Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Jóhanns-son fæddist á Skriðufelli í Þjórs- árdal 12. júní 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 15. janúar síðastliðinn. For- eldrar Björns voru Jóhann Ólafsson bóndi að Skriðu- felli, f. 10. ágúst 1897, d. 5. sept- ember 1983 og eig- inkona hans Þórdís Björnsdóttir, f. 29. september 1897, d. 14. ágúst 1993. Björn var fjórði í röð fimm systkina, en hin eru Hjalti Ísfeld, f. 1923, Margrét, f. 1925, Bryn- dís, f. 1926 og Bergný, f. 1933. Björn kvæntist 1966 Kristínu Guðmundsdóttur frá Skáldabúð- um í Gnúpverjahreppi. Þau slitu sambúð. Birni og Kristínu varð sjö barna auðið, þau eru: Þórdís bankamaður, f. 1965, maki Þór- arinn Garðarsson vélfræðingur, f. 1962; Bergur Þór smiður, f. 1967; Rúnar Geir gluggasmiður, f. 1967, unnusta Rut Ríkey Tryggvadóttir klæðskeri, f. 1958; Jóhann vélaverk- fræðingur, f. 1970, maki Unnur Ósk Sigurðardóttir nemi, f. 1977; Guð- mundur smiður, f. 1971, maki Inga Helma Guðfinns- dóttir nemi, f. 1977; Hjalti f. 1973, maki Helga Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. 1982; og Björn Hrannar hleðslu- maður, f. 1975, maki Magnea Guðmundsdóttir lyfjatæknir, f. 1982. Barnabörnin eru 15. Björn starfaði, þegar hann komst á vinnualdur, við bú for- eldra sinna á Skriðufelli og tók síðar við rekstrinum. Stundaði hann lengi vel verktakavinnu og ferðaþjónustu samhliða bústörf- unum. Björn brá búi fyrir um áratug og dvaldi eftir það í nokkur ár í Reykjavík, en síð- ustu fjögur árin bjó hann á Sel- fossi. Útför Björns var gerð í kyrr- þey að ósk hins látna. Ég ligg hérna uppí rúmi allur skjálfandi með tárin í augunum að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, elsku pabbi. Ég hugsa um allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, Eins og í sveitinni þegar þú smíðaðir stóra sleðann sem við systkinin öll gátum setið í og þú keyrðir á Bronconum um öll tún með okkur aftan í (eða Branco- bílnum eins og þú sagðir alltaf). Þegar það komu gestir með ein- hverja krakka með sér þá fórum við öll út og þú ræstir Brancoinn og tættir af stað út á tún með okkur aftaní, þó svo það væru gestir hjá ykkur mömmu líka, þá drukku þau bara kaffi á meðan. Þú bókstaflega lifðir fyrir það að skemmta okkur krökkunum og þú gafst þér alltaf tíma til að fíflast eitthvað með okkur. Það var líka alltaf svo stutt í grínið hjá þér, það var alveg sama hvort þér leið vel eða illa, eins og þegar við fjölskyld- an vorum hjá þér á spítalanum um jólin þegar ein hjúkrunarkonan kom til þín og spurði hvort hún ætti ekki að raka þig, þá sagðir þú við hana að þú minntist þess ekki að Jesú hefði verið nýrakaður þegar hann var settur á krossinn, síðan leistu í átt til okkar og brostir. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, gefið mér og að gera mig að manni, þú munt alltaf eiga þinn samastað í hjarta mínu, elsku pabbi. Saknaðarkveðjur Hrannar. Bjössi frændi var höfðingi í mín- um huga. Hann var bóndi á Skriðu- felli og heimsmaður í háttum. Sýn hans til lífsins var opin og jákvæð og af honum lærði ég víðsýni. Það skipti ekki máli hver átti í hlut, hann kom hreint fram við alla og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Ellefu ára gamall fór ég í sveit til hans og Stínu að Skriðufelli. Stórt heimili, sjö börn en öll yngri en ég svo mér var treyst fyrir stórum verkum – að því er mér fannst. Þar var mér falin ábyrgð á dýrum og fólki, sat yfir svínum með sótt og var sendur að rukka fólk á tjald- svæðinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna