Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VESTURBRÚN 10 - OPIÐ HÚS - Í DAG KL. 14-16 - FRÁBÆR STAÐSETNING Á EINUM BESTA STAÐ Í REYKJAVÍK - Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali Um er að ræða gott og sérstaklega vel staðsett hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr á þessum frábæra stað við Vesturbrún í Reykjavík. Húsið er í dag skráð sem tvær íbúðir en var áður einbýlishús. Kjallari er undir húsinu að hluta en hann er ekki í skráðum fermetrum hússins. Eignin selst í einu lagi. Húsið stendur á góðri 750 fm lóð og nýtur útsýnis til suðurs og vesturs. Töluverðar end- urbætur hafa verið gerðar á húsinu að utan á undanförnum misserum og má þar nefna nýlegt þak og klæðningu útveggja ásamt því að skipt hefur verið um gler og opnanleg fög. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson sölumaður í gsm 840 4049. www.thinghol t . is Súluhólar Góð 4ra herbergja íbúð á annari hæð í lítilli blokk ásamt bílskúr. Parket á gólfum og endurnýjað bað- herbergi. Mikið útsýni yfir Skálafell, Hengilinn og Bláfjöll. Ingibjörg sýnir s. 848-4616. Verð kr.19.4 millj. Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 Til sölu er jörðin Staðarhús í Borgarfirði. Jörðin er algróin, með fallegum birki- skógarásum og vötnum. Hesthús fyrir um 40 hross, reiðskemma, hringvöllur og sérlega góðar útreiðaleiðir. Tvö íbúðarhús staðsett á einum besta útsýnisstað í Borgarfirði, u.þ.b. klst. akstur frá Reykjavík. Frábær jörð fyrir náttúruunnendur og áhugafólk í hestamennsku, sem langar í góða aðstöðu á kyrrlátum og falleg- um stað stutt frá höfuðborginna. Nánari upplýsingar: FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hlíðarsmára 17, 201 Kópavogur s: 550 3000, www.fmeignir.is og fmeignir@fmeignir.is Staðarhús í Borgarbyggð Jörð sem býður uppá ýmsa möguleika! ÞESSARI spurningu hefur verið velt upp í kjölfar auglýsingar Sam- herja eftir starfsfólki til starfa í fisk- vinnslu félagsins á Dalvík. Í auglýs- ingunni voru boðin góð laun, þ.e. um 300.000 krónur á mánuði, sem og gott starfsumhverfi. Auglýsingin var birt í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sl. laug- ardag en hana, sem og nánari útlistun á vinnu- tíma og öðru, má sjá á heimasíðu Samherja, www.samherji.is . Langt yfir lág- markslaunum Ein af ástæðum þess að erfiðlega gengur að manna fisk- vinnsluna hér á landi í dag er sú ímynd sem störf í fiski hafa hér á landi. Það er lífseigur misskilningur – og mér liggur við að segja land- lægur – að lægstu laun í landinu séu greidd fyrir fiskvinnslustörf í landi. Það er langt frá öllum sanni. Meðal annars af þeirri ástæðu voru launa- tölur birtar í áðurnefndri auglýsingu. Þær, ásamt þeirri umræðu sem kom- ið hefur í kjölfarið, sýna svart á hvítu að fiskvinnslan í landinu er að borga langt yfir svokölluðum lágmarks- launum sem samið er um í almennum kjarasamningum. Aukin framleiðni – beggja hagur Ástæður þess að Samherji getur boðið þau laun sem auglýst voru eru þær að félagið hefur unnið markvisst að því að auka framleiðni í frystihúsi félagsins á Dalvík og hefur ávinn- ingnum af því verið skipt á milli starfsmanna og félagsins í góðri sátt við verkalýðsfélagið Eining-Iðju. Til marks um það vitna ég í ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju, á heimasíðu félagsins: „Þessi árangur er sambland af þeim samningum sem við höfum verið að gera við Samherja í sambandi við auka- launakerfi og tækni- væðingu þeirra. Fortíðarrödd verkalýðsforingja Það var hins vegar sláandi að hlusta á einn af forvígismönnum verkalýðshreyfing- arinnar í kvöldfréttum á mánudag lýsa ástand- inu í fiskvinnslu þannig að þar séu borguð lág laun og starfsfólk búi við lítið starfsöryggi. Þessi ummæli eru til þess eins fallin að sverta ímynd sjávarútvegsins og gera lítið úr störfum þeirra sem í fiskvinnslu starfa. Þau eru og til þess fallin að viðhalda þeirri gömlu mynd, sem enn lifir meðal þjóðarinnar, um lág laun og slæman aðbúnað fiskverkafólks. Það eru áratugir síðan auglýsingar sem þessi hljómuðu í Ríkisútvarpinu, þ.e.a.s. gömlu „Gufunni“: Vinna hefst hjá Ísbirninum klukkan eitt á morg- un.