Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á ramót hjá Guð- rúnu Ögmunds- dóttur eru alltaf viðkvæmur tími, en aldrei sem núna síð- ast. „Alveg frá því ég var barn hef ég skynjað áramót sem magn- aða upplifun. Þá verður svo sýnilegt að eitthvað er farið og kemur aldrei aftur.“ Og hún strengir ekki áramóta- heit. „Mér dettur ekki í hug að taka skyndiákvarðanir, eins og um að hætta að reykja, þegar ég er svona viðkvæm,“ segir hún brosandi og kveikir sér í sígarettu. Guðrún Ögmundsdóttir er trúuð, þótt ekki sé hún kirkjunnar kona. Hún reynir jafnan að rækta barnið í sér yfir jól og áramót. „Maður sæk- ir í þetta góða sem býr í hefðinni og bætir við sjálfur eftir eigin þörfum og smekk. Þetta er unaðslegur tími. Það er kyrrð yfir öllu og mér finnst loftið verða svo hreint. Allir hugsa eins fallega og þeir geta. Það er galdur jólanna.“ En sumsé, þegar árin 2006 og 2007 mættust fann hún fyrir meiri trega en oftast áður um áramót. „Óneitanlega fann ég sterkt að ég stend á tímamótum. Ég er að kveðja stjórnmálin eftir tvö kjör- tímabil á þingi og önnur tvö í borg- arstjórn. Sextán ár eru langur tími og stór partur af einni mannsævi. Því var tilhugsunin óvenju trega- blandin. En svo sá ég þetta mynd- rænt: Ein hurð féll að stöfum en aðrar dyr að opnast.“ Guðrún kveðst einu sinni áður hafa hugsað sér að segja skilið við pólitíkina. „Það var þegar ég hætti í borgarstjórninni 1998 og varð deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Mér fannst ég hafa komið svo mörgum góðum málum í fram- kvæmd hjá borginni að ég gæti hik- laust hætt. En það stóð ekki lengi því ári seinna var ég komin aftur í róluna og kosin á þing þar sem ég hef svingað síðan.“ Umburðarlyndi hippans Guðrún Ögmundsdóttir svingar. Hún er umbúðalaus manneskja, hlýleg, brosmild, og lítt formföst. Það fellur vel að þeim málum sem hún hefur barist fyrir í pólitíkinni: Flest snúa þau að alþýðu manna, fé- lagslegum réttindum og félagslegu réttlæti. Stjórnmálaferill Guðrúnar hefst í Rauðsokkahreyfingunni, liggur það- an í Kvennalistann og loks Samfylk- inguna. En í upphafi stóð alls ekki til að verða starfandi pólitíkus. „Pældi aldrei í því,“ segir Guðrún sinni dálítið hásu rödd. „Ég hef allt- af verið fyrst og fremst grasrót- arkona. Mér finnst pólitík ekkert merkilegri en margt annað, nema að því leyti að þar er hægt að láta drauma sína eða hugsjónir rætast.“ Á æskuheimilinu, hjá kjörfor- eldrum hennar, Ögmundi Jónssyni og Jóhönnu J. Guðjónsdóttur, var pólitík í fyrirrúmi. „Pabbi var í sím- anum dag út og dag inn. Öll síma- plott Alþýðuflokksins urðu til heima hjá mér. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hversu rosalegur smali pabbi var og lunkinn við að afla nýrra flokksmanna. Að mér for- spurðri skráði hann mig, bara 13 eða 14 ára, í flokkinn, en ég sagði mig úr honum þegar ég varð tvítug. Ég var töluvert róttækari en hann á þessum árum og virk í Fylkingunni. Pabbi sagði: Fínt, Guðrún. Ungt fólk á að vera róttækara en við sem eldri erum og sjáum fram á rólegri tíma. Sjálf hef ég síðan haft fullan skilning gagnvart radikal ungu fólki. Það er þá eitthvað í gangi í höfðinu á því.“ Hún hafði verið baldinn ungling- ur. „Heima fyrir var ég ósköp hljóð- lát og hlýðin, enda mikill agi á heim- ilinu, en útávið var ég kjaftfor, erfið í skólanum og nennti ekki að læra.