Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 53
UMRÆÐAN
Vesturgata – Þakíbúð
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Opið hús sunnudag frá kl. 15-17
Vesturgata 58 - Reykjavík. Glæsileg þakíbúð með bílageymslu í
nýlegu húsi. Íbúðin skiptist í svefnherb., stofu/borðstofu, eldhús
með fallegri innréttingu og gott baðherbergi. Tvennar stórar svalir
og útsýni eins og best gerist. Verð 19,9 millj. Inga 697 5552.
Laufengi 136 – 5 herbergja
endaraðhús
Opið hús á milli kl. 14-16 í dag.
Fallegt endaraðhús í Engjahverfi Grafarvogs. Íbúðin er á tveimur
hæðum og er alls 119,4 fm. Komið er inn í flísalagt anddyri sem
leiðir inn í hol með dúk þar sem er gott fatahengi. Gestabaðher-
bergi með innréttingu og dúk á gólfi. Þvottahús með innréttingu,
dúkur á gólfi. Eldhús með hvítum innréttingum og góðum borð-
krók. Stofa og borðstofa á neðri hæð með útgengi á fallega og
skjólsæla verönd þar sem auðveldlega er hægt að koma fyrir heit-
um potti. Garður er afgirtur og í góðri rækt. Á efri hæð eru þrjú
barnaherbergi og eitt hjónaherbergi þar sem er útgengt á suð-
austur svalir. Öll herbergin með góðum fataskápum. Dúkur á gólfi.
Geymsla með innréttingu og baðherbergi með flísum á vegg og
dúk á gólfi. Gott útsýni yfir til Esjunnar á efri hæð.
Hér er um að ræða vandaða og góða eign á góðum stað í Grafar-
vogi þar sem stutt er í alla þjónustu. Húsfélag hefur sótt um lóðir
fyrir bílskúra sem yrðu staðsettir á norðausturhlið raðhúss. Mögu-
leg skipti á sérhæð með sérinngangi, helst á jarðhæð með sér
garði. Til greina kæmi 3ja-4ra herb. í fjölbýli í Árbæ. Sigríður sýnir
eignina. Verð 29,5 millj.
Sólvallagata 9 - Perla í
Vesturbænum
Opið hús á milli kl. 15-17 í dag.
Rishæð með útsýni til allra átta, björt og falleg. Hæðin er 4ra herb.
og er alls 103 fm. Sannkölluð perla í fögru umhverfi Vesturbæjar.
Komið er inn í parketlagt hol með fataskáp og geymslu. Eldhús
með dúk á gólfi og vönduðum innréttingum, útgengt á norður
svalir, borðkrókur við glugga. Barnaherbergi er til hliðar við hjóna-
herbergi. Hvor tveggja eru með parketi á gólfi. Fataskápur í
hjónaherbergi. Baðherbergi með innréttingu, tengi fyrir þvottavél,
baðkari og dúk á gólfi. Stofa og borðstofa liggja meðfram suður-
og vesturvegg með stórum gluggum og fallegu útsýni í báðar áttir.
Við stofu er annað barnaherbergi sem er nýtt sem vinnuherbergi í
dag, parket á gólfi. Gott geymsluloft er yfir holi. Geymsla í sam-
eign. Eignin hefur fengið gott viðhald, m.a. hefur verið skipt um
þak, húsið lagfært og málað og skólplögnum skipt út, að og undir
húsi. Nýlegt gler í allri íbúðinni. Hólmfríður sýnir eignina.
Verð 35,9 millj.
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
ATVINNUHÚSNÆÐI - BYGGINGARVERKTAKAR
IÐNAÐARHÚSNÆÐI OG ÍBÚÐARRÝMI VIÐ HAFNARBRAUT 4, KÓPAVOGI.
Til leigu er mjög gott atvinnuhúsnæði sem annars vegar skiptist upp í 400 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð með
tveimur góðum innkeyrsludyrum og hins vegar í skrifstofuaðstöðu og íbúðarhluta á efri hæð þar sem m.a. eru 7
gistiherbergi og mjög góð sameiginleg aðstaða með eldhúsi, stofurýmum og flísalögðum böðum. Húsnæðið er í
góðu ástandi með góðu malbikuðu plani fyrir framan og er tilvalið fyrir verktaka sem þurfa bæði aðstöðu fyrir
verkamenn, lageraðstöðu og/eða geymsluhúsnæði.
Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson sölumaður í s. 840 4049.
Á SÍÐASTA ári skrifaði ég
grein undir heitinu „Íslensk ferða-
þjónusta á Internetinu“ sem fjallað
var um möguleika
ferðaþjónustu á net-
inu og hvaða leiðir
hægt er að fara til að
ná viðvarandi árangri
á heimsvísu í gríð-
arlegu samkeppn-
isumhverfi. Við sem
lifum og hrærumst í
heimi netsins og
markaðssetningar á
netinu vitum að þessir
möguleikar eiga ekki
bara við ferðaþjón-
ustu, heldur líka í
raun um allan útflutn-
ing og þjónustu, bæði
þá sem stunduð er
innanlands og þá sem
flutt er út.
Fyrirtæki mitt
Nordic eMarketing
hefur komið að verk-
efnum fyrir tugi fyr-
irtækja utan ferða-
þjónustu. Í tveimur
meðfylgjandi dæmum,
þar sem um er að
ræða hátækni- og
matvælafyrirtæki sem
vildu auka sjáanleika sinn á netinu
og ná til fleiri viðskiptavina, kom
ýmislegt í ljós.
