Morgunblaðið - 05.02.2006, Side 16
1903
1865
1927
Franski rithöfundurinn
Jules Verne kom snemma
auga á möguleikana sem fólgnir eru
í notkun áls. Í vísindaskáld-
sögu, árið 1865, sá Verne
fyrir sér mannaðar geim-
ferðir til tunglsins, í
álkúlum sem skotið
yrði frá jörðu úr
risastórri
fallbyssu.
Frá Kitty
1903
1865
19541954
Þristurinn
Með Douglas DC-3 urðu kaflaskil í
flugsögunni. Þessi ódrepandi vinnu-
þjarkur flaug fyrst árið 1935 og fjöldi
Þrista er enn í notkun, þeirra á meðal
Páll Sveinsson sem hefur þjónað
Íslendingum í meira en hálfa öld.
Þristurinn var næstum að öllu leyti úr
álblöndum frá Alcoa. Meðal nýjunga
var að álklæðningin deildi burðinum
með grindinni. Staða Alcoa í flugiðnaði
var sterk á árum annarrar heims-
styrjaldar og fyrirtækið reisti mörg ný
álver til að fullnægja aukinni álþörf.
Þotuöldin
Alcoa átti hlut að máli þegar Charles
“Chuck” Yeager rauf hljóðmúrinn 14.
október 1947 í Bell XS1 tilraunaþotu.
Margir höfðu óttast að vélin, sem var
úr sérstaklega styrktu áli, spryngi
þegar hún rækist á hljóðmúrinn.
Farþegaþotuöldin hófst svo fyrir
alvöru árið 1954 með Boeing 707 sem
var úr álblöndum frá Alcoa. Þotuöldin
náði til Íslands 24. júní 1967 þegar
Boeing 727, Gullfaxi Flugfélags
Íslands, lenti á Reykjavíkurflugvelli.
Charles Lindbergh
Snemma morguns 20. maí
1927 lagði Charles
Lindbergh upp í flugferð frá
New York, með fimm sam-
lokur og tvo vatnsbrúsa.
Nærri 33 klst. síðar lenti
hann í París eftir að hafa
sigrast á þoku, ísingu,
stormi og þreytu. Þannig
varð hann fyrstur manna til
að fljúga einn síns liðs yfir
Atlantshaf. Hreyfilspaðinn á
flugvél hans, Spirit of St.
Louis, var úr álblöndu frá
Alcoa. Lindbergh tók sjálfur
þátt í að þróa spaðann.
1927
Charles Lindbergh
19351935
Wrightbræður
Alcoa byrjaði að taka þátt í flugvélaframleiðslu þegar reiðhjólasmiðirnir
Orville og Wilbur Wright leituðu til fyrirtækisins. Þeir höfðu þá smíðað
flugvél en hvergi fengið nógu léttan og öflugan hreyfil. Sjálfmenntaður
snillingur, Charlie Taylor, smíðaði álhreyfil sem vó aðeins rúm 70 kíló-
grömm en skilaði þó 13 hestöflum. Vélflug hófst svo 17. desember 1903
þegar Orville Wright flaug vélinni í fyrsta skipti, 37 metra vegalengd, á
söndum Kitty Hawk í Norður-Karólínu.
Mikilvægan þátt í starfsemi Alcoa má rekja í gegnum helstu viðburði flugsögunnar. Eiginleikar áls gerðu vélflug
mögulegt og Alcoa hefur þróað flestar álblöndur sem notaðar eru í flugvélum, geimförum og gervitunglum.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
A
LC
3
12
12
02
/2
00
6