Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 83 MENNING 895-8966 SÝNINGIN HEFUR VERIÐ FRAMLENGD Tíminn stefnir því miður aðeinsí eina átt og í vikunni sá égerlent fréttaskeyti þar sem skýrt var frá því að ein af æsku- hetjum mínum, kóreski listamað- urinn Nam June Paik, væri látinn á áttræðisaldri. Paik var heims- frægur listamaður sem fór alla tíð ótroðnar slóðir og var óumdeildur frumkvöðull í svonefndri vídeólist. Æskuhetju, segi ég, vegna þess að mér eru í barnsminni mikil læti sem urðu út af „tónleikum“ sem haldnir voru í Lindarbæ í maí árið 1965 á vegum samtakanna Musica Nova, sem höfðu það að markmiði að kynna nútímatónlist hér á landi. Ég var ekki hár í loftinu þegar þetta gerðist og fylgdist því ekki grannt með fréttaumfjöllun um málið. En á heimilið var keypt vikublaðið Fálk- inn og tæpum mánuði seinna birtist þar löng umfjöllun um þennan und- arlega listviðburð.    Af einhverjum ástæðum varð éghugfanginn af þessari umfjöll- un og þeim Paik og sellóleikaranum Charlotte Moorman, sem voru í helstu hlutverkum. Sennilega vakti það áhuga minn, að þarna var full- orðið fólk að sulla í vatni og gera ýmis skammarstrik sem okkur krökkunum hefði ekki einu sinni dottið í hug. Einnig var þessi ungi og alvörugefni Asíumaður nokkuð framandi og spennandi. Ég á þetta eintak Fálkans enn og hef stundum á liðnum áratugum rifjað frásögn blaðsins upp fyrir sjálfum mér eftir að hafa séð fréttir um listsigra Paiks í útlöndum. Lýs- ingin á tónleikunum, tilvitnanir í blaðaskrif og fjöldi mynda, sem birtist með greininni, eru líka af- skaplega skemmtileg og koma mér alltaf í gott skap. Í Fálkanum er frásögnin höfð eft- ir ónafngreindum áheyranda í Lind- arbæ. Hann lýsir því fyrst þegar hann kom í anddyri hússins þar sem Paik sat og stjórnaði mannhæð- arháu vélmenni, sem gaf frá sér tor- kennileg hljóð og sáldraði baunum á gólfið. Tónleikarnir hófust með því að eitthvert radíótæki fór í gang og sendi frá sér óþægilegan tón sem hélst drykklanga stund en dofnaði síðan smátt og smátt. Paik settist þá við píanó og lék samhengislausar nótur um hríð en stóð síðan upp og hneigði sig. Ekki kemur fram hvað verkið hét, en eitt verkanna á tón- leikunum mun hafa heitið Vögguv- ísa 4 við Kristmann Guðmundsson eftir Paik og var flutt þannig að gripið var niður í bókum Krist- manns og hver bókstafur kallaði á ákveðinn tón.    Næsta atriði var þannig, að Paikbað viðstadda að snerta hver annan í 10 mínútur. Á meðan sat Pa- ik við píanóið og studdi við og við á eina bassanótu „og heyrðust þá hláturstíst utan úr salnum,“ segir Fálkinn. Síðan bað Paik viðstadda að gefa frá sér hljóð eftir að hann hafði talið upp að þremur. Í fyrstu atrennu kom ekkert hljóð, í annarri atrennu hósti og ræskingar en í þriðju til- raun gáfu einhverjir frá sér óþol- inmæðiurg – og lauk þá þessum þætti. Nú birtist Charlotte Moorman á sviðinu og framdi ýmsar listir, svo sem að binda teygju um hálsinn á sellóinu, sprengja blöðru, sýna kvik- mynd og brjóta gler á fallegri lands- lagsmynd. Og þá kom hápunktur tónleik- anna: „Paik settist nú við píanóið og sló nokkrar nótur með löngum þögnum á milli – svo löngum að hann settist við og við út í sal hjá áhorfendum og í eitt skiptið fór hann fram á gang. Í næsta atriði tók Paik pappírsstranga og vatt ofan af honum, lagðist síðan á fjóra fætur og dýfði höfðinu ofan í fötu með blárri litarupplausn og málaði síðan renninginn