Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 22
skólasaga Ólafur Guðmunds- son er öllum hnút- um kunnugur í Kópavogs- skóla » 32 kvikmyndir Oliver Stone og Paul Green- grass fjalla um atburðina örlagadaginn 11. september 2001 í myndum sínum » 34 Ingibjörg og Felix Felix Bergsson man að hann fór óskaplega í taugarnar á móður sinni, Ingi- björgu S. Guðmundsdóttur, þegar hann gerðist sjálfhverfur unglingur. » 30 Langt er síðan mennhófu að rista brauð íþeim tilgangi að lengjaþann tíma sem hægt væri að njóta þess. Á tímum Rómarveldis var ekki óalgengt að menn meðhöndluðu brauð á þenn- an hátt enda er enska orðið yfir brauðristun, „toast“ dregið af lat- neska orðinu „tostum“ sem þýðir að svíða eða brenna. Ýmsar aðferð- ir voru notaðar til að rista brauð fyrir tíma rafmagns. Ein var að leggja það á heita arinhellu og önnur að stinga gaffli í það og svíða það yfir eldi. Aðrir notuðu sérstaka brauðstanda sem festir voru við hlið eldstæðis eða arins og hægt var að sveifla yfir eldinum. Árið 1893 kom breska fyrirtækið Crompton og Co hins vegar fram með fyrstu rafmagnsbrauðristina en sextán ár liðu áður en samskonar uppfinning var sett á markað í Bandaríkjunum. Þær vélar gátu einungis ristað aðra hlið brauðsneiðarinnar í einu og nauðsyn- legt var að vakta vélina og slökkva handvirkt á henni þegar brauðristun var lokið. Ekki leið þó á löngu áð- ur en nútímalegri brauðristar litu dagsins ljós. Árið 1919 fann Charles Strite upp brauðrist sem var þeim eiginleika gædd að brauðið hoppaði upp úr henni þegar ristuninni var lokið um leið og vélin slökkti á sér. Fyrir tíma rafmagnsins sló engin ein hönnun brauðristunaramboða í gegn líkt og raunin var með önnur heimilistæki á borð við teket- ilinn og straujárnið. Kannski var það þess vegna sem talsverður tími leið áður en rafmagns- brauðristin tók á sig það form sem flestir þekkja í dag. Lengi vel þóttu brauðristar mikið stáss og áttu sinn heiðurssess á þeim heimilum þar sem þær fund- ust. Upp úr 1930 fór þó að bera á brauðristum af því tagi sem átti eftir að setja svip á fjölda eldhúsa um víða veröld. Saga hlutanna | brauðristin Áttu sinn heiðurssess á heimilunum daglegtlíf Guðbrandur Einarsson yfirleið- sögumaður í Ytri-Rangá segir laxinn í ánni taka fluguna eins og sælgæti » 24 veiði Brynhildi Bolladóttur nema í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur alltaf þótt þýska heillandi mál » 35 nemi LOKA DAGUR |sunnudagur|27. 8. 2006| mbl.is Morgunblaðið/RAX Feðgar Helgi Aðalsteinson og Óskar sonur hans á góðri stundu. Allir sem ég talaði við héldu að tattú væribannað á Íslandi en ég sagði að það væriekki hægt að banna það sem aldrei hefði ver-ið leyft,“ segir Helgi Aðalsteinsson, fyrsti ís- lenski tattúlistamaðurinn með leyfi frá landlækni upp á vasann. Hann hefur tattúverað dreka, galdrastafi, haus- kúpur og alls lags furðuleg tákn á margan landann – nánast alls staðar, og einnig unnið um skeið á tattú- stofu í Hollandi, sem forsprakki Vítisenglanna þar í landi átti og rak. Á árum áður var Helgi háður fíkni- efnum og fékkst við eitt og annað sem kom honum á bak við lás og slá. Núna, þegar hann á ekki langt eftir því krabbameinið er að draga hann til dauða, segir hann frá skrautlegu lífi sínu og list. » 26 Myndir á mannshúð Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.