Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 1
Moskvu. AFP. | Fjörutíu og fimm konur biðu bana í Moskvu aðfaranótt laugardags þegar þær lokuðust inni á sjúkrahúsi í miklum bruna. Talið er að kveikt hafi verið í sjúkra- húsinu og hafa saksóknarar hafið glæpa- rannsókn vegna meintrar vanrækslu við brunavarnir í byggingunni. Slökkviliðsstjórinn Júrí Nenasjev sagðist „90 prósent“ viss um að brennuvargur hefði verið á ferð, en um var að ræða einhvern mannskæðasta eldsvoða í borginni í áratugi. Sögðu sjónarvottar einn neyðarútgang- inn hafa verið lokaðan og að málmgrindur í gluggum hefðu valdið því að konurnar lok- uðust inni. Grunur um íkveikju í Moskvu Reuters Harmur Maður huggar syrgjandi konu fyrir utan sjúkrahúsið í Moskvu í gær. STOFNAÐ 1913 336. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SVARTIR KASSAR HERRA KOLBERT HEFUR HAFT MIKIL ÁHRIF Á LÍF HÖFUNDAR SÍNS >> 29 14 dagar til jóla NÚ ER stendur aðventan sem hæst og börn og fullorðnir keppast við að undirbúa jólin. Heim- ili, skólar, verslanir, opinberar stofnanir og þannig mætti áfram telja eru skreytt og allur bragur mannlífsins breytir um svip þegar skammdegið stendur sem hæst hér á norð- urhjara heims. Tónleikar, helgileikir, jólaböll og aðventukvöld eru þáttur í þessum und- irbúningi. Eftirvæntingin vex dag frá degi hjá börnunum og þeir fullorðnu reyna að rifja upp þann anda jólanna sem þeir upplifðu í æsku. Það getur verið erfitt að greina kjarnann frá hisminu, en það er mikilvægt að boðskapur jólanna gleymist ekki í erli daganna og fólk gefi sér stund til að hugleiða hann. Til þess gafst tækifæri á aðventukvöldi í Rimaskóla á fimmtudagskvöldið þar sem þessi mynd er tekin af börnunum í 4. A að flytja helgileik. Morgunblaðið/Kristinn Jólin nálgast Börnin í 4. A í Rimaskóla léku helgileik undir stjórn Ingu Maríu Friðriksdóttur á aðventukvöldi í skólanum í vikunni. Aðventukvöld í Rimaskóla Peking. AP. | Hóp- ur kínverskra at- vinnurekenda sem framleiða vörur fyrir bandarísku smá- sölukeðjuna Wal- Mart greiðir ekki lágmarkslaun, út- vegar starfsfólki sínu ekki heilsutryggingar og býður því upp á ömurlegar vinnuaðstæður. Þessu er haldið fram í skýrslu sam- takanna China Labor Watch í Hong Kong sem gæta réttinda verkafólks. Kemur þar fram að könnun á meðal 169 starfsmanna 15 framleið- enda fyrir Wal-Mart-keðjuna hafi leitt í ljós að sumir greiði allt niður í um 18 krónur á tímann, tæpan helm- ing lágmarkslauna, krefji starfs- menn um að vinna yfirvinnu og dragi frá klukkustund af tímakaup- inu í refsingarskyni fyrir að mæta einni mínútu of seint. Þá er dæmi tekið af fyrirtæki sem býður 2.000 starfsmönnum sínum upp á aðeins eitt salerni. Eitt salerni fyrir 2.000 starfsmenn RUSLPÓSTUR er nú um og yfir 90% af öllum póstsendingum á Netinu, en ekki er langt síðan hlutfallið var 60%, að sögn Björns Davíðssonar, þróunarstjóra net- þjónustufyrirtækisins Snerpu. „Svo standa öflugir aðilar af og til að miklum rusl- póstsherferðum og þá getur magnið skyndilega margfaldast,“ segir Björn. „Ég get nefnt sem dæmi að fyrir skömmu sex- tugfaldaðist magn ruslpósts á einum degi. Slíkar árásir valda netþjónustum miklum vanda og geta t.d. tafið tölvupóst um nokkrar klukkustundir.“ Gates reyndist ekki sannspár Oft hefur verið lagt upp með að hemja flóð rusltölvupósts, en það hefur gengið erfiðlega. Fyrir þremur árum sagði Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, að árið 2006 yrði rusltölvupóstur úr sögunni. Hann hafði heldur betur rangt fyrir sér. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setti nýverið ofan í við aðildarríki ESB fyrir að hafa ekki fylgt eftir banni við ruslpósti og sagði að 80% pósts í dæmi- gerðu netpósthólfi í Evrópu væru rusl- póstur. | 18 Ruslpóstur um 90% af öllum pósti á Netinu Í ruslpóstsherferðum hefur magnið sextugfaldast Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra segir Sundagöng að sjálfsögðu mjög góðan kost og telur eðlilegt að Vegagerðin og borgaryfirvöld hafi komið sér saman um að leggja jarðgöngin í umhverfismat. Nauðsynlegt sé að bera saman Sundagöngin við aðra kosti. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur samráðs- hópur um Sundabraut náð sam- komulagi um að láta fara fram umhverfismat á því að leggja fyrsta áfanga Sundabrautar í jarðgöngum úr Laugarnesi og yfir í Gufunes. Göngin hafa verið nefnd Sundagöng. Ráðherra var inntur álits á þessum áformum um Sundagöng í upphafi þing- fundar á Al- þingi í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að honum lit- ist mjög vel á göngin. „Þetta er kostur sem var á sínum tíma settur til hliðar og ekki metinn í umhverfismatinu þegar innri leiðin, sem þá var talað um, var skoðuð.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að yrðu göngin 4,4 kílómetrar að lengd, myndu þau kosta um 16 milljarða, eða fjór- um milljörðum meira en veg- tenging. „Jarðgöng eru auðvitað mjög góð lausn vegna þess að þau færa frá mikil gatnamót og áhrif frá umferðinni. Á hinn bóginn ber að líta á að afkastagetan verður ekki eins mikil og á vegi ofanjarðar. En þetta eru allt atriði sem þarf að meta og finna út hvað sé viðunandi. Mér finnst allt benda til þess, eins og þess- ar tengingar eru hugsaðar í Gufunesi og Laugarnesi, að þetta komi býsna vel út. Fátt bendir til annars en að þetta geti gengið. Við þurfum hins vegar að fá mat á áhrifum þessa á umhverfið. En það er óhjá- kvæmilegt að skoða þennan kost.“ Þingmenn fögnuðu því í umræðum á Alþingi í gær að samkomulag hefði náðst um að setja göngin í umhverfismat. Þingmenn fagna ákvörðun um umhverfismat ganganna Sturla Böðvarsson Ráðherra tekur vel í Sundagöng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.