Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 4
4 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MATSNEFND um vatnsréttindi
landeigenda að Jökulsá á Dal fórí
vikunni í vettvangsferð á Fljótsdals-
héraði. Í kjölfarið fer fram frekari
gagnaöflun og ekki er búist við úr-
skurði frá nefndinni fyrr en eftir ein-
hverja mánuði.
Friðbjörn Gunnarsson, lögmaður
hjá Regula lögmannsstofu, sem unn-
ið hefur fyrir landeigendur, sagði í
samtali við Morgunblaðið að nefndin
hefði skoðað vatnasvið þeirra áa sem
væri verið að virkja með Kára-
hnjúkavirkjun. „Jökulsá á Dal og
hennar fjórar upptakakvíslir eru til
skoðunar, ásamt Jökulsá á Fljótsdal,
Kelduá og allar þær smáár sem á að
virkja. Í matsnefndinni sitja fimm
menn; lögmenn, verkfræðingar og
hagfræðingar,“ segir Friðbjörn.
Í kjölfar vettvangsferðarinnar
verður farið í gagnaöflun. „Ég á ekki
von á að málið verði tekið til úr-
skurðar fyrr en seint í vetur. Ennþá
er gagnaöflun í gangi og ekki séð
fyrir endann á henni. Úrskurður
verður vonandi kveðinn upp í vetur
en þetta er opið í báða enda. Menn
eru að vinna þetta sem best svo að
sátt verði um málin.“
Landeigendur fara fram á 60 til 96
milljarða bætur vegna vatnsréttinda
fyrir Kárahnjúkavirkjun. Lands-
virkjun metur þessar bætur á 375
milljónir króna hið hæsta
Forsendur útreikninga hafi
breyst í kjölfar nýrra raforkulaga og
þess að stofnkostnaður virkjunar-
innar sé lægri en áætlun Lands-
virkjunar gerði ráð fyrir, m.a. vegna
hagstæðs gengis á undanförnum
misserum. Landsvirkjun telur kröf-
ur landeigenda óraunhæfar með öllu
og byggir það mat á eldri fordæm-
um, almennum lagasjónarmiðum og
sérsjónarmiðum varðandi virkj-
unina.
Kröfur frá landeigendum við
Lagarfljót kæmu ekki á óvart
Friðbjörn segir að sér sé ekki
kunnugt um að kröfur séu komnar
fram á hendur Landsvirkjun frá
landeigendum við Lagarfljót. „Það
kæmi þó ekki á óvart að slíkar kröf-
ur yrðu lagðar fram og lytu þá eink-
um að eyðingu og eyðileggingu
lands við hækkun vatnsborðs,
þ.e.a.s. tún geta blotnað og þess
háttar.
Svo er ósvarað þeirri spurningu
hvað verður um það vatn sem mun
aukalega koma í Lagarfljót með til-
færslu Jöklu og verður virkjanlegt,
hvort sem það verður við Lagarfoss
eða annars staðar, þ.e. hver eigi þau
réttindi. Ég álít þó að það verði látið
liggja á milli hluta í þessari lotu,
enda er það einsdæmi og ekki verið
leyst úr slíku ágreiningsmáli á
byggðu bóli svo mér sé kunnugt
um,“ segir Friðbjörn.
Matsnefnd um vatnsréttindi
skoðaði vatnasvið Jöklu
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
HILDUR Dungal, forstjóri Útlend-
ingastofnunar, segir að stofnunin hafi
ekki fengið inn á borð til sín mál
þeirra erlendu kvenna sem verið hafa
til umræðu að undanförnu að því leyti
að upplýsingar um heimilisofbeldi
hafi legið fyrir. Slíkar upplýsingar
þurfi að liggja fyrir til að stofnunin
átti sig á því hvernig málið sé vaxið,
því komi upplýsingarnar ekki fram
séu slík mál afgreidd samkvæmt lög-
um.
Hún segir það hins vegar geta
komið til greina að konum, sem orðið
hafi fyrir heimilisofbeldi og skilið við
maka sinn af þeim sökum, verði veitt
dvalarleyfi af mannúðarástæðum,
eins og Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, lagði til í Morg-
unblaðinu í fyrradag. Gissur taldi lík-
legt að konurnar fengju atvinnuleyfi í
kjölfarið, en Vinnumálastofnun sér
um útgáfu atvinnuleyfa.
„Það er eitt sem hefur slegið mig
dálítið varðandi þessa umfjöllun alla
að þessi mál hafa ekki komið inn á
okkar borð. Það stendur ekki yfir
brottvísunarferli af okkar hálfu varð-
andi þessi mál. Við þurfum auðvitað
að vita af svona málum til þess að
geta tekið á þeim,“ segir Hildur og
bætir við að fólk geti alltaf sótt um
slík leyfi og borið við alls konar að-
stæðum, sem séu rannsakaðar.
„Grípa mætti til þessarar tegundar
leyfis. Þarna er sveigjanleikinn í lög-
unum. Það hefur verið mín skoðun að
í stað þess að fara þá leið að setja sér-
tæk undanþáguleyfi í lögin að nýta
frekar þann sveigjanleika sem er í
lögunum, t.d. varðandi þessi mann-
úðarsjónarmið,“ segir Hildur og
bendir á að við slíkar undanþágur
mætti fella undir fleira en einungis
heimilisofbeldi.
Hildur segir að stofnunin taki slík
mál ekki upp að eigin frumkvæði og
hún tekur fram að ekki sé hægt að
fullyrða fyrirfram að undanþágurnar
eigi við í tilviki kvennanna.
3–4 leyfi verið veitt á árinu
Dvalarleyfi á grundvelli mannúðar-
sjónarmiða eru veitt nokkrum sinn-
um á ári en Hildur segir það sjald-
gæft að slík leyfi séu veitt.
