Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 39 húsi, eins og áður segir, svo sækja þurfti allt vatn í þvottahús sem var niðri við bryggju. Bjarnfríður fékk mann í eynni til að sækja það vatn sem notað var til heimilisnota fyrir barnaheimilið. Á kvöldin fóru börnin niður í þvottahúsið til að þvo sér fyrir svefninn. Fyrstu kvöldin fylgdi Bjarnfríður börnunum en síðan fóru þau ein. Eins var með baðferðir, en þær fóru fram í þvottahúsinu. Not- aður var bali sem var fylltur köldu vatni. Ekkert heitt vatn var í eynni. Börnin fóru hvert á eftir öðru í ískaldan balann og kvartaði enginn. Svefnaðstaða var þannig að börnin sváfu á dýnum í skólahúsinu en Bjarnfríður svaf í Ólafshúsi. Á hverj- um morgni gengu þau svo fylktu liði úr skólahúsinu í Ólafshús og þar beið þeirra morgunmatur. Í skýrslu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur fyrir árið 1938 kemur fram að nefndarmenn heimsóttu heimilið „og virtist fara vel um börn- in“. Að sögn einnar starfsstúlkunnar sem vann við matseld á heimilinu, og undirrituð hafði tal af, þótti henni sumir drengjanna fyrirferðarmiklir. Ekki var þó annað að sjá en börn- unum liði vel á heimilinu og ekki bar á heimþrá hjá þeim. Matur var eld- aður á kolaeldavél. Í hádeginu var heitur matur en grautur og brauð á kvöldin. Systurdóttir Bjarnfríðar, Guð- björg Sigurðardóttir, fór eitt sumar- ið í heimsókn til frænku sinnar út í eyju með móður sinni, Jóhönnu Ein- arsdóttur. Lagt var af stað frá gömlu steinbryggjunni í Reykjavíkurhöfn á árabát. Þau voru þrjú í bátnum; ræð- arinn, Guðbjörg og móðir hennar. Tvö atvik í ferðinni urðu til þess að Guðbjörg gleymir þessari sólar- hringsferð aldrei. Svo slysalega vildi til að á leiðinni missti Jóhanna brúna leðurhandtösku í sjóinn. Uppi varð fótur og fit í bátnum en með mikilli lagni tókst ræðaranum að veiða töskuna með árinni upp úr sjónum. Guðbjörg og móðir hennar gistu eina nótt í eynni. Um morguninn borðuðu þær mæðgur að sögn Guðbjargar ólystugan, hnausþykkan hafragraut með sultuslettu í miðjunni, en engin var mjólkin. Guðbjörg var ekki vön því að vera skikkuð til að borða það sem lagt var á borð en á barnaheim- ilinu í Viðey borðuðu allir það sem stóð til boða. Ekki man Guðbjörg hvort hún neyddist til að klára graut- inn sinn að lokum en þarna sat hún og starði ofan í skálina á meðan börn- in borðuðu grautinn með bestu lyst. Hugsjónamanneskjan Bjarnfríður Af framansögðu er ljóst að barna- heimilið sem Bjarnfríður rak í Viðey hefur verið um margt athyglisvert en þó eflaust í anda þess tíma sem það var starfrækt. Nægjusemi og skortur einkenndu daglegt líf fólks á þeim árum. Bjarnfríður hafði ákveðnar hugmyndir um uppeldis- mál en hún hafði unnið á barnaheim- ilinu Grænuborg um árabil sem og í Kaupmannahöfn við sama starfa. Þegar hún hóf starfsemi barnaheim- ilisins hafði hún sínar skoðanir á því hvernig hún vildi reka það án tillits til aðstæðna. Börnin áttu til að mynda að vera í góðum tengslum við náttúruna og skapa sér verkefni til leikja upp á eigin spýtur. Starfsemi barnaheimilisins líkist að mörgu leyti því leikskólaformi sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi og víðar. Áhersla er lögð á að börn skapi sér sjálf efnivið til leikja sem byggist á hugmyndaflugi þeirra. Reynt er að hafa umhverfið sem lát- lausast á leikskólanum svo áreiti frá umhvefinu verði sem minnst. Leik- föng eru fábreytt og allur búnaður leikskólans sömuleiðis. Leitast er við að auka tengslin við náttúruna, t.d. með skógar-, fjöru- og sveitaferðum. Aukin áhersla er einnig lögð á úti- veru og frjálsan leik á leikvöllum sem hvetja á börnin til eigin sköp- unar. Því vil ég að lokum, í anda Bjarn- fríðar, leggja til að Viðey fái að vera eins og hún er; friðsæl, ósnert nátt- úruperla í sjö mínútna fjarlægð frá skarkala borgarinnar. Þangað ætti að vera gott að hverfa með börn og leyfa þeim að kynnast friðsælu fjöru-, fugla- og sveitalífi. Vanmetum ekki náttúruna með því að halda að hana þurfi sífellt að betrumbæta. Að mínu mati eru það mikil forréttindi fyrir reykvísk börn að geta kynnst óspilltri náttúru án þess að þau þurfi að ferðast langar vegalengdir til þess. Með Viðey í túnfæti Reykjavík- ur er það mögulegt. Bjarnfríður Einarsdóttir lést 11. desember 1973 og er hún jarðsett í Mosfellskirkjugarði. Hún var barn- laus og ógift. Bjarnfríður EinarsdóttirÓlafshús þar sem barnaheimilið í Viðey var til húsa. Bjarnfríður með barnahóp í Viðey eða á Ásum í Gnúpverjahreppi. Höfundur er leikskólakennari og frænka Bjarnfríðar Einarsdóttur. Við gerð þessarar greinar var stuðst við eft- irtaldar heimildir: Friðrik Sigurbjörnsson (1965). Í sjó og sól í sumri. Morgunblaðið, 30. júlí 1965 Örvar B. Eiríksson. Viðey – sögustaður við Sund. Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn – Viðey og Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykja- víkur Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn presta og prófasta. Mosfell, Mosfellssveit BC10 Sókn- armannatal 1938–1949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.