Morgunblaðið - 10.12.2006, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 10.12.2006, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 73 dægradvöl 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. O-O O-O 7. He1 c6 8. a4 a5 9. Ba2 Db6 10. h3 exd4 11. Dxd4 Db4 12. De3 Re5 13. Rxe5 dxe5 14. Dg3 Rd7 15. Bd2 Db6 16. Rd1 Dd8 17. Bc3 Bb4 18. Bxb4 axb4 19. Re3 Df6 20. a5 Df4 21. Rc4 Dxg3 22. fxg3 g6 23. He3 b5 24. axb6 Ba6 25. Rd6 Rxb6 26. Bb3 Kg7 27. c3 c5 28. cxb4 cxb4 29. Hc1 Rc8 30. Rc4 Bxc4 31. Hxc4 Hb8 32. Hd3 Hb6 33. Hc5 Rd6 34. Hxe5 He8 Staðan kom upp á spænska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Léon. Stórmeistarinn Salvador Del Rio Angelis (2492) hafði hvítt gegn Pablo Castro (2390). 35. Hxd6! og svartur gafst upp enda er hann að tapa manni. Salvador þessi tefldi úr- slitaeinvígi um meistaratitilinn við of- urstórmeistarann Francisco Vallejo Pons (2674) og tapaði því 1½ –½. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Stíflulosun. Norður ♠1087 ♥G10763 ♦62 ♣DG3 Vestur Austur ♠963 ♠2 ♥82 ♥954 ♦KG85 ♦1073 ♣K1065 ♣Á98742 Suður ♠ÁKDG54 ♥ÁKD ♦ÁD94 ♣-- Suður spilar 6♠ og fær út tromp. Þessi sterka slemma fer niður ef sagnhafi svínar strax í tígli. Vestur mun trompa aftur út og þá er ekki hægt að stinga nema einn tígul og stífl- an í hjarta kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta litinn. Betri byrjun er að taka annað tromp og spila svo ÁKD í hjarta. Slemman er þá í húsi ef enginn tromp- ar, en annars verður að svína í tígli. Hvorugt gengur hér. Spilið er gömul perla eftir Terence Reese og hann bendir á bestu leiðina – að spila laufi úr borði í öðrum slag og henda hjarta heima! Væntanlega fær austur slaginn og spilar tígli, sem suður drepur með ás, tekur annað tromp og svo tvisvar hjarta. Síðan er trompi spilað á tíuna og þremur tíglum hent í G10x í hjarta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 augljós, 8 grút- arlampinn, 9 ysta brún, 10 flana, 11 fíflið, 13 híma, 15 hörunds, 18 bangin, 21 glöð, 22 tæla, 23 reiður, 24 margoft. Lóðrétt | 2 lítil flugvél, 3 út, 4 starfið, 5 svardagi, 6 skortur, 7 þrjóska, 12 ferskur, 14 snák, 15 tuddi, 16 æskir, 17 kven- vargur, 18 stíf, 19 styrkti, 20 vindur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 valda, 4 fossa, 7 gyðja, 8 sólin, 9 rós, 11 rönd, 13 frúr, 14 ungar, 15 röng, 17 álag, 20 hné, 22 sægur, 23 tunna, 24 senda, 25 runna. Lóðrétt: 1 vegur, 2 liðin, 3 anar, 4 foss, 5 selur, 6 arnar, 10 ólgan, 12 dug, 13 frá, 15 rasps, 16 nægan, 18 linan, 19 grafa, 20 hráa, 21 étur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Eftirlit með einkareknum lækna-stofum hafa verið til umræðu og landlæknir m.a. tjáð sig um málið. Hvað heitir hann? 2 Frumvarpið um RÚV hefur veriðfyrirferðamikið á þingi. Hver er talsmaður Samfylkingarinnar í mál- inu? 3 HB Grandi hefur ákveðið aðleggja togaranum Brettingi. Hvaðan hefur hann verið gerður út? 4 Breski rithöfundurinn Ian McEw-an hefur verið sakaður um rit- stuld í einni bóka sinna. Hvað bók er það? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Forseti Íslands hefur verið á ráðstefnu um hreina orku í San Fransisco í Banda- ríkjunum ásamt fyrrverrandi forseta- frambjóðanda þar í landi. Hver er hann? Svar: Al Gore. 2. Fjárfestingafélagið Nor- vest hefur verið að auka hlut sinn í Kaup- þing banka. Hver er aðaleigandi Norvest? Svar: Jón Helgi Guðmundsson í Byko. 3. Hvað heitir eiturefnið sem varð Alexander Lítvínenko að bana? Svar: Pólon-210. 4. Hver er nýr forstöðumaður Íslensku frið- argæslunnar? Svar: Anna Jóhannsdóttir. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    Lögin eru mörg og mis- jöfn, sum eru ljúf og falleg en önnur eru mel- ódískari og kraftmeiri. Þær eru báðar ágætis söngkonur og þótt Hansa sé kannski með öllu fjölbreyttara raddsvið fara raddir þeirra ágætlega saman. Samt finnst mér þær stundum hljóma eins og þær séu að syngja söng- leikjalög en ekki frumsamda tón- list. Þetta er helsti löstur plöt- unnar, hún nær aldrei að hljóma eins og heildstætt verk, hún verð- ur alltaf farartæki söngkvenna sem langaði til þess að gera eitt- hvað sniðugt. Því miður er það með þessa plötu eins og svo marg- ar aðrar að hún hefði verið afleit ef upptökustjórnin hefði ekki ver- ið í góðum höndum Útsetningarnar eru nefnilega oftast mjög góðar þótt mér hafi að sjálfsögðu litist betur á sum lög en önnur. Þægilega útsett blást- urshljóðfæri