Alls hafa þrjú til fjögur slík leyfi
verið veitt á árinu og hjá Útlend-
ingastofnun eru nú nokkrar umsókn-
ir um slík leyfi til meðferðar. Hildur
segir að yfirleitt séu slík leyfi veitt í
kjölfar umsókna um hælisleit sem
ekki hafi verið talin uppfylla skilyrði
og þá veitt í staðinn dvalarleyfi af
mannúðarástæðum.
Atli Gíslason, varaþingmaður VG,
flutti á vorþingi 2004 frumvarp sem
fól í sér að sett yrði inn í lög um út-
lendinga og lög um atvinnuréttindi
útlendinga undanþáguákvæði þegar
rekja má ástæður skilnaðar til ofbeld-
is gagnvart erlenda makanum. Það
myndi þýða að þegar dvalar- eða at-
vinnuleyfi hafa verið gefin út á þeirri
forsendu að viðkomandi sé í hjóna-
bandi, féllu þau leyfi ekki fortakslaust
úr gildi heldur yrði hvert tilvik metið.
Vill frekar almenn ákvæði
Þegar Hildur er innt eftir við-
brögðum við tillögunum segist hún
ekki telja eðlilegt að láta undanþágu-
ákvæðin ná til ákveðinna hópa, held-
ur sé betra að þau séu almenn.
„Ég er hlynntari því að undan-
þáguákvæði séu almenn til að und-
anskilja ekki ákveðna hópa,“ segir
hún og bendir á að það geti boðið
hættunni heim um að aðrir hópar falli
ekki undir slík ákvæði.
„Séu ákvæðin almenn, fæst meiri
sveigjanleiki í lögin og hvert tilvik er
metið út frá einstaklingsgrundvelli.“
Segir dvalarleyfi af mannúðarástæðum koma til greina
Sveigjanleiki er í lögunum
Eftir Árna Helgasson
arnihe@mbl.is
Hildur Dungal Undanþágur mætti
fella undir fleira en heimilisofbeldi.
»Upplýsingar um heimilisofbeldiþurfa að liggja fyrir til að Út-
lendingastofnun geti áttað sig á
hvernig mál eru vaxin.
»Dvalarleyfi á grundvelli mann-úðarástæðna eru veitt nokkrum
sinnum á ári, en þó er sjaldgæft að
slík leyfi séu veitt, þrjú til fjögur á
þessu ári.
» Séu ákvæðin almenn fæst meirisveigjanleiki í lögin og hvert til-
vik er metið út frá einstaklings-
grundvelli.“
Í HNOTSKURN
List getur verið hættuspil þegar hún stuðar fólk.
Þetta vita grafítílistamenn og því þræða þeir
jafnan skuggana og stunda list sína í dimmum
skotum í skjóli nætur. Það kom því flatt upp á
ljósmyndara Morgunblaðsins þegar hann kom
auga á þessa listamenn í porti vestur í bæ við iðju
sína í dagsbirtunni. Þótt hann hafi brugðist hratt
við voru listamennirnir sneggri og huldu andlit
sín áður en hann náði smella af.
Morgunblaðið/RAX
Skuggalist í dimmu skoti
FJÖGUR þúsund miðar verða seld-
ir til íslensks almennings á leik ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu
við Dani sem fram fer á Laug-
ardalsvellinum hinn 6. september.
Miðarnir eru nær uppseldir og
ljóst er að eft-
irspurnin er
meiri en fram-
boð.
Geir Þor-
steinsson, fram-
kvæmdastjóri
KSÍ, segir að
skýringin liggi í
því að hluti miða
fari til danska
knattspyrnu-
sambandsins,
hluti til styrkt-
araðila KSÍ og
svo var hluti seldur beint til fyr-
irtækja.
„Það eru um 9.600 miðar á
þennan leik. Auk þeirra 4.000 sem
við höfum selt á netinu til almenn-
ings munu væntanlega eitthvað um
900 ganga til danska knattspyrnu-
sambandsins BBU og 2.000 til
styrktaraðila KSÍ. Svo seldum við
íslenskum fyrirtækjum, sem hafa
haft samband við okkur, tæplega
2.000 miða,“ segir Geir. „Þetta eru
smærri og stærri fyrirtæki sem
eru að skipuleggja ýmsar uppá-
komur í tengslum við leikinn og
eiga það mörg sameiginlegt að
vera í viðskiptasambandi við
Dani,“ bætir hann við.
Geir segir að viðureignin við
Dani verði stórleikur og þegar svo
sé háttað sé eftirspurn yfirleitt
meiri en framboð. „Við hefðum
léttilega getað selt 20.000 miða,“
segir hann og býst við svipaðri eft-
irspurn þegar Íslendingar mæta
Svíum á Laugardalsvelli í október.
Stór hluti miða á
Danaleikinn seld-
ur fyrirtækjum
Eiður Smári
Guðjohnsen
TILKYNNING barst um klukkan
átta í gærmorgun um að mikinn
reyk bæri frá gæsluvelli við
Heiðaból í Keflavík. Þegar lög-
regla og slökkvilið komu á stað-
inn var töluverður eldur í húsinu
og mikill reykur.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni gekk slökkvistarf vel
en um klukkustund tók að ráða
niðurlögum eldsins. Tveir
slökkviliðsbílar frá Brunavörnum
Suðurnesja fóru á vettvang.
Rannsókn á upphafi brunans
stendur yfir en grunur leikur á
að um íkveikju hafi verið að
ræða. Húsið er mjög illa farið eft-
ir brunann.
Bruni á gæsluvelli
í Keflavík