Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 2
MINNISVARÐINN Samstaða eftir listamanninn Jóhann Ingimarsson, Nóa,
var í gærmorgun afhjúpaður af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
Minnisvarðinn stendur neðst við Strandgötu á Akureyri, í grennd við staðinn
þar sem Verkamannafélag Akureyrar var stofnað 6. febrúar 1906. Minn-
isvarðinn er því reistur í tilefni þess að ein öld er frá stofnun félagsins, og þar
með 100 ára samfelldu starfi verkalýðsfélaga í Eyjafirði. Kaupfélag Eyfirð-
inga bar allan kostnað af gerð listaverksins og gaf það hinum vinnandi manni.
Á myndinni eru, frá vinstri: Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélags-
ins Einingar-Iðju, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, forseti Ís-
lands Ólafur Ragnar Grímsson og listamaðurinn Nói, Jóhann Ingimarsson.
Samstaða
afhjúpuð á 100
ára afmælinu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
2 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FLEIRI SLYS
Slysum þar sem vöruflutn-
ingabílar koma við sögu hefur verið
að fjölga á síðustu árum. Í fyrra áttu
slíkir bílar þátt í 17% allra slysa en
þeir eru hins vegar einungis 6% af
heildarumferð í landinu. Sigurður
Helgason, verkefnisstjóri hjá Um-
ferðarstofu, telur þessa þróun
áhyggjuefni. Hann segir margt fólk
hrætt við þessa stóru bíla og margir
tali um að erfitt sé að fara fram úr
þeim.
Ekki alhæft um alla banka
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbanka Ís-
lands, segir mikilvægt að greining-
ardeildir sem skrifi um íslensku
bankana séu með réttar upplýsingar
og alhæfi ekki um alla bankana út
frá upplýsingum um einn banka eða
tvo.
Búið að skrá 15% fornleifa
Aðeins er búið að skrá um 15% af
öllum fornleifum á landinu. Íslend-
ingar standa langt að baki ná-
grannaþjóðum okkar að þessu leyti.
Sólborg Una Pálsdóttir, verkefn-
isstjóri hjá Fornleifavernd Íslands,
segir að til að hægt sé að koma í veg
fyrir að fornminjar séu skemmdar
sé grundvallaratriði að þær séu
skráðar.
Eldur um borð
Um 400 manns lifðu af sjóslysið á
Rauðahafi aðfaranótt föstudagsins
en allt að 1.000 manns eru taldir af.
Er þetta eitt mesta sjóslys í langan
tíma en haft er eftir þeim, sem af
komust, að eldur hafi komið upp í
skipinu skömmu eftir að það lagði úr
höfn í Sádi-Arabíu. Samt var ferð-
inni haldið áfram og eftir að hættu-
legur halli var kominn á skipið. Yf-
irvöld í Egyptalandi segja, að allt of
fáir björgunarbátar og björg-
unarvesti hafi verið um borð.
Tugir tróðust undir
Hátt í 90 manns týndu lífi í mikl-
um troðningi á leikvangi í Manila á
Filippseyjum í gær en þar var verið
að taka upp vinsælan sjónvarpsþátt.
Ekki er ljóst hvað olli en sumir
segja, að einhver hafi hrópað
„sprengja“. Ruddist þá fólkið út með
fyrrgreindum afleiðingum.
Ekki lengur árásarþyrlur
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna hefur endurskilgreint hlutverk
þyrlusveitar varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli. Ætti þetta að greiða
fyrir samkomulagi í viðræðum um
varnarmálin að mati Vals Ingimund-
arsonar sagnfræðings.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Hugvekja 64
Sjónspegill 40 Minningar 65/73
Hugsaðupphátt 42 Auðlesið 74
Svipmynd 42 Dagbók 78
Þjóðlífsþankar 44 Víkverji 78
Forystugrein 46 Velvakandi 79
Reykjavíkurbréf 46 Staður og stund 80
Úr vestuheimi 48 Menning 83/89
Umræðan 50/61 Ljósvakamiðlar 90
Bréf 56/57 Veður 91
Skák 62 Staksteinar 91
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HARALDUR Briem sóttvarnalækn-
ir segir í nýjasta hefti Læknablaðs-
ins, að fari svo að H5N1-stofn fugla-
flensuveiru taki breytingum þannig
að hann berist á milli manna og valdi
heimsfaraldri, megi búast við meiri
útbreiðslu, mun alvarlegri einkenn-
um, hærri dánartíðni og röskun á allri
starfsemi samfélagsins en gerist í
árstíðabundnum inflúensufaröldrum.
Haraldur segir að ekki sé unnt að
fullyrða hversu þungt slíkur faraldur
muni leggjast á fólk. Á síðustu öld
hafi faraldrar verið misskæðir.
Spænska veikin árið 1918 lagði að
velli 50–100 milljónir manna í heim-
inum. Asíu-inflúensan 1957 og Hong
Kong-inflúensan 1968 voru mun væg-
ari en ollu engu að síður talsverðum
umframdauðsföllum.
