Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 65 ✝ Kæru ástvinir, fjölskylda og vandamenn! Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ALEXÍU MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, Skipholti 6, Reykjavík, sem lést föstudaginn 19. janúar. Ykkar hlýja og samúð var okkur mikill styrkur. Jens Stefán Halldórsson, Ólöf Jóna Jensdóttir, Björn Grímsson, Ástbjörn Jensson, May Brit Kongshaug, Jenný Stefanía Jensdóttir, Grettir Grettisson, Ingibjörg Jensdóttir, Gunnar Smith, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐMUNDAR S. TH. GUÐMUNDSSONAR síldar- og fiskmatsmanns, Fiskhóli 5, Höfn. Edda Sveinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Við viljum þakka öllum þeim sem með bænum, kertalogum, blómum, gjöfum, fallegum orðum, faðmlögum, samúðarkveðjum og ýmiss konar hjálp hafa sýnt minningu ástkærs sonar okkar og bróður, JÓNS ÆVARS ÁRMANNSSONAR, virðingu. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Fossvog. Hjartans kveðjur til ykkar allra og guð blessi ykkur. Ármann Rögnvaldsson, Elísabet Unnur Jónsdóttir, Steinunn Birna Ármannsdóttir, Ásdís Ósk Ármannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástvina okkar, ÞORBJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, KRISTINS BREIÐFJÖRÐ, JÓHÖNNU M. ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til Guðnýjar Hallgrímsdóttur prests og Jóhönnu Jónasdóttur læknis fyrir einstakan hlýhug og vinsemd. Aðstandendur og heimilisfólkið í Blesugróf 29. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS NORÐMANN, Barðaströnd 37, Seltjarnarnesi. Oddbjörg Jóhannsdóttir Norðmann, Sigríður Norðmann, Óskar Norðmann, Elín Norðmann, Börkur Hrafnsson, Snædís, Tinna, Jón Hrafn og Óskar Árni. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGUNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Álftamýri 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 E, Landspítala Hringbraut. Sólveig Pétursdóttir, Ólafur Pétursson, Margrét Þorgeirsdóttir, Guðný Pétursdóttir, Auður Pétursdóttir, Ríkharður Sverrisson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför frænku okkar, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR FRIÐBJÖRNSDÓTTUR kennara, Neshaga 10, Reykjavík, er lést mánudaginn 15. janúar. Birna Magnúsdóttir og fjölskylda. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁRNA KRISTMUNDSONAR. Juanita Balani Kristmundsson, Ragnhildur Carmel J. Árnadóttir, Valborg Carmel J. Árnadóttir, Lárus S. Árnason, Valborg Fríður Níelsdóttir, Kristmundur Árnason, Ragnhildur Jónsdóttir, Úlfar Árnason, Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU JÓSEFSDÓTTUR, Efstasundi 92, Reykjavík. Guðlaugur Þorsteinsson, Ásgeir Hannes Aðalsteinsson, Hulda Gunnarsdóttir, Ólafur Birgir Vigfússon, Karen Rut Konráðsdóttir, Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir, Þórður Sigurður Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Eyþór Örn Eyjólfsson, Ásta Birna Björnsdóttir, Þórður Sigmarsson og barnabörn. Kannski var það engin tilviljun að Svav- ar, föðurbróðir minn, kvaddi þennan heim á messu Þorláks hins helga. Hann dó í svefni fyrir allar aldir. Síðasti svefn hans á þessari jörðu, sá lengsti. En nú þegar dagur er hvað stystur, finnst mér bjartara í kringum Svavar en áð- ur. Og mun sú birta magnast með hækkandi sólu næsta misserið. Þá opnast kannski augu okkar, sem vöknuðum þennan morgun, tveimur nóttum eftir sólstöður, inn í heim Svavars. Heim sem hann sofnaði sjálfur inn í að lokum, heim réttlæt- isins. Það var þessi helgi andblær sem hvíldi gjarnan yfir Svavari. Andri heitinn Ísaksson, mágur minn og vin- ur, sagði stundum „Svavar Sigurðs- son er einn besti maður sem ég hef kynnst“. Og Guðmundur frændi sagði, að Svavar bróðir sinn væri eins og Kristur. Já, maður var hjá góðu fólki þar sem Svavar var. Þá var á vissan hátt helgistund. Þorlákur vildi að grunnur sam- félagsins væri kirkjan. Svavar vildi líka sterkan grunn. Þar var réttlætið kletturinn. Hann trúði líka eins og Þorlákur á leiðsögn. Ekki þess blinda sem leiðir blindan, heldur leiðsögn þúsunda opinna augna, samfélags góðra og réttsýnna manna. Og þar hjálpar hver þeim sem hjálpar sér sjálfur. Í þeim hópi yrði Svavar