Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndir um framtíð Íslands eruí stöðugri þróun. Mikil umræðaundanfarin misseri litast ekkisíst mikið af því hvaða stefnueigi að taka í atvinnumálum og uppbyggingu á landsbyggðinni. Ljóst er að ekki eru allir á einu máli um framtíð landsins, mikið hefur verið deilt og ólíkar skoðanir um hvaða leiðir eigi að velja. Eitt er þó víst, að öll getum við lagt okkar af mörkum til að hafa áhrif á framtíð þessa lands og í því sambandi eru hönnuðir að sjálf- sögðu ekki undanskildir. Grundvöllur þess að framleiðsla og iðnaður geti blómstrað á Íslandi felst ekki í því að við getum framleitt ódýrar vörur sem keppa við fjöldaframleiðsluna frá til dæmis Kína. Ís- lenskar vörur eiga að búa yfir sérstöðu sem felst í hönnun, gæðum og uppruna, þannig verða þær samkeppnishæfar. Það skiptir máli að vita hvar og hvernig varan er framleidd og hvaða hráefni eru notuð. Alþjóðavæðingin hefur sínar góðu hliðar en um leið kallar hún líka á mikilvægi þess að varðveita sérstöðu hvers lands og nýta með því að virkja og styðja það sem við höfum úr að vinna hér á landi. Út um allt land leynast verksmiðjur, verk- stæði, framleiðslufyrirtæki og alls kyns iðn- aður. Sum fyrirtækin eru lítil, önnur stór og nokkur eru með framleiðslu á heimsmæli- kvarða. Þarna eigum við ýmis tól og tæki en umfram allt vinnur þarna fólk með mikla þekkingu og reynslu í sínu fagi. Þessa reynslu og þekkingu er hægt að virkja á svo ótrúlega marga vegu með nýsköpun og vöruþróun. Þar koma hönnuðir til sögunnar. Starf hönnuðar- ins felst einmitt í nýsköpun og vöruþróun. Með því að sameina hönnuði og krafta og þekkingu íslensks iðnaðar er hægt að skapa einstaka og arðbæra vöru. Samstarf af þessu tagi getur skapað nýja möguleika, ímynd og markhóp fyrirtækis en síðast en ekki síst skapað framtíð og atvinnu á viðkomandi stað. Íslenskur iðnaður hefur á síðustu árum átt verulega átt undir högg að sækja. Tökum sem dæmi íslenska ullariðnaðinn. Milli 1970 og 80 voru í það minnsta 20 prjóna- og saumastofur um land allt. Prjónaiðnaður var í blóma og út- flutningur á íslensku ullinni öflugur. Í dag eru þær hins vegar aðeins sex og eiga stöðugt undir högg að sækja. Á Skagaströnd stendur vefnaðarverksmiðjan tóm! Það er augljóst að eitthvað hefur farið úr- skeiðis og hátt gengi íslensku krónunnar í dag gerir stöðu útflutningsiðnaðar enn erf- iðari. Hér þurfa stjórnvöld að marka skýra stefnu. Með innkomu hönnunar í íslenskt atvinnulíf er hægt að breikka enn frekar ímynd okkar og styrkleika inn á við jafnt sem út á við. Hönnuðir geta komið inn í verksmiðjur eða fyrirtæki og nýtt þá starfsemi sem fyrir hendi er og með vöruþróun og ímyndasköpun geta þeir víkkað markhópinn og aukið verðmæti fyrirtækisins. Greinarhöfundur er sjálfur þátttakandi í vöruþróunarverkefni fyrir ullariðnaðinum er nefnist Vík Prjónsdóttir. Verkefnið er sam- starfsverkefni fimm hönnuða (sem eru auk greinarhöfundar, Brynhildur Pálsdóttir, Egill Kalevi Karlsson, Hrafnkell Birgisson og Þur- íður Rós Sigurþórsdóttir) og Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Markmið verkefnisins er að nýta þá tækni, þekkingu, og framleiðslumögu- leika sem fyrir eru til að skapa íslenskar ull- arvörur byggðar á íslenskri arfleifð. Með þessari vöruþróun er verið að skapa nýja ímynd fyrir framleiðslu Víkurprjóns og leita nýs markhóps fyrir vöruna. Markhóps sem gerir kröfur um sérstæða hönnun, gæði og rekjanleika. Þetta er í raun sá markhópur sem allir framleiðendur og útflytjendur í landinu eiga að horfa til. Kröftugir klasar Til að styrkja enn frekar og byggja upp kröftugt samfélag þá er hugmyndafræði sem byggist á að mynda klasa áhugaverð. Vífill Karlsson hagfræðingur hefur rannsakað klasa og segir meðal annars: „Klasar eru formlegt eða óformlegt samstarf fyrirtækja sömu at- vinnugreinar eða henni tengd. Samstarfið getur verið á ýmsum sviðum, allt frá sameig- inlegum innkaupum til sameiginlegs dreif- inets eða á sviðum hönnunar og markaðs- setningar. Samstarfið getur jafnvel verið milli fyrirtækja sem eru í bullandi samkeppni. Með klasamyndun getur myndast skapandi og hvetjandi samfélag í tiltekinni atvinnugrein. Það sem aðgreinir klasasamstarf frá venju- legu samstarfi er þekkingaryfirfærsla og upp- bygging tengslanets. Klasasamstarf þróast gjarnan í tengslum við samkeppnisstöðu hvers landssvæðis.