Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Veiðigræjur á heildsöluprís! Lagersala í nokkra daga Við rýmum til fyrir nýju vörunum. Við seljum stangir, hjól, vöðlur, skó, jakka og margt fleira á heildsöluprís í nokkra daga í Skeifunni 8 Skeifan 8 – gengið inn á hlið hússins Ótrúlega ótrúlegt verð Opið aðeins í tvo daga Sunnudag frá 13 til 18 Mánudag frá 13 til 19 Að undanförnu hefur mikiðverið rætt um hlutverkViðeyjar í fortíð, nútíðog framtíð; hvort eigi aðhafa þar íbúðarbyggð, stuðla að fjölgun ferðamanna með tilheyrandi afþreyingu, koma fyrir útilistaverkum á eyjunni eða leyfa henni að vera eins og hún er. Í kjöl- farið hefur saga eyjarinnar verið rifj- uð upp og tíndir til helstu merkisat- burðir. Einn er þó sá atburður sem ég hef hvorki heyrt né séð minnst á; barnaheimili sem Bjarnfríður Ein- arsdóttir ljósmóðir rak í Viðey sumr- in 1937 og 1938. Mig langar í nokkr- um orðum að segja frá heimili þessu að því marki sem vitneskja mín og heimildir leyfa. Bjarnfríður Einarsdóttir Bjarnfríður Einarsdóttir fæddist í Norður-Gröf á Kjalarnesi 17. ágúst 1897. Hún lauk ljósmóðurprófi árið 1919 og stundaði framhaldsnám í Danmörku í ljósmóður- og barna- hjúkrun árin 1922–1924. Jafnframt hjúkrun og ljósmóðurstörfum stund- aði hún hannyrðanám í Reykjavík og Danmörku og kenndi auk þess út- saum samhliða ljósmóðurstörfum. Hún hélt hannyrðasýningu árið 1950 á verkum sínum í Þjóðminjasafninu. Árið 1926 hlaut hún verðlaun fyrir jurtalitað teppi í samkeppni sem árs- ritið Hlín efndi til. Í anddyri Mos- fellskirkju hangir útsaumsmynd eft- ir Bjarnfríði en myndefnið er sótt í Markúsarguðspjall og fjallar um líf- gjöf Jesú til dóttur Jarusar. Sumarheimili í Viðey Í viðtali við Bjarnfríði, sem birtist í Morgunblaðinu árið 1965, kemur fram að henni „datt einu sinni í hug að taka sér sumarfrí og til þess að vera ekki ein tók hún með sér nokkur börn“. Hún auglýsti í Morgunblaðinu eftir börnum til sumardvalar í Viðey vorið 1937. Viðbrögðin við auglýsing- unni voru afar góð og þagnaði ekki síminn hjá henni þann daginn. Vorið eftir ákvað Bjarnfríður að bjóða upp á sumardvöl í annað sinn og þá hljóð- aði auglýsingin í Morgunblaðinu á þessa leið: „Vegna fjölda áskorana verður barnaheimilið sem starfrækt var í Viðey í fyrra starfrækt aftur í sumar. Nokkur pláss laus.“ Börnin voru á aldrinum þriggja til tíu ára. Fyrsta sumarið var hún með tíu börn, næsta tuttugu og síðasta sumarið, en þá var sumarheimili Bjarnfríðar starfrækt á Ásum í Gnúpverjahreppi, voru börnin orðin þrjátíu. Í viðtalinu kemur enn frem- ur fram að Bjarnfríður skipulagði heimilið sem nokkurs konar baðstað eða hressingarhæli. Börnin stund- uðu mikið sjó- og sólböð „en sjálf var ég þó skussi í sundi. Svamlaði þó allt- af með“ er haft eftir Bjarnfríði. Börnin tíndu skeljar, kuðunga og steina en í margbreytileika sínum ber sjórinn „alltaf á land gnægð af nýju í stað þess sem tekið er“. Hún segir jafnframt frá því að alltaf hafi verið næg verkefni fyrir börnin þótt engin leikföng hafi verið tiltæk: „Gnægð er leikfanga í náttúrunni sjálfri á Íslandi.“ Ekki þurfti að benda börnunum oftar en einu sinni á efni til leikfanga í náttúrunni enda fundu þau strax sjálf hvar leita skyldi. Í vondum veðrum saumuðu stúlk- urnar föt á dúkkurnar sínar. Dreng- irnir létu hins vegar veðrið ekki á sig fá heldur gölluðu sig og hlupu úti með flugvélar sem þeir smíðuðu úr rekaviði. Bjarnfríður lagði áherslu á að börnin kynntust náttúrunni og fylgdust með fuglum, hreiðurgerð þeirra og ungum, en mikið fuglalíf var og er í Viðey; „þá var stiklað á tánum til að fuglinn flygi ekki upp“, segir í viðtalinu. Bjarnfríður gerði að umtalsefni gagnrýnisraddir sem telja það þvingun að fylgst sé með börnum. Hún var ekki sammála því og lagði áherslu á að börnin fyndu fyrir því að fylgst væri með þeim, því að „þá venjast þau á að gæta sín og vanda allt sitt dagfar“. Aldrei sagðist Bjarnfríður hafa litið af börnunum „til þess að vera til taks ef eitthvað slettist upp á vinskapinn milli þeirra sem þó sjaldan var“. Að lokum kem- ur fram í viðtalinu að hvorki Bjarn- fríður