Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fallinn er frá úr frændgarði mínum Daníel Einarsson frá Dunki í Hörðudal. Við erum systra- börn og það var afar kært með þeim, mömmu Sveinbjörgu og Guð- rúnu móður hans. Mér eru í barnsminni heimsókn- irnar til frænku á Dunki sem var víðlesin og skemmtileg. Og ekki voru veitingarnar í mat og drykk síðri, en Nanna frænka átti nú trú- lega sinn þátt í þeim. Síðar á ævinni þegar ég var hjá honum pabba mín- um á Vatni kom Dalli frændi stund- um í veiðiferðir uppeftir, því hann var mikill veiðimaður, hvort heldur voru fiskar eða fuglar í færi. Eitt sinn er hann kom, vel vopnum búinn að vanda og hugði á gæsaveiðar, man ég að hann rétti mér byssuna og sagði glottandi: Jæja Sigga, skjóttu nú gæs. Ég tók við byssunni og í því bili flugu gæsirnar upp í stórum hóp. Mér brá við og gat ekki hugsað mér að drepa fuglana. Samt, DANÍEL EINARSSON ✝ Daníel Einars-son fæddist á Dunk í Hörðudal í Dalasýslu 10. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Snóksdalskirkju í Dalabyggð 13. jan- úar. til þess að bregðast ekki trausti frænda míns, skaut ég eitt- hvað upp í loftið. Eng- inn fugl særðist en Dalli sagði, sko þig, þú ert bara efnileg, þú gætir komið með mér á rjúpnaskyttirí. Mér þótti þetta mikið hrós. En Dalli var ekki bara veiðimaður. Hann var heiðurs- maður með ríka rétt- lætiskennd og húmor- isti svo af bar, kannski stundum nokkuð kaldhæð- inn en með hjartað á réttum stað. Ég á frá honum skartgripaskrín sem hann rétti mér er ég hafi verið að aðstoða móður hans eitthvað smávegis við heimilisstörfin. Þetta er fallegur gripur, alsettur perlum og skeljum. Svona var Dalli, mikill höfðingi, enginn mátti eiga neitt hjá honum. Sértu kært kvaddur frændi sæll. Bestu kveðjur og samhugur til ástvina allra Sigríður frá Vatni. Að kynnast góðu fólki á lífsleið- inni er mikið lán og að eignast vin- áttu Daníels varð mér mikil ánægja. Það mun hafa verið fyrir tólf ár- um sem ég kynntist Margréti Sig- tryggsdóttur og fór að venja komur mínar á heimili þeirra Daníels í Holtagerðinu. Það varð nokkuð að venju á gönguferðum mínum út á Kársnesið að koma við í Holtagerð- inu og seinna á Borgarholtsbraut- inni og spjalla við þau um daginn og veginn yfir kaffibolla í því notalega andrúmslofti sem var í þeirra ná- vist. Fræddist ég margt um Dalina og þann landshluta af samræðum við þau um mannlíf og menningu sveitarinnar. Daníel hafði fengist við hin ýmsu störf um ævina; ólst upp við venjubundin sveitastörf, lærði pípulagnir, vann við vega- og brúargerð, stundaði sjómennsku og einnig var hann á fraktskipum og fór víða um heim. Hann var liðtæk- ur í eldhúsinu; ekki lengi að hella upp á könnuna, ef Margrét var ekki viðlátin er mig bar að garði. Hvergi nokkurs staðar hef ég séð eins hreinlegan bílskúr og hjá hon- um. Hver hlutur á sínum stað og allt tandurhreint og fágað, enda var Daníel einstakt snyrtimenni. Við ræddum saman um þau mál sem hæst bar hverju sinni, einnig þær bækur sem við vorum að lesa og oft lánaði hann mér góðar bækur. Einu sinni er Margrét var ekki heima önnuðumst við í sameiningu hann Þorlák, hvíta fallega köttinn, er hann lenti í hremmingum og þurfti til dýralæknis. Og í haust, þá er Láki safnaðist til feðra sinna, jarð- settum við hann og settum krókusa á leiðið, sem í vor munu koma upp úr moldinni með marglit blóm. Ég votta Margréti samúð mína, einnig Jóhönnu, systur Daníels, svo og öðrum aðstandendum. Ég á eftir að sakna Daníels vinar míns. Hon- um þakka ég samfylgdina og bið honum blessunar Guðs. Guðlaug Erla. Í dag er til moldar borin kær vinkona, Ingibjörg Jónsdóttir, Engjavegi 43 á Selfossi, en síðasta eina og hálfa árið dvaldi hún á Ljós- heimum sem er öldrunadeild við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við lítum gjarnan á dauðann sem óvin en þó getur hann mætt sem líkn. Í pre- dikaranum segir (3:1,3): „Öllu er af- mörkuð stund, sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæð- ast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa það upp, sem gróð- ursett hefur verið, hefur sinn tíma. Það kom berlega í ljós þvílíkan styrk og þvílíku þreki Ingibjörg bjó yfir þegar heilsan brast. Meðan Hjalta naut við hugsaði hann um hana af mikilli natni og kærleika en þegar hann veiktist var hún eins og INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist í Merkigarði á Eyrar- bakka 27. desember 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 21. janúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Selfosskirkju 4. febrúar. klettur við hlið hans, bundin í hjólastól, og af veikum mætti lagði hún sig alla fram til að gera honum lífið sem best. