Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ A ndfætlingar okkar, Nýsjá- lendingar, hafa vakið heimsathygli á undan- förnum árum fyrir frá- bæra kvikmyndagerð. Sjálfsagt kemur Peter Jackson, höfundur Hringadróttinsþrenn- unnar, fyrst upp í hugann, en nafn Niki Caro er skammt undan. Myndin hennar Whale Ri- der (’02) er sannkölluð kvikmyndaperla, ein af þeim frumlegri og eftirminnilegri á síðari árum. Á dulmagnaðan hátt fléttar hún nú- tímann saman við fortíð og framtíð maoría, frumbyggja Nýja-Sjálands, og byggir fram- vinduna á og utan um forna þjóðsögn sem enn lifir á meðal þeirra. Söguhetjan er 12 ára stúlka, sonardóttir höfðingja ættbálksins, hún berst gegn fordómum og hefðum sem ríkt hafa hjá fólkinu hennar í garð kvenna. Myndin er því bæði stórbrotin alþjóðleg dæmisaga og mikilvægt innlegg í jafnréttis- baráttu kynjanna. Frá Nýja-Sjálandi til norðurríkjanna Kvikmyndahúsgestir biðu spenntir eftir næstu (og fimmtu) mynd Caro og kom ekki á óvart að fyrir valinu varð North Country, handrit Michaels Seitzmans, sem er lauslega byggt á Class Action: The Story of Lois Jen- sen and the Landmark Case That Changed Sexual Harassment Law, bók eftir Clöru Bingham. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um eitt frægasta sakamál síðari ára í vesturheimi og það fyrsta sinnar tegundar. Þar fór námuverkakonan Lois Jensen með sigur af hólmi í veigamiklu tímamótamáli, því fyrsta sem Bandaríkjakona höfðar á hendur karli fyrir kynferðislega áreitni. Í North Country er sögunni lítillega breytt og löguð að kvikmyndaforminu. Hún hefst á því er Josey Aimes (Charlize Theron), ný- skilin ung kona, kemur aftur á heimaslóðir í norðurhluta Minnesota, í leit að vel launaðri atvinnu. Hún er einstæð móðir með tvö börn á framfæri svo hún snýr sér þangað sem hæstra launa er von, í járnnámurnar. Þær hafa verið undirstöðuatvinnuvegur íbúanna um aldir, þar ríkir mikil samheldni og bróð- urþel, bæði á og utan hrikalegs vinnustað- arins, en eitt ljón liggur í vegi Aimes, og það er risavaxið: Svo lengi sem elstu menn muna hafa námurnar verið mannaðar körlum. Aimes er hvött til dáða af Glory (Frances McDormand), gamalli vinkonu og einni sára- fárra kvenna sem vinna í járngrýtinu. Aimes fær eitt erfiðasta og hættulegasta starfið, að sprengja járnið úr bergstáli námaveggjanna. Hún tekst á við erfiðleikana og hætturnar af meðfæddri harðfylgni en hún er ekki viðbúin síbylju linnulausra ónota og þess síaukna kynferðislega áreitis sem mætir henni frá hendi karlpeningsins, vinnufélaga hennar. Tímarnir eru erfiðir og karlarnir eru ekki par hrifnir af því að fá konur í samkeppnina um þau fáu störf sem losna á þeirra eigin aldagamla yfirráðasvæði. Annaðhvort verða kvensurnar að láta allt yfir sig ganga mögl- unarlaust eða hypja sig upp á yfirborðið. Þegar Aimes kvartar undan meðferðinni sem hún má þola af vinnufélögunum mætir hún algjörri mótstöðu. Ekki aðeins frá námu- mönnunum heldur öllu samfélaginu sem nú sem fyrr lokar eyrum og augum fyrir sann- leikanum. Þeirra á meðal fjölskylda hennar og vinir, sem óttast að umræðan komi aðeins róti á fastmótaðar hefðir og leiði einungis illt af sér. Aimes lætur engan bilbug á sér finna þótt fórnarkostnaðurinn hlaðist upp. Hún og hennar nánustu fá að súpa seyðið af ákvörð- unum þessarar viljasterku konu, sem spyrnir við fótum og ver sinn rétt þótt hún standi ein á móti öllum. Þegar öll sund virðast lokuð leitar hún á náðir lögfræðingastéttarinnar og fær loks til liðs við sig náunga að nafni Bill White (Woody Harrelson), sem sjálfur er fullur efasemda um málalokin. Fjórar konur Það er harla óvenjulegt að þrjár stór- leikkonur fái að láta ljós sitt skína í sömu myndinni, þar að auki komnar af