má finna víða sem gera það að verkum að hljómur ÞÆR Selma og Hansa eru hér á ferð með aðra plötu sína saman, Sögur af konum. Áður sendu þær frá sér Sögur af sviðinu árið 2002. Á Sögur af konum syngja þær stöllur eingöngu lög eftir íslensk- ar konur og þar á meðal þær sjálf- ar. plötunnar verður skemmtilega þýður. Eitt laganna á plötunni skarar fram úr. Það er lag Ragn- hildar Gísladóttur við texta And- reu Gylfadóttur, Haltu utan um mig. Það er skemmtilegur taktur í því, fyrir utan hvað það er ótrú- lega vel útsett. Það gleymist alltof oft hve góður lagasmiður Ragn- hildur er og það á hún ekki skilið. Þær Andrea og Ragnhildur eiga annað lag á plötunni, Píanókonan, það er ágætislag en það er ekki laust við að söngur Hönsu í því minni svolítið á Ragnhildi sjálfa. Mér finnst leiðinlegt að segja það en stundum finnst mér eins og stefnuleysið í söng Selmu og Hönsu bitni svolítið á efniviðnum. Þær eru hvorug með sérstaklega karaktermikinn stíl, þær eru mjög alhliða og það hefur sína kosti og galla. Kosturinn er sá að þær geta sungið nánast hvað sem er en gall- inn er hins vegar sá að erfitt er að finna fyrir persónuleika þeirra í gegnum tónlistina. Engu að síður er þetta afskaplega falleg plata. Falleg en með öllu sálarlaus. Ljúflega útsett sálarleysi TÓNLIST Geisladiskur Lög og textar eftir ýmsar íslenskar kon- ur. Söngur: Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir. Hljómsveit: Ein- ar V. Scheving, trommur og slagverk. Friðrik Sturluson, bassi. Guðmundur Pétursson, gítar. Guðm. Kristinn Jóns- son, stjórn ýmiskonar hljóðbreytitækja. Kjartan Valdemarsson, píanó í Píanó- konunni. Mikael Svensson, píanó og til- fallandi hljómborð. Sigurður Guðmunds- son, Hammond- og mótorpumpuorgel, hljóðgervlar, forritun, stöku bassi og slagverk, sem og bakraddir. Hornsveit Nashvilleborgar: Jim Hoke, Steve Pat- rick og John Hinchey. Ingibjörg Þor- bergs syngur í Reykjavíkurmynd. Um upptökur, upptökustjórn og hljóðblönd- un sáu Guðm. Kristinn Jónsson og Sig- urður Guðmundsson. Sena gefur út. Selma og Hansa – Sögur af konum  Helga Þórey Jónsdóttir ÍVAR Bjarklind er að stíga sín fyrstu skref í tónlist með þessum diski en ekki sam- starfsmaður hans, Orri Harðarson, sem er Ívari hér sem hægri hönd. Orri er líklega sá íslenski tónlistarmaður sem kemst næst því að leggja stund á gáfumannapopp, og er það meint í allra besta skilningi. Orri hefur slípaðan stíl og leggur mikið upp úr fallegum skreytingum í formi lítils gít- arstefs hér eða sakleysislegs píanókafla þar. Þetta eru allt hlutir sem hægt er að ganga að sem vísu þegar Orri er við stjórn- völinn og kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Það gera þroskaðar lagasmíðar Ívars Bjarklind hins vegar, sem og dýptin í text- um hans. Ívar gefur innsýn í hugsanir sín- ar og líf, og það hljómar mjög einlægt og heiðarlegt, nokkuð sem er frekar sjaldgæft í poppi dagsins í dag, þar sem allt of margir beita marg- tuggnum klisjum í texta- gerð. Diskurinn verður því einhvers virði fyrir vikið, og að hlustun lokinni finnst manni eins og maður hafi þokast nær hugarheimi höfundar. Útsetningar Orra og hljómur allur skapa notalega stemningu, og verka eins og ull- arteppi sem vefst um mann, og maður fær á tilfinninguna að allt sé nákvæmlega eins og það á að vera. Trommur Birgis eru míní- malískar og ótrúlega vel við hæfi, strengir fagrir og gítarar hafa í sér skemmtilegan „80’s“-hljóm, sem minnir stundum á fyrsta efnið með hljómsveitinni U2. Það er helst út á diskinn að setja að öðru hverju eru smáhnökrar á söng, sem líklega eru þó bara byrjunarörðugleikar Ívars. Í sumum lögum, eins og í besta lagi disksins „Yfir hafið“, er brothætt röddin ekkert til trafala en í titillaginu, til að mynda, getur maður ekki annað en hugsað að Ívar hefði átt að reyna oftar að ná betri upptöku af rödd. Fyrir vikið er diskurinn ekki fullkom- inn, en næstum því samt. Þetta er svo sann- arlega ótrúlega góð byrjun. Næstum fullkomið … TÓNLIST Geisladiskur Upptökustjórn, útsetningar, hljóðritun, blöndun og jöfnun: Orri Harðarson. Hljóðritað haustið 2006 í Reykjavík, Munaðarnesi, Akranesi og Danmörku. Ívar Bjarklind söng, Orri Harðarson lék á gítara, bassa og píanó, Birgir Baldursson lék á trommur, Henrik Bruun Nielsen lék á selló og Camilla Korgaard lék á fiðlu. Sögur útgáfa gefur út. Ívar Bjarklind – Blóm eru smá  Ragnheiður Eiríksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.