Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 49 MIKIL umræða hefur verið undanfarið vegna fjölmiðla og að- komu ríkis og fyrirtækja að þeim. Hefur mér fundist umræðan nokkuð ein- strengingsleg og þröng og trú á rík- isvaldið til að leysa alla hluti of mikil. Ég er á þeirri skoð- un að ríkið eigi ekki að hafa afskipti af fjölmiðlum eða menn- ingu á nokkurn hátt. Menn hafa stundað þetta í austantjalds- löndum og einræð- isríkjum að stjórna og matreiða gott efni of- an í borgarana og því miður við- gengst þetta enn í stórum hluta Evrópu þótt eitthvað vægara sé. Við kjósum venjulegt fólk á þing til að setja lög og reglur um sam- skipti manna. Er einhver ástæða til að ætla að þetta fólk sé eitthvað gáfaðra eða hærra þenkjandi en annað fólk, án þess að móðga nokkurn þá tel ég ekki svo vera. Við, fólkið í landinu, greiðum okkar atkvæði þegar við tökum okkur til og förum í leikhús, í bíó, á tónleika eða boltaleik. Þá greið- um við þeirri „menningu“ atkvæði. Vitanlega njóta sumir atburðir meira fylgis en aðrir, sumir kosta meira og við erum fá. Ég er samt ekki hlynntur að nýta ríkið og skattpeninga okkar í að nið- urgreiða einhverja menningu. Hvað ber þá að gera? Hér koma góðar hug- myndir að lausn RÚV Lítið hænuskref á nú að stíga með breytingu Rík- isútvarpsins í ohf. og löngu tímabæru af- námi afnotagjalda. Réttara væri að stíga skrefið heldur lengra og breyta alfarið yfir í hf. Þá mætti gefa helminginn af hluta- fénu þeim sem eru réttmætir eig- endur RÚV, þ.e. þeim sem hafa í gegnum árin greitt skylduáskrift- ina án þess að segja múkk. Hinn helminginn mætti selja á frjálsum markaði. Í kjölfarið væri loks hægt að tala um útvarp og sjónvarp þjóðarinnar í stað útvarp ríkisins (ríkisstjórnar). Aðrar menningarstofnanir Eins og Þjóðleikhúsið, Sinfón- íuhljómsveitin o.fl. þar eiga fyr- irtæki að koma að með mynd- arlegum hætti og styrkja þessa starfsemi með auglýsingum. Þá væri t.d. hægt að bjóða Strauss- tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar í boði Glitnis, Kardimommubærinn í boði Baugs eða Ronja ræn- ingjadóttir í boði Actavis. Það eina sem er óhugsað hjá mér er hús- næðið, eins og t.d. Þjóðleikhúsið, hvort rétt sé að hafa það í eigu ríkisins og það sé þá aðstaða sem ríkið útvegar eða leigir leikhópum eins og vegirnir. Það má auðvitað ekki gleyma því að við þennan minnkandi rík- isrekstur væri auðvitað hægt að lækka skatta í kjölfarið og því hefði fólk meiri peninga milli handa til að njóta þess sem í boði er og ásókn myndi því væntanlega aukast. Ríkisafskipti Kristján Hreinsson skrifar um afskipti ríkisins af fjölmiðlum og menningarstarfi »Ég er á þeirri skoðunað ríkið eigi ekki að hafa afskipti af fjöl- miðlum eða menningu á nokkurn hátt. Kristján Hreinsson Höfundur er kerfisfræðingur. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.Sími 588 4477 Óskum eftir fyrir traustan kaupanda Leitum að 140-200 fm íbúð eða hæð á svæðum 101-105 og 107 fyrir traustan kaupanda sem þegar hefur selt sína eign. Bílskúr eng- inn skilyrði. Allar upplýsingar veitir Bárður H. Tryggvason sölustjóri í síma 896 5221 eða sendu upplýsingar á bardur@valholl.is Fr u m Nú er tækifæri til þess að eignast nýtt og eigið atvinnuhúsnæði – Allt að 80% fjármögnun Besta fermetraverð á sambærilegu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu*il i i i Suðurhella 6 - 221 Hfj Frábær fjárfestingakostur* – 109 fm iðnaðarbil með 7,5 m lofthæð, möguleiki á 109 fm millilofti þannig að heildarfermetrafjöldi verður 218 fm. Verð aðeins 16.900.000 – 218 fm iðnaðarbil með 7,5 m lofthæð, möguleiki á 218 fm millilofti þannig að heildarfermetrafjöldi verður 436 fm. Verð aðeins 27.900.000 Húsið er steypt og afhendist fullbúið að utan með malbikuðu plani og tilbúið til innréttinga að innan. Stórar innkeyrsludyr. Afhending í júní 2007. Traustur byggingaaðili. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn í síma 824-6704 eða á skrifstofu Draumahúsa 530-1811 *(Fermetraverð 87.000 kr pr. fm miðað við að kaupandi setji sjálfur milliloft.) FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Mjög falleg 107 fm efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt 5,6 fm geymslu á þessum eftirsótta stað. Eignin er mikið endurnýjuð m.a. gólfefni, sem eru parket og flísar, innrétting í eldhúsi, innihurðir, rafmagnslagnir, tafla o.fl. Rúmgóð og björt parketlögð stofa, borðstofa og eldhús í stóru alrými, rúmgott hol, þrjú svefnherbergi og baðherbergi, flísalagt í gólf og veggi. Vestursvalir út af stofu. Verð 26,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. Njörvasund 14. Mikið endurnýjuð efri hæð í tvíbýlishúsi Opið hús í dag frá kl. 14-16 Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Engin gerviefni í rúmfötunum frá okkur Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.