Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Venjulega hanga föt á snúrum íhúsagörðum, en Bjarnarhöfn áSnæfellsnesi er enginn venjulegurstaður – þar hanga hákarlar. Þeirsem leita uppi slíkan stað fara berserkjagötu og varla heiglum hent að kom- ast þá þúsund ára gömlu leið. Flestir kjósa því að fara þjóðveginn. Í nær blindu hríðarkófi fyrstu helgi þorra er nær ómögulegt að greina afleggjarann af veg- inum í Bjarnarhöfn. Eina úrræðið er að beygja út af veginum í átt að gulum stikum og stráum sem standa upp úr snjónum. Það sem þó sést af landslaginu er stórbrotið, tröllkarlar og -kerlingar bograndi um hraunið og risaeðlur nýflognar úr hreiðrum sínum; þannig getur myndbirting náttúrunnar orðið þegar snjór sest í skurnina. Bjarnarhafnarfjall gnæfir hátt yfir bænum; draugaskip í snjómistrinu. Og skipsflautan gnauðar í vindinum. Hjallarnir standa ofan við bæinn og hákarl- ar hanga í bitunum. Freistandi að álykta að þeir glefsi í þá sem hætta sér of nærri. Hildi- brandur mundar hnífinn og Guðjón sonur hans lýsir hjallana með traktorsljósunum, því það þarf að taka mynd í rökkrinu. – Ætlarðu að fá þér annan bita? spyr Ragn- ar Axelsson ljósmyndari. – Er þetta ekki nóg? spyr Hildibrandur for- viða. Það er drjúgur næringarforði í einum bita af hákarli. Því er vel lýst í vísu Jóns Einarssonar frá Akranesi: Þegar dvínar dugur minn dável reynst þá hefur; Bjarnarhafnar hákarlinn hann mér þróttinn gefur. Hákarl á borðum og hákarlalýsi í dunki. Og við erum enn í fordyrinu – ekki komnir inn á hákarlasafnið. Veitingar eru reiddar fram utan helgidómsins. Á safninu er margt áhugavert; það er fyrst og fremst vitnisburður um daglegt líf fjöl- skyldu sem sækir hákarl og fisk í hafið, s.s. fyrsti kompásinn og allir kompásar síðan, sex- æringurinn Síldin sem smíðaður var með Bol- víkurlaginu, minnst 140 ára gamall, og það sem Hildibrandur réttir blaðamanni. – Hann er hrjúfur þessi, segir hann bros- andi. Blaðamaður kinkar kolli, finnur vel áferðina. – Stundum fáum við karl, bætir Hildibrand- ur við og kímir. Hákarlar eru ólíkindatól og Hildibrandur sver sig í ætt við þá. Svipmótið hvasst eins og á hákarli. Og auðvitað er H upphafsstafur í nafn- inu, H-karl. Hildibrandur fór fyrst á hákarla- veiðar tólf ára með föður sínum. – Ég kann nú ekkert við að vera að tala um það, segir hann. Maður var farinn að róa með honum á línu og færi áður og þetta var ekkert öðruvísi. – En spennandi fyrir tólf ára pjakk? – Spennandi, játar Hildibrandur. Hann ólst upp í Asparvík á Ströndumog hef- ur heyrt að þar hafi fyrst verið verkaður há- karl til manneldis á Íslandi. Hákarlinn var veiddur og látinn liggja í fjörunni, síðan var hann skorinn og hengdur upp. Þá var hann bú- inn að kæsast af sjálfu sér í fjörunni. – Sól má helst ekki skína á hákarlinn, en þá voru engar yfirbreiðslur eða hús til að kæsa hann í, segir Hildibrandur. Einhvern veginn hefur fólkið í Asparvík fundið út að hákarlinn var ekki eitraður eftir að hafa legið nokkurn tíma í fjörunni. Enda erfiðir tímar og fólk varð að nýta allt sem það gat sótt sér til matar. – Hagur fjölskyldunnar batnaði þegar afi fluttist með barnahópinn í Asparvíkina, segir Hildibrandur. Sjórinn gaf af sér. Til er saga af því þegar Bjarni faðir minn, þá níu ára, og Jó- hannes bróðir hans, lítið eitt eldri, fóru á færi með afa. Þegar komið var út á eyjagrunninn fengu þeir lúðu. Afi festi færin saman til að gefa þau út og lúðan dró bátinn langa leið. Þeir voru við árar bræðurnir og reru í land þegar hún fór að þreytast. Það mátti aldrei taka fast í færið, varð alltaf að gefa eftir, – þeir voru lengi