með rennblautu höfð- inu. Að því loknu tók hann renning- inn, setti hann um herðar og háls, settist við píanóið og sló nokkrar nótur. Um leið og hann stóð upp leysti hann buxurnar niðrum sig svo skein í beran afturhlutann, settist síðan á stól framarlega á sviðinu og sneri afturendanum fram í sal – sit- ur þannig góða stund og mjakar sér hægt og hægt hálfhring í stólnum þar til hann snýr orðið að áhorf- endum, stendur upp, girðir sig og hneigir sig. Eftir þetta ókyrrðust áheyrendur og gengu sumir út,“ segir Fálkinn. Blaðið segir að ljósmyndarinn hafi ekki náð mynd af því þegar Paik sýndi á sér óæðri endann en teikning fylgir sem er sögð gerð samkvæmt lýsingu sjónarvotta. Paik átti eftir að busla meira í þvottabalanum og drekka vatn úr skó sínum og Moorman klifraði m.a. upp í stóra tunnu fulla af vatni og spilaði síðan rennvot á sellóið. „Undir lokin skeðu þau undur að þau slógu samstillta hljóma á píanó og celló.“ Gagnrýnendur íslensku blaðanna á þessum tíma voru alveg sammála um að þessir tónleikar hefðu verið hið mesta hneyksli. Morgunblaðið talaði um skrípalæti trúða, gagn- rýnandi Tímans birti umsögn undir fyrirsögninni Bossa-Nova og sagðist hefðu getað étið hattinn sinn upp á að Musica Nova ætti ekki eftir að standa fyrir strip-tease-sýningu. Gagnrýnandi Þjóðviljans sagði að eina atriðið, sem verulega var gam- an að á þessari hálfrar þriðju klukkustundar sýningu, hafi verið þegar Atli Heimir Sveinsson var að kjótla vatni yfir sviðið í ofurlítilli rauðri plastskjólu og hella í tunnuna sem kvenmaðurinn skyldi baða sig í. Þetta kunni skopskyn áhofenda að meta enda var þá óspart klappað.    Paik og Charlotte áttu raunar eft-ir að hneyksla áhorfendur víð- ar en á Íslandi og árið 1967 var Mo- orman handtekin eftir sýningu á Opera Sextronique eftir Paik og ákærð fyrir ósiðlega framkomu; hún var víst nokkuð fáklædd á svið- inu. Paik, sem var hámenntaður tónlistarmaður og listfræðingur, vildi með tónlistargjörningum sín- um hrista upp í viðteknum hefðum, bregða á leik með eðli tónlistar og annarrar listar og spila á skynfæri áhorfenda. Honum tókst að minnsta kosti að koma Íslendingum á óvart, þar á meðal stjórn Musica Nova, sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjöl- farið þar sem sagði: „Varðandi seinustu heimsókn (cellóleikkonu, Kóreumanns og gervikarls) vill stjórnin taka fram, a) að fólkið átti leið hér um, b) að það hefur komið fram á veg- um hliðstæðra samtaka í nágranna- löndunum, c) að blaðadómar lögðu áherzlu á hæfileika frk. Moorman til að túlka hina ágætustu samtímatónlist. Það ætti að vera óþarfi að benda á það, að háttalag seinustu „gesta“, þegar til kastanna kom, var alger- lega óskylt markmiði félagsins, nán- ar sagt ófyrirsjáanlegt slys. Markmið MUSICA NOVA er kynning á góðri samtímatónlist, með aðstoð hinna færustu fáanlegra túlkenda, innlendra og erlendra.“ Bossa-nova-takt- ur í þvottabala ’Blaðið segir að ljós-myndarinn hafi ekki náð mynd af því þegar Paik sýndi á sér óæðri endann en teikning fylgir sem er sögð gerð samkvæmt lýsingu sjónarvotta.‘ gummi@mbl.is AF LISTUM Guðmundur Hermannsson Mynd/Gestur Einarsson Gervikarlinn og Kóreumaðurinn. Þjóðminjasafnið/Gestur Einarsson Paik situr við píanóið rennblautur og útataður í froðu, tottandi snuð. Þjóðmynjasafnið/Gestur Einarsson Ungfrúin kemur úr baðinu, stóð undir þessari mynd í Fálkanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.