Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm í ágúst. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 31. ágúst frá kr. 29.990 Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. að lágmarki 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku, 31. ágúst. TRÚLEGA verða þrestir, sem koma við í höfuðborginni á leið sinni til vetrarstöðva sinna í útlöndum, færri í ár en undanfarin ár. Skýringin felst í slæmri afkomu mófugla vegna hrets sem gerði víða um land síðast- liðið vor sem hjó skörð í marga fuglastofna. Þrestir eru vanir að koma við í borginni í stórum hópum áður en þeir halda af landi brott og gæða sér á berjum í görðum. Reyni- berin eru í miklu uppáhaldi og hreinsa þeir venjulega þá uppskeru upp að hausti. Skógarþrestirnir eru á förum frá landinu allt frá ágústlok- um og fram í nóvember. Í september og október fara þeir um í stórum hópum og éta ber þar sem þeir kom- ast í þau. Um það leyti mun koma í ljós hvort hretið hefur haft afger- andi áhrif á þessa fiðruðu gesti höf- uðborgarinnar. Þungt högg Ólafur Karl Nielsen, fuglafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Ís- lands, segir að svokallaðir heima- fuglar, þ.e. fuglar sem halda sig allt sumarið í borginni og verpi þar, séu líklega álíka margir og undanfarin ár. „Aragrúi farfugla kemur svo í borgina á haustin, mest þrestir sem hafa orpið út á landi, og nýta sér hér þá fæðuuppsprettu sem eru berin í görðunum,“ segir Ólafur. „Það má vel vera að sú umferð verði miklu minni en verið hefur því þrösturinn fór svo óskaplega illa út úr hretinu í vor líkt og aðrir mófuglar. Mófuglar drápust þúsundum ef ekki tugþús- undum saman á Austurlandi, Norð- urlandi og Norðvesturlandi í lok maí. Þetta er eitthvert þyngsta högg sem mófuglar hafa orðið fyrir í háa herrans tíð.“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Sólginn í berin Eftirlæti skógarþrastar eru reyniber og í ár virðist vera nóg um þau í görðum borgarinnar. Munu færri þrestir berjast um berin í borginni? Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is KARTÖFLUUPPSKERA víðast hvar á landinu hefur verið þokkaleg og mjög ræst úr undanfarnar vikur, að því er fram kemur í samtölum við þrjá kartöflubændur. Erlendar kart- öflur eru víðast hvar búnar í versl- unum og því nánast eingöngu íslensk- ar kartöflur á boðstólum um þessar mundir. Fyrstu kartöflurnar komu á markað um 20. júlí og uppskeran um þessar mundir fer beint á markað en þeir bændur sem talað var við stefna á að fara fljótlega að safna kartöflum í hús fyrir veturinn. Breyst á tveimur vikum Sigurbjartur Pálsson, bóndi í Skarði í Þykkvabæ, segir að sú góða tíð sem verið hafi að undanförnu hafi bjargað sumrinu. „Fyrir tveimur vikum hefði ég sennilega sagt að það yrði mjög lítil uppskera en þetta lítur betur út núna enda hefur verið óhemjugóð tíð að undanförnu,“ segir Sigurbjartur og telur stefna í ágætis sumar í það heila. „Við skulum segja að þetta verði þokkalegt í það heila.“ Sigurbjartur segir erfitt að segja til um hve mikil uppskeran verði en stefnt sé á 3–500 tonn. Góður hiti hafi verið síðustu daga, allt að 12 gráðum á nóttunni og allt að 20 gráðum á dag- inn. Aðspurður um verð á kartöflum segir hann það ásættanlegt en hafi verið hærra þegar fyrstu kartöflurn- ar komu á markað. 60–100 krónur séu greiddar fyrir kílóið af kartöflum en hann segir að bændur óttist að því verði þrýst eitthvað niður. Góð tíð á Seljavöllum Helgi Egilsson, bóndi á Seljavöll- um, segir að gengið hafi vel í heild og uppskeran verið góð. Hann hafi byrj- að um 20. júlí að taka upp kartöflur og verið að síðan. Tíðin hafi verið góð, að vísu hafi ekki verið mikil sól en hæfi- leg væta. Helgi stefnir á að taka upp um 400 tonn af kartöflum í ár. „Þetta eru fallegar og heilbrigðar kartöflur,“ segir Helgi og bætir við að framundir miðjan september verði tekið upp. „Nú er bara að fá góða daga til þess að taka upp,“ segir hann. Ágætis meðalár Bergvin Jóhannsson, bóndi á Ás- hóli í Eyjafjarðarsveit, segir að það stefni í ágætis meðalár í uppskeru. „Það hefur verið góð tíð að und- anförnu eftir kuldann í vor og snjó- komu. Það varð mildara í júní og svo hefur tíðin haldist nokkuð stöðug.