Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 41
upp á gátt að telja sig miðju al- heimsins, sem er eitt og alþekkt form minnimáttarkenndar. Roberto Matta Echaurren fædd- ist í Santiago 11.11. 1911, lést 23.11. 2002, svo talan 11 kemur víða við í lífi hans! Hann var allt í senn arki- tekt, málari og grafíklistamaður ásamt því að vinna einnig í högg- myndum, leirlist og við gerð skreyt- is á veggfóður, og einn þeirra miklu málara tuttugustu aldar sem löngu eru rótfastir í listasögunni. Að loknu námi í arkitektúr í Santiago 1931 vann hann um tveggja ára skeið, 1935–37, á teiknistofu Le Corbusiers í París en fann sig ekki í því umhverfi, aftur á móti komst hann fljótlega í kynni við ýmsa listamenn hjástefnunnar (súrreal- ismans) og féll glatt inn í hóp þeirra. Á ferð í Madrid 1936 hittir hann Federico Garcia Lorca og Pablo Neruda er kom honum í kynni við Salvador Dali og seinna- Andre Breton, forvígismann hjá- stefnunnar, sem bauð honum í sinn hóp 1937, og þá fóru hjólin að snú- ast. Næst er frá að herma að íMinotaure, málgagnihreyfingarinnar, birtist1938 tímamótandi ádeilu- grein eftir Matta með yfirskriftinni „Stærðfræði tilfinninganna – húsa- gerðarlist tímanna“, sem var mik- ilvæg viðbót við hina dirfskufullu stefnuskrá súrrealistanna. Þar kynnti hann hugmyndir sínar um listræna og kosmíska heimsmynd, með áherslu á lífrænan arkitektúr, þetta reyndist um leið ein fárra þýðingarmikilla ritgerða í þá veru á síðustu öld. Hann áleit að rýmið sem umlyki manninn skæri úr um sérhelgun hans á alheiminum, og gekk út frá að rými og arkitektúr væri holrúm með breytilegum formunum. Fyrstu myndir lista- mannsins voru tilraunir til að lýsa sálrænu ferli og leitaði hann þar í smiðju félaga síns Yves Tanguy. Árið 1939 hélt hann til Bandaríkj- anna og kynntist þá eldri kynslóð súrrealistanna, hreifst helst af Mar- cel Duchamp. Á ferðalagi í Mexíkó 1941 laðaðist hann einkum að hin- um dulmagnaða og skuggalega táknheimi mexíkóskrar listar og tók nú að mála það sem fékk heitið „Inscapes“, eins konar innra lands- lag með ólögulegu og svífandi and- rúmi, líffræðilegum breytilegum formunum í reikandi rými. Hið stóra málverk með furðulega titl- inum „Here Sir Fire, Eat“ frá 1942, í eigu MoMA í New York, var eitt hið fyrsta hvar fram kemur óend- anlegur heimur gagnsærra forma í liðskiptu rými með flataeiningum og fjarvídd sem innibera þróttmikla tjáningu. Þá ber að nefna hið fræga málverk „Hringiða ástarguðsins“ frá 1944, einnig málað í New York og sömuleiðis í safni MoMA, hvar óendanleikinn ríkir í óteljandi af- brigðum fjarvíddarrýmis, ásamt gegnumgangandi framþróunar- spennu og flatarmálslegri línuupp- byggingu. Loks leitaði hann fanga í tótemískum myndheimi Wilfredo Lam í málverkinu „Viska, samviska og þolinmæði glassins“, MoMA, New York. Frá 1942–1947 sýndi Matta næst- um árlega í listhúsi Pierre Matisse, New York, en 1947 söðlar hann yfir til Parísar og næstu árin taka við sýningar í París, Róm, London og New York, nú í hinu fræga núlista- húsi Sidney Janis. Þjóðlistasafnið í Santiago tók við sér 1954 og 1957 bauð MoMA til yfirlitssýningar sem innsiglaði alþjóðlega frægð lista- mannsins og verður ekki annað séð en að giska hratt hafi hann klifið metorðastigann. Matta kom fram með alveg nýtt og mjög auðugt myndmál, sambland af abstrakt, út- hverfu innsæi og hjástefnu þótt það væri byggt á eldri arfleifðum, hið sama gerði Wilfredo Lam en á sinn hátt. Að sjálfsögðu eru myndverk Matta á flestum mikilvægustu söfn- um heims. Þetta allt útlistað hér fyrir þá sök að þessir tveir málarar urðu miklir áhrifavaldar í list Guðmundar Er- rós og þá einkum Matta með fyrr- nefndum „Inscape“-verkum sínum. Inscape útleggst nokkurn veginn sem innhverft víðerni og telst þann- ig einn liður í úthverfu innsæi; ex- pressjónisma. En