar Sigríðar Krist-
jánsdóttur konu hans, sem kemur
nokkrar ferðir inn í stofuna til að
bæta á meðlætið meðan á frásögn
Jónasar stendur. Það er því auðvelt
að skilja áhyggjur Jónasar og skóla-
félaga hans af líkamslínum sínum.
Félagar í Skallagrími
bekkjarfélagar úr MR
Jónas og aðrir félagar leshrings-
ins Skallagríms urðu stúdentar frá
MR 1943. Í þeim árgangi voru tólf
stúlkur.
„Engin stúlknanna fór í langt
framhaldsnám, – ein fór í hús-
mæðrakennaranám, Kristjana
Steingrímsdóttir, sem er nýlega lát-
in. Helga Valtýsdóttir varð frábær
og fræg leikkona en því miður lést
hún langt fyrir aldur fram. Allt voru
þetta bráðgáfaðar stúlkur,“ segir
Jónas.
„Við komum öll saman einu sinni
á ári og höfum gert frá útskrift okk-
ar,“ heldur Jónas áfram.
„Foringi okkar í þessum efnum
var lengst af Sveinn K. Sveinsson í
Völundi. Með honum í þessu var
m.a. Stefanía Guðnadóttir, sem
lengi var ritari hjá Pálma, rektor
MR, hún dó af slysförum fyrir
nokkrum árum, öllum harmdauði.
Eftir þessar bekkjarsamkomur,
þar sem við öll skólasystkinin kom-
um saman og kölluðum aðalfund, fór
að tíðkast að Björn Th. Björnsson
skrifaði nokkurs konar fundargerð
fundarins frá árinu á undan. Hann
skrifaði oft fundargerðina sama
daginn og næsti fundur var haldinn
og skáldaði nú mjög í eyðurnar.
Þetta voru gríðarlega skemmtilegar
fundargerðir og í kringum fimmtíu
ára afmælin okkar var þetta skrifað
upp og sett saman í bók sem ég á
einhvers staðar.
Við skólasystkinin höfum í áranna
rás verið eins og góður fóstur-
systkinahópur. Sum þeirra voru
saman í sex ár í menntaskólanum en
ég kom inn í þriðja bekk, var því
fjóra vetur í skóla með þeim. Þar
voru hnýtt sterk vináttubönd sem
hafa enst til þessa dags.“
Er bróðursonur Jónasar
frá Hriflu og ber nafn hans
Jónas kom norðan úr Þingeyjar-
sýslu til náms við Menntaskólann í
Reykjavík.
„Faðir minn var bóndi í Fremsta-
felli í Köldukinn. Það var ekki sjálf-
sagt þá að fátækir bóndasynir færu
til mennta. Ég fór í Laugaskóla
frekar ungur en það mun hafa verið
Áslaug systir mín ásamt manni sín-
um Sigurði Thorlacius, skólastjóra
Austurbæjarskóla, sem hvatti til og
studdi mig til menntaskólanáms.“
Jónas er bróðursonur Jónasar frá
Hriflu.
„Það er ábyggilegt að ég heiti í
höfuðið á honum, og þurfti stundum
að svara fyrir það,“ segir Jónas að-
spurður og brosir.
„Ég man að ég var einu sinni
heima hjá honum og Guðrúnu konu
hans á fyrsta menntaskólaári mínu
þegar hann sagði við mig: „Er nokk-
uð verið að tala um að þú komir úr
kviði hvalsins?“ Ég skildi undireins
hvað hann átti við og sagði að því
væri ekki að leyna.
„Hann lætur það náttúrlega sem
vind um eyru þjóta mamma,“ sagði
Jónas við konu sína, talandi óbeint
til mín. Ég gerði það. Lítið þýddi í
þá daga að vera halda uppi vörnum
fyrir Jónas frá Hriflu.
Um þetta leyti var verið að
þjarma að karlinum, þetta var í
miðjum listamannadeilunum sem
mikið var fjallað um. Ég fékk þá
sögu frá báðum hliðum, Sigurður
mágur minn var einn af stofnendum
Máls og menningar, skólabróðir og
félagi Kristins E. Andréssonar og
Halldórs Kiljans Laxness, sem voru
höfuðandstæðingar Jónasar í póli-
tíkinni á þessum árum.
Sigurður og Áslaug systir mín
settu mig sem sagt hér til bókar
þegar ég var á fimmtánda ári og ég
var hjá þeim meðan hann lifði og hjá
Áslaugu systur eftir lát hans, meðan
á námi mínu stóð.