“ Fyrstu kartöflurnar á Áshóli voru teknar upp um 10. ágúst í ár og verið sé að taka upp kartöflur núna sem fari beint á markað. Bergvin stefnir á að taka upp um 300 tonn en af því magni verði að jafnaði um 30% rýrnun. Bergvin segist þó ósáttur við verðið og kjör kartöflubænda á þessu svæði. Þeir fái einungis um 30 kr. fyrir kílóið af kartöflum í sinn hlut, dreifingarfyr- irtækið 30 krónur og svo fari til versl- unarinnar og skattsins um 100 krónur af kílóverðinu, sem Bergvin segir vera um 150–160 krónur út úr búð. „Kartöflubændum hér á svæðinu hefur fækkað verulega undanfarin ár og af þeim sem eru eftir hérna eru ýmsir sem eru að hugleiða að hætta,“ segir Bergvin og nefnir lágt verð og lélega afkomu sem helstu ástæður lít- illar nýliðunar í stéttinni. Þokkaleg kartöfluuppskera hefur verið víðast hvar um landið í sumar Góð tíð að undanförnu hefur bjargað sumrinu í Þykkvabæ Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MAGNÚS Á Ágústsson, garð- yrkjuráðunautur hjá Bænda- samtökum Íslands, segir að kart- öflubændum hafi farið fækkandi síðastliðin ár. „Þetta hefur gerst hægt og ró- lega og margir sem hafa haft kartöflurækt sem aukabúgrein hafa hætt því.“ Hann segir þró- unina einkum birtast í því að þeg- ar eldri kartöflubændur hætti taki yngri kynslóðir ekki við, lítil nýlið- un verði í greininni. Nokkuð sé líka um að menn, sem kalla megi á besta aldri, hætti ræktun og snúi sér að öðru. Hann áætlar að um 60 aðilar séu í kartöflurækt en þar af séu 20 sem kallast megi stórir framleiðendur. Magnús segir suma bændur hafa stækkað við sig en almennt séð sjái menn lítil sóknarfæri í greininni. „Þetta hefur ekki gerst snögglega, ég myndi segja að þró- unin hafi verið svona allavega síð- astliðin áratug,“ segir Magnús. Hann segir lágt skilaverð til bænda helstu ástæðuna en það hafi verið lækkandi. „Á sama tíma hafa gæði kartaflna verið stöðugt að aukast. Bændur fá minna fyrir betri kartöflur núorðið.“ Með bættri meðhöndlun, minni áburð- argjöf og betri geymsluaðferðum hafi gæðin aukist stórlega. Bændur fá minna fyrir betri kartöflur » Nýjar íslenskar kartöflur komu í verslanir um 20. júlí. »Bóndi kveðst fá 30 kr. í sinnhlut af kílói, dreifingarfyr- irtækið 30 kr. og búðin og skatt- urinn fái um 100 kr. »Lágu afurðaverði og lélegri af-komu er kennt um litla nýliðun kartöflubænda. Í HNOTSKURN ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir mennta- málaráðherra hef- ur undirritað árangursstjórn- unarsamning menntamálaráðu- neytis við Rann- sóknarmiðstöð Ís- lands (RANNÍS). Hlutverk RANNÍS er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og fram- kvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs um vísindi, tækni og nýsköpun. Sam- kvæmt tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu er tilgangur árangurs- stjórnunarsamninga að festa í sessi samskiptaferli milli ráðuneytis og við- komandi stofnunar, auk þess að draga fram áherslur í stefnu og áætlunum. Fela þeir í sér gagnkvæmar skyldur samningsaðila vegna verkefna sem falin eru stofnunum. Í samningunum eru ákvæði er lúta að starfsmanna- stefnu, jafnréttismálum, aðgengi að stofnunum og upplýsingamálum. Þeir breyta ekki ábyrgð ráðherra gagn- vart Alþingi á starfsemi stofnananna eða þeim stjórnsýsluskyldum sem þeim eru ætlaðar lögum samkvæmt. Samningur menntamála- ráðuneytisins og RANNÍS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir VEGABRÉF Abrahams Shwaiki, íslensks ríkisborgara sem stöðvaður var við komuna til Tel Aviv í Ísrael ný- lega og snúið aft- ur heim til Ís- lands, var ekki ógilt. „Vegabréfið hans var ekki ógilt en það var búið að stimpla komustimpil á það og hann síðan ógiltur með öðrum stimpli,“ segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins. Abraham fékk vegabréfið aftur þegar hann kom til London og segir Pétur að það sé í fullu gildi. Vegabréf Abra- hams í fullu gildi ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók bifreið sinni ut- an í tengivagn flutningabíls þegar bílarnir mættust á Strandaheiði laust eftir miðnætti í fyrrinótt, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Eftir áreksturinn hafnaði fólksbíllinn á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn, hollenskur karl- maður á miðjum aldri, og kona sem var farþegi í bílnum voru flutt á sjúkrahús í Keflavík en meiðsli þeirra reyndust ekki mikil. Ölvaður maður ók utan í tengivagn ÖKUMAÐUR sem grunaður er um ölvun velti bifreið snemma í gær- morgun á Miðhúsabraut á Ak- ureyri. Um kl. 18 í gær var ökumað- ur handtekinn eftir að hafa keyrt á tvo kyrrstæða bíla. Hann reyndist ölvaður. Bílvelta á Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.