það skiptir engu máli hvaðan góð og gild áhrif koma, allir þrír teljast listamenn Parísar- skólans og markaðssettir sem slíkir á alþjóðavettvangi hvað sem öllu þjóðerni líður. Jafnframt mikilvægt að líta til þess að ferill þeirra skar- aðist í heimsborginni … Sá sem kemur næstur Matta að alþjóðlegri frægð er tvímælalaust ofurraunsæismálarinn Claudio Bravo sem er af yngri árgangi, f. 1936 í Valparaíso. Hann nam við Jesúítaskólann þar í borg áður en hann hélt til Madrid 1961, hvar hann varð uppnuminn af gömlu meisturunum, einkum Velasques, og hefur unnið í anda þeirra síðan. En á þeim tíma var abstrakt inni meðal hinna framsæknu og honum gekk erfiðlega að vekja athygli á verkum sínum og tók til bragðs að gera allt hvað hann gat til að fylgja höfuðstraumunum en hvernig sem hann rembdist skaut raunsæinu jafnaðarlega upp á myndfletinum. Framan af var Bravo kunnastur fyrir teikningar sínar en á því sviði haslaði hann sér er fram liðu stund- ir völl svo um munaði. Ólíkt flestum öðrum áhangendum ofurraunsæis styðst Bravo, að sagt er, ekki við ljósmyndir og hann sækir jafnt myndefni sín til hins trúarlega og háfleyga sem hversdagslega. Bravo kveðst raunar hata ljósmyndaraun- sæi í málverki, segir að sér hugnist góð ljósmynd mun frekar, og eftir að menn sögðu að málverk hans líktust ljósmyndum snerti hann ekki einu sinni við ljósmyndavélum. Þó er erfitt að ímynda sér að mál- arinn styðjist ekki við ljósmyndir að einhverju leyti en vissulega er um að ræða málara sem kann sitt fag til hlítar og borðleggjandi að styðj- ast við aðferðir málara sem uppi voru löngu áður en ljósmyndin kom til sögunnar. Ferill Bravos er næsta óvenjulegur, hann varð fljótt þekkt- ur fyrir einstaka færni sína og eftir að hann kynntist Carmencitu, dótt- ur Francos, margfölduðust verkefn- in, meira að segja Marcos, forseti Filippseyja, bauð honum til sín. Fékk nóg að gera í eyjaríkinu en þoldi svo ekki við fyrir ágangi fólks sem bankaði upp hjá honum og vildi að hann teiknaði sig. „Þegar maður vinnur í portrett verður maður að vera dálítið snobbaður: maður vinn- ur í snobbbisniss,“ og af þeirri manntegund fékk hann yfrið nóg fyrir framan málaratrönur sínar. Að því kom að Bravo festisér villu í Tangier afspænskum kaupmanni.Endurgerir hana eftir sínu höfði, það er að segja í anda málarafursta fortíðarinnar, eitthvað í líkingu við Salvador Dali. Deildi lengi eftir það árinu milli Tangier og New York þar sem hann komst á samning við Stampfli-listhúsið 1970, og síðan hefur leiðin legið upp á við, myndverk hans verið sýnd í mörgum þekktustu sýningarsölum heims og jafnframt ratað inn í hirslur og upp á veggi flestra þekktustu safna vestursins svo sem Metropolitan Museum of Art í New York og Miami, og MoMA í New York, Museum Ludwig í Köln, Mu- seum Boymans-van Beuningen í Rotterdam og mörg fleiri. Hér athyglisvert að frægðina hafa þessir tveir málarar sótt til út- landsins, sem minnir sterklega á listamenn fleiri einangraðra landa, til að mynda Íslands. Kann þó að verða úrelt fyrirbæri er fram líða stundir, í öllu falli ber ekki á öðru en að víðast séu menn sem aldrei fyrr að leitast við að rækta sinn garð. Stórþjóðirnar hafa sem fyrri daginn forustuna í þeirri tvíræðu heimsvæðingu, og kannski megnar það að opna augu einhverra. Heimslistin er nefnilega miklu meira en snobbbisniss … MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 41 1.990- Verð áður: 2.990- 4.990- Verð áður: 6.960- 14.980- Verð áður: 19.970- 1.990- Verð áður: 2.890- 990- Verð áður: 1.990- 1.990- Verð áður: 4.860- 2.990- Verð áður: 3.890- 11.740- Verð áður: 18.850- 1.875- Verð áður: 3.870- Úrval l jósa á frábæru verði! Allt að 70 afsláttur% ÚT SÖ LUL OK ! Opi ð la uga rda g fr á 11 -16 og sun nud ag f rá 1 3 -1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.