Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 43

Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 43
keyptu mannvirkin á „Hamrinum“ og stuttu seinna kom Haraldur Böðv- arsson sér upp aðstöðu á „Snoppu- nni“. Á vetrarvertíð 1916 gerði Har- aldur út 5 báta en hafði auk þess 15 báta í viðskiptum. Þeir Loftur og Þórður höfðu þá svipaðan bátafjölda á sínum snærum svo alls hafa Akra- nesbátarnir verið um eða yfir 40 tals- ins. Þeim mun hafa fjölgað á næstu árum. Skapaði þetta mikla vinnu og auk aðkomusjómanna streymdi nú fjöldi landverkafólks til vinnu í Sand- gerði, sem gerðist nú landskunn ver- stöð og hið fyrirheitna land til út- gerðar vélbáta á vetrarvertíðum. Þar var aðstaða mjög góð í landi og stutt að sækja á miðin. Akurnesingar gerðu út frá Sandgerði í 14 ár, eða allt þar til Eyleifur Ísaksson á Lög- bergi, hér á Akranesi, fann fiskimið vestur í Flóanum, Akurnesingaslóð, árið 1926 þar sem hann mokfiskaði, en Eyleifur var þá formaður á Vík- ingi, 10 brúttólesta báti Haraldar Böðvarssonar. Þessi fundur varð m.a. til þess að útgerð Akurnesinga í Sandgerði lagðist af, þar sem stutt var að sækja á þessi nýju mið. Upp- hófst nú mikið uppgangs- og fram- faraskeið á Akranesi, sem ekki er hægt að gera skil í stuttu máli. Svona uppgangur í atvinnulífinu hafði víð- tæk áhrif. Íþróttir og alls kyns menn- ingarstarfsemi blómstraði. Gullald- arár hófust í knattspyrnu, sundi og fleiri íþróttagreinum. Starfsemi karlakórsins Svana, Leikfélags Akraness og fleiri hópa tengdra menningu og listum var í hámarki og svo mætti lengi telja. Þróun útgerðarinnar á seinni hluta 20. og byrjun 21. aldar Á árinu 1957 eru þilfarsskip á Akranesi 26, flest vertíðarbátar, tog- ararnir eru tveir, Akurey og Bjarni Ólafsson, en opnir vélbátar, trillur voru 45. Útgerðarfyrirtækjum fjölg- ar, síldveiðar fyrir Norður- og Aust- urlandi höfðu verið stundaðar sumar og haust auk hefðbundinnar vetrar- vertíðar fyrir sunnan. Einnig jókst aflinn mikið eftir að loðnuveiðar hóf- ust við Ísland árið 1964. Bátarnir stækkuðu og tækninni við veiðarnar fleygði fram. Kvótakerfið var tekið upp – deiliskipulag sjávarins – með væringum í þjóðfélaginu, sem ekki sér enn fyrir endann á. Nokkur fyr- irtæki töldu tilveru sinni best borgið með sameiningu við önnur, þó svo að margir óttuðust það mjög að setja öll eggin í sömu körfuna. Á Akranesi hófst þessi sameining, að frumkvæði H. B. & Co. árið 1991 þegar fjögur stærstu fyrirtækin sameinuðust, þ.e.a.s. Haraldur Böðvarsson & Co., Heimaskagi hf., Síldar- og fiskimjöls- verksmiðja Akraness hf. og Sigurður hf. Störfuðu þau síðan sem eitt félag, undir nafninu Haraldur Böðvarsson hf., og voru hlutabréf þess skráð á markaði. Árið 1996 gekk Krossvík hf. til þessarar sameiningar, en Kross- vík hafði áður tekið yfir rekstur Haf- arnarins hf., og á árinu 1997 gekk Miðnes hf. í Sandgerði inn í fyr- irtækið. Stofnandi Miðness hf. og fyrsti framkvæmdastjóri var Ólafur Jónsson á Bræðraparti á Akranesi, en hann var einn þeirra Skagamanna sem hófu útgerð sína í Sandgerði á árum áður. Fleiri fyrirtæki bættust í hópinn, síðast Grandi hf. í Reykjavík (áður Ísbjörninn, Bæjarútgerð Reykjavíkur og Hraðfrystistöðin). Nú hefur þetta risafyrirtæki inn- byrt öll stærri sjávarútvegsfyrir- tækin á Akranesi og rekur þau undir nafninu „HB Grandi“, og mun eign- arhluti Akurnesinga í samrunanum vera sáralítill, ef þá nokkur. „Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og mann- dáðin best?