“ Til þess að einfalda og heimfæra flókinn hlut þá er hér algjörlega ímyndað dæmi fyrir ullariðnaðinn. Gefum okkur það út frá sam- keppnisgreiningu landshluta að ullariðnaður- inn myndi henta best á Suðurlandi. Þá væri æskilegt að uppbygging opinbera stofnana og fyrirtækja tengd iðnaðinum myndi fara fram á svæðinu. Hægt er að nefna fyrirtæki eins og Ístex hf. (Íslenskur textíl iðnaður sem fram- leiðir ullarband), Handprjónasamband Ís- lands, Húsmæðraskóli Íslands, handa- vinnusafn í tengslum við Skógasafnið, gestavinnustofur fyrir hönnuði og myndlist- armenn sem vinna með ull eða prjón. Prjóna- stofurnar væru ennþá staðsettar á sínum stöðum en gætu sameinast um hönn- unarvinnu með því að fá hóp hönnuða til að hanna fyrir þær allar. Hver prjónastofa fengi þó sína ímynd og séreinkenni en þau væru unnin út frá kjarna samvinnunni. Prjónastof- urnar gætu síðan komið upp prjónakaffi- húsum til að auka enn frekar áhuga fólks á þessari grein en fyrirmyndin kemur frá Bandaríkjunum þar sem svokölluð „knitting cafés“ hafa náð ótrúlegum vinsældum. Fyrirmyndir Til þess að byggja upp hvetjandi samfélag þurfa stjórnvöld að taka þátt. Til þess þurfa þau að hafa þor og hafa trú á verkefninu en til þess að þora og hafa trú þarf fyrirmyndir sem hægt er að horfa til. Margir hafa talað um Finnland í þessu samhengi og hafa Finnar svo sannarlega sýnt að með því að fjárfesta í og styðja menntun, hugvit og hönnun þá hef- ur þeim tekist að byggja upp sterkt samfélag með ríka sérstöðu. Það er heldur ekki tilviljun að Hollendingar eru á meðal fremstu þjóða í framúrskarandi hönnun, það var ákvörðun! Um miðja 19. öldina tók hollenska ríkið þá ákvörðun að fjárfesta í hönnun og arkitektúr. Ástæða hollenska ríkisins var sú að landið vildi byggja upp og búa til hollenska sérstöðu sem mundi skera sig úr frá stórþjóðunum í kring. Markviss uppbygging hófst og stendur hún enn yfir. Í því sambandi eru nokkur at- riði sem áhugavert er að benda á. Í fyrsta lagi fá stjórnmálamenn og aðrir ráðunautar fræðslu og fyrirlestra og síðast en ekki síst fara þeir í vettvangsferðir til að skoða hönnun og arkitektúr. Þetta er grundvöllur þess að þeir átti sig á þeim verðmætum og mögu- leikum sem eru fólgnir í þessum greinum. Í öðru lagi fær ríkið hönnuði og arkitekta til að vinna fyrir sig verkefni sem felast oft og tíðum í því að vinna að vöruþróun eða að skapa heildarímynd stofnana í eigu ríkisins. Í dag er meðvitund almennings á þessu sviði orðin það sterk í Hollandi að einkarekin fyrirtæki leita óhikað til hönnuða og arki- tekta. Hönnun, arkitektúr og myndlist hafa skapað Hollendingum sterka og meðvitaða þjóðarímynd. (Áhugaverð bók um þetta mál- efni er: False Flat; Why Dutch Design is so Good, Phaidon, 2004.) Lógó Íslands? Nú 62 árum eftir að Íslendingar urðu sjálf- stæð þjóð er áhugavert að hugsa um hver ímynd landsins er. Hvernig viljum við að hún verði? Ímynd tiltekins lands hlýtur að mótast af styrkleika þess á ákveðnum sviðum. Sjávar- útvegur hefur verið eitt af aðalsmerkjum Ís- lendinga og erum við vel þekkt fiskveiðiþjóð. Á undanförnum árum hefur hins vegar verið áhugavert að fylgjast með hvernig íslenskri tónlist hefur tekist að skapa okkur nýja og spennandi ímynd. Það má aldrei gleyma því að við höfum val um framtíð þessa lands. Hvað viljum við? Á framtíðarstefna að stýrast af þröngsýni eða víðsýni? Viljum við að stóriðjuver séu bjarg- vættir þjóðarinnar þar sem verðmætasköp- unin er hverfandi lítil eða viljum við horfa lengra og viðhalda fjölbreyttu atvinnulífi. Ákvörðun okkar skiptir máli því hún snýst um það að velja í hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvað ætlum við að gera að lógói Íslands? Hugsum til framtíðar og tökum víðsýna stefnu á skapandi séríslenskan og umfram allt arðbæran iðnað. Framtíðarsýn sem þessa geta hönnuðir tekið virkan þátt í að skapa. Hver er ímynd Íslands? Í hlutarins eðli Til þess að byggja upp hvetjandi samfélag þurfa stjórnvöld að taka þátt. Til þess þurfa þau að hafa þor og hafa trú á verkefninu, en til þess að þora og hafa trú þarf fyrirmyndir sem hægt er að horfa til, segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sem hvetur til aukinnar þátttöku hönnunar í þró- un framtíðarmyndar Íslands. Íslenskar vörur eigi líka að búa yfir sérstöðu sem felist í hönnun, gæðum og uppruna svo þær verði samkeppnishæfar. Höfundur er vöruhönnuður. hannar@mbl.is Gu ðfi nn a M jöl l M ag nú sd ótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.