í land. Svo þegar í fjöruna kom, þá stökk afi í sjóinn og tók undir börðin á lúðunni áður en hún náði landi. Lúðan var 120 kíló og þótti svo mikill fengur að fólk dreif að af næstu bæjum; allir fengu bita af svo stórri lúðu. En mikið voru þeir þreyttir drengirnir sem höfðu róið sleitu- laust í marga klukkutíma. Foreldrar Hildibrands flytja með tíu börn til Bjarnarhafnar árið 1951 og eignast eitt barn þar. Og hákarlinn fylgdi með. – Faðir minn veiddi aldrei hákarl hér, en hefðin fylgdi honum norðan af Ströndum. Þeg- ar nýsköpunartogararnir komu til sögunnar upp úr 1960 varð nóg rými til að geyma þá um borð. Þá var leitað til föður míns, því vitað var að hann kunni til verka. Þannig hófst hákarla- verkun í Bjarnarhöfn. Og nú eins og áður stendur fjölskyldan saman að verkuninni. Talað er um að hákarlar verði 120 til 130 ára gamlir að lágmarki og veikist aldrei. Það hefur verið tengt magasýrum, sem þeir framleiði margfalt hraðar en mannfólkið, og muni þess vegna stillandi fyrir magann að neyta hákarls. – Veikist þið nokkurn tíma? – Aldrei, segir Guðjón. – Ég hef fengið gallstein og svoleiðis kvilla, en við fáum ekki kvef eða flensu, segir Hildi- brandur í fúlustu alvöru. Það er bara ekki í minni manns. Börnin mín muna varla eftir því að hafa orðið misdægurt, að fallið hafi úr dag- ur hjá þeim í vinnu eða skóla vegna flensu sem er að ganga. – Hvernig neytið þið hákarlsins? – Við erum alltaf að vinna við hann og smakka hann. Þess vegna er nóg að við séum með hann í verkuninni en ekki inni í húsi. Þorravertíðinni er að mestu lokið, flestar pantanir fyrir fyrstu helgi í þorra. Hildibrand- ur segist hafa heyrt í útvarpi að á þorranum léti fólk allt mögulegt ofan í sig, s.s. súrmat, saltkjöt, svið og áfengi, sem síðan bólstraði í maganum. Þá væri það hákarlinn sem bryti það niður, þannig að fólki yrði síður illt. Enda tækju margir hákarl með sér til útlanda til að verða ekki magaveikir. – Eykur hákarlinn frjósemi? – Það ætla ég ekki að segja, svarar Hildi- brandur og hlær. En hann dregur ekki úr henni! Ég heyrði í manni sem fékk flösku af lýsi hjá mér. Hann fékk sér of mikið í staupinu eitt kvöldið og fékk sér góðan slurk af lýsi þeg- ar heim kom til að forðast timburmenn. Hon- um varð að ósk sinni, en annað skeði. Sama hvað hann reyndi um nóttina, þá linaðist hann aldrei! Til eru ótal sögur sem kviknað hafa í kring- um þennan orkuríka drykk. Og auðvitað varð það umræðuefnið þegar hjónaklúbbur kom í Bjarnarhöfn. – Þá var ærslast mikið með hákarlalýsið, hvað það væri orkuríkt. Um kvöldið gisti hjónaklúbburinn síðan í Laugagerði og sváfu allir í einni stórri stofu. En þegar allt var kom- ið í kyrrð og ró, þá gall í einum: Átti að taka þetta inn eða átti að bera á hann? Við heyrðum söguna frá bílstjóranum þegar hann kom hing- að ári síðar og fylgdi sögunni að langur tími hefði liðið áður en allt varð hljótt á ný. Í námunda við bæinn er merkileg timb- urkirkja frá árinu 1857. Hún er ein af fáum svokölluðum bændakirkjum sem eftir eru í landinu. Og Hildibrandur setur það ekki fyrir sig að hún sé lítil. – Þröngt mega sáttir sitja, segir hann. Þar er aðeins tvennt bannað. Það er að tala um pólitík og að tala um trúmál. Ég held það fari þó út um þúfur stundum, bætir hann við og hlær. Á meðal þess sem kirkjunni hefur áskotnast í gegnum tíðina er predikunarstóll frá 1694 með myndum af guðspjallamönnunum, þrjú hundruð ára kertastjakar, oblátudós úr gulli, hvítagulli og silfri frá 1829 og merk altaristafla sem fyrst er getið í annálum árið 1640. Hol- lenskir kaupmenn sem lentu í sjávarháska úti fyrir Breiðafirði hétu því