Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 53

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 53 AÐ UNDANFÖRNU hefur verið nokkur umræða um þá ákvörðun að lóga þyrfti um 60 fuglum í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum í Reykjavík hinn 20. nóv- ember sl., vegna fugla- flensusmits. Það er að mörgu leyti eðlilegt að spurt sé hvort þetta hafi verið nauðsynleg aðgerð. Hér verður gerð grein fyrir helstu ástæðum þess að Land- búnaðarstofnun ákvað, í samræmi við lög þar að lútandi, að leggja til við landbúnaðarráð- herra að hann fyr- irskipaði ofangreindan niðurskurð sem hann svo féllst á. Allt frá haustmánuðum á síðasta ári hafa verið tekin sýni úr fuglum hér á landi til að fylgjast með hvort fuglaflensa af hinu skæða afbrigði H5N1 hafi borist til landsins. Sem betur fer hefur ekkert slíkt komið í ljós, en í febrúar 2006 bárust nið- urstöður úr sýnum úr hænum og andfuglum í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Reykjavík, þar sem mótefni greindust gegn vægum af- brigðum af fuglaflensu af H5- gerðinni. Þá var ákveðið, miðað við áhættumat sem var í gildi hér og er- lendis, að aðhafast ekki að svo stöddu, heldur skyldi fylgst vel með ástandi fuglanna. Talið var líklegt að villtir fuglar hefðu borið með sér smitið í garðinn. Sem kunnugt er þýðir jákvætt mótefnasvar í blóði fuglanna að þeir hafi einhvern tíma smitast af veirunni sem tilgreind er í svari rann- sóknastofunnar. Hvort veiran hafi verið til staðar við sýna- tökurnar úr fuglunum eða hvort hér sé um eldri sögu að ræða er erfitt að skera úr um. Engin próf eru full- komlega örugg í þessu tilliti. Þess ber einnig að geta að sumar þessara inflúensuveira, einkum af gerðum H5 eða H7, eru alþekktar fyrir þann eiginleika að breytast úr vægum af- brigðum í skæð. Jafn- framt er faraldsfræði fuglaflensu mjög flókin og alls ekki fullrannsökuð. Hinn 13. nóvember bárust nið- urstöður úr sýnum sem tekin voru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í lok október 2006. Af tíu sýnum voru fjögur jákvæð gegn H5-flensuveir- um. Ljóst var að fyrri ákvörðun um að afhafast ekki þyrfti að endur- skoða. Að mótefnin skyldu enn vera til staðar, í svipuðu magni og áður, gaf tilefni til að ætla að veirusmit gæti hugsanlega verið til staðar í fugl- unum. Hætta sem af því gat stafað var ekki talin ásættanleg. Einnig var haft í huga hert áhættumat annarra þjóða í þessu tilliti þar sem tilsvar- andi mótefnagreining í mörgum til- vikum hefur leitt til förgunar viðkom- andi fuglahópa, m.a. í Danmörku. Sömuleiðis var litið til ráðlegginga Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunar- innar OIE í París, sem Ísland er aðili að, þar sem lagt er til að fuglum sem mælast með tilsvarandi mótefni og greindust hér á landi skuli lógað. Ákvörðunin um að leggja til að ákveðnum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík yrði lógað var nauðsynleg örygg- isráðstöfun til að fyrirbyggja að fuglaflensa gæti borist til annarra ali- fugla og tekin að vandlega athuguðu máli. Þegar jafn veigamiklar og sárs- aukafullar ráðstafanir sem þessar eru teknar er ekki unnt að hafa sam- ráð við hagsmunahópa enda um að ræða aðgerðir til að hindra dreifingu smitefnis sbr. ákvæði laga nr. 25 / 1997 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Förgun fugla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík Halldór Runólfsson skrifar um þá ákvörðun að lóga fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum »… að leggja til aðákveðnum fuglum í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Reykja- vík yrði lógað var nauð- synleg öryggisráðstöfun til að fyrirbyggja að fuglaflensa gæti borist til annarra alifugla … Halldór Runólfsson Höfundur er yfirdýralæknir og for- stöðumaður dýraheilbrigðissviðs Landbúnaðarstofnunar. Allar RE/MAX fasteignasölur eru sjálfstætt reknar og í einkaeign RE/MAX FASTEIGNIR • Engjateig 9 • 105 Reykjavík • Sími: 578 8800 • Fax: 578 8809 FASTEIGNIR TRAUST • VIRÐING • ÞJÓNUSTA Nánari uppl. í síma: 821 7337 eða 899 0800 Stefán Páll Lögg. fasteignasali 821 7337 Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 Engin í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Íbúðirnar eru sérlega vel staðsettar í hjarta Garðabæjar; • Sérinngangur í allar íbúðir • Sérverönd með öllum íbúðum á jarðhæð • Þvottahús í öllum íbúðum • Bílskýli með 22 af 30 íbúðum • Stór herbergi og stórar stofur • Svalir með efri íbúðum • Glæsilegt útsýni úr hluta íbúða Sunnudaginn 10.des frá kl 14:00 til 17:00 www.bjarkaras.is Verið velkomin á fyrstu sýningu á Bjarkarás 1-29 í Garðabæ Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Höfum ákveðinn, ábyggilegan kaupanda að einbýl- ishúsi, raðhúsi eða parhúsi í Garðabæ. Húsið þarf að vera 200 til 300 fm að stærð og hafa 5-6 svefn- herbergi. Æskileg staðsetning er á skólasvæði Hofstaðaskóla, nánar tiltekið í neðri Lundum, Hæðarbygg, Dalsbyggð, Holtsbúð eða Ásbúð. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Æskileg afhending er í apríl til maí á næsta ári. Uppl. veitir Ingileifur Einarsson lgf., gsm 894 1448. GARÐABÆR - KAUPANDI EINBÝLISHÚS ÓSKAST FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög falleg efri sérhæð, alls 100,4 fm í fjórbýli. Bílskúrsplata fylgir eigninni. Fallegur garður og gott útsýni. Verð 23,9 millj. FROSTAFOLD - 112 RVK. INN FYRIR JÓLIN! LAUS VIÐ KAUPSAMNING Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi, sími 822-7300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.