Haraldur segir að bóluefni gegn
nýjum stofni af inflúensu A og inflú-
ensulyf séu mikilvæg við að hefta og
hægja á útbreiðslu heimsfaraldurs
inflúensu. Bóluefni verði af skornum
skammti í upphafi slíks faraldurs
vegna takmarkaðrar framleiðslugetu
lyfjaiðnaðarins. Ísland hafi hvatt til
þess að Norðurlöndin reisi verk-
smiðju til að framleiða inflúensubólu-
efni. Niðurstaða hafi ekki fengist en á
meðan ákvörðunar er beðið verði
reynt að kaupa „heimsfaraldurs-
tryggingu“ sem eigi að setja Ísland í
forgang þegar framleiðsla bóluefnis
hefst. Veirulyf sem geti stytt sjúk-
dómstíma og dregið úr einkennum
sjúkdómsins verði mikilvæg séu þau
notuð rétt. Í árslok 2005 voru til
89.000 meðferðarskammtar í landinu
sem aðeins er heimilt að nota í heims-
faraldri. Haraldur segir að verið sé að
kanna kaup á frekari lyfjabirgðum og
unnið sé að því að tryggja nægar ör-
yggisbirgðir dreypilyfja og önnur
nauðsynleg lyf, hlífðarbúnað og
veiruheldar grímur fyrir þá sem
stunda inflúensusjúklinga í návígi.
„Sóttvarnalæknir og almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra skipu-
leggja almennar sóttvarnaráðstaf-
anir, svo sem einangrun, afkvíun,
lokun skóla og samkomubann (social
distancing) og aðgerðir til að tryggja
nauðsynlega starfsemi í landinu. Mik-
ilvægt verður að vernda spítala svo
þeir geti sinnt veikasta fólkinu.
Heilsugæslan í landinu mun gegna
þýðingarmiklu hlutverki við að sinna
veiku fólki í heimahúsum. Æskilegt
er að veikt fólk haldi sig heima og því
nauðsynlegt að sjá því fyrir vistum
þar,“ segir Haraldur.
Reynt að kaupa „heimsfarald-
urstryggingu“ fyrir Ísland
ELDUR braust út í húsnæði líf-
tæknifyrirtækisins Urðar Verðandi
Skuldar við Snorrabraut í fyrrinótt.
Að sögn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins barst tilkynning til Neyð-
arlínunnar og fór slökkviliðið af stað
klukkan 3.31. Slökkviliðið sendi tvo
bíla á staðinn og var eldur í geymslu
baka til í húsinu. Svo virðist sem eld-
ur hafi kviknað í töflu sem innihélt
geyma sem jafna rafmagnsspennu í
húsinu. Slökkvistarf gekk greiðlega
að sögn slökkviliðsins. Skemmdir á
húsnæðinu voru ekki miklar en reyk-
ræsta þurfti á efri hæðum hússins
þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru
til húsa.
Sömu nótt var slökkviliðið kallað út
í vesturbæ borgarinnar en tilkynnt
var um eld í ruslatunnu. Slökkvistarf
gekk vel og skemmdir urðu litlar.
Eldur á
tveimur stöð-
um í borginni
TÆP 16% þeirra sem kusu Reykjavíkurlistann í
síðustu borgarstjórnarkosningum sögðust
myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn væri kosið nú, í
könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís-
lands gerði á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í vor fyrir Morgunblaðið.
Alls sögðust 63,5% þeirra sem kusu Reykja-
víkurlistann síðast ætla að kjósa Samfylkinguna,
15,3% sögðust myndu kjósa Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð, og 4,3% sögðust styðja Fram-
sóknarflokkinn. Af þeim sem studdu Reykjavík-
urlistann í síðustu kosningum sögðust 16,9%
myndu kjósa annað en flokkana sem stóðu að
listanum. Flestir, 15,7%, sögðust myndu kjósa
Sjálfstæðisflokkinn, en 1,2% Frjálslynda flokk-
inn.
Þegar sá hópur sem sagðist hafa kosið Sjálf-
stæðisflokkinn í síðustu kosningum er skoðaður
kemur í ljós að 92,2% myndu kjósa flokkinn aftur
væru kosningar nú. Alls sögðust 3,2% þeirra
ætla að kjósa Samfylkinguna nú, 1,9% sögðust
styðja VG, 1,3% Framsóknarflokk og 1,3%
Frjálslynda.
Konur styðja frekar Samfylkingu og VG
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar styð-
ur hærra hlutfall kvenna Samfylkinguna og VG,
en karlar eru líklegri til að styðja Sjálfstæð-
isflokkinn og Framsóknarflokkinn en konur.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist þannig
54,4% meðal karla, en 42,6% meðal kvenna, og
munar tæpum 12 prósentustigum þar á. Fylgi
Samfylkingarinnar mældist hins vegar 29,5%
meðal karla en 36,9% meðal kvenna, og munar
þar 7,4 prósentustigum. Einnig reyndist veruleg-
ur munur á fylgi VG eftir kynjum svarenda, 6,7%
karla sögðust myndu kjósa VG, samanborið við
14,9% kvenna, og er munurinn 8,2 prósentustig.
Framsóknarflokkurinn mældist í könnuninni
með 6,3% fylgi meðal karla, en 4,1% meðal
kvenna. Frjálslyndi flokkurinn reyndist með
3,1% fylgi meðal karla en 1% meðal kvenna.
Tæp 16% R-listafólks ætla
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Fylgi Reykjavíkurlistans dreifist helst á Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk og VG
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is