Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, DÓRA RAGNHEIÐUR GUÐNADÓTTIR frá Kotmúla í Fljótshlíð, sem lést á líknardeild Landakotsspítala að kvöldi föstudagsins 26. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 13:00. Sigríður Valdimarsdóttir, Guðjón Ólafsson, Steinunn María Valdimarsdóttir, Ólafur Rúnar Jónsson, Sara Regína Valdimarsdóttir, Þórarinn Magnússon, Inga Aðalheiður Valdimarsdóttir, Ólafur Örn Klemensson, Guðjón Viðar Valdimarsson, Guðrún Sigurðardóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Hlíðarvegi 65, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðnir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Runólfur Þórðarson, Sigrún Halla Runólfsdóttir, Þórunn Inga Runólfsdóttir, Alfreð Ómar Ísaksson, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, Þórður Runólfsson, Anna Sigrúnardóttir, Hildur Elsa Rósantsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartkær frænka okkar, DÝRFINNA TÓMASDÓTTIR, áður Gautlandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 5. febrúar nk. kl. 13:00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð augn- deildar Landspítalans í síma 543 1159. F.h. annarra aðstandenda, Ólafía S. Hansdóttir, Hreiðar Sigurbjarnason, Lára G. Hansdóttir, Guðmundur V. Sigurbjarnason, Dýrfinna P. Hansdóttir, Sigurður T. Sigurbjarnason, Hafsteinn Sigurbjarnason, Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Við þökkum auðsýnda aðstoð, samúð og vinarhug við fráfall og útför ÞÓRU KRISTINSDÓTTUR, Silfurbraut 40, Höfn, Hornafirði. Kári Alfreðsson, Hlynur Kárason og Bjarki Kárason, Kristinn Guðmundsson, Unnur Guttormsdóttir, Smári Kristinsson, Hanna Kristinsdóttir, Guðmundur Kristinsson. ✝ JÓNA HALLDÓRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Grund, við Hringbraut, áður Grundargerði 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 11.00. Elfa-Björk Gunnarsdóttir, Jóna Gígja Eiðsdóttir, Eiríkur Sævaldsson og fjölskylda. Elsku frændi. Þá eruð þið aftur sam- einuð, einstæð móðir og börnin hennar. Þegar ég var fjögurra ára man ég þig fyrst. Ég hafði þá ekki hug- mynd um að pabbi ætti systkini, hvað þá eineggja tvíburabróður. Rútan á planinu var blá og hvít og Ingvar Breiðfjörð ✝ Ingvar Breið-fjörð fæddist í Reykjavík 1. janúar 1930. Hann lést á heimili sínu í Stykk- ishólmi, 19. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkishólms- kirkju 29. desem- ber. mig minnir að núm- erið hafi verið P-10 frekar en P-21. Bíl- stjórinn sem keyrði hana var í prjónaðri peysu, blárri með hvítu brjóstmynstri. Bílstjórinn varst þú. Mikið var ég montin af því að ég ætti frænda sem keyrði þessa rútu. Síðan koma minningarnar hver af annarri: Þú að heimsækja ömmu í Melbæ, þú í heim- sókn hjá ömmu í Vík, þú að fara inn á Tangagötu til ömmu. Þú hjá símanum og þú að dunda í bíl- skúrnum. Það var gaman að fara í kassa- bílaleik með Atla, því strákarnir áttu flottustu kassabílana í flot- anum, með fjöðrum á öllum og loft- netum, því það urðu auðvitað að vera talstöðvar í trukkunum. Þegar sjónvarpið kom var spennandi að fara til ykkar og fá að horfa á það. Þið Helga voruð með þeim fyrstu í Hólminum að fá litsjónvarp. Þá var gaman að fara til ykkar og fá að horfa á Prúðuleikarana, það var svo mikil litadýrð í þeim. Sam- bandið á milli ykkar tvíburanna var mjög sérstakt. Einhver sagði mér að þú hefðir verið að vinna í vél- smiðju og barið á þumalfingurinn á þér, en pabbi verið úti á sjó og puttinn á honum hefði bólgnað. Þegar pabbi veiktist sagðist hann þurfa að fara í rannsóknirnar og finna réttu lyfin, og það væri gott því þá gæti Ingi farið strax á réttu lyfin þegar hann myndi veikjast, því það yrði ekki langt þangað til. Eitt vantaði mig 1. janúar. Hringinguna. Ég hafði alltaf hringt til pabba á nýársdag til að óska honum til hamingju með daginn, en eftir að hann dó flutti ég hring- inguna yfir til þín. Það hefur oft verið hlegið að því þegar pabbi fór með okkur systkinin í sunnudags- bíltúr og keyrði inn Skúlagötuna. Allt í einu kom Skúli hlaupandi og öskraði: Pabbi, pabbi. Þegar pabbi stoppaði og skrúfaði niður rúðuna kom Skúli lafmóður og sagði: Ó, ert þetta þú, ég hélt að þetta væri pabbi. Ekki fannst mér þið vera það líkir í útliti að ég tæki feil fyrr en í haust, þá brá mér svakalega þegar við komum í heimsókn til ykkar. Þá fannst mér pabbi sitja við eldhúsborðið. Þegar pabbi dó sagði Svana frænka okkur að þegar þið fæddust hefðu ömmu verið settar skorður. Hún mætti halda öðrum ykkar en yrði að láta hinn frá sér strax, sem hún og gerði. Næsta haust voru henni settir aðrir kostir. Annað- hvort héldi hún barninu og fengi enga skinnskó til að ganga á um veturinn, eða léti barnið