“ Róttækni 68-kynslóðarinnar, hvort heldur var í stjórnmálum, lífs- viðhorfum eða lífsstíl, fann hljóm- grunn hjá Guðrúnu upp að vissu marki „Ég var og er jafnvel enn hippi í mér. En alls ekki að öllu leyti. Til dæmis ekki í hassneysl- unni. Það hefur aldrei verið mín víma. Ég er alltof tjúttaður karakt- er til þess. En vín og bjór er gaman að smakka. Og ég held að það sem eftir situr sé einkum ákveðið frjáls- lyndi, umburðarlyndi og sjálfstæði: Að þora að skoða mál á eigin for- sendum og ekki taka öllu sem gefnu. Mér finnst ég umfram allt hafa lært víðsýni. Hún er mikilvæg- asta vegarnestið frá 68.“ En rétta lærdóma segist hún þó ekki hafa dregið fyrr en rúmlega hálfþrítug. „Í rauninni gerði ég ekk- ert af viti fyrr en ég eignaðist barn- ið mitt, þá orðin 26 ára. Fyrst þá finnst mér ég hafa náð þroska og jafnvægi. Að svo mörgu leyti er ég og hef alltaf verið það sem kallað er á ensku „late bloomer“, bæði per- sónulega og pólitískt. Hef þurft minn tíma og ekki viljað flýta mér.“ Sambönd og blóðbönd Hún segir eina stærstu gæfu lífs síns hafa verið að starfa við áhuga- verð viðfangsefni á skemmtilegum vinnustöðum, en hvað mest áhrif höfðu árin á Ríkisútvarpinu, þar sem hún vann á innheimtu- og dag- skrárdeildum frá 17 ára aldri til hálfþrítugs. „Útvarpið var eiginlega mín uppeldisstofnun. Það var ekki ónýtt að alast upp hjá öllu því þjóð- fræga fólki sem þar vann, vildi manni vel og leiðbeindi og kom að mörgu leyti til manns. Þegar þeim áfanga var náð tók sá næsti við. Ég fór að vinna að málefnum fatlaðra og sá málaflokkur stal úr mér hjart- anu. Hann kveikti áhuga á því að ég menntaði mig, og var í rauninni kveikjan að allri minni pólitísku vit- undarvakningu og síðar virkni: Um ranglæti, skort á stuðningi, rétt- indum og þjónustu við þá sem eiga undir högg að sækja. Og kynni mín af honum fyllti mig einnig þakklæti fyrir það hversu heppinn maður var sjálfur í lífinu.“ Annað sem mótaði sjálfsvitund og réttlætiskennd Guðrúnar frá barn- æsku var vitneskjan um að for- eldrar hennar voru ekki blóðfor- eldrar hennar. „Það vissi ég um alla tíð. Pabbi sagði mér sögur af því þegar hann sótti mig á fæðing- ardeildina og að ég kom ekki úr maganum á mömmu. Þau sögðust alltaf eiga Huldu Valdimarsdóttur, blóðmóður minni, allt að þakka, því annars ættu þau ekki mig. Skila- boðin, sem ég fékk, voru því óskap- lega jákvæð. Mér fannst ég rík, enn ríkari en önnur börn.“ Foreldrar Guðrúnar og Hulda voru vinafólk. „Hulda mamma var fráskilin og einsog gengur og gerist svaf hjá manni eina kvöldstund. Þá var ekki mikið um getnaðarvarnir eða önnur úrræði sem nú eru. Hún ákvað að þau skyldu fá barnið sem hún gekk með, því aðstæður buðu ekki upp á annað. Hún sagðist ekki hafa átt önnur úrræði. Hún valdi það besta fyrir barnið sitt. En auð- vitað fylgir svona ákvörðun æv- inlega mikið sorgarferli. Við Hulda mamma hittumst reglulega, einkum á síðari árum, en ég vissi alla tíð af henni. Hún kom í afmæli heim til okkar og allt var þetta eins eðlilegt og sjálfsagt og hugsast gat. Hún er nú látin, en ég á hálfsystkini sam- mæðra sem ég hef gott samband við. Stundum held ég boð með öllum systkinum mínum, bæði kjörsystk- inum og líffræðilegum, því þau þekkjast öll. Þau eru núna fimm á lífi.