lærði ég margt sem máli skipti, og mótaðist af umhverfinu. Þjórsárdalur er paradís á jörðu og fallegasti staður á jarðríki. Stórir skógar fyrir lítinn strák að kanna, og saga forfeðranna á hverju leiti. Það var því ekki slæmt þegar for- eldrar mínir reistu sér bústað í næsta nágrenni við Skriðufell, og ég gat tekið þráðinn upp aftur við Bjössa og fjölskyldu hans sem full- vaxta maður. Ég og fjölskylda mín nutum góðs af nábýlinu á þessum árum. Hann var ótrúlega barngóður. Hekla Bryndís og Kormákur fóru ekki varhluta af því og hann átti sinn þátt í að gera Þjórsárdalinn að sveitinni þeirra. Alltaf sýndi hann áhuga á því hvernig þeim leið og var umhugað um velferð þeirra. Ég þakka Bjössa samfylgdina og vináttuna við mig og fjölskyldu mína í gegnum árin. Ég tel það ákveðin forréttindi að hafa kynnst honum, og því fylgir ákveðið frelsi í hugsun að hafa alist upp með þess- um stórhuga frænda mínum. Ég votta Stínu, börnum þeirra og fjöl- skyldum samúð mína, nú þegar Bjössi er allur. Jóhann Kristinsson Vor í lofti, skólanum að ljúka og við systkinin í Njörvasundinu komin með hugann upp í sveit til ömmu, afa og Bjössa frænda. Amma hleyp- ur við fót og flautar í hálfu hljóði, afi þögull og hugsi en Bjössi frændi alltaf til í að galsast og gera að gamni sínu við okkur. Við áttum því láni að fagna að eiga samastað á sumrin í sveitinni hjá þeim. Vera okkar þar var ævintýri líkust, alltaf eitthvað verið að bralla, mikið um að vera og gestagangur mikill. Bjössi var einstaklega barngóður og skemmtilegur. Alltaf stutt í strák- inn í honum. Þegar skroppið var af bæ, t.d. þegar farið var með mjólk- ina að Ásólfsstöðum þangað sem mjólkurbíllinn sótti hana, vorum við sjálfkjörin með. Hann ók þá ekki alltaf veginn heldur fór gamlan veg og hallandi til að fá okkur til að æpa og skrækja. Já, hann var smá stríð- inn og hafði gaman af að gantast, klípa í nef og eyra og þótti okkur það ekki eins leitt og við létum. Ein- hvernveginn þegar hugsað er til baka þá finnst manni eins og veðrið hafi verið alltaf gott í sveitinni. Auð- vitað var það ekki þannig, þetta eru bara svo ljúfar minningar að þeim fylgir birta og ylur sem veita hlýju við tilhugsunina eina saman. Líf Bjössa var ekki alltaf dans á rósum og fékk hann sinn skerf af mótlæti eins og aðrir, en hann kvartaði aldrei, heldur sá alltaf ljósu punktana í tilverunni. „Málið er einfalt“, eins og hann sagði svo oft. Þegar Bjössi flutti frá Skriðu- felli bjó hann í nokkur ár í Reykja- vík í sama húsi og foreldrar okkar og hittum við hann því oftar þann tíma sem hann bjó þar. Einstaklega kært var á milli þeirra systkina og veit ég að móðir okkar saknaði hans mikið þegar hann flutti á Selfoss fyrir nokkrum árum. Við viljum að lokum þakka hon- um fyrir allt sem hann var okkur um leið og við óskum honum alls hins besta á nýjum stað. Þessi hlýt- ur að vera sá besti, enda bjó hann alltaf á besta stað að eigin sögn. Við biðjum góðan Guð að styrkja Stínu, börnin þeirra og fjölskyldur á þess- um erfiðu tímum. Guð blessi minningu okkar elsku- lega frænda. Fyrir hönd okkar systkinanna. Þórdís. Minningar er ekki hægt að kaupa, þær eru gjöf. Þessi tilvitnun kom upp í hugann er mér barst andlátsfregn Björns Jóhannssonar fyrrum bónda á Skriðufelli í Þjórsárdal. Já, dýrmæta gjöf gaf hann mér, hann Bjössi frændi, eins og við köll- uðum hann. Ljóslifandi minningar, allt frá fyrstu ferð minni austur í dal í kaf- aldsbil um páskana 1968 og til þeirrar síðustu þegar við keyrðum inn í Selhöfða