frá sér og fengi skóna. Þar sem hún var fá- tæk vinnukona sá hún fram á að þurfa að ganga berfætt um vet- urinn í frosti og snjó ef hún léti ekki barnið frá sér. Það voru því þung sporin hjá henni þegar hún lét drenginn frá sér. Að einhver skuli geta verið svona grimmur. En núna er hún búin að fá öll börn- in sín fimm til sín. Elsku Helga, Skúli, Palli, Atli og fjölskyldur, ykkur sendi ég sam- úðarkveðjur og megi góður guð styrkja ykkur. Minningarnar standa eftir og ylja öllum þeim sem þekktu hann. Elsku Ingi frændi, ég kveð þig í bili. Við hittumst aftur þegar minn tími kemur. Hafðu þökk fyrir allt. Þín bróðurdóttir Jóhanna. ✝ Guðlaug Mar-grét Björns- dóttir fæddist á Vopnafirði 29. des- ember 1914. Hún lést á Kumbaravogi 22. desember síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Hvera- gerðiskirkju 30. desember. við klæðaburð okkar systra. Þegar hún bauð til veislu, sem var oft, þá komum við ekki klæddar síðbuxum heldur var öruggara fyrir okkur að vera í kjól eða pilsi og falleg- um sokkabuxum. Hún var vinmörg, ættrækin og trygg. Hún mundi alltaf eftir öllum afmælisdögum fólksins síns og eru ekki mörg ár síðan hún hætti að hringja í okkur systur á hátíðisdögum. Þau hjónin hafa alltaf verið stór hluti af okkar lífi og af heilum huga fylgst vel með því hvernig okkur hef- ur farnast sem og okkar börnum. Fyrir það viljum við þakka. Þegar heilsu Guðlaugar fór að hraka reyndi mikið á Árna og þá kom berlega í ljós þessi mikla vænt- umþykja og tryggð sem einkenndi samband þeirra alla tíð. Missir Árna er því mikill. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku Addi frændi, Guð gefi þér styrk til þess að takast á við þær breytingar sem framundan eru við fráfall ástkærrar eiginkonu. Blessuð sé minning merkrar konu, Guðlaug- ar Margrétar Björnsdóttur. Svava Aðalbjörg og Soffía Kristjana Kristjánsdætur. Þá hefur Guðlaug hans Adda frænda okkar kvatt þennan heim. Okkur þótti afar vænt um hana, enda ekki annað hægt því okkur var hún alltaf svo góð. Við bjuggum öll innan sömu lóðarmarkana í Hveragerði: við fjöl- skylda Kristjáns bróður Adda, afi, amma og svo þau hjónin Guðlaug og Árni. Guðlaug og amma voru miklar vinkonur og reyndist hún þessari öldruðu tengdamóður sinni mjög vel. Við systkinin vorum alltaf velkomin á heimili þeirra hjóna og þær voru ófáar ferðirnar þangað því alltaf var Guðlaug tilbúin að hjálpa okkur hvort sem var við handavinnu, píanó- kennslu eða bara að leggja okkur lífsreglurnar. Guðlaug var mjög list- ræn og fjölhæf kona og var alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd og tók m.a. marga nemendur í píanó- kennslu heima í stofu. Þau hjónin voru með gróðurhús í Hveragerði í nær 20 ár og ósjaldan kom maður í heimsókn til þeirra þar sem þau gáfu okkur af uppskeru sinni, tómata eða agúrkur. Guðlaug var mikil dama og alltaf vel til fara og átti það til að benda góðlátlega á það ef hún var ekki sátt Guðlaug M. Björnsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu elsku sonar okkar, bróður og barnabarns, BENJAMÍNS ÁRNASONAR. Hansína Kristjánsdóttir, Jón Árni Guðmundsson, Sara Árnadóttir, Ásta Benjamínsdóttir, Kristján Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Sveinsson. Guðmundur Pálsson ✝ GuðmundurPálsson fæddist á Böðvarshólum í Vestur-Hópi í Húna- vatnssýslu 8. júlí 1919. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri aðfaranótt 17. janúar síðastliðins og var jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju 24. janúar. Ég var lánsöm að fá að njóta þeirra forrétt- inda að eignast Guðmund sem tengdaföður. Það var haustið 1970 að ég gekk upp stigann á Birkimelnum með hraðan hjartslátt og kvíðahnút í maganum af hræðslu við að hitta tilvonandi tengdafor- eldra mína í fyrsta sinn. Hnúturinn hvarf á augabragði þegar ég sá Guðmund og Katr- ínu standa í dyragætt- inni brosandi út að eyrum. Guðmundur var mikill náttúruunnandi og efast ég um að til sé sá staður á landinu sem hann ferðaðist ekki um, gangandi eða akandi. Oft áttum við saman góðar stundir inni í litla herberginu hans sem var troðfullt af steinum og bókum. Steinasöfnun var okkar sameigin- lega áhugamál. Ár eftir ár strauk ég steinana hans og fór inn í þennan magnaða heim í hvert skipti sem ég heimsótti hann. Fyrir um það bil 25 árum fór hann að gefa mér einn og einn stein í safn- ið mitt, af og til skiptumst við á stein- um. Jólapakkarnir frá honum til mín voru stundum ansi þungir. Úr þeim komu fallegir steinar eins og kalsi- don, jaspis, silfurberg, stílbítur og fleiri sem ég held mikið upp á. Ég á margar góðar minningar um Guðmund sem ég geymi í hjarta mínu. Steinunn Hákonardóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.