“ Síðan þá hafa fyrirtæki í sjávar- útvegi eflst og markaðsvitund og framleiðsluþekkingu fleygt fram. Samherji er dæmi um slíkt fyrirtæki þar sem mannauðurinn er metinn mikils og félagið tilbúið til að greiða vel fyrir vel unnin störf. Mikið starfsöryggi Hjá Samherja vinna á sjöunda hundrað manns og það er félaginu mikils virði að starfsfólkið búi við starfsöryggi til jafns við önnur stór- fyrirtæki í landinu. Við teljum að svo sé og getum í því sambandi aftur vitnað til ummæla Björns Snæ- björnssonar, formanns Einingar- Iðju, á heimasíðu verkalýðsfélagsins: „Ég veit að þessi laun eru betri en á flestum öðrum stöðum. Það sem skiptir líka máli er starfsöryggi. Bæði hjá Samherja og eins hjá ÚA er mikið starfsöryggi ...“. Við þetta má bæta þeirri staðreynd að frá því að Samherji kom að landvinnslu á Dal- vík árið 2000 hefur ekki fallið einn einasti dagur niður í vinnslu þar, ut- an hefðbundinna frídaga. Ástæðan er fyrst og fremst sú að vinnslan er hluti af fjárhagslega sterku fyr- irtæki, með metnað til að vera í fremst í röð í heiminum á sínu sviði. Allir starfsmenn með sömu réttindi Það sem líka vakti athygli varð- andi áðurnefnda auglýsingu Sam- herja er að hún er birt á fjórum tungumálum. Ástæðan er sú að við vitum að í landinu er mikið af mjög hæfu fólki af erlendu bergi brotið, sem er tilbúið til að vinna í fisk- vinnslu. Við vildum reyna að ná til þessa fólks auk þeirra fjölmörgu Ís- lendinga, sem ekki hafa gert sér grein fyrir góðum launum í fisk- vinnslu sökum fyrrnefndrar ímynd- ar. Samherji hefur EKKI samið við starfsmannaleigur um starfsfólk og allir starfsmenn Samherja njóta sömu réttinda og kveðið er á um í ís- lenskum kjarasamningum. Samherji hefur EKKI flutt inn starfsfólk frá útlöndum og þeir starfsmenn af er- lendu bergi, sem starfa hjá félaginu, hafa flestir verið það lengi hjá félag- inu að stór hluti þeirra er kominn með íslenskan ríkisborgararétt. Hinu má heldur ekki gleyma að í fiskvinnslum félagsins er langstærsti hluti starfsmanna Íslendingar og margir þeirra hafa starfað hjá félag- inu um langt árabil. Samkeppnishæfur sjávarútvegur Mér finnst tími til kominn að við Íslendingar endurskoðum hugarfar okkar til undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar að fornu og nýju. Sjávar- útvegur er enn þann dag í dag meg- inástæðan fyrir þeirri velmegun sem íslensk þjóð býr við og helsta upp- spretta gjaldeyristekna okkar. Setj- um fordómana til hliðar og fögnum því sem vel er gert. Það er fagnaðar- efni að íslenskur sjávarútvegur geti keppt í launum við fjölmargar aðrar starfsgreinar. Það gerir hann þrátt fyrir allt of hátt gengi íslensku krón- unnar og vaxandi samkeppni frá er- lendum þjóðum, sem greiða starfs- fólki í fiskvinnslu margfalt lægri laun en við gerum. Hvers vegna er erfitt að manna störf í fiskvinnslu? Gestur Geirsson fjallar um laun og starfsöryggi fiskvinnslufólks ’Það er lífseigur mis-skilningur – og mér ligg- ur við að segja landlægur – að lægstu laun í landinu séu greidd fyrir fisk- vinnslustörf í landi.‘ Gestur Geirsson Höfundur er framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja hf. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.