sjálf- ur ein mesta hjálparhellan. Þetta bjarg brotnaði ekki. Svavar sneri aldrei baki við þeirri fé- lagshyggju, sem var honum í blóð borin. Hann uppnefndi hana heldur aldrei, eða fegraði með nýjum tísku- orðum. Hann lét engan Þorgeir Háv- arsson eða Ólaf digra villa sér sýn. Garpar Svavars voru þeir er ruddu brautina í gegnum hrjúft hraunið með eigin höndum. Ekki þeir sem beittu göldrum eða villuljósi, ekki heldur sporgöngumennirnir, sem ekið var þennan veg á gylltum vagni. Eins og sólin fæðumst við í austri og göngum til viðar í vestri. Þessi slóð er nú að baki Svavars. Hann missti aldrei sjónar á roðanum í vestri. Þetta var hans framtíðarsýn, draumalandið. Þótt sólin í stærra samhengi færist austar á himinhvelfingunni með hverjum degi sem líður, hverju ári og hverri öld, hélt Svavar ótrauður stefn- unni. Þannig hafa sólstöður færst stöðugt í átt að ársbyrjun, en áramót- in í tímatali mannanna ekki alveg fylgt eftir. Þrettándinn varð því að nýársnóttu, síðan nýársnótt að jóla- nóttu, og þrátt fyrir allar leiðréttingar vantar enn fjórar nætur í sólstöður nú. En tímamót í huga Svavars voru ætíð á sama stað. Þannig fylgdu hans „jól“ betur tímanum en jól mannkind- arinnar. Það sem aðrir kölluðu sér- visku Svavars, voru því staðreyndir tímarúmsins, táknrænt fyrir stað- festu hans. En sveigjanleiki birtist þó líka, er hann gerði helgan dag að eigin tímamótum, eins nærri sínum „jól- um“ og hægt var. Svavar var einhvern tímann spurð- ur, hvor ætti að fá hærri laun, sá sem ynni hörðum höndum í sveita síns andlits, eða hinn sem lægi í grasinu með strá á milli tanna og horfði á feg- urð himinsins. „Sá fyrrnefndi að sjálf- sögðu“, svaraði Svavar um hæl. Þetta þótti spyrjanda teikn um tvöfeldni, um hugarfar auðvaldshyggjumanns- ins. En spurningin var röng, of ein- föld. Svarið hefði ekki verið jafn ein- dregið, hefði sönn hlutdeild þess fyrrnefnda í fegurðinni verið fólgin í spurningunni. Þá hefði hver svita- perla fengið að skína skært í augum skáldsins í grasinu, eins og dögg jarð- arinnar. Vinnan, réttlætið og sam- hjálpin var fögur þrenning í huga Svavars. Hún var himnesk. Svavar Sigurðsson ✝ Svavar Sigurðs-son vélvirki fæddist í Reykjavík 8. október 1920. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 5. janúar. Svavar var í föður- ætt frá Hækingsdal í Kjós, og móðir hans var ættuð frá Lundum í Stafholtstungum Borgarfjarðar. Þetta eru „keltneskar slóð- ir“. Svavar hafði líka norðvestur-evrópskt útlit. Dökkhærður með ljósa húð, blá augu og fíngert andlit, ekki langleitt. Þarna blöstu við rætur kvenleggjar okkar Íslendinga. Þessar rætur hafa ætíð yljað iljar mínar. Raunar löngu áður en þessi uppruni var mér meðvitaður. Forðum er ég las Kárabækurnar, fann ég nærveru manns sem líkur var Svavari. Þessa „keltnesku“ nærveru hafa fleiri fundið, karlar og konur, gamalmenni og börn og allt sem grær á grundu. Hann var ungur líka mikill kvennaljómi. En stundum skar sér- viskan í augu og ljóminn varð of skær, en hlýjan var áfram sólarinnar. Í þeirri hlýju dafnaði gróður jarðar. Þar sem Svavar var, þar var garður, sem hann skeytti um af mikilli sam- viskusemi og elju.En það var ekki alltaf sumar og sól yfir slíkum görð- um. Mjöllin oft sæng þeirra á veturna. En stundum blésu kaldir vindar. Slík- um andvara stafaði einstaka sinnum af Svavari, einkum þegar blóm vall- arins voru í hættu. Þá gat hann fyllst réttlátri, heilagri reiði. Hann hefði rutt musterið af sama afli og Kristur forðum, væru gróðapungar búnir að gera garðinn, sjálfan helgidóminn að kaupþingi. Þannig stóð hann vörð um grassvörðinn. Að leiðarlokum, nærri þrettándan- um mun ljóst duft þessa hæruöðlings hverfa í moldina á milli systkina hans í Hólavallakirkjugarði. Og duftið verður næring þess gróðurs sem hann unni svo mjög. Hvert haust munu afkomendur hans horfa á hrun- gjörn, litskrúðug lauf sem mynda svo fagra ábreiðu á leiði hans. Þannig mun Svavar lifa áfram, eins og mynd hans, tákn náttúrulegrar gjafmildi. Þótt himnar hrynji berlínarmúrar og Sovét falli fellur Svavar ei ei frekar en socialisminn Lauf fall’á haustin mjöllin á veturna en trén vaxa á vorin í ylhýrum höndum frænda. Sigurður V. Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.