Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 57 UMRÆÐAN NÝLEGA kom inn um bréfalúguna hjá mér bréf frá SÁÁ og Íslenskri erfðagreiningu þar sem ég var beðinn að taka þátt í rann- sókn sem miðaði að því að finna gen sem valda áfeng- issýki svo finna megi lækningu við þeim kvilla. Ég hef áður feng- ið beiðni frá ÍE um að taka þátt í rann- sóknum á erfðum líkamlegra kvilla og hef ég gert það með glöðu geði. Nú bar hins vegar svo við að ég fann fyrir einhverri mótspyrnu gegn því að taka þátt í þessari tilteknu rannsókn og þegar haft var samband við mig símleiðis stuttu síðar til að ítreka beiðnina svaraði ég því til að ég hefði ekki áhuga á þátttöku í verkefn- inu þar sem það samræmdist ekki skoðunum mínum og að mér fyndist illa farið með fjármuni að verja þeim í þessa rannsókn þar sem ég teldi hana gagnslausa. Þó hef ég fengið dálitla bakþanka vegna þess að vissulega gæti verið gagn í því ef rannsakendur kæmust að þessari sömu niðurstöðu. Ég tel nefnilega að það sé álíka gagnslaust að leita að skýringum á áfengissýki með því að rýna í gena- uppbyggingu manna og að reyna að finna ástæðu fyrir því af hverju ein- hver ók yfir klesstu bjórdósina sem lá á götunni hér fyrir utan með því að setja hana undir smásjá og skoða í þaula. Carl Jung talaði um arfgenga dul- vitund sem hægt vaxandi myndbirt- ingu uppsafnaðrar reynslu mann- kyns og hann trúði því að hún flyttist milli kynslóða með erfðaefnum. Eins konar líffæri sálarinnar. Þetta hljóm- ar skynsamlega í mínum eyrum. Þó held ég að það sé frekar langsótt að ætla sér að finna orsakir fyrir áráttu- kenndri hegðun manna með því að rannsaka DNA-byggingu þeirra. Hvað þá að breyta henni. Nýlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að genin í okkur stýri ekki hegðun okkar heldur að hegðun okkar og viðhorf, hvort sem þau eru sönn eða fölsk, í bland við umhverfi, hafi áhrif á virkni gena okkar og hvernig frumur vinna úr skilaboðum. Sem sé að umhverfi okk- ar, viðhorf og hegðun stýri að miklu leyti heilbrigði okkar. Þannig virðist sem þau viðhorf sem við höfum og móta hegðun hafi mikið að segja um líkamlegt heilbrigði. Það væri hægt að líkja DNA-kóða okkar við hljómborð sem við leikum lífslagið okkar á og að sjálfsögðu erum við mislagin við spilamennskuna og hljómborðin mismunandi. Fíkillinn, sem er fastur í sjálfheldu eigin við- horfa, afneitun og fórnarlambsáráttu, hamrar í sífellu sama lagstubbinn og kennir jafnvel umhverfinu um það hvað spilamennskan sé erfið og leið- inleg. Hann hefur tiltölulega litla til- finningu fyrir því að hann ber sjálfur alla ábyrgð á spilamennskunni hvað þá að hann upplifi þann mikla mátt sem fylgir því að vera einnig tón- skáldið sem semur tónverkið. Það er alveg sama hversu vel við rannsökum hljómborðið, við finnum ekki tónverkið þar. Fíkillinn getur á hinn bóginn víkkað vitundina og breytt viðhorfum sínum þannig að hann tengist uppsprettu sinni og upplifað að hann er allt í senn; tón- skáldið, hljómborðsleikarinn og hljómborðið. Þannig getur hann sam- ið og leikið þau tónverk sem hann lystir og skapað líf að eigin vali. Þá nær hann að vera ekki aðeins óvirkur alkóhólisti (sem heldur því enn fram að það sé einhver annar sem semji tónverkið) heldur getur hann hlotið algjöra lausn frá sjálfheldu sinni. Orðið heill. Lifið heil! SIGURÐUR BÁRÐARSON, avatarmeistari, Erfðir og áfengissýki Frá Sigurði Bárðarsyni: Sigurður Bárðarson TENGLAR .............................................. www. avatar.is Til leigu þetta vandaða og glæsilega hús við Álfabakka í Mjódd Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Um er að ræða fyrrum höfuðstöðvar Visa. Húsið skiptist í kjallara, jarðhæð, 2. og 3. hæð. Húsið er staðsett á áberandi og góðum stað í næsta nágrenni við Strætó bs í Mjódd. Góð aðkoma og næg bílastæði. Hentar vel undir hvers konar þjónustu og skrifstofurekstur. