Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 68

Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 68
68 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 YOU, ME AND DUPREE kl. 5:50 - 8 - 10:10 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára. SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.i. 10.ára. THE BREAK UP kl. 5:30 Leyfð 5 CHILDREN AND IT kl. 2 - 4 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 8 - 10:20 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9 THE LONG WEEKEND kl. 6 B.I.14 OVER THE HEDGE M/- Ísl tal kl. 2 - 4 SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS B.J. BLAÐIÐ rúmlega 60.000 gestir 4 vikur á toppnum á Íslandi ! GRETTIR 2 kl. 2 - 4 - 6 Leyfð SNAKES ON A PLANE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR kl. 2 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 5 THE SENTINEL kl. 8 B.I.14 HALF LIGHT kl. 10:10 B.I.16 JAMIE FOXX COLIN FARRELL SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” eee LIB - TOPP5.IS eee HJ - MBL með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum, ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas. 60.000 gestir GEGGJUÐ GRÍNMYND Ein fyndnasta grínmynd ársins MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Víkverji skrapp tilLundúna um dag- inn, í fyrsta skipti í mörg ár. Með í för var kær- astinn, sem hafði aldrei komið til borgarinnar áður. Skipulagði Vík- verji ferðina því vand- lega svo kærastinn fengi að sjá alla vinsæl- ustu túristastaði. Ferðin heppnaðist vel og var hin skemmtilegasta og rómantískasta, fyrir utan einn dagpart sem Víkverji má til með að segja lesendum frá. Leiðin lá í vaxmyndasafn Ma- dame Tussauds sem Víkverji heim- sótti síðast 13 ára gamall og hafði þá ósköp gaman af. Er skemmst frá því að segja að Víkverji hefði betur lifað með sælum æskuminningunum. Biðröðin á safnið var geipilega löng og hæg. Hefði Víkverji haft nokkra leið til að vita í upphafi hvað röðin var löng hefði hann hiklaust hætt við safnferðina, en lengjan af fólki hlykkjaðist um húsið, í bugður og beygjur, bakvið horn og upp hæðir, svo ómögulegt var að sjá hversu ofboðslega margir voru á undan. Beið Víkverji ásamt kærastanum í röska klukkustund, í rétt- stöðu eins og lífvörður drottningar, því engin voru sætin. Loks fikraði Víkverji sig að miðasölunni, og kom þá fyrst í ljós hversu fokdýrt var inn á safnið. Var Víkverja skapi næst að hætta við allt saman, en keypti að endingu miða eftir að Víkverji og kærastinn tóku loforð hvor af öðrum um að heimsækja þetta safn aldrei aftur, nema þá til þess að af- hjúpa styttur af þeim sjálfum. Raunir Víkverja voru ekki á enda þá, því aulahrollurinn hríslaðist um hann alla leið í gegnum safnið. Það er alveg óendanlega hallærislegt, þegar á það er litið, að eltast við vaxstyttur af misfrægu fólki, og keppast við að láta taka af sér mynd með uppáhaldsstjörnunum. Víkverji var fljótari að virða fyrir sér allan safnkostinn en hann var að kaupa miðana og yfirgaf safnið grautfúll og illa svikinn. Hvetur Vík- verji lesendur til að láta vera að heimsækja Madame Tussauds næst þegar leiðin liggur til Lundúna. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is          Orð dagsins: Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagnaðarópin kveða við. (Jes. 14, 7.) Í dag er sunnudagur- 27. ágúst, 239. dagur ársins 2006 árnað heilla ritstjorn@mbl.is velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hver þekkir myndina og á hljómplötuna? ÉG undirritaður óska eftir því að þeir sem þekkja þessa mynd láti mig vita í síma 456 2186 eða 847 2542. Einnig vantar mig þessa hljómplötu með Ragnari Bjarnasyni, ef einhver ætti hana í fórum sínum. Þætti mér vænt um að fá hana á Tónlistarsafnið mitt, Melódíur minninganna. Jón Kr. Ólafsson, Reynimel, 465 Bíldudal. 80 ára afmæli.Föstudaginn 1. september nk. verður áttræður Sveinbjörn Ingi- mundarson frá Yzta-Bæli, Austur- Eyjafjöllum. Laug- ardaginn 2. sept- ember kl. 17 býður hann og fjölskylda hans öllum ættingjum og vinum til veislu í Yzta-Bæli til að samgleðjast honum á þessum tímamótum. Vonumst til að sjá sem festa. Næg tjaldstæði í túninu heima. Brúðkaup | Þau Vilhjálmur Þór Vilhjálms- son og Rann- veig Klara Matthíasdóttir giftu sig í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 1. júlí síðastliðinn. Það var Pálmi Matthíasson sem gaf þau saman. Þau eru til heimilis í Hafnarfirði. Brúðkaup | Gefin voru sam- an 3. júní sl. í Árbæjarkirkju af sr. Þór Haukssyni þau Helena Sif Gísladóttir og Jón Ragnar Magnússon. ÉG vil koma á framfæri viðskiptum sem ég átti við 365 fjölmiðla. Var það í sambandi við heimsmeistarakeppn- ina en þá ætlaði ég að kaupa áskrift að Sýn meðan á keppninni stæði. Fékk ég upplýsingar um að 6 mán- aða áskrift hentaði mér best og skrifaði ég undir 6 mánaða samning. Ég fékk upphæðina uppgefna sem ég borgaði í júní og júlí. Í ágúst hækkaði verðið um rúmar 2.000 krónur sem ég var ekki sátt við og hringdi ég og kvartaði yfir því. Rúmri viku seinna fékk ég þau svör að upprunalegt verð sem mér var gefið upp hafi ekki verið rétt. Mér finnst að það sé ekki mitt mál heldur þeirra mál og að það ætti að láta samninginn standa. En þeir borguðu mér bara ágústmánuð til baka og slökktu á Sýn. Þetta finnst mér ákaflega léleg framkoma og ekki þeim til fram- dráttar. Þeim væri nær að minnka bruðlið í sambandi við NFS þar sem endurteknar eru sömu fréttirnar dag eftir dag og jafnvel á hálftíma fresti. Svo eru áskriftirnar svo háar þó að styrktaraðilar greiði meira og minna fyrir þættina sem þeir eru að sýna. Þetta er ég mjög ósátt við. Ósáttur viðskiptavinur. Oss í staðinn fyrir vor ÉG vek athygli á því að Háskóli Ís- lands virðist ekki lengur ráða við ís- lenskt mál. Nýlega var birt auglýs- ing í útvarpi á vegum skólans þar sem talað var um oss í staðinn fyrir vor. Á ekki Háskóli Íslands að kunna skil á mismuninum á þessum orðum. Segir ekki í textanum: Til vor komi þitt ríki? Pétur Pétursson, þulur. Léleg viðskipti MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með 2ja daga fyrirvara virka daga og 3ja daga fyrir sunnudag og mánudag. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á net- fangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.