Hátæknifyrirtækið stækkaði
tengslagrunn sinn vel yfir 200% á
tveim árum og jók þannig sölu á
vörum sínum töluvert, svo tugum
milljóna skipti og matvælafyr-
irtækið náði feikilegum árangri í
alþjóðlegri samkeppni í sjáanleika
á leitarvélum netsins og jók þann-
ig, líkt og hátæknifyrirtækið, við-
skipti sín til muna. Allt voru þetta
aukin viðskiptatækifæri sem rekja
mátti beint til netsins. Söluaukn-
ingin var svo dramatísk að t.d. há-
tæknifyrirtækið íhugaði að draga
verulega úr hefðbundinni markaðs-
setningu eins og blaðaauglýsingum
og heimsóknum á fagsýningar.
Margir halda að markaðssetning
á netinu sé eingöngu fýsileg þeim
sem eru í „fyrirtæki til ein-
staklinga sölu“ (B2C) en að „fyr-
irtæki til fyrirtæki“ (B2B) lúti öðr-
um lögmálum, rökrétt
en rangt.
Nýlegar rannsóknir
sína að mikilvægi leit-
arvéla eins og Google,
Yahoo, MSN og ASK
eykst með aukinni
menntun leitenda,
sérstaklega ef um
B2B viðskipti er að
ræða.
Samkvæmt rann-
sóknum sem gerðar
voru undir lok 2004
og árið 2005, kemur í
ljós að hátt mennt-
unarstig þess sem
leitar eykur líkur á
viðskiptum sem rekja
má til leitarvéla og
notkun þeirra skipar
frekari sess í við-
skiptatækifærum fyr-
irtækja á milli (B2B).
Rannsóknirnar fólu í
sér athugun á hegðun
einstaklinga við und-
irbúningi fyrir kaup
og kaupferlinu sjálfu.
Þar kom m.a. í ljós
að flestir leita og skanna, þ.e.a.s.
leita, líta í fljótu bragði yfir nið-
urstöður og smella í langflestum
tilfellum áður en þeir klára yf-
irferðina á það sem þeim finnst
áhugaverðast.
Í sömu könnunum kom líka í
ljós mikilvægi þess að vera sjáan-
legur á aðalniðurstöðum leitarvéla
(Organic), því 79% þátttakenda
smelltu á þær niðurstöður frekar
en þær keyptu (PPC/PPI), auk
þess sem þeim er frekar treyst.
Hvað varðar viðskipti fyrirtækja
á milli (B2B) þá reyndust leit-
arvélar notaðar í 63,9% tilfella
meðan vörumerkið sjálft var notað
í 18,9% tilfella við ákvarðanatöku.
Yfir 95% þeirra sem taka
ákvarðanir um viðskipti á milli fyr-
irtækja (B2B) nota leitarvélar á
einhverju stigi undirbúningsferl-
isins, sem undirstrikar enn frekar
styrk leitarvéla í alþjóðlegri sam-
keppni.
Hvenær leitarvélar voru notaðar
í ferlinu fór síðan eftir þekkingu
kaupanda á vörunni. Sem dæmi
notuðu yfir 30% leitarvélar á
seinni stigum til að fá samanburð
við vöru sem þeir þekktu eða
höfðu fundið á meðan tæp 50%
notuðu þær strax í upphafi vegna
þess að þeir þekktu þarfir sínar
eða höfðu fundið vöruna en vantaði
samanburð til að undirbúa og/eða
réttlæta kaupin. Rúm 12% vissu
nákvæmlega í hverju fjárfestingin
fólst en vildu finna hagstæðustu
verð.
Íslensk fyrirtæki hafa eftir tölu-
verðu að slægjast þegar netið er
annarsvegar og geta á forsendum
þekkingar einnar saman skotið al-
þjóðlegum stórfyrirtækjum ref
fyrir rass og náð samkeppn-
isforskoti á því markaðssvæði sem
sumir vilja kalla áttundu heimsálf-
una.
Mig langar að enda þessa grein
á svipuðum nótum og ég gerði síð-
ast, því líkt og með ferðaþjónustu
getum við fellt heilu skógana til að
gefa út allskyns rit og bæklinga,
flogið fram og aftur um allan
heiminn til að rápa um risastór
sýningarsvæði eða skála í kokteil-
veislum.
Þó svo að það sé oft nauðsynlegt
er árangurinn af slíku starfi aldrei
nema brot af því sem netið getur
fært okkur með réttu átaki. Um
leið og við finnum vaxandi mátt
netsins og nýtum okkur krafta
þess, náum við firnasterkri stöðu í
alþjóðasamkeppni þar sem stærðin
skiptir ekki máli, heldur þekk-
ingin.
Markaðssetning á netinu
Kristján Már Hauksson fjallar
um markaðssetningu á netinu
’Þó svo að það séoft nauðsynlegt
er árangurinn af
slíku starfi aldrei
nema brot af því
sem Netið getur
fært okkur með
réttu átaki.‘
Kristján Már Hauksson
Höfundur er starfsmaður og eigandi
Nordic eMarketing.
TENGLAR
..............................................
kmh@nordicemarketing.is