Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 17
1969
Framtíðin
Hawk til Hafs kyrrðarinnar
Framtíðin
1969 Geimöldin
Alcoa kom við sögu þegar Neil
Armstrong og Buzz Aldrin lentu á Hafi
kyrrðarinnar á Tunglinu 20. júlí 1969.
Hvert gramm í geimfarinu skipti máli og
meðal annars tókst að létta það um 50
kílógrömm með því að pakka því inn í
álfilmu í stað þess að nota hitahlífar.
Annar kafli geimferða hófst þegar geim-
ferjan Columbia fór á loft 1981. Ál er
ekki aðeins notað í geimferjurnar, heldur
framleiðir Alcoa einnig álpúður í elds-
neytið. Farmar geimferjanna eru auk
þess að drjúgum hluta úr álblöndum,
t.d. Hubblestjörnusjónaukinn sem hefur
opnað okkur
nýjar víddir í
alheiminum.
Hvert liggur leiðin?
Alcoa framleiðir álblöndur, klæðningar, burðar-
grindur, festingar og hreyfilhluti í allar helstu gerðir
flugvéla. Árið 2002 kynnti Alcoa það markmið sitt
að létta flugvélamálma og lækka verð á þeim um
20% á 20 árum. Alcoa verður meðal helstu
framleiðenda efnis og hluta í stærstu farþegaþotu
heims, Airbus A380, sem flaug í fyrsta skipti
sumarið 2005 og getur flutt allt að 800 farþega.
Í Airbus A380 eru fleiri nýjungar frá Alcoa en í
nokkurri annarri flugvél í sögu fyrirtækisins.
V838 í Einhyrningi. Mynd, tekin með Hubblesjónaukanum árið 2002.
www.alcoa.is
Áræðni og áreiðanleiki
Áræðni hefur gert Alcoa kleift að halda viðskiptavinum á lofti í eiginlegri
merkingu allt frá fyrsta flugtaki við Kitty Hawk, yfir Atlantshaf, í gegnum
hljóðmúrinn, til Tunglsins og lengra út í geiminn. En jafnhliða áræðni
skiptir miklu að búa yfir áreiðanleika. Viðskiptavinir Alcoa hafa
bókstaflega treyst fyrirtækinu fyrir lífi sínu. Þeir hafa reitt sig á þróunar-
starf Alcoa og álverið í Fjarðabyggð verður mikilvægur hlekkur í þessu
þróunarstarfi Alcoa á komandi árum og áratugum.
Nýtt flaggskip Alcoa er í smíðum í Fjarðabyggð og á herðum þeirra, sem
koma til starfa um borð, hvílir sú ábyrgð að stýra því til móts við
framtíðina. Fæst okkar hafa unnið í álveri áður og öll þurfum við að
tileinka okkur nýja þekkingu og ný vinnubrögð. Sum okkar verða að
flytjast búferlum og setjast að í framandi umhverfi. Þá njótum við þess að
hafa stuðning frá traustu móðurfélagi og blómlegu samfélagi sem tekur
vel á móti okkur. Saman ætlum við að búa til frábært fyrirtæki.
Viltu slást í för með okkur?