Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 47 Áhugavert fyrir fjárfesta/verktaka. Um er að ræða 43,7 ha. kjörið byggingarland við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið er mjög vel staðsett hvað varðar framtíðaruppbyggingu. Óskað er eftir verðtilboðum í landið. LAND VIÐ SELFOSS Allar nánari upplýsingar gefur Andri Sig. sölustjóri DP FASTEIGNA í síma 561 7765 eða andri@dp.is Álfholt 16 Hafnarfjörður Verð: 29.900.000 Stærð: 136,4 Fjöldi herbergja: 5 Byggingarár: 1995 Brunab.mat: 19.450.000 Glæsileg rúmgóð 5 herbergja endaíbúð á jarðhæð með útgengi út í verðlaunagarð. Sjón er sögu ríkari. Þórunn Þórðardóttir lögg. fasteigna fyrirtækja & skipasali BORG Opið hús í dag kl : 15.00 - 15.30 Björn Bjarnason Sölufulltrúi 899 7869 bjossi@remax.is Sigmundur Sölufulltrúi 898 0066 simmi@remax.is Flugumýri 34 Mosfellsbær Verð: 58 millj. Stærð: 404,8 Byggingarár: 2002 Stálgrindarhús með fjórum 4x4 metra innkeyrsluhurðum. Krani á brautum í lofti burðargeta 3,2 tonn. Leyfi er fyrir 191 fm viðbyggingu fyrir skrifstofur og kaffistofu. Þórunn Þórðardóttir lögg. fasteigna fyrirtækja & skipasali BORG Atvinnuhúsnæði Björn Bjarnason Sölufulltrúi 899 7869 bjossi@remax.is Sigmundur Sölufulltrúi 898 0066 simmi@remax.is Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 254,4 fm glæsilegt miðjuraðhús/tengihús á tveimur hæðum með bílskúr á góðum útsýnisstað í Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið verður fullbúið að utan, steinað í ljósum lit. Lóðin verður tyrfð og bílaplan hellulagt götumegin. Að innan verður húsið afhent fullbúið án gólfefna, flísar verða þó á aðalbaðherb. Húsið verður með gólfhita. Möguleiki er á breytingum í innréttinga- vali ef kaupendur koma með þær tímanlega. 8058. V. 55,0 m. Hamrakór – Glæsilegt raðhús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Kæra Guðrún, ég heyrði í þér í morgunspjalli Arnþrúðar á Útvarpi Sögu að morgni þriðjudags. Ég þekki þig ekki, veit ekki einu sinni föðurnafnið þitt. Það er hinsvegar ekki aðalmálið í dag. Þú sagðist hafa tekið út sparnað að upphæð um 800.000 krónur en þegar skattar, bóta- skerðingar og aðrir frádrættir höfðu komið til framkvæmda hélstu eftir um 25.000 krón- um. Þetta er nátt- úrulega með slíkum eindæmum að ég var hissa hvernig þú hélst stillingu þinni í viðtal- inu. Sjálfsagt eru til einhverjar „óeðlilegar“ skýringar á þessu. Það breytir ekki því að þetta hlýtur að hafa verið „kjaftshögg“ fyr- ir þig og fjölskyldu þína. Venjulegt fólk hefur ekki efni á að tapa mán- aðarlaunum ráðherra á einu bretti. Þú sagðir réttilega, Guðrún, að fyrirkomulag og reglur um bætur, skattlagningu, bótamissi og tekjutengingar væru óviðunandi – eins og þitt dæmi sannar. Það sama segja þúsundir eldri borgara sem verða fyrir því að njörvast niður við fátæktarmörk, því ef þeir vinna fara þær tekjur að mestu til baka í formi bótamissis og skatta. Svipað á við um öryrkja. Þegar svona er komið er enginn hvati til að fara út að vinna, þó ekki væri nema hlutastarf. Margir þeir sem þannig taka ekki þátt í þjóð- félaginu leggjast fyrr í kör, tapa sjálfsvirðingu sinni og verða þung- lyndir og hrakar líkamlega. Þá þurfa þeir á dýrri hjúkrunarvist að halda og enn skerðast ellilaunin. En það er bara brot af sögunni. Hjúkr- unarpláss eru svo fá að fólk þarf að bíða heima, oft við lélegar aðstæður, það verður byrði á ættingjum sínum og glatar reisn sinni. Biðlistar lengj- ast og þar deyr fólk án þess að hafa komist í mannsæmandi hjúkr- unarvist. Nýlegar tölur sögðu að þannig hefði farið fyrir 42 