tánings- árum, og undir leikstjórn fjórðu konunnar. North Country er fjarska vel mönnuð þar sem þær fara fremstar í flokki Theron, McDormand og Sissy Spacek, þrjár stórkost- legar leikkonur sem eiga það sameiginlegt að hafa hampað Óskarsverðlaununum. Tvær þeirra fengu síðan óskarsverðlaunatilnefn- ingu á dögunum fyrir frammistöðu sína í North Country; Theron fyrir bestan leik í að- alhlutverki og McDormand fyrir bestan leik í aukahlutverki. Charlize Theron er í innsta hring fram- úrskarandi leikkvenna samtímans og hefur náð því marki með því að þora, þó svo að glæsilegt útlitið eitt hefði tryggt henni frægð og frama. Hún hefur leikið hin óskyldustu hlutverk, frá hefðarkonum af suðurríkjaaðli til verkakvenna í New York, og margsannað að hún er annað og meira en enn eitt fríð- leikssnjáldrið í kvikmyndaheiminum. Þessi hæfileikakona hóf ferilinn sem sýningar- stúlka í heimalandinu, Suður-Afríku, áður en hún hélt til Bandaríkjanna sem dansari hjá Joffrey-dansflokknum. Þrátt fyrir mikinn stjörnufans vakti Theron verðskuldaða athygli í fyrsta kvik- myndahlutverkinu á ferlinum, lék vinkonu James Spaders í 2 Days in the Valley. Hún er einnig minnisstæð sem hin föngulega eig- inkona ungs og upprennandi lögfræðings (Keanu Reeves) sem lendir í klónum á sjálf- um myrkrahöfðingjanum (Al Pacino) í The Devil’s Advocate. Leikkonan færði sig upp á skaftið í Cele- brity (’98), mynd Woodys Allens um mann- lífið í New York. Allen gaf henni gott hlut- verk og Theron gerði engin mistök og „stal“ myndinni, sem var, að hætti leikstjórans, skipuð úrvalsleikurum. Af öðrum mikil- vægum hlutverkum Theron næstu árin má nefna Mighty Joe Young, The Cider House Rules, Men of Honour og Curse of the Jade Scorpion, önnur mynd gerð af Allen. Theron hefur verið afkastamikil frá upp- hafi og margar myndir frá þessum fyrstu ár- um hennar gerðu ekki mikið fyrir leikkon- una; The Astronaut’s Wife (’99), The Legend of Bagger Vance (’00), Reindeer Games (’00), The Yards (’00) og Sweet November (’01) mörkuðu lítil spor í kvikmyndasöguna. Eftir Waking Up in Reno (’02) og The Italian Job (’03) var komið að Monster (’03), myndinni sem færði Theron Óskars- verðlaunin og virðingu þeirra sem máli skipta í kvikmyndaheiminum. Leikkonan er nánast óþekkjanleg úr fyrri myndum, í hlut- verki samkynhneigðrar gleðikonu og fjölda- morðingja sem drap mann og annan í Flór- ídaríki á árunum í kringum 1990. Konan, Aileen Wuornos, sem verður minnst sem einnar þeirra fyrstu sem urðu raðmorðingjar í litríkri glæpasögu Bandaríkjanna, varð um- ræddasta persónan á þessum tíma, sann- kölluð „ófreskja“, eins og nafnið bendir til. Theron, sem bæði fitaði sig og naut frábærr- ar förðunarvinnu til að líkjast heldur skugga- legri konunni sem mest, ávinnur engu að síð- ur samúð með ógæfusamri manneskju sem var fórnarlamb heimilisofbeldis, sifjaspella á unga aldri og gerðist vændiskona aðeins 13 ára gömul. Persónan sem Theron skapar nístir hjartað, hún og mótleikari hennar, Christina Ricci, skapa eitthvert brjóst- umkennanlegasta og daprasta par kvik- myndanna. Theron var einn af ljósu punktunum í The Life and Times of Peter Sellers (’05), þar sem hún leikur sænska smástirnið Britt Ek- land, og hlaut að launum SAG-, Emmy- og Golden Globe-tilnefningar. Næst sjáum við Theron í Aeon Flux (’05), en um þessar mundir er hún að hefja leik í The Brazilian Job, þar sem hún vinnur undir stjórn F. Gary Gray, sem leikstýrði Monster. Frances McDormand er bíógestum vel kunn, ekki síst úr nokkrum bestu myndum eiginmannsins, Joels Coens. Hún er viður- kennd sem ein í fremstu röð kvikmyndaleik- ara samtímans, ekki síst fyrir óskarsverð- launaða frammistöðu sína í klassíkinni Fargo. McDormand hefur leikið til