“, orti Jónas um árið, af öðru tilefni. Akraneshöfn sem áður iðaði af lífi sem sjálfstæð höfn Ak- urnesinga er nú rekin undir fyr- irtækinu Faxaflóahafnir í Reykjavík, og er umferð um höfnina svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, og hafa þó verið gerðar hér miklar hafn- arbætur og höfnin dýpkuð bæði að innan sem utan. Löndun sjávarfangs á Akranesi er í sögulegu lágmarki, dróst saman um 50% á síðasta ári, og munar um minna. Stórmerku hlutverki Akraborgar er lokið, en hún fór fjórar ferðir dag- lega milli Reykjavíkur og Akraness með vörur, bifreiðar og fjölda far- þega. „ – og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim – “, orti Jónas áfram í kvæðinu Ísland. Aðeins bárust 50 tonn af síld til Akraness haustið 2005, en HB Grandi landaði allri síld til vinnslu í landi austur á Vopnafirði, þrátt fyrir allar þær miklu end- urbætur sem orðið hafa á Síldarverk- smiðjunni hér á Akranesi og full- komið útskipunarkerfi á fiskimjöli, mjöli sem er orðlagt fyrir hæsta gæðaflokk. Minnkandi löndun á afla þýðir minni tekjur, bæði fyrir Akra- neshöfn, fiskverkunarstöðvarnar, sjómenn, fiskverkafólk og ýmis þjónustufyrirtæki; í raun alla byggð- ina. M.a. hefur landsþekkt fyrirtæki Nótastöðin hf. lagt upp laupana ásamt veiðarfæraverslun Axels Sveinbjörnssonar og fleiri fyrir- tækjum í eigu Skagamanna. „ – Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg – ?“ Tímamót á Akranesi Í ár eru tímamót á Skaganum hvað sjávarútveg varðar. Reyndar eru mörg skip og bátar gerðir út héðan að nafninu til en þau fiskiskip eru ekki í eigu Akurnesinga nema að litlu leyti. Ungt fólk hefur takmarkaðan áhuga á sjávarútvegi enda aðstæður allar gjörbreyttar. Miklu skiptir því hvert menn ætla að stefna. Ráða- menn Akranesbæjar bera sína miklu ábyrgð á ástandinu, sérstaklega sam- runaferlinu, og verða þeir að axla þá ábyrgð og bregðast við vandanum. Við vonum samt að Eyjólfur hressist og að ábyrgar fiskveiðar verði enn um hríð stundaðar frá Skipaskaga, og að bærinn standi þá einnig undir nafni sínu sem hann hlaut sem fyrsta útgerðarplássið, á dögum Brynjólfs biskups, fyrir meira en 350 árum. Grunnurinn að hinni miklu vel- megun sem Íslendingar búa við í dag var lagður fyrir 100 árum með til- komu vélbátanna. Á Akranesi var það þilfarsvélbáturinn Fram sem olli þessum þáttaskilum, og er það því við hæfi að þess atburðar sé minnst hér, þó í stuttu máli sé. Heimildir: Saga Akraness eftir Ólaf B. Björnsson, Fræðasetrið í Sandgerði, minn- ingar frá Sandgerði eftir Ól.Fr.Sig., minningar Júlíusar Þórðarsonar, ýmsar fréttir úr blöðum o.fl. Akranesi“ Ljósmynd/Árni Böðvarsson Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri dvalarheimilisins Höfða. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 43 F í t o n / S Í A Viðskiptavinir Sparisjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn leggur þá fram 1.000 kr. til félagsins. Farðu inn á www.spar.is eða komdu við í næsta sparisjóði og veldu félagið sem fær þinn styrk. Allir geta tekið þátt í söfnun til styrktar samtökum sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum. Geðveikt góð söfnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.