Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Við sitjum uppi með fárán-lega stjórn sem við kus-um aldrei. Hún tók baravöldin,“ sagði drengur ámínum aldri og horfði fast á mig. Við vorum stödd uppi á stóru búddahofi, umkringd hundruð- um annarra hofa. Búddahofin í Bag- an eru stórkostleg – ósviknir gim- steinar í lítt þekktu landi. Búdda, uxar og ógnarstjórn Svipmynd frá Myanmar (Búrma) Sigríður Víðis Jónsdóttir Strákurinn hvíslaði að hann væri fé- lagi í Lýðræðisflokknum, National League for Democracy. Hann var stoltur af þátttöku sinni en hún var á laun og varð að vera það. Í Myanmar, áður Búrma, má ekki viðra opinberlega pólitískar skoðanir sínar. Þar ríkir herstjórn sem hrifs- aði völdin árið 1962. Hin pólitíska stjórn hersins kallar sig Friðar- og þróunarráð ríkisins. Það verður að teljast sérlega kaldhæðnislegt því friðurinn er tilkominn vegna ægi- valds stjórnarinnar. Þróun hefur verið lítil og stjórnin er alvaldur. Tjáningarfrelsi þekkist ekki og ráða- menn eru þekktir fyrir að hneppa landsmenn í nauðungarvinnu. Og svo varð ennþá dimmara Í Myanmar vissi ég stundum ekki hvort ég var vakandi eða sofandi. Á þjóðvegi 1 var traffík af uxakerrum. Undir heitri sól á víðáttumiklum ökr- um plægði fólk jarðveginn með hjálp uxa. Kornið var einnig þreskt með þeirra aðstoð. Var uxinn besti vinur mannsins í Myanmar? Á korti sem ég rýndi í leit út fyrir að vegurinn sem ég ók eftir væri stór og breiður. Ég leit út um gluggann. Þessi vegur var einbreiður, holóttur og rykugur. Ég tók fram úr pallbíl, hlöðnum fólki. Farþegarnir voru 25, húkandi inni í bílnum, standandi aft- an á og sitjandi uppi á þaki. Allir veifuðu. Hér áttu fæstir bíla og hver fersentímetri bifreiðanna var nýttur til hins ýtrasta. Heimafólk sýndi stórkostlegt hugvit í að koma sem flestum fyrir í farartækjum. Á götuhorni í miðri borg virti ég fyrir mér reiðhjól, yfirfulla og beygl- aða strætisvagna, konur með byrðar á höfði og grænmetissala. Um kvöld- ið var dimmt í borginni. Lýsing var lítil sem engin. Rafmagn var dýrt og af skornum skammti. Skyndilega varð enn dimmara. Rafmagnið fór af borginni. Á veitingastað með eigin rafal gróf ég upp skæra lýsingu og bjórglas á 23 krónur. Markaður fimmta hvern dag Á markað streymdi fólk með vörur í körfum. Þorpsbúar lögðu leið sína í bæinn með vörur til sölu og til að kaupa nauðsynjavörur. Í þorpunum voru engar verslanir og markaður var haldinn fimmta hvern dag. Ég er að lesa Völuspá með nem- endum mínum. Það kemur ekki á óvart að þau láti heillast en þannig er það venjulega þegar ungu fólki er boðið upp á listaverk og rennir stoðum undir þá notalegu kenningu að sönn list muni ævinlega lifa. En hvað er það ná- kvæmlega við Völu- spá sem setur unga fólkið svo út af lag- inu að það gleymir þriðju kynslóð farsíma, varalitum og töffarastælum og gengur völvunni á vald? Er það seiðmögnuð hrynjandi kvæðisins, boðskapur þess eða eitthvað annað? Menn fjölyrða nú mjög um sam- hengið í íslenskum bókmenntum og sjá þess mörg dæmi að það sé farið veg allrar veraldar. En marki þús- und ára kvæði eitthvert upphaf í bókmenntasögunni verður ekki ann- Á valdi völvunnar að séð en að þetta samhengi sé í fullu gildi. Að vísu gengur brösu- lega að fá nemendur til að falla í stafi yfir samannjörvuðum textum lærdómsaldarinnar, svo sem Písl- arsögu Jóns þumlungs, en Hall- grímur Pétursson og frændi hans, Jónas Hallgrímsson, eiga greiða leið að góðum nemendum. Það er hins vegar Völuspá sem slær öll met. Texti kvæðisins er vitaskuld tor- skilinn á köflum en myndirnar, sem völvan dregur upp, eru svo skýrar og takturinn hennar svo sefjandi að goðheimar ljúkast upp í öllu sínu veldi. Töfrarnir felast ekki síst í mannlegum eiginleikum ásanna sem unga fólkið þekkir á eigin skinni og allt um kring. Þar blasir við ágirnd, undanbrögð og aðrir kunnuglegir brestir en ekki síst svik og eiðrof sem leiða til þess að heimsmyndin hrynur, „grjótbjörg gnata, gýgur HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Guðrúnu Egilson rata, halir troða helveg og himinn klofnar“. Allt vekur þetta áleitnar siðferði- legar spurningar. Mun græðgin tor- tíma jörðinni? Skiptir máli að ástunda heiðarleika og standa við orð sín? Eru eiðar þess virði að þeir séu haldnir? Hvað með vináttuna og ástina sem hrærist ótt og títt í ung- um hjörtum, ekki þumalputtakyn- slóðinni svokölluðu? Að sjálfsögðu felst lausn sjálfrar lífsgátunnar ekki í þessu snilld- arlega kvæði og grandvar kennari verður að gæta hófs við túlkun þess. En það miðlar ævarandi gild- um á sama hátt og Ferðalok Jón- asar og Um dauðans óvissa tíma eftir Hallgrím. Frammi fyrir þeim gildum stöndum við öll á lífsleiðinni, hvort sem við hneigjumst að trúar- brögðum eða látum okkur nægja að treysta á eigin mátt og siðferði. Án þeirra væri tilveran samhengislaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.