Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 86
86 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára FUN WITH DICK AND JANE kl. 5.20, og 8 MEMOIRS OF A GEISHA kl. 10 CHEAPER BY THE DOZEN kl. 3.40 DRAUMALANDIÐ kl. 3.40 WALK THE LINE kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA ZATHURA FORSÝND kl. 1.50 m./íSL. tALI FUN WITH DICK AND JANE kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4 og 6 HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA DRAUMALANDIÐ kl. 2 B.I. 16 ÁRA F U N Vinsælasta myndin á Íslandi í dag! 6tilnefningar tilóSkarSverðlauna beSta tónliStin,John WilliamS Golden Globe verðlaun walk the line „Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá sér fara því myndin er auðgandi fyrir augun, eyrun og hjartað.“ V.J.V Topp5.is STórkoSTLEg VErðLaunamynd um æVi Johnny CaSh. nEW york FiLm CriTiCS´ CirCLE BoSTon SoCiETy oF FiLm CriTiCS SCrEEn aCTorS guiLd (Sag) naTionaL Board oF rEViEW BESTa mynd árSinS, BESTi LEikari og LEikkona árSinS Ein besta mynd ársins. magnaður leikur hjá Joaquin Phoenix og reese Witherspoon Fór beint á toppinn í bandaríkjunum! the fog eee Kvikmyndir.is eee Kvikmyndir.com eee Topp5.is eee Rolling Stone eeee Dóri DNA / DV eeee HJ / MBL BANDARÍSKI uppreisnarseggurinn Iggy Pop er væntanlegur hingað til lands með hljómsveit sinni Stooges og verða tónleik- arnir haldnir í Laugardalshöll miðvikudag- inn 3. maí. Óhætt er að segja að Iggy Pop, eða James Osterberg eins og hann heitir réttu nafni, sé ein áhrifamesta og illræmd- asta rokkstjarna áttunda áratugarins en Stooges stofnaði hann árið 1967 eftir að hafa upplifað Doors tónleika í Chicago stuttu áður. Iggy Stooge eins og hann kallaði sig upphaflega, vakti strax mikla athygli fyrir æðisgengna sviðsframkomu. Hann kom (og kemur) ávallt fram ber að ofan en í upphafi ferilsins makaði hann oft á tíðum steikarfitu og hnetusmjöri á beran líkamann auk þess sem hann átti það til að skera sig með glerbrotum og fleygja sér í óðan áhorfendaskarann. David Bowie Frægðarför Stooges varð þó aldrei merkileg og eftir nokkrar breiðskífur sem flestar vöktu litla athygli og enn minni áhuga gagnrýnenda, sökktu meðlimir sveitarinnar sér í feigðarfen eiturlyfja. Umræddar plötur hafa þó fengið uppreisn æru á seinni árum og vilja margir meina að fyrsta plata The Stooges sé ein besta plata rokksögunnar og að hún hafi markað ákveðin tímamót í tónlistarsögunni. Upp- tökum á síðustu plötu Stooges Raw Power var stjórnað af ekki ómerkari mönnum en David Bowie sem Iggy Pop kynntist árið 1972 þegar sá fyrrnefndi var á hátindi Ziggy Stardust tímabilsins. Bowie gerði það að takmarki sínu að endurreisa Stoo- ges við en platan reyndist of hrá og hruf- ótt fyrir almenning og svo fór að hún seld- ist illa. Gallharðir Stooges aðdáendur vilja þó meina að með þessum nýja hljóðheimi sem Bowie tókst að skapa með Stooges, hafi pönkið í raun fæðst. Bowie og Iggy Pop héldu vinskapnum við þrátt fyrir að sveitin legði upp laupana og árið 1977 kom fyrsta sóló-plata Iggy Pop, Lust for Life út en sú plata inniheldur trúlega þekktasta lag kappans, „The Passenger“. Sama ár kom svo önnur plata Iggy Pop út „The Idiot“ og inniheldur hún meðal annars lagið „China Girl“. Báðar plöturnar vöktu mikla athygli og lofsorð flestra gagnrýnenda en hlutur David Bowie í smíðum platnanna verður seint ofmetinn. Stuttu eftir að síðari platan kom út, ákvað Iggy Pop að slíta tónlistarleg tengsl við David Bowie og á árunum 1979– 1982 komu út fjórar plötur sem fengu misjafna dóma. Flestir eru þó á því að þær hafi elst ágætlega og vaxið í áliti hjá flestum gagn- rýnendum. Vinsæl enn í dag Núna, 40 árum eftir að Iggy Pop byrjaði feril sinn með The Stooges, hefur hann trúlega aldrei verið jafn vinsæll. Sífellt fleiri hljómsveitir nefna Iggy og Stooges sem sína helstu áhrifavalda en þar má nefna Nirvana, Soundgarden, Queens Of The Stone Age, The Hives, Green Day, The Ramones, The White Stripes og Nick Cave. Það hefur einnig þótt vinsælt að endurgera lög Stooges og jafn ólíkar sveit- ir og Slayer, Guns n’Roses, Duran Duran, Tom Jones og REM hafa tekið upp lög eftir sveitina. Það er RR sem stendur að komu Iggy Pop og Stooges. Miðasala og upphitunar- atriði verða tilkynnt síðar. Tónlist | Iggy Pop og Stooges leika í Laugardalshöllinni í byrjun maí Guðfaðir pönksins Einhvern veginn svona mun Iggy Pop koma aðdáendum sínum í Laugardals- höll fyrir sjónir. BANDARÍSKA söngkonan Kristin Hersh hefur löngun farið sínar eigin leiðir, leyft hjartanu að ráða og leiða sig hvert sem það vill. Hún sló í gegn aðeins átján ára gömul með hljómsveit sinni Throwing Muses fyrir rúmum tveimur áratugum, en sneri sér síðan að sólóferli sem byggst hefur að miklu leyti á lágstemmdri kassagítartónlist, hálfgerðum þjóðlagasöng. Rokkið togaði samt í hana og 2002 endurreisti hún Throwing Muses til að taka upp hráa og kraftmikla rokkskífu. Um líkt leyti stofnaði hún aðra hljómsveit raf- magnaða, 50 Foot Wave, sem hafði sem stofnskrá að spila á 100 tónleikum á ári og gefa út stuttskífu á níu mánaða fresti. Fyrsta stuttskífan, samnefnd sveitinni, kom út í maí 2004, en ekkert bólaði á annarri slíkri þar til breiðskífa kom út rúmum níu mánuðum síðar, í mars 2005. Allir sem vilja mega Í janúar sl. kom svo enn skífa, Free Mu- sic!, sem er, eins og nafnið bendir til, fáan- leg ókeypis á netinu. Á vefsetri sveitar- innar, www.50footwave.com, er að finna plötuna eins og hún leggur sig, fimm lög alls, og umslagið að auki sem sækja má og prenta út. Lögin eru ýmist á MP3-sniði eða FLAC, sem er þjöppun án gæðaskerð- ingar. Platan er gefin út með svonefndu Creat- ive Commons-leyfi sem felur það í sér að allir sem vilja mega sækja sér lögin og dreifa þeim til allra sem vilja heyra. Eins mega menn spila lögin opinberlega, flytja þau sjálfir og breyta þeim, en þá verður af- raksturinn að lúta sömu reglum. Óheimilt er að selja lögin. Tónlist | Ókeypis tónlist í boði á Netinu Mikið rokk fyrir lítið Ljósmyndari: Steve Gullick 50 Foot Wave býður öllum tónlist sína án endurgjalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.