Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 87
Sími - 551 9000 Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. DÖJ, Kvikmyndir.com eeee VJV, Topp5.is eee H.J. MBL Sýnd kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 StórkoStleg Saga um áStir og átök byggð á hinni ógleymanlegu metSölubók eftir arthur golden beSta tónliStin, John WilliamS Golden Globe verðlaun eee Kvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Rolling Stone eee Topp5.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.15 M YKKUR HENTAR **** 400 kr. í bíó * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu WALK THE LINE kl. 3, 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 3, 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 3, 6 og 9 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is 4 Golden Globe verðlaun Vinsælasta myndin á Íslandi í dag! Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna M.a. besta myndin, bestu leikarar, besta handritið og besti leikstjórinn.8 6tilnefningar tilóSkarSverðlaunaF U N „...falleg og skemmtileg fjölskyldumynd...“ MMJ Kvikmyndir.com ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝNDMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Sýnd kl. 2 - Ísl. tal400 KR. Í BÍÓ GiLDiR á ALLAR SÝNiNGARMERKTAR MEÐ RAUÐU MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 87 EINS og áður hefur komið fram mun hljómsveitin Rolling Stones spila í hálfleik í úrslitaleik amer- íska fótboltans, Super Bowl, sem fram fer í kvöld. Leikurinn er há- punkturinn í bandarísku íþróttalífi, en að þessu sinni fer hann fram í Detroit þar sem lið Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks munu eigast við. Fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram árið 1967, en þá má segja að helstu einkenni ameríska fótbolt- ans hafi verið lúðrasveitir, stutt- klippt hár og bjórdrykkja. Hljóm- sveitin Rolling Stones, sem stofnuð var nokkrum árum áður, stóð hins vegar fyrir allt annað, öðruvísi tónlist, annars konar hár- tísku og öðruvísi drykkju. Á þeim tíma hefði því verið erfitt að ímynda sér að hljómsveitin tæki að sér að spila í hálfleik í úrslita- leiknum. Það munu þeir hins veg- ar gera í Detroit kvöld, en sveitin spilar þrjú lög sem munu taka alls 12 mínútur í flutningi. Sweet Neo-Con Á blaðamannafundi á fimmtu- daginn var Mick Jagger, söngvari sveitarinnar, spurður hvort hljóm- sveitin hefði færst nær banda- rískri menningu á undanförnum árum, eða hvort hann teldi að bandarísk menning hefði færst nær menningu Rolling Stones. „Ég hugsa að það sé sitt lítið af hvoru,“ sagði Jagger. „Bandaríkin hafa auðvitað breyst mjög mikið frá því við komum hingað fyrst. Landið er nánast óþekkjanlegt miðað við hvernig það var þá, og í rauninni er mjög erfitt að ímynda sér hvernig Bandaríkin voru fyrir 40 árum. En vissulega höfum við breyst eitthvað í takt við breyt- ingar á bandarískri menningu,“ sagði Jagger um samband hljóm- sveitarinnar bresku og bandarískr- ar menningar. „Ég vona samt að báðir aðilar haldi fast í það sem þeir standa fyrir,“ bætti Jagger við í hæðnistón. Hljómsveitarmeðlimir voru spurðir hvort þeir ætluðu að gera eitthvað ögrandi, líkt og Janet Jackson gerði þegar hún beraði á sér brjóstið í hálfleikssýningu úr- slitaleiksins fyrir tveimur árum. „Eruð þið með einhverjar hug- myndir?“ var þó eina svarið sem blaðamenn fengu frá Keith Rich- ards, gítarleikara sveitarinnar, en talið hefur verið hugsanlegt að hljómsveitin taki lagið „Sweet Neo Con“ en í texta lagsins kemur fram hörð gagnrýni á George Bush, forseta Bandaríkjanna. Hafa neitunarvald Að sögn Charles Coplin, útsend- ingarstjóra NFL-deildarinnar í fótbolta, væri slíkt hins vegar ekki liðið. „Við getum beitt neitunar- valdi á ákveðin lög á lagalist- anum,“ segir Coplin. „Við tökum hins vegar fullt tillit til þess að þetta eru listamenn, og við reyn- um að veita þeim listrænt frelsi í samræmi við það.“ Í kjölfar brjóstasýningarinnar fyrir tveimur árum er ekki lengur um beina útsendingu frá úrslita- leiknum að ræða, en áhorfendur sjá það sem gerist fimm sekúndum eftir að það gerist í raun og veru. Fjórir starfsmenn vinna við að fylgjast með því sem fyrir augu ber, og ef eitthvað ósiðlegt eða ósæmilegt gerist inni á vellinum eða í hálfleik, geta þeir allir klippt það út með því að þrýsta á einn hnapp. Jagger segir að þessir starfsmenn muni ekki þurfa að grípa til slíkra aðgerða af sínum völdum. „Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Slappið bara af og takið því sem koma skal opnum örmum,“ sagði Jagger. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld, þó með 5 sekúndna seinkuninni sem minnst var á hér að framan. Útsendingin hefst klukkan 23.00. Tónlist | Rolling Stones spila í hálfleik í Super Bowl Ætla engan að hneyksla Reuters Rolling Stones á blaðamannafundinum í Detroit á fimmtudaginn: Charlie Watts, Ron Wood, Mick Jagger og Keith Richards. Jóhann Bjarni Kolbeinsson jbk@mbl.is Tökur á fimmtumyndinni um galdrastrákinn Harry Potter hefjast á morg- un, en fimmta bókin í röðinni heitir Harry Potter og Fönixreglan. Fyrstu tökur fara fram í Hertfordshire í suður- hluta Englands, en myndin er ekki vænt- anleg í kvikmyndahús fyrr en á næsta ári og því þurfa milljónir Harry Potter-aðdáenda að bíða nokkuð lengi til viðbótar. Daniel Radcliffe verður sem fyrr í hlutverki galdrastráks- ins, en auk hans mun Imelda Staunton leika eitt aðalhlutverk- anna, en hún var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna árið 2005 fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni Vera Drake. Staunton mun leika Dolores Umbridge, nýjan pró- fessor í Hogwart skól- anum, sem nýtur lítilla vinsælda á meðal nem- enda hans. Þá bætist ung leikkona í hópinn, hin 14 ára gamla Ev- anna Lynch sem fer með hlutverk Luna Lovegood, ungrar stúlku sem Potter verður hrifinn af. Lynch var valin úr hópi 15.000 ungra stúlkna sem allar sótt- ust eftir hlutverkinu. Tekjur af síðustu myndinni um Harry Potter, Harry Potter og eldbikarinn, námu 285 milljónum dollara, eða rúmum 18 milljörðum íslenskra króna. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.