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 www.landsafl.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Lyngberg - Hf. Glæsilegt parhús Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað: Glæsilegt, fullbúið 150 fm parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Mjög gott skipulag. Verönd með heitum potti í garði. Toppeign í alla staði. Verð 38,5 millj. 114065-1 Strandgata - Hf. 5 herb. LAUS Glæsileg, mikið endurnýjuð 132,8 fm efri sérhæð í tvíbýli m/sérinngangi. Forstofa, gangur, 2 stórar samliggjandi stofur, her- bergi, hjónah., fataherbergi, stórt eldhús, baðherb. ásamt stóru herbergi í kjallara með aðgangi að klósetti, þvottahúsi og geymslu. Eignin getur verið laus við samn- ing. Verð 28,9 millj. Það er opið hús í þessu stórglæsi- lega húsi, sem er hannað af Vífil Magnússyni, í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Húsið er í Stuðlaseli 22, Reykjavík. Um er að ræða einstakt einbýlishús á þessum góða og ró- lega stað í Breiðholti. Húsið er 229,7 fm og býður upp á mikla möguleika. Verð 65 milljónir. Júlíus Jóhannsson tekur á móti þér S: 823-2600 STUÐLASEL 22 Opið hús í dag ÉG GREINDIST með taugahrörn- unarsjúkdóminn MND í mars árið 2004. Sjúkdómurinn leggst misjafnlega á einstaklinga; allt endar þetta á einn veg hjá okkur – með algerri lömun og síðan dauða. Þetta er enn þá ólæknandi sjúkdómur. Á ein- hverju stigi sjúkdómsins hættir MND-sjúklingur að geta andað, vegna lömunar í þind. En ég vil geta andað! Er það tilætlunarsemi? Öndunarvél eða ekki? Það getur orðið spurning um líf eða dauða fyrir mig og kannski einhverja aðra í náinni framtíð! Og það er einmitt þess vegna sem ég skrifa þessa grein þar sem ég vil velta um- ræðunni af stað hér á Íslandi. Umræðu sem er bráðnauðsynleg. Hjálpartækið öndunarvél er lítið meðfærilegt hjálpartæki. Ef fót- vöðvar gefa sig fæ ég hjólastól. Ef ég missi hönd eða fót þá fæ ég gervilim. Ef hjartað bilar þá fæ ég hjarta. Ef nýra bilar þá fæ ég nýra en ef að vöðvinn þind hættir að starfa þá get ég farið til himna. (Vonandi.) Er mismunun á milli vöðva? Ættum við MND-veikir ekki að hafa raunverulegt val? Af hverju hefur ekki einn einasti MND-sjúklingur valið að fara í öndunarvél fram til þessa á Íslandi? Grundvallarskilyrði fyrir slíku vali eru af þrennum toga að mínu mati: Númer eitt er tæknikunnátta ís- lensks fagfólks. Númer tvö er að heimahjálp sé tryggð allan sólar- hringinn. Og númer þrjú að öruggt sé að einstaklingurinn komist úr öndunarvélinni þegar sá tími kem- ur. (Slökkt verði á vélinni.) Öll þrjú atriðin verða að vera á hreinu. Fé- lags- og heilbrigðisráðuneyti verða að skrifa þetta ferli niður á blað þannig að öll atriðin sem ég nefni séu lagalega tryggð. Það þriðja er komið í höfn með snaggaralegri framgöngu landlæknis við að koma í gegn svokallaðri „Lífsskrá“. Einn- ig er vinna hafin við hin tvö