sjúkling- um. Guðrún, mín skoðun er sú að fólk eigi að geta hlakkað til að verða 67 ára gamalt. Þá hefur það skilað sínu ævistarfi og á að vera „stikkfrí“. Það á að hafa rúm skatt- leysismörk, t.d. kr. 140.000, óháð launum maka. Laun eiga ekki að skerða ellilífeyri, hann kemur úr sjóðum sem við öll höfum borgað í. Lífeyrissjóðsgreiðslur gefa ríkinu heldur engan rétt til að draga úr al- mannabótum. Sjóðirnir eru einka- mál vinnuveitenda og launþega – hluti af kjarasamningi. Fólk á líka að geta treyst því að góð heimaþjónusta og síðan hjúkr- unarrými séu til reiðu. Að um það verði annast af fullri reisn og fagmennsku þegar heilsan fer að gefa sig – eins og hún gerir hjá okkur öllum fyrr eða síðar. Svo er annað Guð- rún. Það er eins og ráða- mönnum sé fyrirmunað að skilja að með því að klípa „smápeninga“ af öldruðum með skatta- reglum og bótaskerð- ingum halda þeir fólki heima við hungurmörk svo það bug- ast fyrr en ef það hefði haft tækifæri til að vinna og halda sér við andlega og líkamlega. Þeir peningar sem rík- ið nær þannig glatast margfalt aftur, því fólk þarf miklu fyrr á dýrri þjón- ustu að halda. Aurarnir eru sparaðir – krónunum kastað. Hér eru slegnar margar flugur í einu höggi: Fólki er haldið heima, það svipt sjálfsvirðingu sinni og lífs- gleði, stórfé eytt umfram þarfir í vistheimili – og samt ekki nóg gert. Og svo leggur allt þetta kerfi oft ósanngjarnar byrðar á aðstand- endur. Segja má að hér hafi bæði tekist að sökkva skipinu og stranda því! Þú spyrð Guðrún hvaða stjórnmálaflokki, hvaða mönnum, megi treysta til að skera þetta kerfi upp, gera það mannvænt og réttlátt. Ég skil vonleysi þitt, því að í þessum málaflokki hafa þeir allir haft tækifæri og allir brugðist – öll- um nema sjálfum sér. Ég vil því ég benda þér á nýjan kost, byggðan á nýjum forsendum: Framboð aldr- aðra og öryrkja – framboð.is. Þar er ekki á ferðinni fólk sem langar á þing og lofar hverju sem er til að komast þangað. Þar er fólk, eins og þú, aldraðir, öryrkjar og aðstand- endur þeirra. Fólk sem er búið að fá nóg. Fólk sem eftir margra ára bið hefur komist að þeirri niðurstöðu að fátt muni breytast nema það fari sjálft í framboð, inn á þing og breyti reglunum. Á þessum tveim teg- undum frambjóðenda er reg- inmunur. Aldraðir og öryrkjar um allt land munu velja sér frambjóðendur sem þekktir eru fyrir áhuga á málefnum þeirra. Margir frambjóðendur munu væntanlega sjálfir vera fatlaðir eða komnir á efri ár. Aðrir verða e.t.v. aðstandendur og umönnunaraðilar s.s. læknar og hjúkrunarfólk sem hefur þekkingu og sér vandamálin daglega. Guðrún, þetta þýðir ekki að þingmenn eldri borgara og ör- yrkja muni ekki hafa vit eða skoðun á öðrum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Þetta fólk hefur ekki alið aldur sinn á ríkisjötunni; það mun verða lífsreynt, þroskað og jarðbundið. Það hefur td. glatt mig sérstaklega hve sterkar taugar þeir sem ég hef talað við, eiga til landsins okkar og hvað verndun þess og virðing fyrir því skiptir það miklu máli. Það mun sjást vel í stefnuskránni sem er í smíðum. Þakka þér fyrir að segja frá reynslu þinni á Útvarpi Sögu. Ég vona að þú sért nokkru fróðari – og bjartsýnni – eftir þennan lestur og skoðun á framboð.is Kveðja, Baldur Ágústsson. framboð.is Baldur Ágústsson skrifar Guðrúnu bréf » ...í þessum mála-flokki hafa þeir allir haft tækifæri og allir brugðist – öllum nema sjálfum sér. Baldur Ágústsson Höfundur er fyrrv. forstjóri og fram- bjóðandi í forsetakosningum 2004 – baldur@landsmenn.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.