Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 49 ÚR VESTURHEIMI unnið nokkur og verið sýndur margvíslegur annar sómi. Hljóm- sveitin er mikið á ferðinni, hefur spilað víða í Kanada, Bandaríkj- unum og Evrópu, og John Samson hefur lýst því yfir að hann hafi mikinn áhuga á að spila á Íslandi. Næstu tónleikarnir verða hins vegar í Winnipeg eftir rúma viku eða 16. febrúar undir yfirskrift- inni rokkað gegn kynþáttafor- dómum. Fjölhæfur listamaður John Samson semur ekki aðeins ljóð heldur líka smásögur og saga hans I hate Winnipeg er í nýjustu bók David Arnasonar, Winnipeg – The Imagined City – A Literary History of Winnipeg. Hann hefur unnið þó nokkuð fyrir CBC og greinar eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum (sjá t.d. http://brokenpencil.com/features/ feature.php?featureid=78). John Samson á auk þess útgáfufyr- irtækið Arbeiter Ring Publishing í Winnipeg og hefur hann fyrst og fremst lagt áherslu á að gefa út pólitísk verk eftir vinstri sinnaða höfunda en verðlaunabók Vestur- Íslendingsins Caelum Vatnsdals um kvikmyndagerðarmanninn Guy Madden, sem einnig er af ís- lenskum ættum, hefur fengið bestu móttökurnar og selst einna best. Fjölbreytt bókaúrval Sem fyrr segir mælir John Samson með bókinni A Complica- ted Kindness í kanadíska lestr- arátakinu. Umræðurnar verða á rás eitt hjá CBC og verður þeim útvarpað á morgnana og á kvöld- in að staðartíma 17. til 21. apríl. Auk þess verður lesið úr bók- unum á hverju kvöldi. Aðrar bæk- ur á lista Johns Samsons eru Not Wanted on the Voyage eftir Tim- othy Findley, You Don’t Get To Be a Saint eftir Patrick Friesen, The White Bone eftir Barbara Gowdy, Carnival of Longing eftir Kristjana Gunnars, Latent Heat eftir Catherine Hunter, Seed Catalogue eftir Robert Kroetsch, Between Tears and Laughter eft- ir Alden Nowlan, Man Descending eftir Guy Vanderhaege, Anarch- ism: A History of Libertarian Ideas and Movements eftir George Woodcock og Mercy eftir Alissa York. Aðrir þátttakendur í umræðu- þáttunum verða Maureen McTeer sem mælir með bókinni Deafening eftir Frances Itani, Nelofer Paz- ira sem valdi bókina Three Day Road eftir Joseph Boyden, Susan Musgrave með bókina Rooms for Rent in the Outer Planets: Sel- ected Poems, 1962-1996 eftir Al Purdy og Scott Thompson sem valdi bókina Cocksure eftir Mor- decai Richler. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson John K. Samson í bókaútgáfu sinni í Winnipeg. Morgunblaðið/Steinþór Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélagsins á Íslandi, Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, Jón Örn Jónsson, ræðismaður Íslands í Saskatc- hewan, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Stein- grímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður ráðherra, við minnismerkið í Elfros um íslensku landnemana í Vatnabyggð, en þau voru á þjóðræknisþinginu í Wynyard í Saskatchewan í fyrra. JÓN Örn Jónsson, ræðismaður Íslands í Saskatchewan-fylki, í Kanada, hefur verið heiðraður fyrir störf sín í þágu fylkisins. Honum var veitt orðan „Commemorative Medal for the Centennial of Saskatchew- an“, sem er opinber orða bresku krúnunnar. Jón Örn, sem er hagfræð- ingur frá Wisconsin-háskóla, í Bandaríkjunum, er sonur Jóns Sigtryggssonar, prófessors, og Lóu Tynes. Hann hefur verið búsettur í Kanada frá árinu 1970 og vann um árabil hjá fylkisstjórninni í Saskatc- hewan sem hagfræðingur, ráðgjafi og yfirmaður í ráðu- neytum, svo sem landbún- aðarráðuneytinu. Eiginkona Jóns Arnar er Guðrún Mjöll Guðbergsdóttir. Jón Örn Jónsson heiðraður Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennari: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Kendo: Skylmingar í búningi Kennari: Sölvi Tryggvason, 2. dan. Þessar greinar eiga sér einstaka menningarlega hefð og eru stundaðar af miklum fjölda fólks á öllum aldri í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi - japanskar skylmingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.