“ Guðrún var aldrei feðruð, en hún hefur nýlega komist að því hver fað- ir hennar var. „Hann er einnig lát- inn, en bjó reyndar í næsta ná- grenni við mig þegar ég var stelpa og þekkti pabba vel. Ég komst líka að því að ég á einn hálfbróður sam- feðra. Ég hringdi í hann og hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þar sem hann var að skúra heita pottinn við sumarbústaðinn! Mér skilst að ég eigi einnig systur sam- feðra og hver veit nema ég banki uppá hjá henni. En svo furðulegt sem það er hefur mér aldrei fundist skipta neinu meginmáli hver blóð- faðir minn er, þótt óneitanlega hafi maður orðið forvitinn annað slagið. Mér fannst gaman að komast að því að hann var mikill sjálfstæðismaður, góður og flottur maður, Clark Gable þess tíma.“ Hjónaband Hún brosir og bætir við: „Þegar maður kemur úr svona fjölskyldu er kannski ekki skrýtið að maður skuli hafa orðið félagsráðgjafi!“ Sjálf skildi Guðrún við barnsföður sinn eftir nokkurra ára sambúð en sonurinn, Ögmundur Viðar, er nú tæplega þrítugur og stundar dokt- orsnám í lyfjafræði. „Hann er í sam- búð og á lítið barn. Að eignast barnabarn var fyrir mig einsog að verða ástfangin á ný.“ En örlögin hafa einnig hagað því þannig, að Guðrún og eiginmaður hennar, Gísli Arnór Víkingsson, líf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, eiga fósturdóttur, Ingi- björgu Helgu, sem nú er 14 ára. „Okkur hafði langað að eignast barn saman og það bara gekk ekki. Við skráðum okkur á lista hjá Féló en ég vissi vel útfrá reynslu minni og störfum á kvennadeild Landspít- alans að það gæti orðið löng bið; ættleiðingar voru varla nema ein á ári og ég annaðist þær sjálf í því starfi mínu. En svo fengum við gleðilega hringingu og sóttum hana níu mánaða. Þetta hefur allt gengið vel og hún er óskaplega flott og fín stúlka og stundar núna nám við Tjarnarskóla. Hún spurði mig um daginn hvort ég hefði verið rekin frá Alþingi. Ég sagði að það væri nú ekki alveg þannig, en hins vegar fengi ég ekki að koma aftur. Hún huggaði mig við það að ég gæti al- veg fengið vinnu í bæði Nóatúni og í sjoppu, sem væri rosafínt. Mér fannst það fallegt. Hún sér mikla möguleika fyrir mig!“ Að hætti „late bloomers“ festi Guðrún ráð sitt, einsog sagt er, frekar seint á lífsleiðinni, árið 1990 þegar hún var fertug. En þá höfðu þau Gísli reyndar búið saman í tíu ár eða frá 1980. „Við ákváðum að ganga í hjónaband svona seint vegna þess að það skiptir máli fyrir lagalega stöðu fólks. Ég vann lengi í nálægð dauðans, t.d. í ráðgjöfinni á krabbameinsdeild kvenna, og varð svo sterklega vör við hverfulleikann, að ég vissi hversu illa fólk gat farið útúr lífinu hafi það ekki sterka stöðu lagalega. Það er óskaplega gaman að eldast með honum Gísla og gott að finna að ekki þarf sífellt tilstand til; það er alveg nóg að borða saman popp yfir sjónvarpinu á kvöldin eða lesa eða fara í bíó. Það er mikið að gera hjá okkur báðum, talsvert um vinnuferðalög til útlanda, hann er með sínum spilafélögum og ég með mínum kvennahópum, en um leið og við virðum þetta hvort hjá öðru ger- um við annað saman. Ef traust, frelsi og vinátta haldast í hendur er fólki vel borgið í hjónabandi.“ Kommúnulíf Þau Guðrún og Gísli kynntust þegar hún var komin ásamt syni sín- um til Kaupmannahafnar þar sem » „Það er alltaf óþægilegt þegar karlar klappa kon- um á kollinn, hvað þá þegar viðkomandi kona er formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins...“ Morgunblaðið/ÞÖK Kosningar 2002 Guðrún fagnar á kosningavöku Samfylkingar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Með alþingiskonum "Frá mínum bæjardyrum er allt of mikið um að strák- arnir í þinginu standi í hanaslag sem litlu skilar..." Morgunblaðið/ÞÖK Pakkað niður á skrifstofunni Vantar egó í ævisögu...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.