á sólríkum sumardegi 2003. Við áðum þar, ef svo má að orði komast þó að farartæki okkar væri allt annað en reiðskjóti, breiddum teppi á fósturjörðina, fengum okkur kaffi og kleinur og slógum á létta strengi. Aðeins ofar í hlíðinni í litlum vígðum reit eru jarðneskar leifar ættföðurins frá Skriðufelli, Ólafs Bergssonar sem á sínum tíma sótti um sérstakt leyfi til að hvíla við hlið afburðahestsins Blesa sem hann sjálfur hafði urðað þegar yfir lauk. Af frásögn þessari sést hversu sterkt samband getur myndast milli manns og dýrs, en að sýna það í verki er einstakt! Það þarf ekkert að ræða það frekar, Selhöfðinn er fallegasti stað- ur á jarðríki hafði Björn á orði í þessari síðustu för okkar í höfðann. Auðvitað átti að klingja bjöllum hjá mér, það var ætlun hans þá þegar að hvíla í reitnum hjá afa sínum og Blesa. Björn var minn maður, maður að mínu skapi eins og tengdamóðir mín Margrét, systir Björns, hefði orðað það. Það segir heilmikið um bróður hennar, alla þá mannkosti sem hann hafði til að bera. Og til að stytta þá óralöngu upptalningu yrði best að segja eins og börnin,… flottur og góður þessi karl! Hjá Bjössa var ekki aðalatriðið að vera sammála síðasta ræðumanni heldur frekar að skapa líflegar umræður þótt hann þyrfti að vera í mótsögn við sjálfan sig í byrjun. Og með snilld lét hann detta inn á réttum stöðum „tilsvör“ með áherslusveiflum eins og … Hvað heldurðu!, Það er nú líkast til! Svei mér þá! Hláturinn var heldur aldrei langt undan og hljómur hans varð sú sól sem hrekur veturinn burt af andlit- um mannanna.. Komið er að kveðjustund, kæri frændi, bróðir og vinur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Allt sem við elskum mun án nokkurs efa líða undir lok, ef til vill á morgun, ef til vill eftir þúsund ár. En hvorki það né ást okkar á því verður minna virði af þeim sökum. Ólöf Ragnarsdóttir. Elsku frændi, ég ætla að kveðja þig núna, minn kæri, með nokkrum orðum og hugleiðingum. Það var mikil blessun að eiga þig sem frænda og fá að kynnast þér á lífsleiðinni. Sem barn í sveitinni varst þú „besti frændi“ og meira en það, þú varst „mysterium“, því þú veittir svo mikla hlýju, gafst svo mikla gleði og von. Allir sem voru nálægt þér smituðust af krafti þín- um, léttleika og jákvæðni. Eftir að hafa verið námsmaður erlendis fékk ég svo aftur tækifæri til að dvelja á Skriðufelli og í Þjórs- árdalnum. Alkunn gestrisni þín og höfðingsskapur veitti mér og ungri fjölskyldu minni tækifæri til að dvelja í „gamlabænum“ og sam- verustundirnar með þér og þinni fallegu fjölskyldu voru stórkostleg- ar. Síðan hefur lífið velkst áfram en þau tuttugu ár þar sem ég var með vinnustofu á Skriðufelli standa upp úr. Að fá að dvelja þar var minn besti háskóli. Þar málaði ég og samdi tónlist. Okkar daglegu samverustundir voru stórkostlegar. Við rýndum í myndir og hlýddum á tónlist. Skarpskyggni þín og létt lund var mér leiðarljós og aftur hafðir þú svo mikil áhrif á mig, varst minn besti kennari, frændi og vinur. Við veltum við meiningum og væntingum, lékum okkur að hug- tökum, orðum og hlógum mikið. Eftir þessa heimspekitíma í „nýja“ og „gamlabænum“ jókst skilningur minn á hinu daglega verkefni og líf- inu almennt. Elsku Bjössi, þú skildir hismið frá kjarnanum, núna ert þú í kjarn- anum og vissulega í hjarta mínu. Þar sem ég sit á vinnustofu minni í Frakklandi og skrifa þessar línur þá er eins og við getum aftur sest saman. Staðurinn skiptir engu máli, af- stæði tíma og rúms er yfirunnið. Ég var langt í burtu þegar jarð- arför