að gefa kirkjunni fal- lega gjöf ef þeir björguðust. Og efndu heit sitt með þessari altaristöflu úr skóla Rembrandts. Augu Krists fylgja gestum eftir hvar sem þeir eru staddir í kirkjunni. – Sjón er sögu ríkari, segir Hildibrandur. Margir sem koma í kirkjuna upplifa létti á sínu hjarta. Ég hef jafnvel heyrt þá taka andköf. Hingað kom kardínáli frá Róm sem sagði þetta mesta helgidóm sem hann hefði komið í. Og sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína í Bjarnarhöfn. – Hvað eru þeir forvitnastir um? – Hákarlinn. – Séríslenskur siður? – Já, þekkist hvergi annars staðar. Enda finnst þeim afar forvitnilegt að smakka. – Og smakka allir? – Já, þetta er ekki þannig að þeir spýti há- karlinum út úr sér. Það er frekar að Íslend- ingar geri það. Annaðhvort finnst Íslendingum hákarl góður eða þeir smakka hann ekki. Ef til vill þarf íslenska súrrealista til að meta hákarlinn. Enda ólíkindatól. Í bókinni ég man ekki eitthvað um skýin eftir Sjón er hend- ingin: hákarl syndir frá augabrún yfir kinnbein inn í munn að gleypa smáfiska sem bragðast eins og eldur gráðugt hádegið eltir hann inn í höfuðið Viðmanninnmælt Pétur Blöndal ræðir við Hildibrand Bjarnason Morgunblaðið/RAX HILIDIBRANDUR BJARNASON HÁKARLAVERKANDI „Kardínáli frá Róm sagði þetta mesta helgidóm sem hann hefði komið í“. Enginn fær flensu í Bjarnarhöfn ’Það er til lítils að kenna öðrum umhvernig komið er, raunveruleikinn er að starfsmenn leikskólanna flykkjast á brott í betur launuð störf.‘Guðríður Arnardóttir í grein í Morgunblaðinu um leikskólamál í Kópavogi. ’Það var ekki markmið okkar aðsæra trúarvitund nokkurs manns.‘Carsten Juste , aðalritstjóri Jyllands-Posten, um teikningar af spámanninum Múhameð sem valdið hafa miklu róti. ’Fari tjáningarfrelsið til fjandans.‘Áletrun á mótmælaspjaldi, sem haldið var á lofti fyrir utan danska sendiráðið í London. ’Þeir fullyrða það við okkur og við höf-um aldrei dregið það í efa, að þeir ætli sér að standa við samninginn frá 1951. Þeir hafa hins vegar aðrar hugmyndir en við um hvernig hægt sé að gera það.‘Geir H. Haarde utanríkisráðherra átti fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í Washington á fimmtudag og eru efnislegar viðræður um varnarsamninginn nú hafnar af fullum þunga á ný. ’Það hefur ýmislegt gengið á eins oggengur og gerist í prófkjörsbaráttu en mér finnst að þessi niðurstaða sé býsna skýr.‘Björn Ingi Hrafnsson , eftir að ljóst var að hann bar sigur út býtum í prófkjöri Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor. ’Að óbreyttu er ég því að hætta með liðið.‘Viggó Sigurðsson , þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, sagði í við- tali við Morgunblaðið að hann hefði sagt upp samningi sínum við Hand- knattleikssamband Íslands fyrir áramót og myndi að óbreyttu hætta með liðið 1. apríl. ’Því mun erfitt að mótmæla aðmeð ofantöldum bókum hafi ég lagt meira af mörkum til al- mennrar kynningar á Íslandi erlendis en nokkur annar ein- staklingur fyrr og síðar.‘Sigurður A. Magnússon rithöfundur í grein undir heitinu Reynslusögur af rit- vellinum í Lesbók Morgunblaðsins. Hann tók fram að þar undanskildi hann kynn- ingu á landi og þjóð í þýddum skáldverk- um. ’Það er nefnilega ekkert sjálf-sagt við það að lifa, vera til. Það er ábyrgðarhluti.‘Jón Kalman Stefánsson í þakkarræðu þegar hann hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin 2005 í flokki fagurbókmennta. Með þessum orðum var hann að vísa til þess að Íslendingar ættu að mótmæla framgöngu Bandaríkjamanna og hafa áhrif á íslensk stjórnvöld. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.