hjá ráðuneytunum. Atriði eitt er svo gott sem í höfn, þarfnast þjálfunar starfsfólks. En er raunverulegt val um að fara í öndunarvél á Íslandi í dag? Hvað mundir þú velja ef það, að velja öndunarvél, myndi hefta alla fjölskylduna alla daga ársins? Á meðan ég er ekki öruggur um að aðstoð verði veitt öllum stundum, svo fjölskyldan geti um frjálst höf- uð strokið, þá er valið ekkert í mín- um huga! Ég vel að deyja. Eða kannski frekar; ég er neyddur til að deyja. Ég hef ekki val um að lifa eins og staðan er í dag. Sumir segja: Af hverju að fram- lengja líf þessa einstaklings sem hvort eð er mun deyja fljótlega? Á móti spyr ég: Hvað eru lífsgæði? Er það ekki hver og einn ein- staklingur sem verður að meta það? Öndunarvél læknar ekkert. En hún veitir einstaklingi mögu- leika á að sjá börn þroskast, barna- börn verða að veruleika, njóta tón- leika, horfa á kappleiki, skrifa bók, semja leikrit, taka þátt í fé- lagsstarfi, rökræða framtíðina og svo margt annað sem gefur lífinu gildi. Að velja það að fara í öndunarvél eða ekki, er erfitt og flókið val. Þar sem þessi þjónusta er í boði, til dæmis í Danmörku og Bandaríkj- unum, þá velja langfæstir MND- veikir að fara í öndunarvél. Upplýs- ingagjöf verður að vera heiðarleg og sönn – ákvörðun verður að tak- ast af allri fjölskyldunni. Lífsvilji einstaklings verður að vera mikill og viðkomandi verður að njóta stuðnings hvort sem hann velur öndunarvél eða að kveðja þennan heim fyrr en ella. Öll tæknikunnátta og tækjabún- aður er til staðar á Íslandi svo MND-sjúklingar geti farið í önd- unarvél. Við eigum frábæra lungna- deild á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi. Þar er frábært og viljugt starfsfólk og að- staða þar er til fyrirmyndar. Ég vil þakka yfirvöldum í Hafn- arfirði, stjórnvöldum heilbrigðis- og félagsmála, landlækni og ekki síst starfsfólki og stjórnendum LSH fyrir stuðning og aðstoð eins og hægt er við baráttu mína, fyrir því sem ég tel svo sjálfsagt mál. GUÐJÓN SIGURÐSSON, formaður MND-félagsins. Ég vil geta andað! Ég vil lifa! Frá Guðjóni Sigurðssyni: ÞÓRHALLUR Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju er undir ámæli vegna bókar sinnar „Hin mörgu and- lit trúarbragðanna“. Menn hafa sótt að hart að honum og hefur gætt sleggjudóma og tilfinningasemi í um- ræðunni, sem ekki er við hæfi. Þórhallur er vandaður fræðimaður, en víst eru skoðanir afar skiptar um þau álitaefni sem hann fjallar um í bók sinni og sitt sýnist hverjum. Það er eðli málsins samkvæmt. Þórhallur skoðar umhverfi sitt frá þeim sjónarhóli sem hann er á og menn geta vissu- lega deilt um nið- urstöður, en vinnu- brögðin gagnrýni ég ekki. Vinnubrögð Þórhalls vegna umfjöllunar um Krossinn einkennast af fagmennsku. Hann leitaði álits okkar og umsagnar og fer rétt með. Hinn sjötta febrúar nk. hefst í Krossinum í Kópavogi námskeið und- ir heitinu „Logos“, þar sem mál- svarar kristinna viðhorfa fjalla um þau málefni trúarinnar sem hæst ber um þessar mundir. Einn þeirra manna sem valinn hefur verið til að flytja mál sitt er einmitt Þórhallur, þar sem við treystum honum fyllilega til að fjalla um ýmis andlit trúar- bragðanna með óvilhöllum hætti. GUNNAR ÞORSTEINSSON, forstöðumaður Krossins, Kópavogi. Þórhallur og andlit trúarbragðanna Frá Gunnari Þorsteinssyni: Gunnar Þor- steinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.