þín var gerð en ég veit að þitt stóra hjarta fyrirgefur mér það. Þar sem þín fallega sál er núna frjáls þá vona ég að við eigum eftir að ganga saman um Svartaskóg og Svissnesku Alpana og að ég eigi eft- ir að eiga með þér áframhaldandi augnablik innblásturs og gleði. Þú átt svo tryggan stað í hjarta mínu, hvað er annað hugsanlegt, slíkt stórmenni og góðmenni sem þú varst og ert, þú skilur eftir þig djúp skörð sem erfitt er að fylla upp í. Ég veit að þú og fjölskylda þín fær alla þá jarðnesku og himnesku blessun sem völ er á. Guð blessi þig, elsku Bjössi. Gunnar Kristinsson, Basel, Sviss. Elsku Bjössi frændi, Skriðufell er mín paradís og þú ert hluti af henni. Fallegar sumarvikur sem ég fékk að vera hjá þér öll þessi mörgu ár voru sérstökustu vikur lífs míns. Þar liggja rætur mínar. Jafnvel þó að ég búi langt í burtu, í Þýska- landi, minnist ég ætíð þessa tíma þegar sem ég ungur drengur fékk að njóta návista við þig. Ég get bara þakkað fyrir allt sem þú gafst mér. Megir þú hvíla í friði, elsku Bjössi. Þinn frændi Dagur Kristinn Johann Gunn- arsson, Freiburg, Þýskalandi. Vinur minn, Björn Jóhannsson, bóndi á Skriðufelli í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi, er dáinn og kom- inn yfir móðuna miklu. Ég var 13– 14 ára þegar ég átti heima í Hátúni í Reykjavík og tók mig til og fór upp í mjólkurstöð við Laugarveg- inn. Þar fékk ég mér far með mjólk- urbílnum til að komast í sveitina. Ég hjálpaði til við að setja alla tómu mjólkurbrúsana á hvern pall og taka fullu brúsana inn í bílinn. Bíll- inn fór þó yfirleitt ekki lengra en að Haga og þangað kom Bjössi til að sækja mig. Þegar við ræddum sam- an síðasta sumar og haust rifjaðist það upp að það voru akkúrat 50 ár síðan við kynntumst. Mér þótti allt- af gaman að koma að Skriðufelli, hitta Dísu og Jóhann, foreldra Björns. Dísa var góð kona og hló hátt og mikið eins og Björn. Við Björn hringdum okkur alltaf saman á kvöldin á síðastliðnum þremur ár- um og ræddum um daginn og veg- inn og pólitík. Björn var mikill framsóknarmaður. Ýmist rifumst við eða hlógum dátt og mikið, en alltaf vorum við sömu vinirnir. Einu sinni fékk ég stóran silung í Sandá. Þá var mikil gleði á bænum. Siggi frændi (Diddi), ég og Björn fórum í læmið eða Fossá og veiddum mjög mikið. Nú var tekin upp stór síld- artunna og hún var söltuð alveg full. Þá var mikil kátína í öllum. Svo fór- um við að reka féð inn á afrétt. Við fórum inn allan Þjórsárdalinn, inn á Stöng og miklu lengra, að kofa gangnamanna. Þar var hlaðið í miðja hæð og moldarrúm með gæsapokum til þess að sofa í. Allir hestarnir voru teknir inn til þess að halda á okkur hita. Þetta var mjög spennandi og gaman. Túrinn tók tvo sólarhringa og þá var komið að Skriðufelli aftur. Það var alltaf gaman á Skriðu- felli. Foreldrar mínir og allt mitt venslafólk fékk alltaf að gista í laut fyrir norðan bæinn. Birni fannst gaman að heimsækja mig í sumarbústaðinn í Hraunborg- um í Grímsnesinu. Hann kom nokkrum sinnum síðustu ár og átt- um við ætíð góðar stundir saman. Blessuð sé minning Björns og hans góða fólks sem Guð hefur leyft mér að kynnast. Ég sendi börnum Björns og móð- ur þeirra mína dýpstu samúðar- kveðju, barnabörnum og öðrum venslamönnum. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Jón G. Guðmundsson Björn Jóhannsson, fyrrverandi bóndi á Skriðufelli í Þjórsárdal, er Björn Jóhannsson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri/Framkvæmdarstjóri S. 892 8947 / 565 6511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.