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með þeim og sjá hvað sam- band þeirra var fallegt og traust en Hjalti lést í mars fyrir tæpu ári síðan. Ingibjörg og Hjalti lögðu mikla rækt við heimilið og hjónabandið, hlúðu að ástinni og höfðu kær- leikann að leiðarljósi og má segja að kvæði Jónasar Hallgrímssonar eigi þar vel við: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Ingibjörg var einstök kona. Hún var með afbrigðum minnug, heil- steypt og hjartahlý, afar glæsileg, vinföst og trygg þeim sem hún batt vin áttu við. Hún hafði sterka nær- veru, næmt auga fyrir umhverfinu, var fagurkeri og ávallt glæsilega klædd svo eftir var tekið. Það má segja að hún hafði verið bæði arki- tekt og fatahönnuður af Guðs náð. Hún hafði yndi af ferðalögum og höfðu þau hjónin ferðast víða. Það var henni erfitt þegar heilsan brast og þau gátu ekki lengur ferðast til fjarlægra landa en því tók hún með jafnaðargeði. Það er ekki sjálfgefið að eignast góða vini á lífsleiðinni. Góða vini sem með vinsemd og gleði lýsa upp í kringum sig en þannig voru þau Ingibjörg og Hjalti. Fyrir það ber að þakka. Með þessum orðum vil ég þakka Ingibjörgu það sem hún var okkur á Engjavegi 57 og votta að- standendum hennar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ingibjargar Jónsdóttur. Ásdís Ágústsdóttir. Þegar við fyrir nokkrum árum fluttum okkur um set á Selfossi, fluttum við á Engjaveginn. Við þekktum til nágranna okkar á 43 og vissum að þar fengjum við góða granna. Það kom fljótt í ljós að betri nágranna var vart hægt að hugsa sér. Þau Imba og Hjalti buðu okkur velkomin strax á fyrsta degi og upp frá því myndaðist góð vinátta og frá- bær sambúð. Í umgengni við Imbu var eftirtektarvert hve fallega hún var ávallt klædd og vel til höfð. Hún bjó sér og Hjalta fallegt heimili þar sem allir voru velkomnir hvenær sem var. Var dóttir okkar á sínum yngri árum fljót að átta sig á því, að gott var að fara „yfir“ og fá góða kökusneið í eldhúsinu hjá Imbu. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig Hjalti hugsaði um Imbu sína þegar halla fór undan fæti við veikindi hennar. Eftir að hún lagðist inn á Ljósheima var hann þar með annan fótinn. En fljótt skipast veður í lofti og fyrr en varði var Hjalti orðinn sá heilsuveilli. Eftir það dvöldu þau bæði á Ljósheimum. Það var þá sem hún í erfiðum veikindum sínum varð að vera sterkari aðilinn og leit til með honum af veikum mætti, allt þar til hann kvaddi okkur fyrir tæpu ári síðan. Nú hefur Imba kvatt okkur líka. Við vitum að nú hefur hún hitt Hjalta sinn aftur og þau búið sér fal- legt heimili hinum megin við móð- una miklu. Við fjölskyldan á Engja- vegi 45, kveðjum okkar góða granna og vin og sendum aðstandendum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Helgi S. Haraldsson og fjölskylda. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og systur, ÞORBJARGAR BJARNADÓTTUR frá Vigur. Innilegar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli fyrir frábæra og alúðlega umönnun. Bjarni Brynjólfsson, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason, Þórunn Bjarnadóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kleifum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns fyrir frábæra umön- nun. Stefán Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir og aðrir vandamenn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Þorragötu 9, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 26. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Haraldur Björnsson, Stefán Haraldsson, Guðjón B. Haraldsson, Karólína M. Jónsdóttir, Anna S. Haraldsdóttir, Sigurður Snorrason, Þóra Sigurðardóttir, Snorri Sigurðsson, Haraldur Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, AÐALBJARGAR AÐALSTEINSDÓTTUR frá Þingeyri. Jónína K. Jensdóttir, Matthías Matthíasson, Kristjana Petrína Jensdóttir, Loftur Andri Ágústsson, Guðmundur K. Jensson, Guðmunda Steingrímsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minning- arsjóð Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Inga Björk Halldórsdóttir, Jenný Halldórsdóttir, Guðmundur Finnsson, Ása Helga Halldórsdóttir, Ingvi Árnason, Sigurbjörg Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við færum vinum og vandamönnum sem hjálpuðu okkur og studdu í veikindum og við fráfall eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og sonar okkar, KJARTANS GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR, Hlíðarhjalla 56, Kópavogi, hjartans þakkir og þökkum innilega öllum þeim sem minntust hans. Ennfremur sendum við læknum og hjúkrunarliði blóðlækningadeildar Landspítalans og hjúkrunarfræðingum Karitas hugheilar þakkir. María G. Hafsteinsdóttir, Erna Kjartansdóttir, George Leite, Sofia Lea, Helga Vilhjálmsson, Magnús Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.