né aðstoðarstúlkur hennar reiknuðu sér laun þann tíma sem heimilið starfaði, en aðstandendur barnanna greiddu gjöld fyrir börn sín sjálfir. Þorpið Bjarnfríður fékk til umráða svo- kallað Ólafshús sem stóð í þorpinu á austurenda eyjarinnar, á Sund- bakka. Samkvæmt upplýsingaskilt- um í Viðey var húsið byggt árið 1907, stærð þess var 270 fm² og hafði það staðið autt frá árinu 1934. Húsið hafði áður verið notað sem skrif- stofu- og íbúðarhús. Í Ólafshúsi var ekki rennandi vatn frekar en í flest- um öðrum húsum í Viðey. Rafmagn var ekki í húsum eftir að Kárafélagið hætti starfsemi árið 1931. Steinolíu- lampar voru því notaðir til lýsingar. Á þeim tíma sem Bjarnfríður rak barnaheimilið var byggð að líða und- ir lok í Viðey. Mörg hús stóðu auð en önnur voru notuð sem sumarhús af fyrrverandi íbúum eða öðrum. Íbú- um eyjarinnar reyndist erfitt að selja eignir sínar eftir að allri atvinnu- starfsemi hafði verið hætt. Tóku þá margir til þess ráðs að rífa hús sín og selja allt nýtilegt, eins og timbur og jafnvel ofna. Samkvæmt upplýsingapésa um Viðey fór þorpið í eyði árið 1943. Í sóknarmannatali frá árinu 1938– 1949 kemur fram að í árslok 1938 voru 53 skráðir búsettir í Viðey. Af þeim voru 34 börn, fædd á árunum 1920–1937. Því er ljóst að tiltölulega stór hópur barna á svipuðum aldri og börnin á barnaheimilinu var í eynni. Barnaheimilið Í viðtalinu við Bjarnfríði kemur fram að mikil regla var á heimilis- haldi barnaheimilisins. Börnin fóru alltaf snemma á fætur og snemma að hátta á kvöldin; komu inn klukkan sex og voru komin í háttinn klukkan átta. Þá var lesið og voru þau öll sofnuð klukkan tíu. Viðmælendur mínir sem bjuggu í eyjunni á þessum tíma segjast lítið sem ekkert hafa kynnst heimilisbörnunum. Ekki var það vegna áhugaleysis þeirra heldur þótti Viðeyjarbörnunum sem Bjarn- fríður kærði sig ekki um samgang milli barnahópanna. Ekki vissu þau hvers vegna það var. Gripu börnin í Viðey stundum til þess ráðs að banka á glugga heimilisins á kvöldin og stríða bæði börnunum og Bjarnfríði, enda snemma háttað þar á bæ. Aðbúnaður Við gerð þessarar greinar reyndi ég að hafa uppi þeim sem höfðu dval- ið á sumarheimilinu sem börn. Ein kona gaf sig fram en hún var í einn mánuð á heimilinu sumarið 1938. Hún fæddist í Borgarfirði árið 1927 en þannig háttaði til að engin ljós- móðir var starfandi þar á þeim tíma. Svo vildi til að Bjarnfríður var á ferðalagi í Borgarfirði og tók hún á móti stúlkunni. Í kjölfarið bast Bjarnfríður fjölskyldunni tryggða- böndum en þó sérstaklega stúlkunni litlu. Þegar hún var ellefu ára bauð Bjarnfríður henni að dvelja hjá sér í Viðey, sem hún og þáði. Að sögn heimildamanns míns var í eynni pósthús, símstöð og fjögur til fimm önnur hús auk Búsins, en það var sveitabú sem stóð norðvestan við Viðeyjarstofu. Stúlkunni leið mjög vel þennan mánuð á heimilinu og leiddist hvorki henni né öðrum. Börnin voru flest á aldur við hana, tíu til tólf alls. Henni fannst Bjarnfríður vera ósköp góð við börnin og hafa góð tök á hópnum. Þau voru að henn- ar sögn mest úti við að leik eða inni í Ólafshúsi. Oftast voru þau í krokket upp við Búið. Á Búinu voru skepnur sem börnin höfðu þó engin afskipti af. Einnig fóru þau í göngutúra um eyjuna með Bjarnfríði. Flestir bátar sem komu í eyjuna lentu að Hafskipabryggju sem var við Sundbakkann og var Ólafshús neðst á Sundbakkanum, nálægt bryggjunni. Þegar fólk kom í eyjuna gekk það því yfirleitt fram hjá Ólafs- húsi og styttu börnin sér stundir við að fylgjast með þeim sem leið áttu um þorpið frá bryggjunni, meðal annars prestinum og fylgdarliði hans þegar hann kom út í eyju til að syngja messu. Tvisvar fóru börnin í kirkju þann tíma sem heimildamaður minn dvaldi í Viðey. Ekkert rennandi vatn var í Ólafs- Barnaheimili í Viðey Saga Viðeyjar hefur oft ver- ið rifjuð upp og tíndir til helstu merkisatburðir. Áslaug Jóhannsdóttir segir þó sjaldan minnst á að sumrin 1937 og 1938 hafi Bjarnfríður Einarsdóttir ljósmóðir rekið þar barnaheimili. Börnin á barnaheimilinu í Viðey vaða í sjónum. Bjarnfríður Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.