viðbótar í Coenmyndunum Blood Simple, Raising Ari- zona og The Man Who Wasn’t There. Leik- konan hefur einnig gert garðinn frægan í Al- most Famous (’00) sem færði henni fjölda verðlaunatilnefninga; Lone Star (’96), snilld- arverki Johns Sayles, og hún er ógleymanleg sem truntan í Short Cuts (’93) eftir Altman. Leikkonan er eftirlæti fleiri afbragðsleik- stjóra því Sam Raimi valdi hana í aðalkven- hlutverk Darkman (’90). Hún leikur eina konuna í stríðsfangabúðum Japana í Para- dise Road (’97) eftir Bruce Beresford; John Boorman leikstýrir henni í Beyond Rangoon (’95), en hvað eftirminnilegust er hún í Miss- issippi Burning (’88), marglofuðu suður- ríkjadrama Alans Parkers, og þá er fátt eitt talið. Langur og litríkur ferlill Sissy Spacek er þriðja stórleikkonan sem kemur við sögu North Country. Hún hefur fengið Óskarsverðlaunin, fimm óskarstilnefn- ingar til viðbótar og þrenn Golden Globe- verðlaun, svo eitthvað sé nefnt. Spacek á langan og litríkan feril, sem hófst með stórvirkinu Badlands (’73) eftir Terrence Malick. Fyrstu óskarsverðlaunatilnefninguna hlaut hún fyrir leik í titilhlutverki hrollvekj- unnar Carrie (’76) eftir Brian De Palma og hún hefur sannarlega unnið marga sigra síð- ustu þrjátíu árin. Árið 1980 vann leikkonan fjölda verðlauna, þeirra á meðal Óskar og Golden Globe fyrir óaðfinnanlegan leik sem söngkonan Loretta Lynn í The Coal Miner’s Daughter. Spacek lét ekki þar við sitja og hlaut óskarstilnefningu þegar árið eftir fyrir magnaða túlkun í The Raggedy Man, undir leikstjórn eiginmannsins, Jacks Fisks. Þriðju Óskars- og Golden Globe-tilnefningarnar komu ári síðar, að þessu sinni fyrir hlutverk konu sem heldur ásamt tengdaföður sínum til ónefnds Suður-Ameríkuríkis í leit að manni sínum, sem er „týndur“ – Missing. Árið 1987 fékk Spacek einróma lof fyrir yndislegan leik í Crimes of the Heart, og hlaut m.a. að launum Golden Globe; enn fremur hin eftirsóttu verðlaun Samtaka gagnrýnenda í New York, auk mýgrúts til- nefninga. Síðast hlaut hún óskarstilnefningu fyrir nístandi túlkun á móður sem syrgir myrtan son sinn í In the Bedroom (’01). Í North Country leikur Spacek móður sögu- hetjunnar. Sem fyrr segir beindi Whale Rider sjónum umheimsins að nýsjálenska leikstjórann Niki Caro. Hún er tvímælalaust með þeim eft- irtektarverðustu í þröngum en sívaxandi hópi kvenna í leikstjórastóli í dag. Hún var þrítug þegar Memory and Desire, frumraunin henn- ar, var heiðruð á Cannes árið 1998. Áður hafði hún verið kjörin besta mynd ársins í heimalandinu. Caro, sem er vel menntuð í sínum fræðum frá Swinburne-kvikmynda- skólanum í Melbourne, hefur einnig hlotið mikið lof fyrir stuttmyndagerð og sjónvarps- þætti. Norðlenska námuverkakonan Nýjasta mynd Niki Caro, leikstjóra Whale Rider, nefnist North Country, rómað verk um kröpp kjör, kvenréttindabaráttu og kynferðislega áreitni í karla- veldinu, járngrýtisnámunum í norðurhluta Minnesota. Sæbjörn Valdimarsson fjallar um myndina og konurnar fjórar sem eru í aðalhlutverkum aftan sem framan við tökuvélarnar. Tvær þeirra hlutu Óskarsverðlaunatilnefningu í vikunni en myndin verður frumsýnd hérlendis á föstudag. Charlize Theron og Frances McDormand í karlaveldinu, járngrýtis- námunum. Glory (McDormand) ræðir við lögfræðinginn White sem leik- inn er af Woody Harrelson. saebjorn@heimsnet.is Bobby Sharp (Jeremy Renner), gamall skólabróðir Josey, er fremstur í flokki þeirra sem áreita hana í námunum. Renner fer með hlutverk Freds í A Little Trip to Heaven. Annaðhvort verða kvensurnar að láta allt yfir sig ganga möglunarlaust eða hypja sig upp á yfirborðið. Josey Aimes (Charlize Theron) er ung og ein- stæð tveggja barna móðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.