Menntaskólinn í Reykjavík stóð
fyrir námskeiði sem einkum sóttu
fátækari börn bæjarins til undir-
búnings fyrir inntökupróf í þriðja
bekk skólans.
Sigurður kom mér inn á þetta
námskeið og ég tók próf inn í þriðja
bekk. Björn Th. Björnsson var á
þessu námskeiði með mér og við
urðum vinir og seinna sessunautar í
skólanum. Björn var mjög skemmti-
legur, það var fyrir það brennt að ég
tæki eftir í tímum eftir að ég fékk
hann sem sessunaut. Birni leiddist
skólinn fremur og las lítið en bjarg-
aði sér oft með ótrúlegum hætti.
Hann stóð nokkuð vel í málum, var
vel heima í þýsku, sem var hans
annað móðurmál, ensku lærði hann í
Bretavinnunni og dönsku lærði
hann af bókum – verra var með lat-
ínu og frönsku, þar voru einkunnir
hans ekki háar, en kjaftafögin svo-
nefndu las hann undir próf. Hann
var snjall. Ég man að Ólafur Hans-
son, sem kenndi okkur sögu, skellti
einu sinni á okkur skyndiprófi.
Björn dró miða með nafni Shake-
speares og hafði aldrei lesið staf-
krók eftir hann. Hann vissi þó hve-
nær hann var dáinn og eitthvað um
Elísabetu drottningu. En hann hafði
farið í bíó kvöldið áður og séð Róm-
eó og Júlíu. Þegar Björn hafði upp-
lýst hvenær Shakespeare var uppi
sagði hann að snilli hans væri best
skýrð með dæmi – og endursagði
svo bíómyndina og fékk ágætisein-
kunn hjá Ólafi.
Eftir stúdentspróf fór Björn til
náms erlendis en ég fór í íslensk
fræði, sem Sigurður Nordal nefndi
svo.
Kynntist konu sinni snemma á
æskuslóðunum í Köldukinn
Ég hafði haft áhuga á fornsög-
unum og lesið þær í heimahúsum,
það lá það orð á að þeir sem væru úr
sveitinni kynnu íslensku miklu bet-
ur en fólk á mölinni. Ég beitti þó
útilokunaraðferðinni við námsvalið.
Ég hefði viljað fara utan til náms en
þetta var í miðju stríði og af því sem
í boði var hentaði íslenskan mér
best. Að því stuðlaði ekki síst sam-
býlingur minn tvo síðustu vetur
mína í menntaskóla, Árni Kristjáns-
son, síðar íslenskukennari við
Menntaskólann á Akureyri. Hann
var við nám í íslensku við háskólann
þessa vetur, þess vegna hafði ég
mikil kynni af íslenskum fræðum og
deildinni, mér fannst næstum eins
og ég hefði verið þar því ég þekkti
þetta allt svo vel frá Árna. Ég var
gæfumaður að velja þessa braut.“
Blaðamaður vill nú vita hvort
Jónas og kona hans Sigríður hafi
verið bekkjarfélagar í menntaskóla
eða kannski samtíða í Kaupmanna-
höfn?
„Nei, ekki var það nú svo,“ svarar
Jónas.
„Hún var stúdent frá Akureyri en
ég úr Reykjavík. En við þekktumst
Heystakkurinn fundinn
– vantar nálina
Leshringir eru skemmtilegt
form á samvistum. Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi
forstöðumaður Árnastofn-
unar, segir hér Guðrúnu
Guðlaugsdóttur frá Skalla-
grími, leshring sem stofn-
aður var fyrir nær 55 árum,
og frá rannsóknum sínum á
Vínlandsslóðum, – í bland
við margt annað.
Morgunblaðið/Þorkell
F.v. Jónas Kristjánsson, Finnbogi Guðmundsson, Jóhannes Nordal, Bent Scheving Thorsteinsson og Björn Th. Björns-
son, félagar úr leshringnum Skallagrími.
Jónas Kristjánsson, fyrrum for-
stöðumaður Árnastofnunar.
F.v. neðri röð Hjálmar Ólafsson, Ólafur Stefánsson, Páll Líndal. Efri röð f.v. Bent Scheving Thorsteinsson, Sveinn Kjartan
Sveinsson, Jóhannes Nordal og Halldór Rafnar. Myndin er tekin skömmu áður en Jónas gekk í Skallagrím upp úr 1960.